Morgunblaðið - 15.07.2001, Page 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HANN er alveg magnaður á stund-
um, allur sá fjöldi hljómleika og upp-
ákoma sem á sér stað í henni litlu
Reykjavík. Hipp-hopp, raftónlist,
rokk og allt þar á milli er á blússandi
stími um þessar mundir og þeir sem
vilja hvað mest fylgjast með og
sækja viðburði þar að lútandi eru
vanalega fljótt komnir með fullskip-
aða vikuáætlun.
Menningarhamagangi þessum
verður framhaldið á morgun á Gauki
á Stöng en þá hyggjast tvær af efni-
legri rokksveitum landsins leika,
Úlpa og Náttfari.
Úlpumenn eru á mála hjá Edduút-
gáfunni en skífa frá þeim er vænt-
anleg með lækkandi sól. Upptökur
hafa verið að eiga sér stað í Gróð-
urhúsinu, hvar Valgeir nokkur yfir-
græðari (hefur unnið með m.a. Björk
og Agli Sæbjörnssyni) hefur verið
þeim piltum innan handar.
Náttfari er af mörgum talin ein
efnilegasta sveit landsins um þessar
mundir og hafa verið að vekja verð-
skuldaða athygli að undanförnu.
Náttfari spilar tilraunakennt rokk,
oft kallað síðrokk.
DJ Kasaktan mun leika plötur um
kvöldið sem hefst kl. 21.00. Aðgangs-
eyrir er 500 kr. eftir kl. 22.00.
Úlpa og Náttfari á Gauknum
Morgunblaðið/Golli
Úlpa leikur á Gauknum annað
kvöld ásamt Náttfara.
Gróskan endalausa
BARÐI er grínaktugur að vanda
er greinarhöfundur sest niður með
þeim félögum. Og þótt spjallið sé í
snarborulegra lagi, enda þeir
félagar á miklum þeytingi þessa
dagana, kemur ýmislegt athyglis-
vert á daginn. Í fyrsta lagi eru það
hljómleikarnir í kvöld en þeir eru
tímamótatónleikar fyrir sveitina í
margvíslegum skilningi.
„Þetta er vegna þáttaskila,“ seg-
ir Barði dimmraddað með sinni
einstöku, vélrænu röddu. „Við ætl-
um að leika á hljómleikum í tilefni
þess að við höfum ekki leikið hér í
tæpt ár. Einnig mun Margeir leika
plötur.
Okkur finnst kominn tími til að
kveðja dagskrána sem við höfum
verið að leika erlendis og ætlum að
spila sum laganna í síðasta skipti á
þessum tónleikum. Esther Talía
syngur með Bang Gang í síðasta
skipti þetta kvöld og svo vorum við
að segja upp samningi hjá plötu-
fyrirtækinu okkar, Skífunni.“
Barði segir svo stefnt á upp-
tökur á nýrri hljómplötu í sept-
ember.
„Liðsskipanin verður eitthvað
breytt á þeirri plötu,“ segir Barði.
„Það verður fengin föst söng-
kona; í franskri útgáfu plötunnar
(kom út þar í desember í fyrra;
ögn breytt, tónlistarlega og útlits-
lega) sungu þrjár söngkonur sem
hafa verið með okkur á hljómleika-
ferðalögum úti til skiptis. En nú
verður fundin söngkona sem verð-
ur allan tímann.“
Hann segir þó að sem stendur
sé engin ákveðin í sigtinu. Bang
Gang er nú að þróast út í band að
sögn Barða, en til þessa hefur
þetta í raun verið eins manns
sveit og telur hann ekki ólíklegt
að einhverjir muni bætast í hóp-
inn.
„Þarna eru staddir innanborðs,
Barði Jóhannsson,“
tjáir Barði greinar-
höfundi.
„Arnar Þór Gísla-
son,“ bætir Arnar,
trommuleikari við,
„Jóhann Gunnarsson
(áður Stolía) og Þór-
hallur Bergmann (úr
The Vinylistics).“
Arnar sjálfur hef-
ur verið að leika með
Súrefni en var einnig
í Stolíu.
Eina breiðskífa
Bang Gang, You,
kom út hérlendis fyr-
ir þremur árum, við-
urkennir Barði og hlær hálfpart-
inn við.
