Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 17 DRANGSNESINGAR halda sína árlegu Bryggjuhátíð í sjötta sinn á morgun, 21. júlí. Hátíðin hefur verið með svipuðu sniði öll árin þó ein- staka atriði bætist við eitt árið og þá detti annað út. Hátíðin hefst með dorgveiði kl. 10 og stuttu seinna verður fyrsta ferð út í Grímsey. Bátar munu vera í förum frá Drangsnesbryggju út í Grímsey á hálftíma fresti frá kl. 11 um morg- uninn og fram eftir degi. Fastur liður á Bryggjuhátíð er myndlistarsýning og í ár er það Gylfi Ægisson sem verður með sölusýningu í grunnskól- anum á Drangsnesi. Þar verður einnig sett upp sýning á gömlum ljósmyndum. Kallast hún Mannlíf í Kaldrananeshreppi. Sérkenni Bryggjuhátíðar er óneit- anlega sjávarréttasmakkið en þar gefst fólki kostur á að smakka ým- islegt af því sem úr sjónum kemur, svo sem grillaða signa grásleppu, tindabikkjupaté, grafinn sel og grill- aðan svo eitthvað sé nefnt. Endað verður með balli í Baldri með hljóm- sveitinni Bít. Bryggjuhátíð á Drangsnesi dreg- ur að fjölda gesta á hverju ári en þrátt fyrir það er fjölmennið ekki það mikið að hver og einn getur notið sín til fulls og hver og einn skiptir máli. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Veiðimennirnir eru ekki allir stórir og ekki heldur fiskarnir sem þeir veiða. Bryggju- hátíð á morgun Drangsnes ÞAÐ eru ekki allir háir í loftinu þótt þeir séu vel liðtækir við hey- skapinn. Árni Jón Þórðarson var að pakka ilmandi nýslægjunni í plast í Fljótsdalnum þegar fréttaritara bar að. Það verður ekki ónýtt að gefa þessa töðu á garðann í vetur vegna þess að hún kemur úr plastinu nán- ast eins og þegar henni var pakkað inn. Næringargildið fyrir bústofn- inn tapast hvað minnst með þessari heyverkun í rúllutækninni vegna þess að ekkert súrefni kemst að heyinu þegar búið er að pakka því inn í plast. Pakkar heyi í plast Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins ALMENNT virðist fólk í Vestmann- eyjum og á Höfn í Hornarfirði harma þá ákvörðun Flugfélags Íslands að hætta áætlunarflugi til þessara staða en Morgunblaðið leitaði álits fulltrúa atvinnulífs og ferðaþjónustunnar á hvaða áhrif þeir teldu að þessi ákvörðun mundi hafa. „Þessar fréttir leggjast auðvitað ekki vel í okkur. Það er mjög baga- legt fyrir atvinnulífið og íbúa hér á svæðinu að hafa ekki aðgang að reglubundnu flugi. Við erum þannig í sveit sett að við erum mjög langt frá næsta flugvelli og það er um fimm tíma akstur til Reykjavíkur. Þannig að því leytinu til höfum við ákveðna sérstöðu og manni finnst að ríkis- valdið geti ekki horft á þetta með óbreyttum hætti,“ segir Pálmi Guð- mundsson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Austur-Skaftfellinga. Hann telur að það hljóti að vera umhugs- unarefni hvort ekki eigi að tryggja íbúum á öllu landinu aðgang að flugi. Sums staðar þar sem flug hafi verið lagt niður þá geti menn keyrt í einn tíma til að fara á næsta flugvöll, en hér sé ekki um það að ræða. Það sé þriggja tíma keyrsla á næsta flug- völl, á Egilsstöðum, þannig að menn spari lítinn tíma að fara þangað. Það séu meginrökin, auk þess séu reglu- legar flugsamgöngur mikið öryggis- atriði. Pálmi segist þó ekki trúa öðru en það verði flugferðir til þessa svæðis, en það sé spurning hvaða þjónustu verði hægt að veita og hversu reglubundið flugið geti orðið. Tryggja samgöngur til Reykjavíkur á lágmarkstíma Rætt hefur verið að flug til Hafnar hafi verið í mikilli samkeppni við einkabíla og rútur. „Flugfargjöld eru mjög há og til dæmis fjölskyldufólk sem er að fara á milli sér sér ekki hag í að nota flugið, það er alveg ljóst. Við gerum okkur grein fyrir því að flugfélagið þarf að reka sitt fyrirtæki og það gengur ekki að við- halda einhverri tapstarfsemi ár eftir ár. En þetta vekur líka spurningar um það hvort það eigi ekki að jafna aðstöðu landans til að komast á höf- uðborgarsvæðið, það er mikið af þjónustu þar sem við verðum að sækja með einum eða öðrum hætti,“ segir Pálmi og nefnir til samanburð- ar ríkisstyrktar ferjusiglingar með Herjólfi. Hann lítur svo á að Horn- firðingar sitji ekki við sama borð og aðrir af því að þeir séu þetta langt frá Reykjavík og það séu ekki nið- urgreiddar neinar samgöngur