Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 19
SUMARÚTSALA
40-50%
afsláttur
Frí snið fylgja
Laugavegi 71, sími 551 0424
ERU ekki allir orðnir leiðir á að
tala um Íslendingasögurnar? Er
hugmyndaheimur þeirra og lífsspeki
um sæmd og sjálfstæði sem vísað er í
á tyllidögum ekki löngu úrelt karla-
grobb? Eru þær ekki bara draugar
fortíðar? Nei, svo virðist sem saga á
borð við Njálu lifi ennþá góðu lífi.
Það er sennilega vegna þess að sam-
mannlegt og sígilt efni hennar (ást,
afbrýði, ætt og fjölskyldubönd) er í
sífelldri endurvinnslu með hverjum
lesanda og túlkanda sem gefur því
nýtt líf og nýja merkingu. Þetta er
útgangspunkturinn í bók Jóns Karls
Helgasonar, Höfundar Njálu, en hún
snýst um framhaldslíf þessarar forn-
frægu og lífseigu sögu í nútímanum –
s.s. bók um bókmenntir sem byggj-
ast á Njáls sögu. Ljóst er að Njála til-
heyrir heimsbókmenntunum en Jón
Karl beinir sjónum einkum að njálu-
lífi á Norðurlöndum, Bretlandi og
Þýskalandi. Hann fjallar t.d. um
þekkta, enska þýðingu George
Webbe Dasents frá árinu 1861, The
Story of Burnt Njal, en þessi þýðing
lá mörgum öðrum Njáluþýðingum og
túlkunum til grundvallar í heila öld;
amerísku skáldsöguna Fire in the Ice
eftir Dorothy James Roberts sem
kom út hundrað árum síðar; og leik-
ritin Nial den Vise og The Riding to
Lithend. Einnig eru ljóð sem tengj-
ast Njálu tekin til skoðunar, t.d.
þýskt, rómantískt söguljóð sem heit-
ir Gunnar von Hlidarendi þar sem
skáldkonan von Engelhardt-Pabst
leggur út af stormasömu hjónabandi
þeirra Hallgerðar. Þá skoðar Jón
Karl myndskreytingar Njálu í hinum
ýmsu útgáfum en í raun eru þær enn
ein ný þýðing eða túlkun sögunnar
(sbr. 115). Ótrúlega mörg erlend
bókmenntaverk byggjast á atburð-
um og persónum Njáls sögu svo
hægt er með sanni að tala um t.d.
enska Njáluhefð (48). Mark Njálu má
því víða kenna í vestrænni menningu.
Bók Jóns Karls er bæði skemmti-
lega skrifuð og lifandi. Lesandinn er
leiddur inn í fræðin með myndræn-
um sviðsetningum, sbr. t.d. upphaf
kaflans Útgefandinn. Það er alltaf
ánægjulegt að lesa fræðibók sem er
blátt áfram og yfirlætislaus. Textinn
er auk þess sérlega vel upp byggður
og tengingar allar vel ígrundaðar.
Bókin skiptist í átta kafla sem heita
t.d. Sagnaskáldið, Barnabókahöf-
undurinn og Ferðalangurinn. Í kafl-
anum um Sagnaskáldið eru nefndar
nokkrar af þeim skáldsögum sem
skrifaðar hafa verið út frá efni Njálu.
Þar eru Hlíðarendahjónin í brenni-
depli og m.a. kynnt sú forvitnilega
hugmynd að Makbeð og lafði hans
séu þeim skyld. Hallgerður er síung
og breytni hennar eilíf uppspretta
kenninga um kveneðlið. Hafa ýmis
sagna- og leikritaskáld túlkað hana
með misjöfnum árangri. Hún er ým-
ist drykkfelld og útlifuð eins og
Hollywood-leikkona, valdasjúkt tál-
kvendi eða fegurðin uppmáluð, stolt
og sjálfstæð, kyntákn allra tíma.
Forvitnilegt er að lesa um barna-
bókahefð Njálu en endursagnir úr
sögunni voru kenndar í t.d. breskum
og þýskum skólum. Í Þýskalandi nas-
ismans tók æskan sér hinn hrein-
lynda og germanska Gunnar til fyr-
irmyndar, víkinginn frækna sem
sigldi um sólroðinn sæ í ævintýraleit.
