Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 16
LISTIR
16 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GÍTARLEIKARARNIR Símon H.
Ívarsson og Jörgen Brilling frá
Þýskalandi eru um þessar mundir
á tónleikaferð um Norðurland. Í
vetur ferðuðust þeir um Þýskaland
og léku í mörgum stærstu borga
landsins við góðar undirtektir.
Símon H. Ívarsson segir að eftir
Þýskalandsferðina hafi þeir ákveð-
ið að efna til annarrar slíkrar um
Ísland. Þeir hafa þegar leikið á
Hvammstanga og Akureyri og í
gærkvöldi léku þeir í Reykjahlíð-
arkirkju við Mývatn. Í kvöld leika
þeir í sal Borgarhólsskóla á Húsa-
vík, en á þriðjudagskvöldið verða
þeir félagar komnir til Reykjavík-
ur og leika á Sumartónleikum í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
„Það sem við erum að spila, er
annars vegar íslensk tónlist, en
hins vegar þýsk og austurrísk,“
segir Símon H. Ívarsson. „Við leik-
um dúetta eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, en í þeim má finna
áhrif úr ýmsum áttum, meðal ann-
ars frá blústónlist, djassi og þjóð-
lagatónlist, og hins vegar leik ég
tvo þætti úr einleiksverki sem
Gunnar Reynir tileinkar Django
Reinhardt. Verkið heitir Homage
a Django, en Django var í miklu
uppáhaldi hjá Gunnari Reyni. Um
leið erum við Gunnar Reynir að
fagna 10 ára samstarfi, og þessi
verk eru meðal þeirra sem hafa
orðið til í þessu samstarfi okkar.“
Þetta er nýjasta verk Gunnars
Reynis og samið sérstaklega fyrir
Símon. Verkið sem Gunnar Reynir
samdi fyrir tvo gítara heitir Dag
skal að kveldi lofa, og er það til-
einkað minningu Dags
Sigurðarsonar skálds.
Símon leikur svo aftur
einleik í Þremur þjóð-
lögum eftir Jón Ás-
geirsson. „Þetta eru
þrjú lög úr tíu laga
þjóðlagasafni sem Jón
gaf út fyrir tveimur ár-
um, en lögin sem ég
hef valið eru Stúlkurn-
ar ganga sunnan með
sjó, Þrjú kvæðalög og
Einum unni ég mann-
inum.“
„Barmúsík“
Beethovens
Þótt Beethoven hafi
gert Óðinn til gleðinn-
ar ódauðlegan í níundu
sinfóníu sinni, dettur
sennilega fáum
Beethoven-unnendum gleðimúsík
og kráarstemmning í hug þegar
tónlist hans er annars vegar. Óð-
urinn til gleðinnar var af allt öðru
og æðra tagi. En Beethoven átti
líka til sínar kátu hliðar þótt þær
séu minna þekktar en þær alvöru-
gefnu og þungbrýndu. Símon og
Jörgen leika verk eftir Beethoven
í Heurigen-stíl. „Hann samdi þetta
í einhverju léttúðarkasti; en
Heurigen-tónlist er tónlist sem
samin er í kringum vínbændur,
vínuppskeru og þessháttar: Heur-
igen er staðurinn þar sem þú
kaupir nýtt vín, og Beethoven spil-
aði einhvern tíma á svona stað, og
þetta verk sem við leikum er undir
sterkum áhrifum
af þessari tegund
tónlistar. Beet-
hoven samdi þetta
fyrir mandólín og
sembal og tileink-
aði vinkonu sinni
sem var frábær
mandólínleikari,
og það þarf ekki
mikið að hafa fyr-
ir því að flytja
þetta yfir á tvo
gítara – það ligg-
ur vel fyrir gít-
arnum.“
Þeir Símon og
Jörgen leika einn-
ig forleik að óp-
erunni La clem-
enza di Tito eftir
Mozart. „Það var
samtímamaður
Mozarts í Vínarborg, Mauro Giul-
iani, sem útsetti þetta fyrir tvo gít-
ara, þannig að það gæti vel verið
að Mozart hafi heyrt þetta í út-
setningu fyrir tvo gítara. Eftir
þetta leikur Jörgen eitt einleiks-
verk.“ Símon Ívarsson segir að
tónleikum þeirra Jörgens hafi ver-
ið vel tekið í Þýskalandi og að
Þjóðverjarnir hafi verið sérstak-
lega hrifnir af tónlist Gunnars
Reynis Sveinssonar og hafi vel
kunnað að meta hann. „Einn gagn-
rýnandi sagði meira að segja að
Gunnar Reynir væri meistari
plokkuðu hljóðfæranna; meistari
gítarsins,“ sagði Símon H. Ívars-
son.
