Morgunblaðið - 15.07.2001, Page 45

Morgunblaðið - 15.07.2001, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 45 DAGBÓK ÞAÐ þykir tíðindum sæta þegar geim vinnst í báðar áttir, hvað þá slemma. Norður gefur; enginn á hættu. Áttum breytt. Norður ♠ 873 ♥ Á98 ♦ 10 ♣ Á108654 Vestur Austur ♠ ÁKDG9 ♠ 106542 ♥ 54 ♥ D72 ♦ 4 ♦ G9632 ♣KDG97 ♣-- Suður ♠ -- ♥ KG1063 ♦ ÁKD875 ♣32 Þetta er spil gærdagsins frá öðru sjónarhorni, en spil- ið kom upp í leik Dana og Spánverja á EM fyrir skömmu. Í gær sáum við hvernig Matthias Bruun vann sex spaða doblaða í AV (með laufás út), en nú hug- um við að því hvernig Peter Schaltz bar sig að í lokaða salnum sem sagnhafi í sex hjörtum í suður. Eiginkona hans Dorothe er í norður, en í AV eru Spánverjarnir Knap og Wasik: Vestur Norður Austur Suður Wasik D.Schaltz Knap P. Schaltz -- Pass Pass 1 hjarta 2 hjörtu * 2 spaðar ** Knap 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass 5 tíglar 5 spaðar Pass Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Allir pass * Michaels, þ.e. spaði og lág- litur. ** Góð hækkun í þrjú hjörtu. Eftir þessar sagnir er ekkert leyndarmál að vestur á minnst tíu svört spil, svo ekki er útlitið bjart fyrir sagnhafa. Peter fékk út spaða og trompaði. Hann ákvað að spila upp á líf og dauða, treysta á trompið 3-2 og hagstæða legu í tígli (staka níu í vestur) eða að- stoð frá vörninni. Hann fór inn í borð á hjartaás og spil- aði tígultíu. Austur uggði ekki að sér og lét lítinn tígul. Það gerði Peter líka og tían átti slaginn! Peter hét sínu striki. Hann svínaði hjartagosa, stakk tígul í borði, trompaði sig heim á spaða og tók trompdrottningu austurs með kóngnum. Gaf svo bara slag á lauf í lokin. 1210 á báðum borðum og 20 IMPar til Dana. Sannarlega til- þrifamikið spil. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson HALLDÓR Halldórsson, prófessor í málfræði við Háskóla Íslands, mun hafa búið til þau orð, sem notuð eru í fyrirsögn þessa pist- ils. Síðast var af gefnu til- efni rætt um fn. vér og þér, einkum þó hið síðarnefnda. Ég sé, að Gísli Jónsson hef- ur einnig fengið afrit af bréfi þessu til umfjöllunar í þætti sínum um Íslenskt mál. Tekur hann að sjálf- sögðu undir það með mér og þeim, sem fengu téð bréf, að málfar þess er eng- um manni boðlegt. Ég ætla nú að víkja nokkru nánar að þessum fornöfnum. Þau eru upphaflega fleirtala, annars vegar af 1. persónu- fornafninu ég og hins vegar 2. persónufn. þú. Ft. 1. pers. beygðist þá þannig: vér, um oss, frá oss, til vor. Ft. 2. pers var aftur á móti: þér, um yður, frá yður, til yðar. Áður tíðkaðist í ís- lenzku önnur beyging þess- ara fornafna, svokölluð tví- tala. Var hún einungis notuð, þegar talað var um tvo menn. Hún var á þennan veg í 1. pers. við, um okkur, frá okkur, til okkar. Í 2. pers. hljóðaði hún svo á þessa leið: þið, um ykkur, frá ykkur, til ykkar. Síðan fór svo, að tvítalan ruddi fornu ft. úr vegi, og þannig hvarf smám saman tilfinn- ingin fyrir þessum mun. Við varð þá einráð ft. í 1. pers., en þið svo aftur í 2. pers. ft. Þér og vér varð þannig hátíðlegra mál. Vafalaust hefur bréfritari viljað vera kurteis við við- takendur bréfa borgarinn- ar, en ekki ráðið við þér- inguna, þegar á hólminn kom. Vitaskuld átti að standa: þér hafið ofgreitt reikning, en ekki yður, þ. e. nota nf., og sama gildir um hin dæmin. Þá hefði einnig verið samræmi að tala í bréfinu um stöðu viðskipta- vina vorra, ekki okkar, þar sem svo virðulegt orðalag átti að vera á bréfinu. – J.A.J. ORÐABÓKIN Þéranir – véranir STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert rólyndur og rökfast- ur, sem laðar fólk að þér, en þú kannt líka vel við einveru inn í milli. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert maður að meiri ef þú fylgir sannfæringu þinni eftir og lætur meirihlutann ekki hafa áhrif á þig í ákveðnu máli. Vertu sjálfum þér trúr. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert óvenjugóðhjartaður og samúðarfullur þessa dagana. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvild- ar í garð samferðamanna þinna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hafðu ekki áhyggjur þótt pyngjan sé létt því þú hefur svo mikið að gefa öðrum af sjálfum þér. Mundu að lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þú viljir allt fyrir alla gera þarftu að vera á verði gagnvart þeim sem gera óeðlilegar kröfur til þín. Öllu má nefnilega ofgera. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef þú ert eitthvað illa upp- lagður skaltu láta það eftir þér að slaka aðeins á. Það kemur dagur eftir þennan dag og verkin hlaupa ekki frá þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú þegar þú hefur fengið fólk til liðs við þig þarftu að gæta þess að vera ekki of stjórn- samur. Notaðu frekar kraft- ana til að efla samstarfið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert nú loksins að uppskera árangur erfiðis þíns og ert svo sannarlega vel að því kominn. Njóttu þess að vera í sviðsljósinu um tíma. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðu ekki meira úr hlutun- um en nauðsynlegt er. Kynntu þér málavexti og gerðu eitthvað eða leyfðu hlutunum að hafa sinn gang, ef þér sýnist svo. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það eru miklir umbreytinga- tímar og þú færð tækifæri til að öðlast mikla reynslu ef þú heldur rétt á spilunum. Vertu umfram allt jákvæður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Settu það í forgangsröð að láta gott af þér leiða og vera öðrum sá styrki stafur sem er þér svo eðlislægt. Þú færð þau laun sem þú átt skilin. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert að velta fyrir þér hvað það sé sem mestu máli skiptir í lífinu. Þegar það liggur fyrir skaltu rækta það sem best þú getur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver færir þér nýja sýn á lífið og tilveruna. Það verður til þess að þú færð svör við þeim spurningum sem svo oft hafa leitað á huga þinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT KONUNGAÞULA Ár kváðu Humla Húnum ráða, Gizur Gautum, Gotum Angantý, Valdar Dönum, en Völum Kjár, Alrek enn frækna enskri þjóðu. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 17. júlí, verður níræð Freyja Bjarnadóttir, fyrrverandi talsímavörður, Egilsgötu 17, Borgarnesi. Af því til- efni tekur hún og fjölskylda hennar á móti gestum á af- mælisdaginn frá kl. 17-20 í samkomuhúsinu í Borgar- nesi. Freyja afþakkar blóm og gjafir en bendir í staðinn á Umhyggju, félag til stuðn- ings langveikum börnum (reikn. 1150-26-51350). STAÐAN kom upp á EM einstaklinga sem haldið var í Ohrid í Makedóníu. Ungverski stórmeist- arinn Zoltan Almasi (2.640) hafði hvítt gegn Evgeny Mir- oshnichenko (2.520). Sá fyrrnefndi lauk skákinni með snagg- aralegum hætti: 23. Dxg6+! og svartur gafst upp enda fátt sem gleður augað í stöðu hans eftir 23...fxg6 24. f7+ Kh7 25. fxe8=D. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 Bd7 7. Dd2 Hc8 8. f4 Rxd4 9. Dxd4 Da5 10. e5 dxe5 11. fxe5 e6 12. O-O-O Bc6 13. Rb5 Bxb5 14. exf6 Bc6 15. h4 g6 16. Bc4 Bc5 17. Dg4 h5 18. De2 O-O 19. Hhf1 Bb4 20. Bh6 Hfe8 21. Kb1 Bxg2 22. Dxg2 Hxc4 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik Þessir krakkar héldu hlutaveltu til styrktar ABC-hjálpar- starfi. Þau heita Ragnar Smárason og Edda Rún Kjart- ansdóttir. Með þeim er Elín Inga Kjartansdóttir. Hlutavelta KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Ulf Nor- berg frá Svíþjóð leikur verk eftir V. Åhlén, N. Hakom, J.S. Bach, S.G. Schönberg og U. Norberg. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásöl- um. Garðasókn. Opið hús á þriðjudögum. Farið verður í Listasafn Reykjavík- ur þriðjudaginn 17. júlí. Sýning Err- ós skoðuð, kaffi á eftir. Lagt af stað frá Kirkjuhvoli kl. 13.30, komið til baka um kl. 16. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 20. Lofgjörðarhópur Fíla- delfíu syngur. Ræðumaður G. Theo- dór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ fimmtudaginn 28. síð- astliðinn. 24 pör. Meðalskor 216 stig. N/S Alda Hansen – Margrét Margeirsd. 273 Albert Þorsteinss. – Hannes Ingibergss. 245 Elín Jónsd. – Soffía Theódórsd. 239 A/V Ásta Erlingsd. – Sigurður Pálss. 277 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 236 Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 228 Tvímenningskeppni spiluð mánu- daginn 2. júlí. 23 pör. Meðalskor 216 stig. N/S Fróði B. Pálss. – Þórarinn Árnas. 287 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 234 Jónas Nordquist – Viggó Nordquist 232 A/V Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 269 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 249 Halldór Magnúss. – Páll Hanness. 234 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n AQUA VITAL baðvörur 10% kynningar- afsláttur + kaupauki Kynningar Apótekið Spönginni 16. júlí 14–18. Apótekið Suðurströnd 17. júlí 14–18. Apótekið Iðufelli 18. júlí 14–18. Apótekið Firðinum 19. júlí 14–18. Apótekið Mosfellsbæ 20. júlí 14–18. Apótekið Smiðjuvegi 21. júlí 11–14. Snertilinsur - fyrir hestafólk - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Antik batnar, batnar og batnar UPPBOÐSHÚS JES ZIMSEN, Hafnarstræti 21, sími 511 2227, gsm 897 4589, fax 511 2228. Húsgögn, listmunir, málverk og skrýtnir og skemmtilegir munir. Bjóðum upp, seljum, kaupum og skiptum.    Hjartans kveðjur og þakkir til vina og vanda- manna fyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur á gull- brúðkaupsdaginn okkar þann 16. júní sl. Lifið heil. Þórunn og Óli, Kópaskeri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.