Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
LANGIR biðlistar eru nú eftir vist-
unarrými á hjúkrunar- og dvalar-
heimilum aldraðra á höfuðborgar-
svæðinu. Hjá DAS, sem rekur
Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði,
er biðtími eftir vistun um eitt til eitt
og hálft ár og um þúsund manns á
biðlista eftir rými. Inntökustjóri
Hrafnistuheimilanna lýsir ástandinu
sem skelfilegu.
Sveinn H. Skúlason, forstjóri
Hrafnistu, segir að alls hafi rétt ríf-
lega eitt þúsund aldraðir sótt um
rými, en aðeins hluti þess hóps njóti
þó forgangs vegna brýnnar eða mjög
brýnnar vistunarþarfar.
„Við segjum að það sé eitt til eitt og
hálft ár í bið fyrir þá sem eru í hvað
mestri þörf. Við tökum fólk inn í
ákveðinn forgangshóp og vinnum
umsóknir úr honum,“ segir Sveinn
við Morgunblaðið.
„Þetta er auðvitað skelfilegt ástand
og við eigum í erfiðleikum með að
skýra þetta út fyrir fólkinu og að-
standendum þess. Þetta fólk og fjöl-
skyldur þess búa oft við alveg ótrú-
legar aðstæður og þeir sem sinna
þeim starfa að meta umsóknir eru
ekki í skemmtilegri aðstöðu, einkum
þegar velja þarf milli tveggja einstak-
linga sem báðir eru í mjög brýnni
þörf en aðeins eitt rými hefur losnað.“
Að sögn Sveins losna aðeins nokkr-
ir tugir rýma á ári hverju og ekki sé
sjálfgefið að þeir sem eru á biðlistum
komist þá á hjúkrunarheimilin þar
sem blönduð starfsemi sé á Hrafn-
istu. „Þegar einhver fellur frá á
hjúkrunarheimilum er fyrst kannað
hvort einhver inni á dvalarheimilinu
er í þörf fyrir að komast á hjúkrunar-
heimili. Þess vegna getur oft liðið
langur tími án þess að við tökum
nokkurn af biðlista beint inn á hjúkr-
unarheimili,“ segir hann, en leggur
áherslu á að hrein, fagleg ákvörðun
ráði inntöku á heimilin. Aðrir þættir
komi þar ekki nærri. Anna Björg
Sigurbjörnsdóttir, inntökustjóri á
Hrafnistu, segir ástandið að undan-
förnu hafa verið mjög erfitt, mun erf-
iðara en áður.
„Biðtíminn er slíkur að fólk verður
mjög óttaslegið. Sumir eru jafnvel
orðnir mjög veikir loksins þegar þeir
komast að. Af þessum sökum erum
við farin að sjá mun yngra fólk á bið-
listunum en áður.“
Að sögn Önnu teljast virkir um-
sækjendur á biðlistum Hrafnistu-
heimilanna nú vera 578. Alls séu hins
vegar 1.008 á biðlistunum, alls staðar
að af landinu.
Langir biðlistar eftir vistun á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra
Biðtími allt að eitt og hálft ár
STEYPUVINNA við stóra dekkið á
brúnni yfir Reykjanesbraut í Mjódd
var hafin klukkan fimm á laugar-
dagsmorgun og Reykjanesbraut
lokað. Brynjar Brjánsson, yfirverk-
fræðingur hjá Ístaki, sagði að um-
ferð yrði hleypt á aftur síðla laug-
ardags.
Hann sagði verkið sækjast vel og
100 rúmmetrar hafi verið steyptir á
klukkustund síðan vinna hófst.
„Það fara 12 til 13 hundruð rúm-
metrar í þetta,“ sagði hann og bætti
við að alls kæmu um 40 til 50 manns
að verkinu, 30 hjá þeim sjálfum og
svo mannskapur steypustöðvar-
innar BM Vallár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Steypt af
krafti í
Mjóddinni
Afurðaverð fyrir lýsi og mjöl hefur
verið að hækka á erlendum mörkuð-
um og gengisþróunin verið hagstæð.
Um 7 þúsund krónur hafa fengist fyr-
ir tonn af kolmunna og 8 þúsund fyrir
sama magn af loðnu. Um 500 dollarar
fást erlendis fyrir tonn af lýsi og svo-
kallað standard-mjöl selst nú á 400–
450 pund en aðallega er unnið mjöl úr
kolmunna.
Þá er talið að verð til sjómanna
hafi tvöfaldast frá því á sama tíma í
fyrra. Dæmi eru um að hásetahlutur
fyrir þúsund tonn af kolmunna eftir
3–4 daga túr sé um 100 þúsund krón-
ur.
Gullgrafarastemmning
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað,
segir sannkallaða gullgrafara-
stemmningu vera í veiðum og vinnslu
á uppsjávarfiski um þessar mundir.
