Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 29
átti hann að baki mikinn feril í tónlistarmálum
í Þýzkalandi og Austurríki. En örlög hans
voru ráðin, þegar hann gekk að eiga konu af
gyðingaættum. Eftir að Austurríki var inn-
limað í Þýzkaland Hitlers gátu þau ekki leng-
ur búið í Austurríki.
Dr. Urbancic var einn þeirra manna, sem,
lögðu grundvöll að fjölskrúðugri kórmenningu
á Íslandi. Þar kom Róbert Abraham Ottósson
einnig við sögu, Páll Ísólfsson og síðar Ing-
ólfur Guðbrandsson.
Um þennan þátt í starfi dr. Urbancic segir
Árni Heimir Ingólfsson í grein sinni í Lesbók
Morgunblaðsins fyrir viku.:
„Starf Victors Urbancic sem kórstjóra verð-
ur seint ofmetið. Fyrstu áratugi 20. aldarinnar
var enginn blandaður kór starfandi á landinu,
sem staðið gat undir nafni. Stöku sinnum var
þó hægt að koma saman þokkalegum sönghóp
til að glíma við stærri verkefni, hvort sem var
fyrir einskæran stórhug einstakra manna (eins
og þegar Páll Ísólfsson stjórnaði þáttum úr
Þýzku sálumessunni eftir Brahms í Dómkirkj-
unni 1926) eða vegna merkisatburða á inn-
lendum vettvangi t.d. Alþingishátíðarinnar
1930... Urbancic var einn þeirra kórstjóra, sem
gerbreyttu viðhorfi landsmanna til blandaðs
kórsöngs, enda réðst hann ekki á garðinn, þar
sem hann var lægstur. Strax árið 1940 stjórn-
aði hann flutningi á Messíasi Händels og voru
Páll Ísólfsson, Árni Kristjánsson, Björn Ólafs-
son og Heinz Edelstein meðal einleikara í
hljómsveitinni. Eftir þetta urðu kórtónleikar
undir stjórn Urbancic að árvissum menningar-
viðburði í höfuðstaðnum. 1941 stjórnaði hann
Stabat mater eftir Pergolesi og fjórum köflum
úr h-moll messu Bachs og ári síðar stjórnaði
hann Sálumessu Mozarts. Eitt metnaðarfyllsta
verkefnið og kannski einnig það bíræfnasta,
tók við árið 1943. Það ár stóð Urbancic fyrir
flutningi Jóhannesarpassíunnar (í styttri út-
gáfu) á fernum tónleikum í Fríkirkjunni.“
Þegar hugsað er til þess að Íslendingar voru
á þessum tíma helmingi færri en nú og mennt-
aðir tónlistarmenn fáir er flutningur þessara
tónverka náttúrlega ótrúlegt afrek og nánast
óskiljanlegt að það hafi tekizt. En jafnframt er
ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvers konar
áhrif þessi starfsemi hefur haft á menningar-
lífið á Íslandi. Raunar stóð starfsemi Tónlist-
arfélagsins undir forystu manna eins og Páls
Ísólfssonar og Ragnars í Smára með miklum
blóma á þessum tíma en það er önnur saga.
Í grein Árna Heimis um dr. Urbancic er vik-
ið að einum þætti í starfi hans, sem lítið hefur
verið fjallað um hér. Greinarhöfundur segir:
„Tónsmíðum sínum hélt Urbancic ekki mjög á
lofti í lifanda lífi og ekki hafa þær heldur eign-
ast öflugan málsvara að honum látnum. Það
kann því að koma ýmsum á óvart að verkaskrá
hans telur yfir 40 verk. Flest voru þau samin á
árunum 1919–1938, þ.e.a.s. á námsárum hans
og fyrstu starfsárum í Þýzkalandi og Aust-
urríki... Eftir komuna til Íslands varð tón-
smíðastarfið stopulla, enda gáfu tónsmíðar lít-
ið í aðra hönd, auk þess sem hér var í mörgu
að snúast og lausar stundir til tónsmíða af
skornum skammti.“
Það væri verðugur minnisvarði um störf dr.
Victors Urbancic að öll tónverk hans yrðu
smátt og smátt gefin út í handriti, flutt hér og
gefin út á diskum. Morgunblaðið hefur áður
vikið að því, að það er í raun og veru skylda
okkar að varðveita tónlistararf 20. aldarinnar
á Íslandi með þeim hætti og gefa út í hand-
ritum og á diskum smátt og smátt öll verk
helztu tónskálda þjóðarinnar. Menn á borð við
dr. Urbancic eiga heima í þeim hópi.