Hámenntaðir
gítarleikarar
Símon lauk fullnaðarprófi frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar og einleikaraprófi frá
Hochschule für Musik und Dar-
stellende Kunst í Berlín. Að námi
loknu starfaði hann við Tónlistar-
skólann í Luzern í Sviss, en hefur
síðastliðin 20 ár kennt við Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinsson-
ar. Símon hefur sótt fjölmörg nám-
skeið, m.a. til Spánar, Ítalíu, Sviss
og Austurríkis. Jafnframt hefur
hann sérhæft sig í flamenco-tónlist
og farið sérstakar námsferðir til
Spánar í þeim tilgangi.
Jörgen Brilling lauk masters-
prófi í tónlistar- og listfræði frá
Háskólanum í Hamborg og er auk
þess lærður tónlistarkennari.
Hann stundaði auk þess fram-
haldsnám í klassískum gítarleik í
Hamborg og Moskvu. Brilling hef-
ur leikið með Sinfóníuhljómsveit
Hamborgar, ýmsum kammersveit-
um og komið fram á tónlistarhátíð-
um. Hann hefur verið ötull við að
flytja verk nútímatónskálda. Jörg-
en Brilling hefur leikið inn á þrjár
hljómplötur við mikið lof gagnrýn-
enda.
Gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Jörgen Brilling á Sumartónleikum í Sigurjónssafni
Jörgen Brilling og Símon H. Ívarsson leika á Sumartónleikum í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið kemur.
„Gunnar Reynir er
meistari gítarsins“
Morgunblaðið/Þorkell
Þ
AÐ er kannski að
bera í bakkafullan
lækinn að ræða ís-
lenskar listir erlend-
is, að þessu sinni
skáldskap. Við vit-
um að íslensk tón-
list, myndlist og leiklist fara margar
sigurferðir um heiminn og að halda
öðru fram væri eins konar guðlast,
enda stendur það ekki til hér.
Fyrir ævalöngu, líklega á liðinni
öld var talað um að íslenskar bók-
menntir væru grundvöllur íslenskr-
ar menningar, jafnvel sjálfrar þjóð-
arinnar. Enn geta menn verið
sammála um þetta, að minnsta kosti
hvað varðar fornbókmenntirnar.
Íslenskir samtímahöfundar hafa
orðið kunnir er-
lendis og nefna
menn þá fyrst
nafn Halldórs
Laxness sem
fékk Nóbels-
verðlaunin
1955. Nokkrir íslenskir höfundar
hafa fengið Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs: Ólafur Jóhann
Sigurðsson fyrir ljóðasafnið Að
brunnum, Snorri Hjartarson fyrir
ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér,
Thor Vilhjálmsson fyrir skáldsög-
una Grámosinn glóir, Fríða Á. Sig-
urðardóttir fyrir skáldsöguna Með-
an nóttin líður og Einar Már
Guðmundsson fyrir skáldsöguna
Engla alheimsins.
En nægir þessi frami til að festa
höfunda í sessi heima og erlendis?
Svarið hlýtur að verða já á heima-
velli en erlendis nei.
Bækur Halldórs Laxnesseru þýddar á fjöldatungumála og komareglulega út í nýjum þýð-
ingum, t. d. í Þýskalandi. Á Halldór
er litið sem sagnameistara og verk
hans falla ekki úr gildi þótt sjaldan
núorðið sé hann nefndur meðal
helstu höfunda í erlendum fjöl-
miðlum. Norðurlandaráðs-
verðlaunahöfundarnir eru þýddir á
norræn mál og sumir á tungur ann-
arra Evrópuþjóða og jafnvel fleiri.
Verðlaunin eru þekkt utan Norð-
urlanda og hafa m. a. vakið athygli
og greitt fyrir verðlaunahöfundum
Noregs daginn sem
hann fékk að vita um
niðurstöður dóm-
nefndarinnar. Gleðin
var óhamin og náði
einnig til lesenda svo
að rithöfundurinn
hafði nóg að gera
lengi á eftir að taka
við árnaðaróskum.
Hann er spurður um
verðlaunin sem slík
og hrifninguna vegna
einmitt þeirra (Nord-
isk litteratur 2001) og
svarar:
„Vegna þess að þau
eru einfaldlega mesti
heiður sem norræn-
um rithöfundi getur
hlotnast. Nóbels-
verðlaunin undan-
skilin, en ég segi
hreinskilnislega að
enginn norrænn rit-
höfundur í samtím-
anum er verður Nób-
elsverðlauna.“
Ég veit af gamalli
reynslu að Norðmenn
fylgjast vel með verðlaununum og
ókyrrast renni þau ekki reglulega
til norskra höfunda.