til Reykjavíkur. Honum finnst að stjórnvöld þurfi að íhuga hvort eigi ekki að tryggja öllum landsmönnum það að þeir komist til Reykjavíkur á einhverjum lágmarkstíma og hvort það sé ekki eðlilegt að ef svona að- stæður séu að skapast á Hornarfirði að það sé tekið tillit til þeirra. Arngrímur Hermannsson er stjórnarformaður Íslenskra ævin- týraferða og reka þær Jöklaferðir á Hornarfirði. Hann telur að þessi ákvörðun Flugfélags Íslands komi sér mjög illa fyrir ferðaþjónustuna, sérstaklega á sumrin. „Þetta hefur aðallega með dagsferðirnar okkar inn á Vatnajökul að gera, það er mjög mikilvægt að ferðamenn geti flogið til Hafnar að morgni og aftur heim að kvöldi. Þær náttúrlega leggjast af ef ekkert reglulegt flug verður,“ segir Arngrímur. Hann segir að þetta séu mjög mikilvægar ferðir, sem búið sé að byggja upp í mörg ár og leggja til kostnað í að selja þetta víða um heim. Hann von- ast til að ekki þurfi að leggja þær af næsta sumar en hefur verulegar áhyggjur af því. „Við þurfum að fá þá til að skoða málin í vor. Ef Jórvík eða einhver önnur flugfélög taka við fluginu er spurning hversu oft verð- ur flogið og við munum þurfa að að- laga okkur því. Þetta gæti sett strik í reikninginn ef miðað er við það markaðsstarf sem unnið hefur verið hingað til,“ segir Arngrímur. Að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, líst fulltrúum atvinnulífsins í Eyjum ekki vel á þetta. Hann segist þó sannfærður um að eitthvað muni koma í staðinn. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa reglubundið áætl- unarflug og við sáum dálítið eftir Ís- landsflugi á sínum tíma. En við sjáum líka eftir Flugfélagi Íslands ef þeir hætta. Ég skil sjónarmið þeirra ef þeir eru að tapa á fluginu til Vest- manneyja þá geta þeir ekki haldið því uppi með endalausum taprekstri. Það er hins vegar annað mál hvort þetta sé skynsamleg nálgun hjá þeim við að hætta fluginu til Vestmanna- eyja,“ segir Sigurgeir. Fréttirnar komu fólki á óvart Að sögn Sigurgeirs komu þessar fréttir fólki á óvart, þó það hafi verið búið að ýja að þessu í eitt ár. „Það er alveg fráleitt og ómöguleg niður- staða að reglubundið flug til Reykja- víkur leggist niður. Þetta mun kom illa við atvinnulífið, það verður ekki eins þjált að starfa hérna í Vest- mannaeyjum eins og áður. Ég hef samt ekki sérstaklega miklar áhyggjur af því að það verði ekki flogið til Vestmannaeyja. Ef þeir gefast upp núna þá taka bara ein- hverjir aðrir við. En það er náttúr- lega mjög vond staða að Flugfélag Íslands sé rekið með tapi,“ segir Sig- urgeir. Snýst um það að geta ferðast sem ódýrast Jóhann Heiðmundsson, hótelstjóri Hótels Þórshamars í Vestmannaeyj- um, telur að slæmt sé fyrir ferða- þjónustuna að flug Flugfélags Ís- lands leggist niður. Hann bendir á að flugvöllurinn á Bakka sé ekki ríkis- styrktur, heldur sé þar samkeppni og hann telji að Flugfélag Íslands hafi ekki svarað samkeppninni rétt, ef miðað sé við fargjaldahækkanir og það verðlag sem sé á flugi í dag. Venjuleg fjölskylda geti ekki flogið á milli, hún fari annaðhvort með Herj- ólfi eða upp á Bakka. „Það er voðalega erfitt að svara hversu mikil áhrif þetta eigi eftir að hafa á ferðaþjónustuna. Nú veit ég ekki hversu mikið flugfélagið hefur verið að flytja af ferðamönnum hér á milli, þótt ég telji að það hafi verið frekar í minna lagi undanfarið. En að sjálfsögðu er þetta slæmt mál. Ég hugsa að ferðamenn séu farnir að fljúga meira frá Bakka og koma með Herjólfi og það er bara eitt sem það segir, það er mun ódýrara. Þetta snýst mikið um það í dag að geta ferðast sem ódýrast,“ segir Jóhann. Að hans sögn hefur verið mikil um- ræða um þetta mál í Vestmanneyj- um og er á því skiptar skoðanir. Hann segir að sumir telji að þetta sé bara gott mál, þótt öðrum þyki þetta miður. Það séu mjög margar hliðar á þessu og margir möguleikar séu í stöðinni. Jóhann minnist á Jórvík og svo sé auðvitað flugfélag í Vest- mannaeyjum, sem hann vilji gjarnan sjá eflast og fljúga meðal annars til Reykjavíkur og Hafnar. Fulltrúar atvinnulífs og ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og á Höfn „Reglulegar flugsamgöngur öryggisatriði“ Vestmannaeyjar – Höfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.