Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 43 DAGBÓK Snertilinsur - fyrir elskendur - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Kr.922.900 FZS600 Útileiktæki H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár iG un na rs so n / 06 .2 00 1 Frábæ rt verð! Rólur -margar gerðir Rennibrautir Buslulaugar LJÓÐABROT GUNNAR Á HLÍÐARENDA Engr var sólar slöngvir sandheims á Íslandi (hróðr er) af heiðnum lýðum (hægr) Gunnari frægri. Njörðr nam hjálma hríðar hlífrunna tvá lífi, sár gaf stála stýrir stórum tólf ok fjórum. Þormóður prestur Ólafsson. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga í Ohrid í Make- dóníu. Emil Sutovsky (2604) hafði hvítt gegn Miroslaw Grabarczyk (2506). 37.Hxe4! og svartur gafst upp enda rennur h-peð hvíts upp í borð eftir 37...Hxe4 38.h6 Hf4+ 39.Ke3 Hxf5 40.h7. Þeir sem hafa yndi af að sjá Berlínarmúrinn falla geta skoðað handbragð ísraelska stórmeistarans: 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 Rf6 4.O-O Rxe4 5.d4 Rd6 6.Bxc6 dxc6 7.dxe5 Rf5 8.Dxd8+ Kxd8 9.Rc3 Bd7 10.Hd1 Kc8 11.Rg5 Be8 12.b3 a5 13.Bb2 b6 14.Hd3 Be7 15.Rge4 Bd7 16.a4 Hd8 17.Had1 Rh4 18.Re2 Bf5 19.Hxd8+ Bxd8 20.R2g3 Bg6 21.f3 Rf5 22.Rxf5 Bxf5 23.e6 Bxe6 24.Bxg7 Be7 25.Bf6 Bc5+ 26.Rxc5 bxc5 27.c4 Bf5 28.g4 Bc2 29.Hd8+ Kb7 30.Hd2 Bb1 31.Hb2 Bg6 32.f4 Be4 33.Kf2 He8 34.f5 h5 35.He2 Kc8 36.gxh5 Kd7 o.s.frv. Opna mótið í Pardubice hefst í dag og hægt verður að fylgjast með gangi mála á skak.is. Fjölmargir Íslend- ingar taka þar þátt. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. „TAKK fyrir, makker,“ sagði suður af gömlum vana þegar blindur birtist, en það var enginn þakkartónn í rödd- inni. Enda var meiningin allt önnur, eða þessi: „Af hverju sagðirðu ekki þrjú grönd?“ Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ KD76 ♥ 10963 ♦ K74 ♣ K3 Suður ♠ 83 ♥ KDG874 ♦ D10 ♣ Á85 Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil vesturs er lauf- drottning. Hvernig myndi lesandinn spila? Það er nægur tími til að skamma makker og þótt þrjú grönd líti vel út er erfitt að gagnrýna hækkun norðurs í fjögur hjörtu á fjórlitinn. En geimið virðist nokkuð vonlít- ið. Að vísu á vörnin bara þrjá ása, en stunga í spaða er yf- irvofandi. Líklega á austur rauðu ásana og einspil í spaða: Norður ♠ KD76 ♥ 10963 ♦ K74 ♣ K3 Vestur Austur ♠ ÁG10942 ♠ 5 ♥ 2 ♥ Á5 ♦ 853 ♦ ÁG962 ♣ DG9 ♣ 107642 Suður ♠ 83 ♥ KDG874 ♦ D10 ♣ Á85 Hann mun drepa strax á hjartaás, taka tígulás og spila spaða. Þá veit vestur til hvers er ætlast. Eina von sagnhafa er að fæla vestur frá spaðastung- unni. Heiðarleg tilraun er að taka laufslaginn heima og spila spaða í öðrum slag. Vestur gæti metið stöðuna svo að suður sé með einn spaða og skipt yfir í tígul. En það er nauðsynlegt að spila RÉTTA spaðanum og þá skiptir máli að vita hvernig AV sýna lengd. Ef regla þeirra er að sýna tvíspil hátt/ lágt verður suður að spila áttunni. Fimma austurs gæti þá verið frá 53. Á sama hátt er nauðsynlegt að spila þrist- inum ef AV nota „öfugar“ lengdarmerkingar – sýna jafna tölu lágt/hátt. Áttan væri þá neyðarlegt klúður, því austur myndi ekki láta fimmuna frá 5–3. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 22. júlí, verður níræð Brynhildur Björnsdóttir, húsmóðir, Norðurgötu 34, Akureyri. Í tilefni þess tekur Bryn- hildur á móti ættingjum og vinum í Hamri, félags- heimili Þórs v/Skarðshlíð, á afmælisdaginn frá kl. 15– 19. Gjafir afþakkaðar. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun laugardag- inn 21. júlí verður sjötugur Hörður Guðmundsson, Hlíðarhjalla 10, Kópavogi. Af því tilefni taka hann og eiginkona hans, Rósa Helgadóttir, á móti vinum og vandamönnum milli kl. 15 og 18 í sumarbústað þeirra, Höfða við Viðeyj- arsund, Hraunborgum, Grímsnesi. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 21. júlí, verður fimmtug Hrefna Halldórsdóttir, Lindarbergi 2, Hafnarfirði. Af því tilefni taka Hrefna og eiginmaður hennar, Magnús Guðmundsson, á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl. 18. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 21. júlí, verður fimmtug- ur Eyvindur Jóhannsson, forstjóri Vinnulyfta, Hæð- arbyggð 24, Garðabæ. Af því tilefni taka hann og sam- býliskona hans, Ingibjörg Sveinsdóttir, á móti gestum kl. 20 á afmælisdaginn í Félagsheimili Fáks í Víði- dal. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 20. júlí, verða sjötugir tvíburarnir Tryggvi Gunnarsson, smið- ur, sem búsettur er í Noregi og dvelst þar á afmælisdag- inn, og Ólafur Gunnarsson, múrari. Af því tilefni taka Ólafur og eiginkona hans, Elísabet Albertsdóttir, á móti ættingjum og vinum kl. 17–20 á morgun, laugar- daginn 21. júlí, á heimili sínu, Súlunesi 20, Garðabæ. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert heimakær og vina- fastur en vilt leggja þig fram um að staðna ekki í ein- hverjum föstum skorðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanað- komandi þrýstingi, sem er ósanngjarn og í raun rangur. Sýndu dug, djörfung og hug. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hafðu taumhald á eyðslusem- inni því hún getur annars komið þér í slæman vanda. Það er svo margt hægt að gera án þess að spreða pen- ingum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nýr kunningi kemur þér skemmtilega á óvart. Líttu ekki fram hjá því sem kemur þér fyrst í hug, jafnvel þótt þér finnist það vera fáránlegt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það ríður á miklu að þú getir gert upp fortíðina. Þú ert að burðast með alls konar hluti og tilfinningar, sem þú þarft að losna við strax. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu ekki að sýnast annar en þú ert til þess eins að ganga í augun á einhverjum, sem þú veist ekki hvaða hug bera til þín. Sinntu þínu og þínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Taktu á honum stóra þínum og reyndu að umbera nákom- inn vin þinn, sem kemur fram með óvæntum hætti. Orsökin er erfiðleikar, sem sigrast má á. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þú hafir margt á þinni könnu, máttu ekki láta það blinda þig og halda að þú hafir engan tíma fyrir sjálfan þig og þín áhugamál. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er alltaf best að koma hreint fram og kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Það hefnir sín alltaf þegar sann- leikanum er hagrætt fyrir stundarfrið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þínar skoðanir eigi ekki upp á pallborðið hjá vinnu- félögum þínum, er rangt af þér að draga þig inn í skel. Þú átt að vinna þeim fylgi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt einhver snurða hlaupi á þráðinn milli þín og vinar þíns, máttu ekki loka á vináttuna. Sýndu stórhug og réttu fram sáttahönd. Það lagar málin. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að brjóta upp þitt daglega munstur með ein- hverjum hætti. Það þarf svo sem ekki miklar breytingar til, en þær mega ekki detta uppfyrir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það skiptir ekki öllu, þótt ein- hver mál detti upp fyrir óleyst. Það sem gildir er að taka á því sem máli skiptir og fylgja þeim málum til enda. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.