Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 27
ÓSKAR Þorsteinsson, bak-ari og fyrrum handbolta-þjálfari hjá Val og Hauk-um og leikmaður Víkings,
og kona hans, Soffía Hreinsdóttir,
sem lék handbolta með Þór á Ak-
ureyri og síðar með Val, hafa búið í
Noregi síðustu fimm ár. Reyndar er
það svo að Óskar er einn þriggja ís-
lenskra bakara sem reka bakarí í
Noregi um þessar mundir. Hinir eru
Sigurjón Guðmundsson, sem rekur
bakarí í Elverum og Óðinn Valsson
en hann rekur bakarí í Stryn.
„Þetta var hálfgerð ævintýra-
mennska hjá okkur þegar við ákváð-
um að flytja út með þrjú börn,“ sagði
Óskar. „Upphaflega ætluðum við að
vera hér í eitt ár en nú eru árin orðin
fimm. Okkur langaði að breyta til og
reyna eitthvað nýtt og vorum búin
að velta ýmsum möguleikum fyrir
okkur um tíma en svo kom þetta upp
að mér bauðst þjálfun hjá kvennaliði
í Elverum og við ákváðum að slá til.
Ég var búinn að spila og þjálfa hand-
bolta heima. Spilaði sjálfur með Vík-
ing og þjálfaði hjá Val og seinna hjá
Haukum áður en ég fór út. Soffía
kona mín var að spila með Þór á Ak-
ureyri og með Val áður en við fórum
út. Það var kannski ein af ástæð-
unum fyrir því að við drifum okkur
að ákvörðunin var tengd handbolt-
anum.“
Út í óvissuna
Óskar og Soffía voru bæði í fastri
vinnu og höfðu unnið á sama stað í
rúm 10 ár þegar þau fluttu út. „Það
fannst mörgum heima að við værum
ekki alveg í sambandi að fara út með
þrjú börn frá tryggri vinnu og út í
óvissuna,“ sagði Óskar. „Dæturnar
voru sjö og níu ára en strákurinn var
17 ára. Þau voru sem betur fer opin
fyrir því að flytja út en það var að
mörgu leyti erfiðara fyrir þau í
fyrstu en við áttum von á. Þau sökn-
uðu ömmu og afa, vina og fjölskyld-
unnar en voru alveg opin fyrir því að
reyna þetta í eitt ár en nú kunna allir
orðið vel við sig.“
Fyrsta árið bjó fjölskyldan í
Elverum rétt norðan við Ósló en árið
1997 fluttu þau til Drammen sem er
sunnan við Ósló. Fyrstu tvö árin í
Drammen þjálfaði Óskar handbolta
hjá kvennaliði Åssiden en í febrúar
árið 2000 opnuðu þau hjónin bakarí,
sem þau eiga og reka.
„Ég er bakari að mennt og sá
fljótt að hér voru möguleikar á að
fást við það sem maður kunni og
þekkti vel til verka,“ sagði Óskar.
„Það hafði alltaf blundað í okkur
eins og flestum heima að stofna eigið
fyrirtæki. Það varð aldrei af því en
hér sá maður fljótt möguleikana á að
láta drauminn rætast. Norðmenn
eru mjög vanafastir og sennilega
eru þeir ekki eins nýjungagjarnir og
Íslendingar eins og maður er vanur
að heiman. Þetta hefur gengið ljóm-
andi vel og salan er alltaf að aukast.
Það tekur alltaf tíma að koma sér í
gang og sérstaklega þar sem við
bjóðum upp á aðrar brauðtegundir
en Norðmenn hafa vanist til þessa.
Við byrjuðum með ítölsk brauð sem
eru bragðmeiri en norsku brauðin.