Hið síðastnefnda í tilvitn-uðu svari Kjærstad ervitanlega umdeilanlegt.Margir telja að þær
óvæntu tafir sem urðu á ákvörðun
sænsku akademíunnar um Nób-
elsverðlaun í fyrra hafi stafað af því
að allt benti til þess að fyrir valinu
yrði sænskur höfundur, skáldið
Tomas Tranströmer. M. a. vegna
þjóðernis hans hafi hinir átján verið
í vafa og kosið kínverskan höfund í
staðinn.
Með því vali var m. a. komið til
móts við landafræði- og tungu-
málakröfur auk þess sem höfund-
urinn þótti ágætur.
Það eru að sjálfsögðu til margir
merkir rithöfundar utan Norð-
urlanda, ekki bara Salman Rushdie
sem Kjærstad nefnir. Hvað til
dæmis um höfunda spænskumæl-
andi þjóða á Spáni og í Rómönsku
Ameríku? Afríka hefur líka að
mestu setið hjá.
Skáldskapur meðal þjóða
AF LISTUM
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
johj@mbl.is
Teikning/Andrés
Þetta mætti bæta með því að
stórefla Bókmenntakynningarsjóð
sem hefur færst nær norrænu höf-
undamiðstöðvunum og gæti smám
saman orðið sambærilegur. Þá
verða ráðamenn að viðurkenna að
bókmenntirnar séu ekki til þess
eins að vera áframhaldandi horn-
rekur íslenskrar menningar.
Kynning íslenskra bókmennta
þarf að vera sem fjölbreyttust.
Allir vita að verðlaun og við-
urkenningar hafa mikið gildi fyrir
höfunda og bækur þeirra. Dæmi má
nefna hér heima, ekki síst verð-
launahafa Norðurlandaráðs, þá
Thor Vilhjálmsson, Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur og Einar Má Guðmunds-
son.
Það var gagnrýnt í Noregiað skáldsaga Jans Kjær-stad, Opdageren sem varverðlaunuð á þessu ári,
skyldi ekki vera tilnefnd fyrr.
Kjærstad er upp með sér og viss
um mikilvægi Norðurlandaráðs-
verðlauna. Hann lýsti því yfir að
hann væri hamingjusamasti maður
menntum erlendis og hafa oft gert
það. Það er þó sárgrætilegt hve
Bókmenntakynningarsjóður er lítils
megnugur vegna þess að honum er
fjárhagslega sniðinn þröngur stakk-
ur, en vilji til að gera vel greinilega
töluverður.
Auk þessara sjóða er almennur
Þýðingarsjóður sem styrkir þýð-
ingar erlendra bókmennta (ekki
bara norrænna) á íslensku. Þessi
sjóður hefur reynst afar gagnlegur.
Á bókastefnum erlendis, Frank-
furt og Gautaborg til að mynda, er
ljóst að mikið starf er unnið í ná-
grannalöndum okkar til að koma
bókmenntum á framfæri og kynna
einstaka höfunda. Þetta hefur borið
árangur, einkum vegna höf-
undamiðstöðva þar sem unnið er
markvisst að efninu. Talað hefur
verið um norræna bylgju. Bók-
menntakynningarsjóður er vissu-
lega eins konar höfundamiðstöð en
án sýningaraðstöðu á bókastefnum.
Íslenskir útgefendur sjá um að vera
höfundamiðstöðvar þar sem ein-
ungis er haldið fram eigin höf-
undum eða nær eingöngu að ég tel.
meðal Frakka og Pólverja.
Skáldsagnahöfundarnir geta
vænst að eftir þeim sé tekið víða og
meira að segja ljóðskáldin, en ólík-
legt er að verðlaunabækur þeirra
komi út í heild. Sá möguleiki er aft-
ur á móti fyrir hendi að stök ljóð
rati í sýnisbækur.
Ólafur Jóhann Sigurðssonog Snorri Hjartarsonhafa ekki náð því að verðaverulega þekkt ljóðskáld
á Norðurlöndum. Thor Vilhjálms-
son, Fríða Á. Sigurðardóttir og Ein-
ar Már Guðmundsson eru kunnir
skáldsagnahöfundar sem ekki hafa
slakað á og vekja áhuga. Kvikmynd
eftir verðlaunaskáldsögu Einars
Más á sinn þátt í velgengni hans
þótt hann hafi getað verið án henn-
ar.
Hvað er það sem auk verðlauna
getur stuðlað að útgáfu verðlauna-
bóka og annarra bóka erlendis?
Helst er að nefna Norræna þýð-
ingarsjóðinn og Bókmenntakynn-
ingarsjóð. Þessir sjóðir geta hjálpað
til að greiða fyrir íslenskum bók-