Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Um er að ræða rúmgóða 4ra herbergja 101 fm íbúð á 1. hæð t.v. í góðu 4ra hæða fjölbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í vesturbænum. Íbúðin skiptist í 2 rúmgóðar stofur sem má skipta, 2 góð svefnherbergi, bað-herbergi með glugga o.fl. Góðar svalir í austur. Stutt í skóla. Laus strax. Verð 12,3 millj. Gjörið svo vel að líta inn. María Baldursdóttir tekur vel á móti ykkur. HJARÐARHAGI 64 LAUS ÍBÚÐ Í VESTURBÆNUM OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 17. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 FÍFULIND 15 - Á 2 HÆÐUM OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-17 Þetta er gullfalleg ca 160 fm íbúð á 3. hæð til hægri með sérinngangi af svölum. Íbúðin er á 2 hæðum. Á neðri hæðinni er m.a. eldhús, stofa og borðstofa ásamt 3 herbergjum og góðu baðherbergi en á efri hæð er sjón- varpsskáli, 1 herbergi, snyrting og geymslur. Stórar suðursvalir eru út úr stofu. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og vandaðar. Gegnheilt parket og flísar á gólfum. Halogen-lýsing. Sérgeymsla á jarðhæð ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Verð tilboð. KRISTÍN OG MAGNÚS SÝNA ÍBÚÐINA Í DAG MILLI KL. 15 OG 17.                                             ! !          " #    #    $  %&"'   ( )"   #   ! * (             #                              !     " """ Sími 530 4500 Stórglæsileg 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í nýviðgerðu fallegu fjölbýli í vesturbænum. Falleg birkiinnrétting í eldhúsi, stálháfur, parket á öllum gólfum og flísalagt baðherbergi í hólf og gólf. Björt og rúmgóð stofa með stórkostlegu útsýni yfir sjóinn og til Snæfellsjökuls. Verð 14,5 millj. VESTURGATA 73 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 Halla og Björn taka vel á móti ykkur í dag frá kl. 16-18. Allar nánari upplýsingar veitir Björn í síma 561 1069. Mjög góð 2ja herb. íb. á 1. hæð. Góðar innr. Rúmg. svefnherb. Parket. Þvottahús á hæðinni. Verð 8,6 millj. Góð staðsetning og sérlega góður garður. 1649. Halldór og Susana bjóða ykkur velkomin milli kl. 14 - 16 í dag. OPIÐ HÚS í dag frá kl 14-16 á Meistaravöllum 17, Reykjavík. 1. hæð til hægri GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 Nýkomin í sölu á þessum eftirsótta stað góð 3ja herb. 61 fm íbúð á neðri hæð í tvíbýli ásamt 17 fm aukaherbergi í kjallara með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi með sturtu. Í kjallara er rúmgott þvottahús. Áhv. 3,7 millj. Verð 9,6 millj., brunabótamat 10,4 millj. Elfa tekur á móti ykkur í dag frá kl. 14-17. OPIÐ HÚS SUNNUD. 15.JÚLÍ Meðalholt 3 - neðri hæð með aukaherb. Heilsársbústaður Sérlega vandaður 60 fm heilsársbústaður til sölu. Vandaðar innréttingar, eldavél og ísskápur. Til sýnis að Helluhrauni 22, Hafnarfirði. Á útsöluverði. Kanada Hús ehf., s. 555 7177 www.kanadahus.is Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali. Jón Kristinsson sölustjóri. Svavar Jónsson sölumaður. Sími 551 8000 - Fax 551 1160 Vitastíg 12 - 101 Reykjavík Mávanes 2 - Garðabær Verið er að endurbyggja glæsilegt einbýlishús sem er til sölu. Eignin er tilbúin að utan, fokheld að innan eða lengra komin samkvæmt nánara samkomulagi. Frábær staðsetning og fallegur garður. GÍSLI S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði á föstu- dag svohljóðandi bréf til forseta Al- þingis. „Ég undirritaður fer fram á að gerð verði bókhalds- og stjórnsýslu- úttekt á fjárveitingu til Þjóðleik- hússins, nýframkvæmda og viðhalds, vegna yfirstandandi fjárlagaárs og liðinna ára frá skipun starfandi byggingarnefndar. Gerð verði grein fyrir útboðum, eftirliti, verksamn- ingum, fundargerðum bygginga- nefndar Þjóðleikhússins og áritun reikninga vegna ráðstöfunar þeirra fjármuna eftir