Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hef stundum verið spurður undan- farna daga: Fórstu til Moskvu? Kusuð þið Peking? Hvern studdi Ísland sem næsta for- seta Alþjóðaólympíu- nefndarinnar? Þessum spurningum er fljótsvarað. Ég var ekki í Moskvu, ég kaus ekki neitt. Svo undarlegt sem það má virðast, þá er hvorki val á staðsetningu Ól- ympíuleika né heldur kosning nýs forseta í þessum alþjóðaólym- píusamtökum, í hönd- um þeirra sem valdir eru til forystu í hinum ýmsu ólympíunefndum þjóðanna, sem mynda hreyfinguna. Valið er þeirra einstaklinga, sem skipa Alþjóðaólympíunefndina, rúmlega hundrað manns. Þessi nefnd er heldur ekki valin eða kos- in af ólympíunefndum heimsins, heldur er hún skipuð af sjálfri sér, svo kurteislega sé til orða tekið. Í henni eiga sæti einstaklingar, sem eru útnefndir og kosnir af nefnd- inni sjálfri og þá aðallega forset- anum sjálfum. Þar má finna skrautlegt lið, svo sem hertogaynj- una af Liechtenstein (sem býr á Spáni), hertogann af Lúxemborg, prinsinn í Mónakó, Önnu drottning- ardóttur frá Englandi og svo eru að sjálfsögðu allmargir forystu- menn úr íþróttahreyfingunni, sem þar hafa komist til valda og þá einkum þeir sem eiga eitthvað und- ir sér frá hinum stærri og fjöl- mennari þjóðum. Einir þrír frá Ítalíu, aðrir þrír frá Frakklandi og fimm Svisslendingar, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Alþjóðaólympíunefndin sætti gagnrýni fyrir spillingarmál fyrir tveim árum, voru gerðar ýms- ar minniháttar breytingar á vali á fólki í þessa æðstu stofnun innan alþjóðaíþróttahreyfingarinnar og var þá meðal annars bætt við fyrr- verandi íþróttamönnum. Svo skyn- samlegt það kann að virðast í ljósi þess að auðvitað eru íþróttamenn ágætir, en það eru ekki þeir sem hafa umboð frá grasrótinni til að taka mikilvægustu ákvarðanir og stjórna og stýra þessari stóru hreyfingu. Það eru ekki þeir sem bera ábyrgð á íþróttamálum í sín- um heimalöndum. Ólympíunefndir eru nánast í öllum þjóðum heims. Þar eru menn valdir til forystu, hafa umboð frá sinni eigin grasrót og er treyst til að sinna íþróttamál- um, heima fyrir og í samskiptum við aðra. Ég er í þeim hópi sem forseti Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands. En ég hef engin ítök eða áhrif, er ekki einu sinni spurður álits, þegar kemur að vali á ólympíuborg eða forseta IOC. Ekki frekar en velflestir aðrir kollegar mínir. Þetta fyrirkomulag hef ég gagn- rýnt opinberlega á alþjóðafundum en fengið bágt fyrir. Í byrjun nýrr- ar aldar er Alþjóðaólympíunefndin samansett og rekin eins og menn sé enn í einræðisöldinni. Þar eru menn valdir í nefndir og ráð eftir geðþótta, kunningsskap og nú síð- ast ættartengslum og lýðræðislega kjörnar ólympíunefndir fá þar engu um ráðið. Hin ólympíska hreyfing og hug- sjón hennar er heillandi verkefni. Og hreyfingin er voldug og virðu- leg. Hún vinnur gott verk og þarft. En innviðir hennar og uppbygging er utan og ofan við verkahring lýð- ræðisins. Þannig er nú það. Ég þekki vel til nýkjörins forseta og vænti mikils af honum. En hvort honum tekst að breyta Alþjóða- ólympíunefndinni í lýðræðisleg fjöldasamtök er annað mál. Og ekki spyrja mig um Peking. Ekki spyrja mig Ellert B. Schram Ólympíuhreyfingin Innviðir hinnar ólympísku hreyfingar og uppbygging, segir Ellert B. Schram, er utan og ofan við verkahring lýðræðisins. Höfundur er forseti ÍSÍ. ÉG ásamt mannin- um mínum sótti um inngöngu í Lögreglu- skóla ríkisins vorið 2000 og fengum við bæði inngöngu. Ég hef starfað sem kennari frá því haustið 1993 og maðurinn minn var með sjö ára starfs- reynslu í lögreglunni þegar við