Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 35
Börnin mín og fjölskyldur þeirra senda einnig innilegustu samúðar- kveðjur. Salvör Jakobsdóttir. Einn þeirra sem á liðnum áratug- um hafa séð Borgarnes breytast úr kauptúni í bæ og borizt þar með straumi þróunarinnar alla ævi sína að kalla hefur nú horfið okkur sjón- um – þó ótrúlegt sé, gætu eflaust sumir látið sér um munn fara. Þessi vinmargi, síkviki og glaðlyndi maður sem oftast gat komið hlátrinum til að hljóma í kringum sig með frásagn- argáfu sinni er nú ekki lengur til staðar þar sem menn hittast á förn- um vegi eða staðnæmast við kaffi- bolla og líta yfir sviðið. Guðsteinn – eða Steini, eins og all- ir kölluðu hann jafnan – gat þess stundum í góðra vina hópi, sem flest- ir reyndar vissu, að hann væri inn- fæddur Borgnesingur, og hann virt- ist ætíð þakklátur fyrir þá örlagaákvörðun. Staðurinn var hans í ákveðinni merkingu og hann um leið staðarins. Sennilega hefðu fáir getað hugsað sér rök fyrir því að Steini byggi til langframa fjarri Borgarnesi svo mjög sem það kom í ljós ætíð er á reyndi að hér var hon- um umhverfið kærast, mannfólkið hugþekkast og bernskuævintýrin í minnum höfð nær því við hvert fót- mál. Að vera innfæddur Borgnesing- ur voru honum forréttindi, og hann kunni einnig glögg skil á því hverjir af eldri samtímamönnum hans höfðu rutt þá braut á undan honum. Borgarnes fyrir mestu tæknibylt- inguna, – það var sá tími sem Steina varð oft tíðrætt um meðal góðra félaga, en á tíma frumbernsku hans taldi staðurinn einungis um 500 íbúa. Þarna gerðist æskumótunin, þar þróuðust verkefni unglingsins og þar hófst starfsferillinn. Mun áreiðan- lega ekki ofmælt að Steini hafi snemma verið hugmyndaríkur ung- ur maður. Koma brezka herliðsins til Borg- arness 1940 hafði víðtæk áhrif á hinn unga svein. Tók hann fyrir nokkrum árum saman ágætan frásöguþátt um þetta tímabil, sem hann flutti meðal annars á fundum klúbba bæjarins við frábærar undirtektir. Fannst mörg- um sem þeir væru komnir inn í miðja viðburði frásagnarinnar, enda flutti Steini mál sitt fjörlega og brá þess- um leifturmyndum upp þannig að áheyrendum urðu þær minnisstæð- ar. Á tímabili hersetunnar í Borgar- nesi ávann hann sér meðal annars eitt sem átti eftir að verða honum notadrjúgt veganesti. Honum tókst, eins og reyndar fjölmörgum öðrum á svipuðum tíma, að nema tungutak þessara útlendinga sér til mikils gagns, og enskukunnáttan kom hon- um síðar að góðu haldi. Í fyllingu tímans lá svo leiðin yfir höfin breið. Hversu mörg þjóðlönd Steini sótti heim á sjómennskuárum sínum kæmi mér ekki til hugar að gizka á, en víst er að þau voru mörg. Æv- intýraþrá að einhverju leyti, kynnu menn að segja, og ótrúlegt er það ekki. Hann vildi jöfnum höndum kanna heimaslóðir og fjarlæga heimshluta og var opinn fyrir því sem líklegt var til að auka víðsýni og skapa jákvæð hughrif. Og viðfangsefnunum fjölgaði ár frá ári. Ýmsir þættir bæjarvinnu á vegum hreppsfélagsins komu í hlut hans gegnum árin og bílaleiga varð um skeið meðal aðalverkefna hans. Fyrirferðarmikill var sá þáttur er sneri að bílaumboði en Steini var langa hríð sölumaður fyrir innflutn- ingsfyrirtækið Heklu í Reykjavík. Náði umboð hans hér yfir stórt svæði og gátu umsvif orðið allmikil þegar myndast fóru skörð í einkabílaflota almennings. Starf veiðivarðar stund- aði hann við laxveiðiár í héraðinu á tímabilum. Hann hafði mikinn áhuga á veiðimennsku margs konar og eyð- ing meindýra varð einnig liður í verkefnaskrá hans. Þá var og fiskeldi meðal áhugamálanna samhliða ýmsu því er snertir útiveru og umhverfisp- rýði, enda maðurinn mikið náttúru- barn og gæddur ríkri átthagakennd. Verzlun og viðskipti af ýmsum toga urðu honum snemma hjartfólg- in áhugamál. Fyrstu sporin í þá átt má rekja allt til