Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 49
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 49 Tregi tryllta mannsins (Wild Man Blues) H e i m i l d a r m y n d  Leikstjórn Barbara Kopple. Fram koma Woody Allen, Soon-Yi Previn. (106 mín.) Bandaríkin 1997. Mynd- form. Öllum leyfð. EINS OG SANNIR unnendur grínistans og kvikmyndagerðar- mannsins Woodys Allens vita þá er tónlistin helsta ástríðan í lífi hans. Aðdáun hans á New Orleans- djassi dreif hann til þess að læra á klarínettið á 7. áratugnum og undanfarna ára- tugi hefur hann verið upptekinn á hverjum mánu- degi við spilamennsku ásamt hljóm- sveit sinni í litlum látlausum djass- klúbbi í New York. Hann lætur líka ekkert koma í veg fyrir þá helgi- stund. Ekki einu sinni Óskar litla gyllta og glansandi. Þessi „fluga á vegg“-heimildar- mynd segir frá Evrópureisu sem Allen fór með hljómsveit sína í eftir margítrekaðar áskoranir um að gefa sínum helstu unnendum inn- sýn í hvað hann hefur verið að bauka á mánudagskvöldum. Með honum í för var unnusta hans Soon- Yi Previn, fósturdóttir Miu Farrow, fyrrum samferðarkonu Allens til fjölda ára. Þeim sem fylgdust með því hneykslismálinu þegar þau Farrow slitu samvistum og hann tók saman við Soon-Yi ætti að þykja forvitnilegt að rýna í eðli þessa umdeilda sambands. Fyrir hina sem dáðst hafa af Allen sem listamanni er myndin jafnvel ennþá bitastæðari því hér er reynt að draga upp mynd af hinum „sanna“ Allen og hafi það lánast verður bara að segjast sem er að hann er ótrúlega lítið frábrugðinn þeim ávallt áhugaverða og yndislega nöldursegg sem hann hefur „leikið“ í svo mörgum myndum sínum. Bón- usinn er síðan alveg guðdómlega skemmtilegur djass, sem ætti að heilla alla unnenndur rótgróinnar djasstónlistar upp úr inniskónum. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Klarínett- leikarinn Woody DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.