Það tók þá smátíma að átta sig en nú
er sala á ítölsku brauðunum að taka
við sér. Þetta lítur mjög vel út og við
erum mjög sátt með hvernig geng-
ur.“
Mikill munur á veðrinu
Óskar segir að helsti munurinn á
Noregi og Íslandi sé veðráttan. „Í
Noregi eru fjórar árstíðir og geta
veturnir stundum verið harðir en
vorið kemur alltaf í apríl,“ sagði
hann. „Hér er mikil veðursæld og ég
man nánast aldrei eftir roki þennan
tíma sem við höfum búið hér. Þar
fyrir utan er lífið hér mun afslapp-
aðra. Norðmenn passa vel upp á
sinn frítíma og nýta hann betur en
við gerum heima. En eftir að við
eignuðumst bakaríiið á þetta reynd-
ar ekki lengur við um okkur. Um
þessar mundir fer nánast allur tím-
inn í það en vonandi ekki að eilífu.“
Óskar sagði að norskir bankar
veittu þeim sem væru að stofna fyr-
irtæki ekki neina sérstaka fyrir-
greiðslu umfram aðra. Þeir væru
mjög passasamir og veittu ekki lán
nema gegn góðri tryggingu.
„Við seldum þessa hugmynd að
opnu bakaríi sem ekki hafði þekkst
hér fram að því,“ sagði hann. „Opið
bakarí felst í því að viðskiptavinur-
inn sér beint inn í framleiðsluna og
hvernig við vinnum frá afgreiðslu-
borðinu.“
Matur er heldur dýrari í Noregi
en á Íslandi að mati Óskars. „Á móti
kemur að laun eru þónokkuð hærri
en heima,“ sagði hann. „Þannig að
þetta kemur svipað út. Ýmsar vörur
eins og bílar eru dýrari hér og einnig
bensín.Við erum búin að kynnast þó
nokkru af Norðmönnum og líkar vel.
Þetta er mjög opið og hresst fólk
þegar maður er búinn að kynnast
því. Okkur finnst munurinn á þeim
og Íslendingum aðallega vera sá að
þeir eru ekki eins „létt geggjaðir“ og
Íslendingar geta stundum verið.
Við höfum verið að tala um það
okkar á milli að það væri fínt að
blanda Íslendingum og Norðmönn-
um saman aftur. Íslendingar eru
öfgakenndir og hugmyndaríkir og
kýla um leið á þær hugmyndir sem
þeir fá en Norðmenn fara kannski
einum of varlega og vilja hugsa allt í
botn og reyna að sjá fyrir sér verstu
möguleikanna sem upp gætu komið.
Ég held það væri ágætt að blanda
þessum eiginleikum saman.“
Þekktu ekki súkkulaðisnúða
Í bakaríinu vinna fjórir starfs-
menn í fullu starfi, Óskar, Soffía og
sonurinn Hreinn auk tveggja
stúlkna í hálfu starfi.
Óskar segist hafa bryddað upp á
ýmsum nýjungum og meðal annars
selt páskaegg frá Nóa-Síríusi í
fyrsta sinn í fyrra og aftur í ár.
„Þau voru mjög vinsæl í fyrra og í
ár gekk salan ennþá betur því þau
seldust öll upp,“ sagði hann. „Fólki
fannst þau spennandi enda eru ís-
lensku eggin allt öðruvísi en þau
norsku, sem eru úr pappa en fyllt af
litlum leikföngum og sælgæti.“
Óskar sagði að annars væru það
aðallega brauðin sem hefðu vakið
mesta eftirtekt og umtal. „Við erum
að fá til okkar viðskiptavini sem aka
allt að 50 km til að ná sér í brauð í
bakaríinu,“ sagði hann. „Fólki finnst
spennandi að geta séð til okkar við
vinnu og fá kökurnar og brauðin af-
greidd heit yfir borðið. Svo heit að
stundum er erfitt að taka við þeim.
Það er gaman á sjá framan í við-
skiptavininn þegar varla er hægt að
halda á pokanum. Það eru ansi
margir sem aldrei hafa upplifað það
áður.
