Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 33
✝ María Pálsdóttirfæddist 20. maí
1924 í Reykjavík.
Hún lést í Landspít-
alanum við Hring-
braut 11. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
Maríu voru Páll Jón-
asson, símvirki hjá
Pósti og síma, f. 4.
febrúar 1902, d.
1993, og Lára
Ágústsdóttir miðill,
f. 15. apríl 1899, d. 6.
febrúar 1971. Alsyst-
ir Maríu var Unnur
Pálsdóttir. Hálf-
systkin, sammæðra, eru Hulda
Magnúsdóttir, Sigurbjarni Gunnar
Þorbergsson, Ingibjörg Þorbergs-
dóttir og Þorbergur Þorbergsson.
Hálfsystkin samfeðra eru Jóhanna
Pálsdóttir og Óskar Pálsson.
Hinn 5. október 1956 giftist
María Benedikt Helgasyni, f. 17.
Daníel Örn, f. 18. ágúst 1995, og
Anja María, f. 14. september 1997.
4) Unnur María Benediktsdóttir, f.
22. desember 1958. Börn Unnar og
fyrrverandi sambýlismanns hennar,
Péturs Bouranel, eru Róbert Arnar,
f. 2. júní 1981, og Lára Michelle, f.
16. september 1987. Núverandi sam-
býlismaður Unnar er Jan Marijan, f.
10. júlí 1949. 5) Brynja Benedikts-
dóttir, f. 1. maí 1961, maki Þórarinn
Sæmundsson, f. 9. nóvember 1951.
Börn þeirra eru Birgitta Ben, f. 21.
maí 1984, og Benedikt, f. 15. maí
1990. Áður en María og Benedikt
gengu í hjónaband átti Benedikt
Báru, f. 2. ágúst 1946. Maki Báru
var Guðbjörn Hjartarson, f. 12. júlí
1944, d. 2000. Dóttir Báru og Guð-
björns er Guðrún Guðbjörnsdóttir,
f. 15. nóvember 1970.
María Pálsdóttir var einn af
fyrstu kvenþjónum á Íslandi og
starfaði við framreiðslu í Reykjavík
á sínum yngri árum, m.a. á Hótel
Borg og í Vetrargarðinum (Tívolí).
Síðar starfaði hún á City Hótel og í
Nýja Kökuhúsinu við Austurvöll.
Útför Maríu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
júlí 1923, d. 26. janúar
1979. Benedikt var
lengst af til sjós á
fiskiskipum og frakt-
skipum en síðar hafn-
arvörður í Reykjavík.
Börn Maríu eru: 1)
Daggeir Heimir Páls-
son, f. 2. janúar 1944.
2) Ragnheiður Lára
Ólafsdóttir, f. 8. júlí
1948, maki Jan Niel-
sen. Dóttir Ragnheið-
ar er Heidi María
Christensen Pajusalo,
f. 12. október 1973,
maki Johnny Chris-
tensen. Sonur Heidi og Johnny er
Silas, f. 15. júní 2001. 3) Helgi
Benediktsson, f. 6. maí 1956, sam-
býliskona Sólveig Hafsteinsdóttir.
Börn Sólveigar eru Sverrir Gunn-
arsson, f. 2. nóvember 1981, og
Rakel Gunnarsdóttir, f. 24. mars
1986. Börn Helga og Sólveigar eru
Elsku María mín. Mig langar til að
skrifa fáein kveðjuorð til þín. Ég
kom inn í fjölskyldu þína fyrir fimm
árum þegar ég kynntist honum
Helga þínum. Þú tókst mér og börn-
unum mínum afar vel frá fyrsta degi
og það var eins og ég hefði þekkt þig
alla tíð. Sérstaklega er mér minn-
isstætt hve þú varst glöð þegar Anja
María kom í heiminn – þú heimsóttir
okkur á sjúkrahúsið og augljóst var
hve stolt þú varst af nýja barna-
barninu. Hún Anja María hefur líka
svo margt frá þér; hún vill ávallt vera
fín eins og María amma. Eftirminni-
legt er hve þið voruð einstakar sam-
an og víst er að Anja María á ávallt
eftir að minna mig á þig.
Ég vil þakka þér allar góðu sam-
verustundirnar og er þakklát fyrir
að fá að kynnast þér. Þú varst ávallt
svo kát og hress enda var upplífg-
andi og ógleymanlegt að umgangast
þig. Minningin um þig mun ávallt lifa
í huga mér.
Sólveig Hafsteinsdóttir.