Bjartsýni sé ríkjandi um góðar veiðar
og gott verð á mörkuðum. Síldar-
vinnslan afkastar upp undir þúsund
tonnum á sólarhring af kolmunna í
Neskaupstað og loðnuvinnslan í
LANDBURÐUR hefur verið af
loðnu og kolmunna á miðunum að
undanförnu og sannkölluð gósentíð
hjá sjómönnum og starfsfólki fiski-
mjölsverksmiðjanna. Bræðslur um
allt land, þó einkum frá Vestfjörðum
til Austurlands, hafa varla haft undan
og unnið er á vöktum allan sólar-
hringinn.
Sandgerði á vegum fyrirtækisins er
einnig á fullri keyrslu.
„Við getum ekki annað en verið
ánægðir eins og staðan er í dag. Einn-
ig hjálpar staða krónunnar í sölumál-
unum,“ segir Björgólfur.
Elfar Aðalsteinsson, forstjóri
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir að
alveg frá því að verkfalli sjómanna
lauk hafi verið mjög góð veiði á kol-
munna úti fyrir Austurlandi og
bræðslurnar gengið stöðugt. Aðeins 6
tíma sigling sé á miðin og mikilvægt
sé að afla sér veiðireynslu á kolmunna
áður en samið verði um aflahlutdeild
strandríkja við NA-Atlantshaf.
Tekið hefur verið á móti ríflega 15
þúsund tonnum í Hraðfrystihúsinu en
að sögn Elfars er verksmiðjan keyrð
á hámarksafköstum. Í landi eru 22
starfsmenn við bræðsluna og á sjó
eru 15–16 manns á vegum fyrirtæk-
isins. Elfar segir engin vandamál hafa
verið í mönnuninni nú á miðju sumri.
„Ástandið hefur verið þannig að
löndunarbið er hjá skipunum, upp
undir tíu tíma í sumum tilvikum.
Þessi vertíð hefur gengið framar von-
um og er ágæt viðbót við loðnuna.
Markaðirnir líta út fyrir að vera
sterkir vel fram á næsta ár og ég sé
ekki í hendi mér að verð muni lækka á
næstunni,“ segir Elfar.
Gunnþór Ingvarsson, löndunar-
stjóri SR-mjöls á Siglufirði, segir
loðnuvinnsluna í verksmiðjunum á
Siglufirði og Raufarhöfn og kol-
munnavinnslu á Seyðisfirði hafa verið
stöðuga frá síðustu mánaðamótum. Á
Siglufirði er verið taka við um 1.400
tonnum af loðnu á sólarhring og verk-
smiðja SR-mjöls þar hefur unnið úr
tæplega 15 þúsund tonnum á vertíð-
inni.
Elías Jónatansson hjá loðnuverk-
smiðjunni Gná í Bolungarvík, sem hóf
vinnslu fyrir skömmu, segir starf-
semina hafa farið vel af stað og nú sé
unnið á vöktum allan sólarhringinn.
Verksmiðjan er í hámarksafköstum,
eða 700–800 tonnum á sólarhring og
þar starfa 15 manns.
„Þetta hefur gengið mjög vel og við
höfum í raun þurft að vísa skipum frá
sem hafa viljað landa hjá okkur,“ seg-
ir Elías.
Fiskimjölsverksmiðjur á Norður- og Austurlandi hafa vart undan
Landburður af loðnu og
kolmunna og hærra verð
Átta manna sendinefnd
Íslands á ársfund Al-
þjóðahvalveiðiráðsins
Athuga-
semd frá
Áströlum
ÁRSFUNDUR Alþjóðahvalveiði-
ráðsins hefst í London 23. júlí nk.
og stendur í viku. Ísland tilkynnti
inngöngu í ráðið að nýju í byrjun
júní sl. en frá því að landið sagði sig
úr ráðinu árið 1992 hafa 1–2 fulltrú-
ar Íslands setið ársfundina með
áheyrnarrétt. Átta manna sendi-
nefnd fer á ársfundinn fyrir Ísland
og formaður hennar er Stefán Ás-
mundsson, þjóðréttarfræðingur í
sjávarútvegsráðuneytinu.
Stefán sagði í samtali við Morg-
unblaðið og nú þegar hefði borist
athugasemd frá Ástralíu við inn-
göngu Íslands í ráðið og vænta
mætti fleiri athugasemda frá aðild-
arríkjum innan ráðsins sem teljast
til hörðustu hvalfriðunarríkja. Stef-
án sagði þessar athugasemdir ekki
geta komið í veg fyrir inngöngu Ís-
lands í ráðið, þær væru meira sett-
ar fram formsins vegna og hefðu að
sínu mati ekki lagastoð.
Auk Stefáns eru í sendinefndinni
frá stjórnvöldum þeir Þórður Ás-
geirsson fiskistofustjóri, Eiður
Guðnason sendiherra, Albert Jóns-
son, skrifstofustjóri í forsætisráðu-
neytinu, Tómas Heiðar, þjóðréttar-
fræðingur í utanríkisráðuneytinu,
og Gísli Víkingsson, hvalasérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
sem nú situr fund vísindanefndar
ráðsins í London. Stefán og Þórður
fara með atkvæðisrétt Íslendinga.
Þá eru í sendinefndinni tveir
fulltrúar hagsmunaaðila, þeir
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals,
og Jón Gunnarsson, formaður Sjáv-
arnytja.