Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                           !   "          # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í Morgunblaðinu 11. júlí 2001 er stutt grein eftir Reyni Ragnarsson sem nefnist Landsmót UMFÍ – Landsmót hverra? Ég get ekki stillt mig um að svara henni með fáeinum orðum. Ragnar hlýtur að vita að þessi mót eru aðeins haldin á þriggja ára fresti og þau eru aðeins haldin fyrir þá sem eru í ung- mennafélögum vítt og breitt um land- ið. Þess vegna er mjög eðlilegt að þeir sem ekki kjósa að vera í þeim sam- tökum eigi ekki keppnisrétt þar. Þetta er mesta íþróttamót sem haldið er utan Reykjavíkur en hvað skyldu mörg landsmót í íþróttum vera haldin árlega í Reykjavík árlega? Auðvitað er það sjálfsagt að öll stórmót sem haldin eru á hverju ári séu haldin á mestu þéttbýlisstöðunum og er ég alls ekki á móti því. En landsmót UMFÍ sem hefur verið haldið hingað og þangað víðsvegar um landið hafa tví- mælalaust gert mjög mikið gagn. Í til- efni af þeim hefur fjöldi mannvirkja verið byggður til þess að hægt væri að halda þessi mót og hafa þau orðið til þess að auka iðkun íþrótta á lands- byggðinni. Eftir að þessum stöðum fjölgar aukast möguleikar unga fólks- ins til að æfa og iðka íþróttir í sinni heimabyggð, en þurfa ekki að flytja á suðvesturhorn landsins til að stunda sínar íþróttir þar. Þetta er með öðrum orðum hluti af byggðastefnunni og ekki sá þýðingarminnsti. Ég man ekki betur en að Breiða- blik í Kópavogi sé ungmennafélag, að minnsta kosti var það lengi skamm- stafað sem UBK. Það er langt síðan að UÍA var stofnað hér á Austurlandi með því að gera ungmennafélögin og íþróttafélögin hér að einu og sama félaginu og ég tel að það hafi gefist vel. Af hverju má ekki sameina íþróttahreyfinguna í Reykjavík og öðrum þéttbýlisstöðum, auðvitað yrði hver íþróttagrein deild í slíkum félagsskap? Að lokum vil ég benda á að margir af bestu íþróttamönnum landsins hafa komið af landsbyggð- inni. Má meðal annars nefna Vilhjálm Einarsson og son hans Einar Vil- hjálmsson en þeir eru báðir hér frá Egilsstöðum og mér fannst tilvalið að nefna nýja íþróttavöllinn hér eftir Vil- hjálmi. Svo óska ég að þetta mót gangi sem allra best, og að nýi íþróttavöllurinn hér stuðli að stórauknum íþróttaár- angri Austfirðinga. SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20B, Egilsstöðum. Landsmót UMFÍ 2001 Frá Sigurði Lárussyni: ÉG verð að hripa nokkur orð um mína fyrstu sólarlandaferð, þar sem hún var frekar sérstæð og mun ekki gleymast. Við vorum tvenn hjón sem sömdum við Ferðaskrifstofuna Sól um ferð 25. maí til 8. júní til Portúgals. Af hverju Sól varð fyrir valinu, jú gott boð, allt viðmót hjá starfsfólki til fyrirmyndar, jákvæðar auglýsingar, ekki auglýst á kostnað annarra, eins og ein stærsta ferðaskrifstofan gerði, slík fyrirtæki eru komin í þrot og ættu að taka til hjá sér, ekki meira um það að sinni. Við komum til Faró um kl. 20 og þar tóku á móti okkur fararstjórar með Sólarbros og traustið geislaði frá þeim, sem reyndi vel á síðar. Fóru margir á Hótel Paraiso, en við hjónin ásamt vinafólki okkar fórum á frekar lítið en notalegt hótel með stúdíóíbúðum, sem heitir Santa Eulália. Við áttum mjög góða daga í 29°C til 38°C hita með og án fararstjóra þar til að kveldi 28. maí. Þar byrjuðu fyrst raunveruleg kynni mín af fararstjórum Sólar. Ég varð fyrir því óláni að fótbrjóta mig. Þegar við sáum að það var alvara á ferð, var haft samband við farar- stjóra, sem var kominn að vörmu spori og læknir skömmu síðar, sem deyfði mig svo mér liði betur meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Ég var fluttur á sjúkra- hús í Alvor, sem Sól er með samning við. Var þar tekið mjög vel á móti mér og fann ég mikla hlýju frá starfsfólki, var ég myndaður og því næst settur í gifs. Að morgni 29. maí fórum við hjónin að ræða við vinafólk okkar um breytta stöðu mála, þar sem ég komst ekki um þetta hótel í hjólastól. Ekki þurftum við að hafa langvarandi áhyggjur af því þar sem fararstjóri okkar kom og tjáði okkur að við yrðum flutt á Hótel Par- aiso þar sem ég kæmist víða um. Um kl. 19.30, rétt um 24 stundum eftir að ég brotnaði, vorum við komin í hinar bestu hótelíbúðir og vinafólk mitt var líka flutt og sett í íbúð við hliðina á minni íbúð, geri aðrir betur! Þar sem ég komst ekki út fyrir lóð hótelsins, hafði ég nægan tíma til þess að fylgjast með því sem var að gerast og létti það mér margar stundir, þar sem starfsfólk á Paraiso var með af- brigðum kurteist, elskulegt og ekkert annað en hjálpsemin. Samferðafólki mínu öllu, ungu sem öldnu, þakka ég alla umhyggjuna sem ég fékk. En þrautagöngu minni var ekki lok- ið. Hinn 7. júní voru margir að fram- lengja dvölina vegna veðurblíðu. Þá varð ég að framlengja vegna blóðtappa og lungnabólgu. Var ég þá fluttur í skyndi til Avor á sjúkrahús og lá þar í eina viku. Get ég seint fullþakkað öllu því starfsfólki, sem þar starfar, hvern- ig það bar mig á höndum sér. Heim komst ég hinn 15. júní og var fluttur á Landspítalann, en þar fékk ég ekki jafngóðar móttökur, en ef ég greini frá því verður það að vera efni í aðra grein. Um leið og ég þakka öllum fyrir allt það sem fyrir mig var gert bíð ég eftir að komast til starfa, vonandi í lok ágústmánaðar. Af minni reynslu get ég hvatt þig, lesandi góður, til að ferðast með Sól- arbros á vör, með ferðaskrifstofunni Sól. KARL JENSEN SIGURÐSSON, Laugavegi 146, Reykjavík. Ferðaskrifstofan Sól fær 10+ Frá Karli Jensen Sigurðssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.