Eins og ég sagði bjóðum við upp á
ítölsk brauð og íslenska góðkunn-
ingja í bland og erum meðal annars
með íslenskt rúgbrauð, þrumara,
sem gengur mjög vel. Þeir Norð-
menn sem hafa kynnst rúgbrauðinu
eru mjög hrifnir og eru jafnvel
komnir með fasta áskrift. Íslenskir
snúðar eru líka mjög vinsælir og þá
sérstaklega með súkkulaði. Þeir
höfðu aldrei sést hér áður.“
Óskar sagði að í úthverfi Dramm-
en væri ekkert annað bakarí og að
brauðin kæmu yfirleitt í verslanirn-
ar frá höfuðstöðvunum stórmarkað-
anna í Ósló. „Bakarinn á horninu var
ekki til hér á þessi svæði en þetta er
allt að breytast,“ sagði hann. „Ég
veit um tvo aðra Íslendinga sem
reka bakarí í Noregi og eftir því sem
ég veit best er sömu sögu að heyra
frá þeim. Meira en nóg að gera.“
Bakar þrumara
og snúða fyrir
Norðmenn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Soffía Hreinsdóttir og Óskar Þorsteinsson eiga og reka bakarí í Drammen í Noregi.
Óskar Þorsteinsson, bakari í Drammen, ásamt fjölskyldu sinni, Stellu Ósk-
arsdóttur, Soffíu Hreinsdóttur, Sigurlaugu Óskarsdóttur og Hreini Gylfasyni.
Íslenskir snúðar og þrumari seljast eins og heitar
lummur í bakaríinu hjá Óskari og Soffíu í Dramm-
en í Noregi. Óskar sagði Kristínu Gunnarsdóttur
frá lífinu í Noregi þar sem þau hafa búið í fimm ár.
MIKIÐ er rætt og ritað umkynþáttafordóma ogóspektir og árekstra,sem fylgja hugarfari
forherðingar og drambsemi í garð
þeldökkra eða skáeygðra
innflytjenda. Við þau tíma-
mót sem orðið hafa í sögu
Bandaríkjanna, stóveldis
sem um langt skeið beitti
lagakrókum og lögreglu-
sveitum til að viðhalda mis-
rétti þegna sinna má minnast
þess að einnig hér, á frost-
köldu Fróni, gætti áhrifa af
kynþáttaviðhorfi Ku-klux-
klan. Til fróðleiks má rifja
upp atburð, sem gerðist í
anddyri á helsta gistihúsi landsins,
Hótel Borg árið 1952 í þeim mánuði
sem nefndur hefir verið „undurfagur“
– maímánuði. Jóhannes Jósefsson
glímukappinn nafnkunni, sá sem
strengt hafði þess heit að bera hróður
Íslands um heimsbyggðina og fór
með flokk sinn að fljúgast á við marg-
litt mannkyn og hrópaði af sviðsbrún
fjölleikahúsanna: Komdu ef þú þorir,
að berjast við óvopnaðan Íslending.
Stefán Jónsson fréttamaður Ríkis-
útvarpsins, „frétta-Stebbi“, eins og
Helgi Hjörvar kallaði hann, faðir
Kára hins erfðavísa, sem nú bruggar
athafnalífi Íslendinga efnahagshress-
andi Hoffmansdropa, skráði ævisögu
Jóhannesar á Borg og hlaut m.a.
maklegt lof Bjarna Benediktssonar
sem hældi bók Stefáns á hvert reipi. Í
bók sinni lýsir Jóhannes hvað eftir
annað aðdáun á Gyðingum er hann
kynntist á ferðum sínum um leikhús
heima Bandaríkjanna. Hann
rómar töframanninn Houd-
ini, sem leitaði víða fanga og
aflaði sér þekkingar í blekk-
ingum og bragðvísi. Hamp-
aði t.d. frásögnum Snorra-
Eddu, sótti í skáp sinn þýska
þýðingu á sögunni um viður-
eign Þórs og Útgarða-Loka,
sem „honum fannst vera
merkileg frásögn um sjón-
hverfingar aftan úr forn-
eskju“.
