Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 9 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsalan í fullum gangi 15% aukaafsláttur Engjateigi 5, sími 581 2141. www.oo.is Útsala Einnig nokkur TILBOÐ á barnavörum Útsala Gullsmiðir Lagersala á Bíldshöfða 14 Skór frá kr. 500 Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19, laugardaga milli kl. 12 og 16. oroblu@sokkar.iswww.sokkar.is Laugavegi 56, sími 552 2201 ÚTSALA ný dúndurtilboð á hverjum degi P.s. Oilily vetrarbæklingurinn 2001 er kominn. SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 554 1754 Opið mán.-fös. kl. 13-18, lau. kl. 10-14.  Vandaðir leður gönguskór  Léttir/þægilegir  GRI-tex vatnsvörn  Margar gerðir - Mikið úrval  Stærðir: 36-47  Góð reynsla  Verð frá kr. 5.990 til 10.990 GÖNGUSKÓMARKAÐUR í húsi Blómahallarinnar, Hamraborg 3 30% afsláttur - Einstakt tækifæri INGIMAR Ingimarsson, fréttaritari ríkisútvarpsins í Brussel, hefur verið ráðinn tímabundið til NATO sem fréttafulltrúi í Skopje í Makedóníu. Meðal hlutverka hans er að sjá um samskipti við fjölmiðla, stjórnvöld og alþjóðastofnanir. „Ég er í boði íslenskra stjórnvalda hérna en það kom ósk frá fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins um að aðildarríkin útveguðu fjölmiðlasérfræðinga til þess að að- stoða upplýsingadeildina hér í Skopje við að koma upplýsingum á framfæri, sjá um samskipti við fjöl- miðla, alþjóðastofnanir, stjórnvöld o.s.frv. Það var haft samband við mig og ég spurður hvort ég hefði áhuga, ég hafði hann og þáði því boðið.“ Þegar Ingimar er inntur eftir því hvernig þetta gangi fyrir sig segir hann: „Þetta er tiltölulega lítil starf- semi hérna. Hér er einn talsmaður NATO sem er bandarískur hermað- ur og hann er yfirmaður þessarar upplýsingadeildar. Ég vinn mest með honum og Breta úr varnarmála- ráðuneytinu. Ef ákveðið verður að senda liðssveitir inn í Makedóníu er það verkefni okkar að koma upplýs- ingum til fjölmiðlanna, bæði inn- lendra sem alþjóðlegra. Við eigum að aðstoða þá við að komast á vettvang, útvega þeim viðtöl og veita þeim upplýsingar um hvað er að gerast og hvernig staðan er hverju sinni.“ Aðspurður segir Ingimar að sér líki starfið vel og það sé mjög spenn- andi. Ingimar er fréttamaður út- varpsins í Brussel og býst við að snúa sér aftur að því að þessu verk- efni loknu. Reiknað er með að verk- efnið sé til þriggja mánaða til að byrja með. Ráðinn fréttafulltrúi NATO í Makedóníu TILTÖLULEGA nýtt hér á landi eru bílar með innbyggðum sjón- varpsskjám og tilheyrandi tækjum. Það eru fyrst og fremst leigubíl- stjórar sem nýta sér þennan munað einkum til að skemmta farþegunum en þó ekki síður til að skemmta sjálfum sér þegar lítið er að gera. Ingvar Magnússon, leigubílstjóri hjá Hreyfli, er einn af fáum sem hafa komið sér upp þess háttar tækjum í bíl sínum. Þegar Ingvar er inntur eftir því hvers vegna hann hafi eytt stórum fjárhæðum í þessa tækni segir hann að það sé nú aðallega fyrir hann sjálfan gert. Það geti verið leið- inlegt fyrir bílstjóra að sitja að- gerðarlaus ef lítið sé að gera. Hann segir einnig að farþegar séu mjög sáttir. "Fólk er nú kannski ekkert mikið að hringja á stöðina og biðja um mig heldur hringir það í mig persónulega enda margir ánægðir með fyrri ferðir.“ Að sögn Ingvars er það enginn sérstakur aldurshópur sem sækir eftir þessu en oft fólk sem er að fara ýmist upp í sumarbústaði, á sveitaböll eða annað. „Svo lenti ég nú einu sinni í því að keyra strák á BSÍ. Við vorum að hlusta á Alice Cooper mjög hátt og hann endaði með því að biðja mig bara að keyra sig upp á Akranes.“ Ingvar tekur aðallega upp dag- skrána í sjónvarpinu en fólk kemur stundum með myndir sjálft og sum- ir vilja bara hlusta á góða hljóm- flutningskerfið í bílnum. Ingvar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil aukavinna hafi skapast í framhaldi af tilkomu tækjanna. „Fólk er hins vegar svo ánægt með þetta að ég hef stundum fengið þjórfé og það þarf nú ansi mikið til að Íslendingar gefi þjórfé fyrir ein- hverja þjónustu, enda við ekki alin upp við þann sið.“ Ingvar er sá eini sem fær að fikta í græjunum enda engin smá smíði sem þær eru. „Ég fæ jafnvel stundum þjórfé“ Morgunblaðið/Jim Smart Hægt er að horfa á bíó- myndir á meðan á bílferð- inni stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.