Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 1
163. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 20. JÚLÍ 2001
ÞÚSUNDIR andstæðinga hnatt-
væðingar og aðrir mótmælendur
höfðu í gær uppi götumótmæli í
Genúa gegn leiðtogafundi átta
voldugustu iðnríkja heims, G8-
hópsins svokallaða, sem hefst þar í
borg í dag. Meðal uppátækja mót-
mælenda var að ganga um götur
með hvítmálaða lófa á lofti, eins og
hér má sjá. Mótmæli gærdagsins
fóru að mestu friðsamlega fram, en
tugþúsundir misfriðsamlegra mót-
mælenda stefndu til borgarinnar til
að láta að sér kveða á opnunardegi
leiðtogafundarins í dag. Þar mæta
þeir um 20.000 lögreglumönnum.
Reuters
Gegn G8
Lögreglan/21
RÁÐHERRAR forysturíkja hins
iðnvædda heims í G8-hópnum svo-
kallaða lýstu því yfir í Róm í gær,
að senda ætti alþjóðlegt eftirlitslið
til að hjálpa til við að sjá til þess að
vopnahlé í Mið-Austurlöndum sé
virt. Tóku Palestínumenn vel í til-
löguna en Ísraelsstjórn hafnaði
henni strax.
Ísraelskir öfgamenn bana
þremur Palestínumönnum
Þrír Palestínumenn, þar af eitt
ungbarn, voru skotin til bana á vegi
á Vesturbakkanum í gær og lýstu
öfgasamtök gyðinga árásinni á
hendur sér. Skotárásin var gerð við
þorpið Idna, vestur af Hebron.
Ísraelskir landnemar skutu á bíl
Palestínumanna. Hlutu sjö manns
sem í bílnum voru skotsár, þar af
þrír banvæn, eftir því sem vitni
greindu frá. Í ísraelska útvarpinu
var öfgahópur gyðinga sem kallar
sig „Vegaöryggishópinn“ sagður
hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér.
Sé það rétt að gyðingalandnemar
séu ábyrgir fyrir þessari árás er
þetta alvarlegasta árásin sem
óbreyttir borgarar frá Ísrael hafa
gert á þeim tíu mánuðum sem nýj-
asta átakabylgjan í Mið-Austur-
löndum hefur staðið. Landnemar
hafa verið tíð skotmörk palest-
ínskra byssumanna á vegum á
Vesturbakkanum.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, gaf út yfirlýsingu þar sem
hann fordæmdi „hvers konar
hryðjuverk og ofbeldi, óháð því
hver fremur þau“.
Jibril Rajoub, yfirmaður öryggis-
mála á sjálfstjórnarsvæði Palestínu-
manna á Vesturbakkanum, sagði að
skotárásin sannaði að landnemar og
landnemabyggðir væru „krabba-
mein sem ætti að fjarlægja“.
Báðir aðilar samþykki
vopnahléseftirlit
Fyrr í gær höfðu utanríkisráð-
herrar G8-ríkjanna – Bandaríkj-
anna, Bretlands, Þýzkalands,
Frakklands, Ítalíu, Kanada, Japans
og Rússlands – samþykkt ályktun á
fundi þeirra í Róm um að rétt væri
að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til
að fylgjast með framkvæmd vopna-
hlésins sem opinberlega er í gildi
milli Ísraela og Palestínumanna.
Leiðtogar Palestínumanna fögn-
uðu ályktuninni, en í henni er tekið
fram að skilyrði fyrir því að eft-
irlitsmenn verði sendir sé að báðir
aðilar samþykki.
Og Ísraelsstjórn var fljót að taka
af allan vafa um að hún hefði alls
ekki í hyggju að styðja slíkt. Shar-
on ítrekaði þessa afstöðu stjórn-
arinnar og sagði mikilvægast að
„þetta verði ekki gert með þving-
unum“.
Tillögunum
strax hafn-
að í Ísrael
Jerúsalem, Hebron. AP.
G8-ríkin vilja vopnahléseftirlit
UMHVERFISRÁÐHERRAR
hvaðanæva úr heiminum hófu í
Bonn í gær viðræður um framtíð
Kyoto-bókunarinnar við loftslags-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna und-
ir jákvæðari teiknum en margir
höfðu þorað að vona þar sem póli-
tískar yfirlýsingar bandarískra og
japanskra ráðamanna bentu til að
helztu hindranirnar í vegi fyrir
samkomulagi virtust ekki vera eins
alvarlegar og óttazt var.
En verkefnið – að búa svo um
hnúta að Kyoto-bókunin um að-
gerðir gegn hlýnun loftslags á
jörðinni geti gengið í gildi þrátt
fyrir að Bandaríkin muni ekki
staðfesta hana – var þó engu
minna, er fulltrúar fjögurra ríkja
lögðu fram málamiðlunartillögu
sem sennilega mun endurvekja
deilur um vissa umdeilda þætti
bókunarinnar, sem samin var í jap-
önsku borginni Kyoto fyrir fjórum
árum.
