Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 15
BLAÐAMAÐUR - RITSTJÓRI
Bæjar- og héraðsfréttablað fyrir Norðurland eystra óskar
eftir góðum blaðamanni í fullt starf. Þyrfti jafnvel að geta
starfað sem ritstjóri ef með þarf. Í boði er lifandi en jafn-
framt krefjandi starf, sem felst í almennri fréttaöflun og
skrifum, viðtölum og myndatökum og öðru sem snýr að
öflugri blaðaútgáfu. Krafist er góðrar íslenskukunnáttu.
Starfsaðstaða viðkomandi verður á Akureyri og þarf hann
að vera nokkuð kunnugur á svæðinu. Um framtíðarstarf
getur verið að ræða.
Skriflegar umsóknir, sem tilgreini aldur, heimilishagi og fyrri
störf, sendist Morgunblaðinu, Kaupvangsstræti 1,
600 Akureyri fyrir 27. júlí merkt: „Blaðamaður/ritstjóri“.
UNGIR drengir í Ólafsfirði stunda
stórútgerð við vatnið yfir sumar-
tímann, en þar eru ákjósanlegar að-
stæður til að leika sér. Þeir hafa
byggt bryggju og smíðað nokkra
báta. Það eina sem vantar upp á al-
vöruútgerð er kvóti, en þeir segja
að það komi síðar!
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Sumar við
vatnið
Ólafsfjörður
ÍSLENSK-spænsk samkoma verður
hjá Hjálpræðishernum á Akureyri á
sunnudag, 22. júlí, og hefst hún kl. 20.
Prestur frá
Norður-Karólínu
í Bandaríkjunum,
séra Sergio Fun-
es Vitaza, predik-
ar. Miriam Ósk-
arsdóttir túlkar
og syngur á
spænsku og ís-
lensku. Prestur-
inn dvelur hér á
landi í stuttri
heimsókn hjá systur sinni sem býr í
Eyjafirði en er ættuð frá Hondúras.
Íslensk-
spænsk messa
Sergio Funes
Vitaza
„ALLT sem sýnist“ er yfir-
skrift myndlistarsýningar sem
opnuð verður á morgun, laug-
ardaginn 21. júlí kl. 16.00 og
eru það þrír útskriftarnemar
frá AKI listaháskólanum frá
Hollandi, þau Magnús Helga-
son, Þuríður Kristjánsdóttir
og Lilja Hauksdóttir sem
sýna.
Í Ketilhúsinu er sýningin
„Bæjó, Hver vegur að heiman
er vegurinn heim“ sem fjórir
nemar úr Listaháskóla Íslands
sýna og er lokaniðurstaða sýn-
ingarferðalags þeirra um land-
ið undir þemanu Hringferðin.
Sýnendur eru Daníel, Huginn
Arason, Geirþrúður Finnboga-
dóttir, Hjörvar og Bryndís
Ragnarsdóttir. Á svölum Ket-
ilhússins er sýning finnsku
listakonunnar Elenu Kosk-
imies. Sýningarnar eru opnar
daglega frá kl. 14.00–18.00.
Lokað á mánudögum.
Nýjar
sýningar
opnaðar í
Ketilhúsi