Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 41 ® UM HELGINA verður ýmislegt í boði fyrir gesti þjóðgarðsins á Þing- völlum. Á morgun, laugardag kl. 13, verður gengið í Skógarkot og fjallað um daglegt líf Íslendinga á nítjándu öld. Klukkan 13 verður dagskrá fyrir börn í Hvannagjá norðan við þjón- ustumiðstöðina á Leirum. Á sunnu- dag verður guðsþjónusta í Þingvalla- kirkju þar sem sr. Þórey Guðmunds- dóttir messar og Þorvaldur Halldórsson leiðir söng. Að venju verður þinghelgarganga að lokinni messu þar sem farið verður um þing- staðinn forna og saga þings og þjóð- ar reifuð. Þinghelgargangan hefst kl. 15 við kirkjuna. Gönguferðir og barnadagskrá á Þingvöllum ÞÁTTTAKENDUR í Barnlek 2001, barna- og unglingamóti þjóðdansara, munu sýna þjóð- dansa í Árbæjarsafni laugar- daginn 21. júlí kl. 15.30. Daginn eftir, sunnudaginn 22. júlí, verður túnið við Árbæ sleg- ið með orfi og ljá á milli kl. 14-17, ef veður leyfir. Þá verður rakað, rifjað, tekið saman og bundið í bagga. Gestir eru hvattir til að taka þátt í heyskapnum. Einnig verður hefðbundin dagskrá, gullsmiður smíðar og sýnir skart í húsinu Suðurgötu 7. Í Árbænum verða bakaðar lummur og á baðstofulofti verð- ur roðskógerð og prjónaskapur. Um klukkan fimm verður kýrin Skjalda handmjólkuð. Harmón- íkan verður þanin við Árbæ og Dillonshús, en þar er boðið upp á veitingar. Heyannir og þjóðdansar í Árbæjarsafni LAUGARDAGINN 21. júlí er dags- ferð á Skarðsheiði á vegum Ferða- félags Íslands. Þetta er um 5-7 klst. ferð og hæðaraukning er um 960 m. Mikið útsýni ef veður er gott. Far- arstjóri verður Jónas Haraldsson. Ferðin kostar 2.400 fyrir félags- menn en 2.700 til annarra. Brottför er kl. 8 frá BSÍ og komið við í Mörk- inni 6. Gengið á Skarðsheiði LAUGARDAGINN 21. júlí kl. 10 verður kynning á nokkrum þekju- plöntum í Grasagarði Reykjavíkur. Margar fjölærar jurtir en einnig skriðulir runnar henta vel sem þekjuplöntur, en allar þekjuplöntur hlífa vel jarðvegi og halda burtu ein- æru illgresi. Þekjuplöntur kynntar í Grasagarðinum SKAGADAGURINN er nú haldinn í fyrsta sinn á morgun, laugardag, en stefnt er því að gera hann að árleg- um viðburði um þetta leyti árs. Sam- tök verslunar og þjónustu á Akra- nesi, Átak Akraness og Akranes- kaupstaður standa að baki þessum degi í samvinnu við Bylgjuna. Strax kl. 10 um morguninn leiðir Jón Pétursson þá sem vilja ganga með honum á Háahnjúk. Lagt verð- ur upp frá vatnsbólinu við rætur Akrafjalls. Ókeypis verður í Jaðarsbakkalaug allan laugardaginn og Golfklúbbur- inn Leynir býður 50% afslátt af vall- argjöldum (2 fyrir 1) frá kl. 15-19 á laugardeginum og allan sunnudag- inn. Skagadagur á Akranesi á morgun Í TILEFNI af því að 71 ár er liðið frá stofnun Sólheima í Grímsnesi var vígð ný höggmynd í högg- myndagarðinum þar. Trygginga- miðstöðin hf. ákvað að færa Sól- heimum að gjöf höggmyndina Sellóleikari eftir Gerði Helgadótt- ur. Höggmyndin er sú ellefta sem prýðir höggmyndagarð Sólheima en þar er yfirlit yfir verk brautryðj- enda íslenskrar höggmyndalistar frá árinu 1900. Gerður fæddist 1928 og hóf nám í Handíðaskólanum árið 1945 og fékk tilsögn í steinhöggi hjá Sig- urjóni Ólafssyni. Hún stundaði einnig nám í steinhöggi í Flórens og í París. Íbúar Sólheima kunna forsvars- mönnum Tryggingamiðstöðv- arinnar hf. bestu þakkir fyrir hlý- hug og velvild í garð Sólheima. Höggmynd Gerðar mun án efa skapa fagurt og menningarlegt um- hverfi í hjarta Sólheimabyggðar sem íbúar og gestir geta notið allt árið. Það er von íbúa að áfram verði hægt að fjölga höggmyndum eftir íslenska listamenn í nánustu framtíð. Morgunblaðið/Sigurður Gunnar Felixson, forstjóri TM, og Hilda Guðmundsdóttir. Sellóleikari í högg- myndagarði Sólheima MIÐBÆJAR-hársnyrtistofan, sem nú er til húsa við Tryggvagötu í Reykjavík, fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli sínu. Stofuna stofnaði Runólfur Eiríksson 1. ágúst 1931 og hét hún fyrst Rakarastofa Runólfs Eiríkssonar og var til húsa í Lækj- argötu 2. Sonur Runólfs, Sigurður, tók við rekstrinum árið 1956 en þá flutti stofan yfir í Hafnarstræti 8. Nú hef- ur þriðja kynslóð fjölskyldunnar tek- ið við, börn Sigurðar, þau Ágústa og Vilhjálmur Reynir. Tóku þau við rekstrinum 1997 en frá árinu 1986 hefur stofan verið til húsa í Tryggva- götu 24. Þau segja allstóran hóp við- skiptavina hafa haldið tryggð við stofuna um árabil og einn viðskipta- vinur sem hóf að venja komur sínar á fyrsta ári stofunnar kemur enn í klippingu, orðinn háaldraður. Í tilefni afmælisins verður við- skiptavinum og velunnurum stof- unnar boðið að líta inn síðdegis næst- komandi laugardag, milli kl. 16 og 18, en þá verður opið hús og boðið upp á veitingar. Opið hús hjá 70 ára rakarastofu í Reykjavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.