Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 19 ær FitjalindAskalind Nýbýlavegur arholtsbraut Reykj anesb raut Arnarnesvegur Fífuhvam msvegur R e y k ja n e s b ra u t L in d a rv eg u r H a f n a rf ja rð a rv e g ur s Bæjarl. Smáraholt Smáralind Kr in gl um ý ra r b ra u t Bátagerðin Samtak ehf. sjósetti sinn annan Viking 1340 fiskibát í síðustu viku. Áður hafa fiskibátur- inn Katrín RE og farþegabáturinn Guðrún Kristjáns verið afhentir eig- endum sínum og hafa þeir reynst vel að sögn Snorra Haukssonar hjá bátagerðinni Samtaki. Nýi báturinn, Bárður SH 81, er í eigu Péturs Pét- urssonar á Arnarstapa. „Aðdragandi að smíði þessa báts er orðinn nokkur ár en hugmyndin með hönnuninni var að hluta til að endurnýja 10 til 50 tonna skip lands- manna og að hanna hagkvæmt fjöl- veiðiskip, í rekstri, viðhaldi og mannahaldi. Þetta hefur tekist og vel það, eins bátarnir Katrín RE og Guðrún Kristjáns, farþegabátur við Ísa- fjarðardjúp, hafa sannað frá síðasta ári. Það sem gerir þennan bát sér- stakan er að báturinn mælist undir 20 rúmlestum sem gerir það að verkum að ekki þarf vélstjóra á bát- inn, heldur getur skipstjórinn verið vélarvörður. Einnig er skipulag bátsins slíkt að skipstjórinn getur stjórnað bátnum úti á dekki og haft stöðuga yfirsýn inn í brúna á öll tæki. Dekkplássið er það mikið að hægt er að setja upp öll hjálpartæki til að vinna veiðarfærin. Allt þetta sparar mannskap um borð og skilar þar af leiðandi mjög hagkvæmum rekstri. Einnig er ganghraðinn og eyðslan nýung í fiskibát af þessari stærð, vinnsluhraðinn er 16 –18 míl- ur og er þá verið að nota 63% af vél- araflinu og eyðir þá 4,6 l af olíu á mílu. Báturinn hefur þrjú aðskilin rými. Í brúnni er bjart og mjög gott rými fyrir skipstjóra, tæki og tölv- ur. Á dekki er vinnuaðstaðan stór- kostleg og hægt er að vera báðum megin við netaspilið. Netaniður- leggjari er festur með gálga utan á vélarreisnina, þannig að bakborðs- síðan er alveg laus við burðarbita. Dekkið er 28 fermetrar og er mögu- leiki á hvaða veiðarfærum sem er. Í lestina komast 14 660 lítra kör og er mikið rými fyrir ofan körin, þannig að gott er að lesta eða raða í körin. Lestin er 23 rúmmetrar. Vélarrúm- ið er stórt og gott er að þjónusta alla þá hluti sem eru í vélarrúminu. I lúkarnum er salerni, eldhús með gaseldavél, heitu og köldu vatni, kaffikönnu, örbylgjuofni með grilli, ísskáp, stóru borði, bólstraðir bekk- ir og kojur fyrir 3 til 4. Allar inn- réttingar eru úr mahóní. Sjónvarp með myndbandi er í miðjum lúk- arnum. Þetta er glæsilega innrétt- aður bátur til fiskveiða og frábær aðstaða um borð fyrir skipverja,“ segir Snorri. VIKINGUR 1340 er 13,4 metrar að lengd, breiddin er 4,22 metrar. Dýpt er 1,60 metrar og báturinn mælist 23,29 brúttótonn, 6,99 nettótonn og 19,53 rúmlestir. Eigin þyngd er 12,8 tonn. Aðalvél er Caterpillar 3196,12 L 660HP við 2300 snúninga Gír: ZF IRM 350 VLD og skrúfa 4 blaða 32x31. Hámarks ganghraði er 20–22 mílur en hraði með veiði- tækjum og olíu 16–18 mílur á 1800– 2000 snúningum. Eyðsla er 4,6 l á míluna. Nú hafa reglur um skráningu báta breyst á þann veg að áður var skylda að skrá áhafnir báta er þeir náðu 12 rúmlestum en í dag miðast það við 20 brúttótonn. Mögulegt er að fá Viking 1340 í styttri útgáfu þar sem hann mælist undir 20 brúttótonnum og því ekki skráning- arskyldur. VIKINGUR 1340, fiskibátarnir Bárður SH–81 og Katrín RE–375 verða í Hafnarfjarðarhöfn í dag og næstu daga og er fólk velkomið að koma og skoða þá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bárður SH á siglingu. Ganghraði er allt að 22 mílur. Samtak afhendir Bárð SH 81 VIKINGUR 1340 er stærsti fjölda- framleiddi plastbátur á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Báturinn er glæsilega innréttaður og aðstaða um borð öll hin besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.