Amma mín, mikið á ég eftir að
sakna þín og ég vona að þú hafir það
gott hjá guði.
Og fer með bænina sem þú kennd-
ir mér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)Þín fallegasta
Anja María.
Elsku María, takk fyrir sam-
veruna.
Líði þér vel hjá Guði.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín
Rakel.
Tímarnir líða sem hverfandi hvel,
hugurinn reikar til komandi tíða.
Enginn má vita, hvað vor kann að bíða,
vermandi sól eða bitrasta él.
Maður fæðist við bros eða böl,
byltist með óðfluga tímanna straumi,
vaknar til sorgar og svæfist í glaumi,
svifinn á braut eftir skammvinna dvöl.
Gleðin er léttfleyg, og lánið er valt.
Lífið er spurning, sem enginn má svara.
Vinirnir koma og kynnast og fara,
kvaðning til brottfarar lífið er allt.
Liðin að sinni er vor samverustund,
síðustu kveðjur með andblænum líða.
Velkomin aftur, er sjáumst við síðar,
sólnanna drottinn oss blessi þann fund.
(Freysteinn Gunnarsson.)
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og aðrir aðstand-
endur, Guð gefi ykkur öllum styrk í
þessari miklu sorg.
Ykkar frænkur,
Ólöf, Ásdís Magnea
og Aldís Ósk.
Ég sendi ástar- og saknaðarkveðj-
ur til þín, elsku amma.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Þinn
Daníel Örn.
MARÍA
PÁLSDÓTTIR
✝ María Jónsdótt-ir, Efralandi í
Grindavík, fæddist
1. september 1902 á
Lýtingsstöðum í
Holtum í Rangár-
vallarsýslu. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlíð í
Grindavík 12. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jón Þórðar-
son bóndi og Sig-
urleif Sigurðardótt-
ir húsfreyja. Börn
þeirra voru sex sem
nú eru öll látin. Árið 1935 giftist
María Jóni Jónssyni frá Einlandi
í Grindavík, f. 11.
desember 1906, d.
4. febrúar 1958.
Börn þeirra eru:
1) Guðbjörg, maki
Samúel Alfreðs-
son. Þau eiga tvær
dætur Maríu Jónu
og Elínu Þuríði.
2) Sigurjón,
maki Sigríður
Ágústsdóttir. Þau
eiga eina dóttur
Ásdísi, maki Reim-
ar S. Ásgeirsson.
Útför Maríu fer
fram frá Grinda-
víkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(M.Jak.)
Þín
María Jóna.
Elsku amma.
Er ég rita þessi orð hugsa ég til
þín með söknuði og hlýju, en
gleðst jafnframt yfir að nú ertu
komin á góðan stað þar sem þú
færð að njóta þín á ný. Ég minnist
margra góðra stunda sem við átt-
um saman. Gönguferðir með prik
upp í loftið að skoða kríueggin,
flatkökubakstur með þér og Ingu í
Heimalandi, kvöldin sem þú komst
og breiddir yfir mig sængina og
kenndir mér alltaf fleiri og fleiri
bænir. Ég átti alltaf vísan stað hjá
þér og gat fengið þéttingsfast
knús hjá þér þegar ég þarfnaðist.
Þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta mínu.
Þín
Elín Þuríður.
Kveð ég hér elskulegu ömmu
mína með söknuði. Á ég mínar
góðu og ljúfu minningar um hana
sem ég ávallt mun varðveita í
hjarta mínu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt, elsku amma, hvíl í
friði.
Þín
Ásdís.
MARÍA
JÓNSDÓTTIR
!"#
#$ % & ' "(#
#!(#))#
!
"# $ %# &" !'
('%)' *
#
%)'
#+#%)'
# # '$
& *
+
%,-%
. /
01 0
!2" +# ' 3 !#
& 4
# 5
!,#
+
-
' "(#
#!.#.)#
/+ '% ' +
0 ' %
% ' "' $% '$
1 *
.%
.6,%.
'
2 +
!3#
#
% '!2+
78+
#*+ $
1 *
%,9-%
: ;
0#+<=>
'? & 0+
' !4#
#
5 %
6 +
% 7
+
#
('0' ?
'@ #0' ? % A$0' ?
0' ? " !
# &0' ? - ' 'B
0' ? .#
$
2
( %"%,,
3- &
6 +
+
!3#
" 5 "$5
" $" (
' "
$
/
6%,-% !8#
#
9 %
+
: ".#
#!.#.)#
/
' ' +
; +
% ## $
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.