Fulltrúar alþjóða vísindasam-
félagsins minntu á að tíminn væri
að renna út; þeir ítrekuðu niður-
stöður rannsókna sem bentu til að
hamslaus bruni jarðefnaeldsneytis
væri með óafturkræfum hætti að
kalla loftslagsbreytingar yfir heim-
inn sem gætu reynzt geigvænlegar.
Paula Dobriansky, aðalsamn-
ingamaður Bandaríkjanna í lofts-
lagsviðræðunum, ítrekaði höfnun
Bandaríkjastjórnar á Kyoto-bókun-
inni, en tók fram að Bandaríkja-
menn myndu ekki gera neitt til að
aftra öðrum ríkjum frá að staðfesta
samninginn og hrinda honum í
framkvæmd.
Japanir áfram í
miðlunarhlutverki
Í Kyoto-bókuninni er gert ráð
fyrir að 38 iðnríki heims skuldbindi
sig til að minnka losun 6 svokall-
aðra gróðurhúsalofttegunda um
5,2% fram til ársins 2012, miðað
við útblástur ársins 1990.
Að Bandaríkin, sem árið 1990
voru ábyrg fyrir meira en þriðj-
ungi allrar koltvísýringslosunar
hins iðnvædda heims, skyldu yf-
irgefa Kyoto-bókunina varð til þess
að mörg önnur ríki tóku að efast
um að skynsamlegt væri að taka á
sig skuldbindingar sem mesti loft-
mengunarvaldurinn ætlaði ekki að
selja sig undir. Allt frá því George
W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti
því yfir í marz sl. að Bandaríkin
hygðust ekki staðfesta Kyoto hafa
Japanir lagt sig fram um að leika
málamiðlunarhlutverk til að bjarga
samningnum. ESB-ríkin tóku þann
pól í hæðina að ekkert kæmi í stað-
inn fyrir Kyoto-bókunina, staðfest-
ingarferlið yrði að halda áfram,
þrátt fyrir að Bandaríkin heltust
úr lestinni.
Fyrir ráðstefnuna í Bonn, þar
sem umhverfisráðherrar og fulltrú-
ar 178 sitja nú á rökstólum, virtist
afstaða Japansstjórnar vera á
reiki, en eftir því sem AFP hafði í
gær eftir ónafngreindum aðstoð-
armanni Junichiros Koizumis, for-
sætisráðherra Japans, hyggjast
Japanir fullvissa félaga sína í G8-
hópnum á leiðtogafundi samtak-
anna í Genúa í dag um að þeir vilji
sjá Kyoto-samkomulagið komast til
framkvæmda og hyggist áfram
reyna að miðla málum svo að af því
megi verða.
Framhaldsviðræður um Kyoto-bókunina í Bonn
Bandaríkin sitja hjá
Bonn. AP, AFP.
VIÐRÆÐUR stjórnmálaleiðtoga
slavneska meirihlutans og al-
banska minnihlutans í Makedóníu
voru í járnum í gær, daginn eftir
að stjórnvöld þvertóku fyrir að
samþykkja friðaráætlun sem nýt-
ur stuðnings Bandaríkjastjórnar
og Evrópusambandsins og fulltrú-
ar albanska minnihlutans höfðu
samþykkt.
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, og Javier Solana, utan-
ríkismálastjóri ESB, frestuðu í
gær fyrirhugaðri heimsókn til
Skopje eftir höfnun friðaráætlun-
arinnar, sem hefur valdið snar-
auknum áhyggjum af því, að við-
ræðurnar sem í gangi hafa verið
um lausn á ágreiningi þjóðarbrot-
anna í landinu fari út um þúfur.
Þó er gert ráð fyrir að í dag
haldi viðræðurnar áfram á sér-
fræðingastigi. Pólitískir fulltrúar
Makedóníu-Albana hafa dregið
sig út úr samningaferlinu en Boris
Trajkovskí, forseti Makedóníu,
sagði því verða haldið áfram.
Viðræður strand-
aðar í Makedóníu
Skopje. AP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hóf í gær aðra heimsókn sína til
Evrópu og vísaði á bug ásökunum
leiðtoga demó-
krata á banda-
ríska þinginu um
að hann aðhylltist
einangrunar-
stefnu í utanríkis-
málum.
Bush kvaðst
ætla að standa við
þá ákvörðun sína
að hafna Kyoto-
bókuninni og áformin um að koma
upp eldflaugavarnakerfi. Áður hafði
Tom Daschle, leiðtogi demókrata í
öldungadeild Bandaríkjanna, gagn-
rýnt stefnu Bush í þessum málum og
sagt hana reka fleyg á milli Banda-
ríkjamanna og bandamanna þeirra.
Bush varði stefnu sína og kvaðst
vona að demókratar myndu ekki
rjúfa þá hefð að stóru flokkarnir
tveir í Bandaríkjunum sýndu sam-
stöðu í utanríkismálum.
Neitar ein-
angrunar-
stefnu
London. AP.
George
W. Bush
Bush í Evrópu