Í kaflanum sem kallast Ferðalang-
urinn eru viðraðar kenningar um
margbrotin áhrif Njálu á ferðabækur
breskra nítjándu aldar höfunda.
Þessum áhugaverðu pælingum lýkur
með tengingu við Íslandsför Guð-
mundar Andra Thorssonar sem út
kom 1996.
Bókinni fylgir margmiðlunardisk-
urinn Vefur Darraðar sem inniheld-
ur m.a. fjölda ljóða um persónur og
atburði Njálu og myndskreytingar
ýmissa útgáfna sögunnar heima og
erlendis; hljóðupptökur, t.d. af
frægri túlkun Laxness á Gunnars-
hólma; og kvikmyndir. Diskurinn er
vel hannaður og þægilegur í notkun,
hreinlega hvalreki fyrir kennara,
nemendur og alla áhugamenn um
Njáls sögu. Höfundar Njálu er stór-
gott og alþýðlegt fræðirit sem sannar
áframhaldandi langlífi eða jafnvel ei-
lífð Njálu. Á henni virðast engin elli-
mörk vera.
BÆKUR
F r æ ð i r i t
eftir Jón Karl Helgason.
Þræðir úr vestrænni bókmennta-
sögu. Heimskringla, Háskólaforlag
Máls og menningar 2001.
HÖFUNDAR NJÁLU
Að eilífu Njála
Steinunn Inga Óttarsdótt ir
GARÐAR Pétursson teiknari opn-
ar sýningu á vatnslitamyndum á
Hótel Dalvík í dag undir yfirskrift-
inni Djúpavík á Ströndum.
Garðar útskrifaðist úr auglýs-
ingadeild Myndlista- og handíða-
skóla Íslands árið 1982. Hann hef-
ur haldið nokkrar einkasýningar,
nú síðast árið 2000 í Galleríi Fold,
og tekið þátt í samsýningum.
Fyrirmyndir listamannsins eru
flestar sóttar til fortíðarinnar –
gjarnan í búrhilluna eða eldhús-
skápinn hjá ömmu þar sem hver
dós og kassi átti sinn sérstaka
stað, sinn sérstaka ilm og innihald.
Einnig má líta myndir af ýmsum
hlutum nátengdum Djúpuvík.
Sýningin á Hótel Djúpuvík
stendur til 31. ágúst.
Málverka-
sýning á
Hótel Dalvík
Siglufjarðarkirkja, kl. 11. Þjóð-
lagamessa. Kl. 14. Sálmaspuni.
Sigurður Flosason og Gunnar
Gunnarsson.
Þjóðlagahátíð
á Siglufirði
FORSAL Hallgrímskirkju prýða
um þessar mundir nokkur ný mál-
verk eftir Valgarð Gunnarsson,
sem sækir viðfang sitt í helgar
bækur.
Valgarður hefur löngu haslað
sér völl í íslenzkri málaralist fyrir
sínar vel unnu og nostursamlega
útfærðu málverk og ekki hefur
hann dregið af sér að þessu sinni.
Frekar gengið til verks af elju og
alúð líkt og svo margir sem átt
hafa myndverk á staðnum og unn-
ið þau gagngert fyrir hið afmark-
aða rými, enga fyrirhöfn sparað til
að verkin féllu að helgi staðarins,
mettaði enn frekar andrúmið upp-
höfnum straumum. Framtakið
löngu einstakt, því hér hafa margir
af fremstu myndlistarmönnum
þjóðarinnar lagt margra mánaða
vinnu í að gera hlut sinn sem
marktækastan, þó án nokkurs
sýnilegs rembings í þá átt að einn
vilji yfirgnæfa annan eins og
stundum vill gerast.
Valgarður byggir myndheildir
sínar upp á einföldum táknum sem
skara frásögur úr helgum bókum
og eru nöfnin hér upplýsandi veg-
vísar, svo sem; Víngarður Nabóts.
Dýr merkurinnar. Meríbavötn.