hófum nám við skólann í janúar 2001. Við vissum vel að námið á fyrri önn skól- ans væri ekki lánshæft hjá LÍN þegar við byrjuðum. En við vor- um bjartsýn á að það myndi breytast því það hafði heyrst að þessu ætti að breyta sem fyrst. Enda furðulegt að ríkið skuli reka skóla með þessum hætti þar sem ætlast er til að fólk lifi á loftinu í fjóra mánuði, frá janúar út apríl. Starfs- tíminn, fjórir mánuðir, er launaður og svo seinni önnin, sem er frá sept- ember fram í desember. Formaður Landssambands lögreglumanna heimsótti okkur lögreglunema á fyrstu vikum skólans og sagði að samningar í þá átt að við yrðum tryggð á námstímanum eins og verið hafði og að við fengjum laun á fyrri önninni væru á næstu grösum. Ekkert heyrðist meira frá honum. Annar yfir- lögregluþjóna skólans tjáði okkur svo að verið væri að vinna í því að skólinn yrði lánshæfur og verið væri að vinna í því að meta skólann til eininga. En það hafði ekki verið litið á hann sem sérskóla sem ég get heldur ekki skilið þar sem þetta er eini skólinn í landinu sem menntar lögreglu- menn. Námið, sem er bæði bóklegt og líkamlegt, krefst þess að maður stundi það af heilum hug og er það umfangsmikið að ekki er hægt að stunda með því vinnu fyr- ir fjölskyldufólk. Ég stundaði nám í þrjú ár við KHÍ á fullum námslánum og gat engan veginn skilið ef ég 33 ára gömul ákvæði að stunda nám við Lögregluskóla ríkisins þá stæði mér það bara til boða að lifa á loftinu fyrstu mánuðina. Ég skrifaði bréf til dómsmálaráðherra til að ýta á eftir því að fá einhver svör því réttlæt- iskennd minni var verulega misboð- ið. Ég sendi bréfið 26. febrúar og frú Sólveig Pétursdóttir hafði samband við mig símleiðis og var sammála því úrbætur væru nauðsynlegar. Í sömu viku og ég sendi bréfið sendum við lögreglunemar, 40 talsins, bréf til dómsmálaráðherra þar sem það var ítrekað að við færum fram á námslán fyrir fyrri önnina 2001. Einnig var gerð athugasemd við það að nemar utan af landi þyrftu að ljúka starfs- námi á höfuðborgarsvæðinu en gætu ekki verið í sinni heimabyggð þeir sem þar ættu fjölskyldur. Það kostar sitt að halda úti heimili og aðstöðu í bænum á námstímanum svo ekki sé talað um að nemar með fjölskyldur geti ekki fengið að njóta samvista við maka og börn nema endrum og sinn- um í heilt ár. Við fórum þrír nemar á fund dómsmálaráðherra 14. mars og var vel tekið á móti okkur. Þar sagði ráðuneytisstjóri, Björn Friðfinns- son, að ef samþykkt yrði að skólinn yrði lánshæfur þá myndi það líka eiga við um okkur er ég innti hann eftir svörum um það. En við fengum aðeins munnleg svör. Ég var í sam- bandi við LÍN, LR og dómsmála- ráðuneytið fram á vor og í maí fékk ég þau svör í gegnum dómsmála- ráðuneytið að sennilega yrði þetta samþykkt en það yrði ekki afturvirkt fyrir okkur. Landssamband lög- reglumanna fékk svo bréf dagsett 28. júní frá skólastjóra Lögreglu- skólans þess efnis að nám á fyrri önn skólans námsárið 2001–2002 yrði lánshæft hjá LÍN. Það er ánægju- legt en ég get engan veginn sætt mig við að það eigi ekki við um okkur sem stundum nám við skólann nú. Við er- um búin að fara fram á að þessu verði breytt og fengið munnleg svör frá ráðuneytinu þess efnis að þetta myndi líka eiga við um okkur. Ég og maðurinn minn fluttum t.d. gagngert suður til að fara í skólann frá Bolungarvík og búum við inni á foreldrum mínum með þrjú börn á skólaaldri. Það má vera að það hafi verið reiknað með því að allir sem sæktu nám við Lögregluskóla ríkis- ins væru með góða fyrirvinnu eða að það væri ungt fólk og barnlaust sem gæti búið í foreldrahúsum. En það er ekki jafnrétti til náms. Þetta