Jóhannes segir jafnframt frá
blökkumönnum, sem hann kynnist
vestra. Hann ber þeim vel sögu og er
helst að sjá að hann telji þá til góðvina
sinna.
Hvergi lætur Jóhannes þess getið
að hann hafi fengið tilefni til óvildar
og ofstækis sem tiltæki hans ber vott
um er hann hengir upp auglýsingu í
anddyri Hótel Borgar. Jóhannes
skýrir framferði sitt og framgöngu í
lífinu með svofelldum orðum: „Ég var
einstefnumaður allt frá
bernsku. Ég gat ekki efast um
tilgang minn eða fallið frá hon-
um. Ég hef vafalaust verið
fullur af sjálfsaðdáun og
drambi.“ „En aðdáunina á
sjálfum mér skynjaði ég að
minnsta kosti sem tilbeiðslu á
því drengilegasta og hreinasta
sem ég þekkti í fari íslenzku
þjóðarinnar, og metnaður
minn var metnaður Íslands.“
Þegar Jóhannes starfaði hjá
Ringlingbræðrum voru
blökkumenn í algjörum meirihluta. „Í
þeirra hópi voru ýmsir knáir strákar.“
Síðan segir Jóhannes frá einum þess-
ara stráka, sem hann réð í þjónustu
sína. Það var Beibí Bú hreinræktaður
Súlúi, svartur eins og bik.
„Þennan mann réð ég í þjónustu
mína með heimild Jón Ringling og
iðraðist þess aldrei, því ofan á aðrar
dyggðir reyndist maðurinn ágætlega
greindur og slíkur kunnáttumaður
um skapstillingu að furðu sætti. Hann
hafði lagt stund á hnefaleik um skeið,
en leiddist að skemmta fólki með því
að láta berja sig fyrir tiltölulega lágt
gjald. Einu sinni kom hann á mig
vinstrihandarhöggi á æfingu. Það var
aðeins eitt högg, en hitti mig á öxlina
eins og þungur steinn og marblett-
urinn undan því náði frá bringubeini
aftur á herðablað.“
Fleiri blökkumenn nefnir Jóhannes
af knáum drengjum er hann réð sem
aðstoðarmenn sína og lét falla viður-
kenningarorð um framgöngu þeirra.
Alþýðublaðið segir frá því að sá
furðulegi atburður hafi gerst að hengt
hafi verið upp spjald í fordyrinu á
Hótel Borg sem á var letrað „bann við
því að litaðir menn kæmu í sam-
kvæmissali hótelsins. Orðrétt var
áletrunin á þessa leið: „We don’t cater
coloured people here.“
Kunnur Reykvíkingur, Sigurður
Magnússon kennari gekk inn á hót-
elið á sunnudag um klukkan hálftvö,
reif niður spjaldið með áletruninni og
gat þess að eigandi hótelsins gæti
kært sig ef hann óskaði þess.“
Ef eigendur Hótel Borgar hefðu
fylgt stefnu Jóhannesar Jósefssonar
þá virðist ljóst að hvorki bandaríski
utanríkisráðherrann Powell, né aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna hefði feng-
ið aðgang að sölum Hótel Borgar.
Úrklippa úr Alþýðublaðinu.
Jóhannes og blakkur vinur hans og
samstarfsmaður í fjölleikahúsi í Vesturheimi.
Árið 1952 auglýsti hótel í
Reykjavík að þeldökku
fólki yrði ekki veittur beini.
Pétur Pétursson þulur
rifjar atburðinn upp.
Kynþáttamisrétti í Reykjavík
Sigurður
Magnússon