Salur Sáls o.s.frv. Allt eru þetta
olíumálverk af stærri gerðinni ut-
an tvö minni sem eru sér á báti um
hlutvakið ferli. Í hinum ráða tákn-
in og átökin við innri lífæðar
myndflatarins en þó á stundum
erfitt að greina inntakið í einslitri
heildinni eins og hinum tveim
fyrstnefndu sem njóta sín að auk
naumast á staðnum. Bein lýsing á
myndverkin mætti vera betri og
stillanlegri og umgjörð sýn-
ingarinnar markvissari. Varla til of
mikils mælst, að listafélag kirkj-
unnar komi til móts við metnað
sýnenda með kynningu á þeim og
verkunum þeirra hverju sinni. En
hér er litlu kostað til og gestir fá
engar upplýsingar á milli hand-
anna hvað þá rýnendur sem
skapar þeim mun meiri ómak og
vinnu en skyldi. Hér mætti taka
Hannes Sigurðsson listsögufræð-
ing til fyrirmyndar, sem sendi
jafnaðarlega ítarlegar upplýsingar
til þeirra um sýnendur á Mokka,
er hann var þar sýningastjóri.
Upplýsingafátækt til gagnrýnenda
og tilætlunarsemi við mynd-
listarmenn er með ólíkindum hér á
landi og í þessu tilviki væri meira
en sanngjarnt að kirkjan festi sér
eitt myndverk hverju sinni sem
yrði svo vísir að listaverkasafni…
Rétt að geta þess, að á kirku-
degi var í Turnkapellu lítil en at-
hyglisverð sýning á höklum eftir
Hildigunni Smáradóttur ásamt
leirlist eftir Ólöfu Erlu Bjarna-
dóttur, Helgu Kristínu Unnars-
dóttur og Elísabetu Haraldsdótt-
ur. Afar einfaldir og formheilir
hlutir er augu glöddu, en upplýs-
ingastreymið einnig í algjöru lág-
marki.
Af helgum bókum
MYNDLIST
H a l l g r í m s k i r k j a
Opið alla daga á tíma kirkjunnar.
Til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis.
MÁLVERK
VALGARÐUR GUNN-
ARSSON
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Bragi
Eitt verka Valgarðs Gunnarssonar á sýningunni.
MENNINGARSJÓÐUR Lands-
banka Íslands hf. hefur úthlutað
styrkjum til 12 verkefna.
Þeir sem hlutu styrk að þessu
sinni eru: Kvik hf. kvikmyndagerð
fékk 350.000 kr. styrk vegna gerð-
ar heimildamyndar um Jóhannes
Sveinsson Kjarval.
Astma- og ofnæmisfélagið fékk
150.000 kr. styrk til útgáfu á
fræðslubæklingi og gerðar á
heimasíðu.
Minningarsjóður Björgvins Guð-
mundssonar tónskálds fékk
150.000 kr. styrk vegna útgáfu á
lögum hans á geisladisk.
Systkinasmiðjan fékk 150.000
kr. styrk til að halda námskeið fyr-
ir systkini fatlaðra barna.
Samstarfshópur um líkn fékk
150.000 kr. styrk vegna námskeiðs
sem þau héldu fyrir starfsfólk
sjúkrahúsa og félaga sem sinna
sérstaklega sorgarvinnu.
Unglingakór Selfosskirkju fékk
150.000 kr. styrk vegna þátttöku
kórsins í alþjóðlegri kórakeppni á
Spáni sem fram fer í lok júlí.
Blái herinn fékk 100.000 kr.
styrk vegna hreinsunar á höfnum á
Suðurnesjum. Blátindur fékk
100.000 kr styrk vegna endurbygg-
ingar á vélbátnum Blátindi VE21.
MS félag Íslands fékk 100.000
kr. styrk vegna gerðar á úti-
listaverkinu STOÐ. Verkið mun
verða staðsett á lóð félagsins.
Samtökin Sókn gegn sjálfsvígum
fengu 100.000 kr. styrk til reksturs
samtakanna.
Barnablaðið Æskan fékk
100.000 kr. styrk vegna útgáfu
blaðsins.
AA-samtökin á Akureyri fengu
100.000 kr. styrk vegna kaupa á
stólum í fundarsal samtakanna.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Styrkþegar Menningarsjóðs Landsbanka Íslands 2001.
Úthlutað úr Menningar-
sjóði Landsbankans
♦ ♦ ♦