verknúmerum eða heitum á hverju verki fyrir sig. Ástæða þessarar beiðni er frétt í DV í dag varðandi efnisúttekt hjá fyrirtækinu BYKO vegna Leik- munageymslu Þjóðleikhússins sem samkvæmt sömu frétt hefur ekki enn verið ákveðið að ráðast í en þó er verkheiti orðið skráð hjá umræddu fyrirtæki. Mér hefur ekki verið ljóst fyrr en nú að meðnefndarmaður minn í fjár- laganefnd og áhrifamaður á skipt- ingu fjármuna til verkefna m.a. í Þjóðleikhúsinu, væri svo sjálfur for- maður og ákvörðunaraðili um ráð- stöfun úthlutaðra fjármuna. Nauðsyn er að þessi úttekt verði unnin mjög skjótt, vegna þeirra sem aðild eiga að málinu.“ Óskar eftir stjórnsýsluúttekt Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingar Á ÁRUNUM 1998 fram til miðs árs 2000 urðu engin drukknunarslys á börnum en síðan þá hafa orðið 5 drukknunarslys. Tvö börn hafa látist en 3 komist heil heilsu frá slysunum. Vegna þessa vill Árvekni, verk- efnastjórn um slysavarnir barna og unglinga, koma eftirfarandi á fram- færi til foreldra og forráðamanna barna: Að leyfa ekki ósyndum börn- um að fara einum í sund, þrátt fyrir að aldurstakmarkið sé átta ára. Að fylgjast sérstaklega vel með börnum í og við setlaugar og að þeim sé taf- arlaust lokað eftir notkun. Skilja aldrei lítil börn ein eftir í baði. At- huga að grunnir pollar geta valdið drukknun hjá börnum yngri en 4 ára. Gæta þess að miklar hættur eru þeg- ar börn eru ein að leik við ár, vötn og sjó. Þá er einnig mikilvægt að börn noti ekki hringlaga kúta í sundlaug- um heldur annan búnað sem ætlaður er til sundkennslu eins og armkúta og sundjakka. Drukkn- unarslysum á börnum fjölgar SAMKVÆMT nýjum tóbakslögum þurfa verslanir og aðrir þeir sem selja tóbak að vera búnir að sækja um tób- akssöluleyfi fyrir 1. ágúst næstkom- andi, en gjöld vegna tóbakssöluleyfa verða mjög mishá milli einstakra svæða. Í Reykjavík þurfa verslanir og aðr- ir sölustaðir að greiða 12.250 krónur, í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði verður innheimt 5.300, í Reykja- nesbæ verður gjaldið 5.800 en á Ak- ureyri hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvert gjaldið verður. Í Reykjavík verður auk þess innheimt gjald að upphæð 7.350 vegna undan- þágubeiðna um að fólk yngra en 18 ára fái að afgreiða tóbak og einnig sérstakt þjónustugjald að upphæð 4.900 á tímann vegna ráðgjafa og leið- beininga. Gjaldskráin fyrir Reykjavík var samþykkt á fundi Umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur en fulltrúi Samtaka verslunar og þjón- ustu og Samtaka atvinnulífsins í nefndinni mótmælti gjaldtökunni á þeim forsendum að hún væri of há. Samtök verslunar og þjónustu benda á að gjaldinu sé ætlað að endurspegla raunverulegan kostnað við leyfisveit- ingu og eftirlit og því telja þau að vandséð sé í hverju mismunur á milli einstakra svæða er fólginn. Samtök verslunar og þjónustu hafa einnig gagnrýnt það ákvæði tóbaks- laga sem bannar fólki yngra en 18 ára að afgreiða tóbak. Telja samtökin að bannið muni hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir sumar versl- anir og sé einnig slæmt fyrir unglinga sem hafa sinnt afgreiðslustörfum. Mishá gjöld milli svæða Gjaldskrá vegna tóbakssöluleyfis BLINDRAFÉLAGIÐ og Einka- klúbburinn hafa í samstarfi við Skeljung hafið sölu á Einkaklúbbs- kortum í Select-verslunum til styrkt- ar starfsemi félagsins. Samstarfið er fólgið í því að Skeljungur selur kort- in án þóknunar. Einkaklúbbskort er afsláttarkort og ársáskrift kostar 2.900.- kr. og fær Blindrafélagið 70% af andvirði þess til að fjármagna starfsemi sína. Hjá Blindrafélaginu fer fram margþætt þjónusta í þágu blindra og sjónskertra. Styrkja Blindrafélagið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Rás 1 Djass öll laugardagskvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.