Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 59 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6. Bond mynd fyrir fjölskdunna HK DV Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10.Óvissusýning kl 10 Óvissu- sýning Scary Movie 2 Animal Rush Hour 2 Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Sýnd kl. 8. B. i. 14. Vit nr 246. Sýnd kl. 10. Síðustu sýningar. Vit nr. 235Sýnd kl. 8 og 10. samfilm.is EÓT Kvikmyndir.is Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ samfilm.is 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Strik.is HL. MBL Sýnd kl. 6. B. i. 14. Vit nr 220. Sýnd kl. 8. Vit nr. 235 Sýnd kl. 6 og 10. Vit nr. 242Forsýnig kl. 8. Vit nr. 244 MAGNAÐ BÍÓ  Kvikmyndir.com  Hausverk.is  Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Say it Isn´t So er sýnd í Regnboganum Hann er villtasta leyndarmál þriggja systra. Endalokin byrja á morgun! Sýnd. 6, 8 og 10. B. i. 16 áraSýnd. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára Frábær fjölskyldu og ævintýramynd „Bond mynd fyrir fjölskduna“ HK DV  AI MBL  ÓHT Rás2 Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is Hausverk.is  ÓHT Rás 2 Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. EÓT Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 . B. i 12 ára. Hluti myndarinar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið www.laugarasbio.is FILMUNDUR heldur kínversku kvikmyndahátíðina í samvinnu við Kvikmyndasjóð Íslands og Kín- verska sendiráðið. Kína á að baki merka aldalanga kvikmyndasögu sem hefur verið lituð mjög af stjórnmálaástandi landsins og þá sér í lagi kommúnistaríki Ma- ós. Eftir dauða hans fóru hinsvegar að koma fram á sjónarsviðið kvik- myndagerðarmenn, hin svokallaða „fimmta kynslóð“, sem tamdi sér sjálfstæðari vinnubrögð. Þessari kín- versku nýbylgju tilheyra m.a. leik- stjórar á borð við Chen Kaige, Zhang Yimou og Li Shaoshong. Fimmta kynslóðin breytti ímynd kínverskrar kvikmyndagerðar svo um munaði, þó að söguleg efni ættu ennþá upp á pallborðið voru þau nú tekin per- sónulegum og jafnframt ljóðrænum tökum. Síðan hefur komið upp ný kynslóð kvikmyndagerðarmanna sem hefur verið nefnd „sjötta kyn- slóðin“. Sjötta kynslóðin hefur reynt að brjótast undan þeim stöðluðu ímyndum kínverskrar kvikmynda- gerðar og þeim sögulega tökum sem hún er fræg fyrir. Þeir hafa frekar viljað einbeita sér að nútímanum, bæði hvað umgjörð og inntak varðar. Undanfarinn áratug eða svo hefur verið mikill uppgangur í kínverskri kvikmyndagerð og nægir að nefna myndir á borð við Rauða lampann, Sögu Qui Jui, Farvel frilla mín og nú síðast Krjúpandi tígur, dreka í leyn- um. Túlkanir á sögu og hefð skipa stóran sess í þessum myndum og sama má segja um sumar þeirra mynda sem sýndar verða á hátíðinni. En aðrar takast á við samtímann og ekki síst kvikmyndahefðina og áhrif- in frá Hollywood, en myndir þaðan eru nú sýndar í auknum mæli í Kína, en til skamms tíma voru myndir það- an afar sjaldgæfar. Kínversk sendinefnd kemur til landsins í tilefni af hátíðinni en hana skipa hr.Wu Ke, yfirmaður kvik- myndasviðs útvarps-,sjónvarps-, og kvikmyndastofnunar kínverska rík- isins, hr. Luan Guozhi, yfirmaður er- lendra samskipta við sömu stofnun og frk. Jia Qi sem er einn af yfir- mönnum CCTV-kvikmyndastöðvar- innar. VEGURINN HEIM (1999) Nýjasta mynd Zhang Yimou, sem er tvímælalaust meðal kunnustu og allra virtustu leikstjóra Kína, en hann er meðal annars þekktur fyrir Rauða lampann, sem var sýnd hér á landi við talsverðar vinsældir. Með aðalhlutverk í Veginum heim fer hin unga Zhang Ziyi sem sló í gegn ný- lega í Krjúpandi tígur, dreki í leynum og þykir frammistaða hennar í mynd Zhang Yimou ekki síðri. Vegurinn heim hefur farið sigurför um heiminn og hlaut meðal annars silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín og áhorfendaverðlaun á Sundance há- tíðinni. Í myndinni segir frá Luo Yusheng sem snýr aftur til heima- bæjar síns þegar faðir hans deyr, en hann hafði verið kennari í þorpinu um árabil. Móðir hans vill haga jarð- arförinni eftir gömlum hefðum, en samkvæmt þeim er þess krafist að hópur manna beri líkið um langan veg að grafreitnum til þess að hinn látni rati aftur heim til sín. En slík framkvæmd er bæði flókin og dýr. BROTLENDING (1999) Þessi mynd Zhang Jinaya hefur notið gríðarlegra vinsælda í heima- landi sínu en leikstjórinn verður við- staddur frumsýningu myndarinnar hér á landi. Brotlending er stórslysa- mynd í anda Hollywood. Hún gerist um borð í flugvél, sem er á leið milli Peking og Shanghai. Flugstjórinn kemst að því að lendingarbúnaður vélarinnar virkar ekki og því ljóst að það þarf að nauðlenda vélinni. FULLT TUNGL (1999) Aðalleikkona þessarar myndar Xi Meijuan verður viðstödd frumsýn- inguna en hún lék meðal annars í mynd Waynes Wangs The Joy Luck Club. Fullt tungl fjallar um Li Yu, sem tekur að sér formennsku í rótgróinni hverfisnefnd. Strax á fyrsta degi verða mörg vandamál á vegi hennar sem þarfnast úrlausna hið snarasta. Starfið er mun erfiðara en Li Yu hafði reiknað með, og ekki bætir úr skák að hún á við ýmis vandamál að etja í einkalífinu. Leik- stjóri er Chen Li. LIÐSANDI (1998) Kona er ráðinn þjálfari karla- körfuboltaliðs sem gengur ekkert alltof vel í úrvalsdeildinni. Liðsmenn- irnir láta illa að stjórn og það er ljóst að hún á langt í land með að leiða liðið til sigurs. Athyglisverð úrvinnsla á þekktu kvikmyndaminni, þar sem kona þarf að ganga í gegnum mikla erfiðleika til að vera metin að verð- leikum í þeim karlaheimi sem íþróttir eru óneitanlega enn. Leikstjóri er Qi Jian og með aðalhlutverk fer Wenli Jiang úr Farvel frilla mín. BRÉFBERARNIR (1998) Gamall bréfberi í fjallahéraði hættir störfum og vill að sonur sinn taki við starfinu. Sonurinn er ekki viss um að starfið henti sér en hver ferð tekur nokkra daga og krefst erf- iðrar yfirferðar um mikið fjallendi. Hann ákveður engu að síður að fylgja föður sínum í síðustu ferðina og kemst að raun um það hversu mikils virði starf bréfberans er fyrir fólkið í fjallaþorpunum, sem bíður bréfber- ans með vonarglampa í augunum. Leikstjóri er Huo Jianqi og aðalhlut- verk eru í höndum Teng Rujun, Liu Ye. LÓTUSLAMPINN (1999) Kínversk teiknimynd. Gyðjan Sangshengmu verður ástfangin af jarðarbúanum Liu Yanchang. Hún strýkur af himnum með lótuslamp- ann, giftist Liu og þau eignast soninn Chenxiang. Chenxiang er tældur aft- ur til himna með lótusljóskerið en ákveður að reyna að komast aftur til jarðarinnar og freista þess að finna móður sína. Leikstjóri Chang Gun- agxi. SIGLINGAKEPPNIN (1999) Tónlistarmaðurinn Long Zhou er beðinn um að semja tónlist sem á að flytja á siglingahátíð sem haldin er í fæðingarbæ hans, Jinyong. Hann er orðinn þreyttur á borgarlífinu og yf- irborðsmennskunni sem ríkir í tón- listarbransanum og ákveður því að láta slag standa. Leikstjóri er Wang Hengli og aðalleikarar Geng Le, Mei Ting. Sérstök Filmundarsýning verður á Veginum heim í kvöld kl. 22:30 en nánari tímasetningar má finna á kvikmyndasíðum dagblaðanna. Allar myndirnar eru með enskum texta. Filmundur býður til kínverskrar kvikmyndaveislu Kína í fortíð og nútíð Með aðalhlutverk í Veginum heim fer hin unga Zhang Ziyi sem sló nýlega í gegn í Krjúp- andi tígur, dreki í leynum. Í dag hefst 5 daga kínversk kvikmyndahátíð í Háskólabíói. Sýndar verða 7 nýjar myndir sem ekki hafa verið sýndar hér á landi áður. Að sögn Þorgerðar E. Sigurðardóttur er því um stórviðburð að ræða fyrir þá sem vilja kynna sér það helsta sem á sér stað í blómlegri kínverskri kvikmyndagerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.