fyrir- komulag hefur útilokað marga frá námi sem eru fjölskyldufólk, fólk með reynslu, og hefur verið það skynsamt að hætta við. Við hljótum að hafa verið svona mikil börn að halda í þá von að þessu yrði breytt því annað eins óréttlæti í mennta- kerfinu þekki ég ekki. Það eru örugglega ekki allir í okkar hópi sem þyrftu námslán en ég fer fram á það hér með að okkur verið boðið upp á námslán fyrir fyrri önnina 2001, nóg hefur maður lagt á sig fjárhagslega þó svo maður þurfi ekki að fara íhuga það að hætta við námið til þess að geta borgað skuldir. Þá er fjár- munum ríkisins illa varið ef nemarn- ir sjá ekki einu sinni fram á að geta stundað námið af því þeir geta ekki framfleytt sér vegna skulda sem safnast hafa upp vegna fyrri annar. Mér finnst það einfalt reiknings- dæmi og hef þá trú að ríkið hafi ekki efni á að missa gott fólk í burtu. Ætti því að hlú að lögreglumönnum en ekki fæla þá frá. Eins og dæmin sanna verður starfið erfiðara og áhættusamara ef eitthvað er. Það hlýtur að vera skynsemi í því að halda í fólk með reynslu og það sem búið er að mennta. Maður heyrir að sumar lögreglustöðvar séu eins og járnbrautarstöðvar því mannabreyt- ingar eru svo örar. Þið ráðamenn sem hafið þessi mál í ykkar höndum; ég vænti þess enn og aftur að við lög- reglunemar sem nú stundum nám við skólann fáum boð um að þiggja námslán fyrir síðustu önn áður en skóli hefst að nýju, helst sem fyrst. Lögreglunemar geta ekki lifað á loftinu! Alda Baldursdóttir Fólksflótti Ég fer fram á það hér með, segir Alda Baldursdóttir, að okkur verði boðið upp á námslán fyrir fyrri önnina 2001. Höfundur er lögreglunemi. EFTIRFRANDI grein fékk ég ekki birta í DV fyrr en að loknum þriðjungs niðurskurði textans. Þá tók við henni sá blaðamaður sem ég beini orðum mínum til og „lagaði“ hana til. Best fer á því að birta hana hér óstytta og gera sam- komulag við Geir R. Andersen að hann semji framvegis aðeins sínar eigin greinar, en ég sjái um mínar. Mig langar að þakka Geir R. Andersen fyrir grein þá sem hann skrifaði í DV 18. júní sl. Þar fjallar hann um laun sjómanna, græðgi þeirra og óverðskuldaða velgengni. Í greininni tekst Geir að súrra saman á einn stað helstu einkenni opinberrar umræðu um málefni sjávarútvegs og sjómanna, hin síðustu misserin. Þar láta menn yfirleitt ekki flókinn og margbreytilegan veruleikann þvæl- ast of mikið fyrir sér, þegar halda skal fram skoðunum sínum, en henda á lofti þann hluta hans sem þjónar til- gangi þeirra hverju sinni. Þannig er sýnt fram á að landsbyggðarflóttinn og brottkast fisks sé bein afleiðing kvótakerfisins. Ekki passar að velta fyrir sér lélegum samgöngum, ein- angrun, að sækja þarf framhalds- menntun um langan veg, litlu fram- boði menningar og breyttum lífsstíl. Siðferði skipstjórnarmanna, þegar þeir standa frammi fyrir því að veiða meira en áhöfnin afkastar, er þá ekki vinsælt umræðuefni. Hafrannsókna- stofnun er sögð í hafvillum og eiga að ástunda fræði grisjunar. Þeim mál- stað hentar ekki að minnast þess, að hvar sem mannskepnan hefur komið að ósnertum fiskimiðum, hefur verið fyrir gnótt fisks og hann af góðri stærð. Vandræðin komu seinna, með vaxandi veiði. Í tilviki Geirs R. And- ersens er tekið öldungis „absúrd“ dæmi af mánaðarlaunum háseta tveggja tekjuhæstu skipanna og haft til marks um hve fáránlega of háar tekjur sjómanna eru. Ég sé Geir og málefnalega félaga hans í anda, kynna barnabörnum sín- um helstu „staðreyndir“ lífsins. Bif- reið væri t.d. sögð vera svartur, kringlóttur og munstraður hlutur úr gúmmíi, og bent á ann- að framhjól bifreiðar því til sönnunar. Þessir eru hinir