Afstaðan til
fólks af erlend-
um uppruna
Hér hefur verið vikið
að tveimur þeirra
þriggja tónlistar-
manna, sem um er
fjallað í greinaflokki
Lesbókar um þessar
mundir, en greinin um dr. Róbert Abraham
Ottósson mun birtast að viku liðinni. Það er
gert m.a. til þess að minna Íslendinga á, hvað
framlag fólks sem flytur hingað frá öðrum
löndum, til samfélags okkar og menningar get-
ur verið gífurlega mikilvægt.
Við erum svo fámenn þjóð, að við höfum í
raun einstakt tækifæri til að byggja hér upp
þjóðfélag, sem er til fyrirmyndar á nánast öll-
um sviðum. Íslenzka þjóðin er betur menntuð
en flestar aðrar. Íslendingar ferðast meira en
flestir aðrir. Íslendingar eru í hópi upplýst-
ustu þjóða heims.
Þjóð, sem hefur komið sér svo vel fyrir, get-
ur ekki verið þekkt fyrir að láta fordóma í
garð fólks af öðru þjóðerni festa hér rætur.
Gróðrarstía kynþáttafordóma er menntunar-
leysi, einangrun, atvinnuleysi og fátækt. Ekk-
ert af þessu einkennir samfélag okkar. Og
gleymum því ekki að við höfum sjálf árum og
áratugum saman leitað eftir því að fólk komi
hingað frá öðrum löndum til þess að vinna í
fiskvinnslustöðvum okkar. Við getum ekki bú-
izt við því að það búi hér bara þegar okkur
hentar. Í þessari eftirsókn eftir erlendu vinnu-
afli felst skuldbinding um að taka vel á móti
þeim úr þessum hópum, sem vilja setjast hér
að.
Við erum stolt af sögu okkar og menningar-
legri arfleifð. Við erum stolt af fegurð lands
okkar. Ekkert af þessu er tilefni til þjóðremb-
ings af neinu tagi. Aðrar þjóðir eiga sér merka
sögu, mikla menningu og fallegt land. Mennt-
uð og upplýst þjóð hefur áhuga á að kynna sér
þá sögu. Alveg með sama hætti getum við
gengið út frá því sem vísu, að þeir sem hingað
flytja frá öðrum löndum hafa áhuga á að kynn-
ast sögu okkar, menningu og náttúru lands
okkar.
Dr. Edelstein ferðaðist um óbyggðir Íslands
(og það voru raunar ekki margir Íslendingar,
sem gerðu það á þeim tíma) og Árni Heimir
segir að Páll Ísólfsson hafi sagt eftir að hlusta
á frásagnir hans af þeim ferðum, að það hafi
verið „eins og að hlusta á ævintýri og tignar-
legt bros færðist upp ásjónu hans er hann lýsti
sumarnóttinni íslenzku eða litagliti fjallanna
og fjörlegum bláma þeirra“.
Victor Urbancic bar slíka virðingu fyrir ís-
lenzkri menningu, að þegar hann stjórnaði
flutningi Jóhannesarpassíunnar tók hann
ákvörðun um að fara „nýja leið og ...fella
sálmatexta Hallgríms Péturssonar og annarra
17. aldar skálda að tónum Bachs...“
Fyrir skömmu var leikverk Brynju Bene-
diktsdóttur um Guðríði sýnt fyrir fullu húsi. Í
áhorfendahópnum voru nánast eingöngu er-
lendir vísindamenn og aðrir starfsmenn Ís-
lenzkrar erfðagreiningar. Við þurfum á þeim
að halda ásamt íslenzkum vísindamönnum til
þess að vinna það merka starf, sem fram fer á
vegum þess fyrirtækis.
Það eru engar mótsagnir í því að rækta og
halda í heiðri sögu þjóðar okkar og menningu
og ást á náttúru lands okkar og taka jafnframt
opnum örmum fólki af erlendu bergi brotnu,
sem vill flytja hingað og taka sér búsetu á Ís-
landi.
Morgunblaðið/RAXLangisjór
Framlag þessara
þriggja manna til
uppbyggingar þjóð-
félags okkar á
fyrstu árum lýðveld-
isins var mikið og
það sama má segja
um nokkra aðra út-
lendinga, sem hing-
að komu á sömu for-
sendum og þeir.
Nú á tímum, þegar
töluverðar umræð-
ur eru um það,
hvort kynþátta-
fordómar séu að
skjóta hér rótum, er
bæði hollt og gagn-
legt að minna á, að
fólk, sem hingað
kemur frá öðrum
löndum, á mikinn
þátt í að skapa hér
fjölbreyttara og
auðugra samfélag.
Laugardagur 14. júlí