„Ég held að það sé kominn tími
á aðra plötu fyrr en síðar. Nú er
ég kominn í þá stöðu að geta gert
hvað sem ég vil þar sem ég er laus
undan samningi.“
Næsta Bang Gang-plata er
áætluð haustið 2002. „Ætli verði
svo ekki sumarsmellur frá okkur á
Svona er sumarið 2002. Og á
Pottþétt 2002 og Pottþétt 34,“ seg-
ir Barði að lokum sem segist aldr-
ei hafa séð það fyrir sér að hann
ætti eftir að sinna tónlist í fullu
starfi.
„Ég hef stefnt markvisst að
þessu en átti aldrei von á þessu,“
svarar hann ákveðinn.
Bang Gang á Gauknum í kvöld
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Það er stutt í sprellið hjá þeim félögum Arnari
og Barða úr Bang Gang.
Það er ýmislegt í gangi
hjá Bang Gang um þess-
ar mundir. Arnar Egg-
ert Thoroddsen ræddi
við Barða og nafna sinn
í gula sófanum goð-
sögulega.
arnart@mbl.is
„Átti aldrei von á þessu“
ILO er róleg plata. Ekkert er
hratt. Hlýóma stemningar svífa út
úr hátölurum og oft er auðugt
hugmynda. Þrástef eru títt notuð
og hryngrindur eru flestar afar vel
til fundnar. Því miður eru æði tak-
markaðar upplýsingar með hulstri
geislaplötunnar þannig að ekki
verður hér talið annað en að höf-
undur leiki sjálfur og forriti þorra
tónlistarinnar.
Tóndæmin á ILO eru tíu talsins
og flest vel heppnuð. Platan verð-
ur aldrei of syfjuleg og einóma,
þrátt fyrir rólegheitin. Lausnir í
útsetningum eru ánægjulega hug-
myndaríkar og í flestu lausar við
ofhleðslu. ILO er að
mestu ósungin
en undantekn-
ingin er þó popp-
lagið „Artificial
Ingredients“ sem
Jara nokkur sem-
ur og flytur í félagi
við Ólaf. Lagið, sem
er hin þekkilegasta
dægursmíð, er
dreymið í ómi og
minnir eilítið á tónlist
Angelo Badalamenti.
Jara syngur lagið loft-
kennt en þokkafullt í anda Julee
Cruise sem starfaði einmitt eft-
irminnilega með áðurnefndum
Badalamenti hér áður fyrr. Af öðr-
um eftirminnilegum lögum plöt-
unnar er rétt að nefna hið hryn-
heita kyrrstöðulag, „Tif“, sem
inniheldur allt að því óhugnanlega
grípandi stef. Lagið er lengi í gang
og mallar í yfir fimm mínútur áður
en hið heillandi stef tekur völdin.
Fyrirtak.
Fimmta tóndæmið, „Sand“, er
sömuleiðis afbragðssmíð og með
afbrigðum hrynheit. Mér finnst
sem andi síðustu verka Talk Talk
svífi hér yfir vötnum, án þess þó
að nokkuð hljómi beinlínis eins og
sú eðal- sveit. „Sand“ er að
mínu viti það athygl-
isverðasta á ILO.
Hér skal eins getið
um „Absynth“, sem
er ein af þessum
smíðum með fá-
gæta nánd sem
fangar. Lagið
samdi Ólafur með
Þórdísi Claessen
og tekst þeim vel
til. Önnur lög á
ILO skera sig
minna úr. Þau
rista ekkert sérstaklega
djúpt en líða ósköp þægilega
áfram og eru aldrei beinlínis leið-
inleg. Annað lagið, „New Age“, er
sennilega best þeirra og á betra
nafn skilið! Þetta er fyrirtaks bak-
grunnstónlist sem er á margan
hátt dýpri, lagbetri og frumlegri
en gengur og gerist í þessum geira
tónlistar. Hljómurinn á plötunni er
til fyrirmyndar og lágmiðjuvænn
eins og tónlistin á skilið.
ILO er hlý kyrrstaða og vel
heppnuð.
Hlý kyrrstaða
TÓNLIST
G e i s l a p l a t a
ILO, geislaplata Ólafs Breiðfjörð.
Ólafur stýrði sjálfur upptökum og
útsetti. Hann samdi sömuleiðis tón-
listina en einnig lögðu þau Jara,
Þórdís Claessen og Karl Davids
hönd á plóginn. Finnur Hákonar-
son, Þórhallur Skúlason og Finnur
Björnsson hljóðblönduðu og hljóm-
jöfnuðu. Thule gefur út.
ILO
Orri Harðarson
Ólafur Breiðfjörð
MOGGABÚÐIN
mbl.is