raunverulegu „partaprinsar“ nú- tímans, hlutandi í sund- ur og úr samhengi at- burði líðandi og liðinnar stundar til þess að hirða upp þau brot sem selja skoðanir þeirra. Til þess að opna augu lesandans fyrir órétt- lætanlega háum laun- um gráðugra og tillits- lausra sjómanna, velur hann þau tvö skip ís- lenska flotans sem þessa dagana eru að ná metaflaverðmæti á stuttum tíma. Það er jafnglórulaust að bera það á borð fyrir fólk sem dæmi um tekjur sjómanna og að segja að trygginga- sölumenn séu með um og yfir milljón á mánuði, þó að þess séu vissulega dæmi. Reyndar held ég að engum dytti í hug að velta sér upp úr því í blaðagrein hvort tryggingasölumenn ættu að hafa minni eða meiri laun, nema þá þeim sjálfum eða vinnuveit- endum þeirra. Það ætti hins vegar að vera þeim huggun harmi gegn, sem sjá ofsjónum yfir tekjum sjómanna, að þegar þeir fá há laun á stuttum tíma, þá fá eigendur skipsins það líka. Laun sjómanna eru nefnilega að langmestu leyti hlutfall af aflaverð- mæti skipsins. Einnig greiða þeir þá mikla skatta. Við sjómenn getum verið stoltir af okkar hlutdeild í greiddum tekjuskatti launþega. Sjó- mannaafslátturinn er í raun ríkis- styrkur til handa útgerðinni, enda ekki settur á að okkar óskum. Þó svo að ég hafi aldrei á mínum sjómannsferli verið launalegur hálf- drættingur á við sjómenn toppskip- anna, get ég vel unnt þeim velgengn- innar, vitandi það að starfsævi hásetanna þar er yfirleitt ekki löng, og að mikið aflaverðmæti hefur í vax- andi mæli orðið til þess að fleiri há- setar deila með sér hverju plássi en áður tíðkaðist. Já, herra Geir, tekjur okkar sjó- manna eru ákaflega misjafnar, ekki bara á milli skipa, heldur líka innan skipsins og á milli ára. Ég skal til frekari fróðleiks taka dæmi af mínu skipi. Það heitir Ottó N. Þorláksson RE–203, og er ísfisktogari með 15 manna áhöfn. Þetta er hið besta afla- skip, eitt besta plássið í deild ísfisk- togara. Heildarhlutur háseta síðasta ár var 4.200.000 krónur. Að baki ligg- ur 12 tíma vinnudagur á tvískiptum 6 tíma vöktum 243 daga ársins. Það samsvarar 1440 króna jafnaðarkaupi á unninn tíma (vinna á frívöktum undanskilin). Held ég að fáum hrjósi hugur við svo svívirðilegu gróða- bralli. Í grein þinni, Geiri, segir þú sjó- menn hafa fyllst ofmetnaði vegna óverðskuldaðrar velgengni og segir síðan „græðgin er fylgifiskur grunn- hyggninnar“. Það er nefnilega það. Til að koma upp með svona speki held ég að þú hljótir að hafa kafað í einhver regindjúp eigin reynslu og sért nú að deila henni með okkur labbakútunum, minnugur þess þegar þú varst sjálfur „í ruglinu“. Nei, herra Geir, á akri orðræðu þinnar nærast einkennilegar skepn- ur; það eru ekki kindur, það eru ólíkindur og fóðrið er öfund nema að þú hafir áhyggjur af því að við sjó- menn séum að knésetja útgerðina með óhóflegum launum. Þá ættir þú að minnast þess að margir af ríkustu mönnum og konum þessarar þjóðar hafa einmitt efnast á útgerð. Ég nefni t.d. þá Samherjamenn. Þar hafa laun sjómanna þeirra ekki staðið í vegi fyrir ágætri auðsöfnun. Nú eða þá mitt fyrirtæki, sem er Grandi hf. og hefur skilað hundruð milljóna hagn- aði undanfarin ár. Ágætis kunningi minn, sem er í út- gerð, segir gjarnan þegar hann er spurður hvort nokkur framtíð sé í þessu harki: Hafið ekki áhyggjur af útgerðinni. Hún lifir en við deyjum. Herra Geir – ekki meir, ekki meir Kristján Einar Gíslason Sjómenn Tekjur okkar sjómanna eru ákaflega misjafnar, segir Kristján Einar Gíslason, ekki bara á milli skipa, heldur líka innan skipsins og á milli ára. Höfundur er sjómaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.