þess er hann var níu ára, en þá komu Bretarnir og höfðu uppi alls konar vöruskipti við íbúana, keyptu meðal annars egg og guldu fyrir með súkkulaði eða öðru slíku. Og þessi ferill hlóð utan á sig er árin liðu. Steini aflaði sér verzlunarleyfis og hafði með höndum margvíslega sölu fram eftir árum, útvegaði meðal annars sælgæti, fatnað, hjólbarða og fleira. Hann hafði byrjað verzlunar- störf sem afgreiðslumaður í Kaup- félagi Borgfirðinga á gamla góða staðnum í „kvosinni“ ungur að árum, en um fimmtugsaldur hóf hann starf í járnvörudeild KB og hélt svo áfram í nýrri deild í kjölfar aukins umfangs og breytinga. Í þessum nokkuð sam- stofna söludeildum átti hann mörg ágæt ár og endurnýjaði kynni sín við fjölmarga er þangað áttu leið úr hin- um dreifðu byggðum. Vart verður annað sagt en Steini nyti sín yfirleitt vel í verzlunarstörf- unum og ótal sinnum kom fram að hann vænti á öllum tímum árangurs og vildi láta allt bera sig. Kappsemi hans að stuðla að útvegun hvers þess er bezt seldist hverju sinni mætti vera við brugðið, og lagni hans við að koma út einstökum hlutum gat á stundum virzt alveg einstök og undraverð. Hressilegt viðmót er hvarvetna góður fylgifiskur sam- skipta, og þann eiginleika skorti Guðstein sízt. Þannig gerði hann sér ætíð far um að laða viðskiptavini að staðnum, nefndi deildina í ljúfu gamni „verzlun fólksins“ og þar fram eftir götunum. Gamansemi hans og léttleiki bætti lund þeirra er urðu á vegi hans, hvort heldur var á vinnu- staðnum eða annars staðar þar sem hann hafði viðkomu. Fastan vinnu- stað hafði hann að lokum í bensínstöð Hyrnunnar og virtist una sér þar vel. Stundum er svo að orði komizt í hversdagslegu tali að hinir og þessir séu „sportmenn“. Slíkt orðalag hefur mér alltaf fundizt falla afbragðs vel að persónuleika Guðsteins Sigur- jónssonar. Nefna má að hann var framúrskarandi vel syndur og eitt sinn eftir miðjan aldur var hann að byrja flugnám, sem hann hvarf þó frá eftir nokkurn tíma. Undur og nauðsyn tækninýjunga var honum meira en geðfellt umhugsunarefni. Hann vildi prófa hlutina. Ein sönnun þess var innreið tölvunnar í af- greiðsludeild hans, og hann sem lítt hafði kynnzt slíku galdraverki áður nema af afspurn lagði sig nú allan fram við að komast til ráðs við grip- inn. Og niðurstaðan varð ósvikinn fögnuður yfir þeirri bættu starfsað- stöðu að þurfa nú ekki lengur að handrita hverja nótu. Í öllum þeim reginfjölda starfa sem Guðsteinn lagði fyrir sig á löngu árabili var þjónustan mikil og marg- breytileg, og hefur sumra þeirra at- riða þegar verið getið. Hér skal því aðeins við bætt sem margir nutu góðs af, en það var sú víðtæka fyr- irgreiðsla sem fyrir hendi var þegar að því kom að Heklubíll yrði afhent- ur. Umboðsmaðurinn unni sér ekki hvíldar í fyrirspurnum til seljandans um það hvað liði hinu og þessu sem ganga þurfti frá áður en bifreiðin færi af stað úr Reykjavík í áttina til kaupanda. Og þá átti hinn síðast- nefndi vísan flutning þangað sem farartækið var að finna ef hann þurfti þess með. Það kom því ekki illa heim við svo lifandi starfsþjónustu í ýmsum efnum að Steina væri boðið að ganga til liðs við Rótarýklúbb Borgarness. Í þeim félagsskap tók hann þátt um skeið og var þar meðal annars eitt ár í stjórn. En þau voru fleiri félagasamtökin sem hann lét sig nokkru skipta, og nefni ég hér aðeins verzlunarmanna- félag og kaupfélag. Í hinu fyrrnefnda veitti hann kjarabaráttu verzlunar- manna þann atbeina sem hann mátti og innan félagssviðs kaupfélagsins sýndi hann jafnan áhuga á því að val aðalfundarfulltrúa yrði sem raun- sönnust mynd heildarhópsins. Kom þá oft ýmislegt til greina að áliti hans: Starfsaðstaða, aldur, félags- legur áhugi, til dæmis hvort viðkom- andi hefði látið eitthvað að sér kveða í umræðum um hagsmunamálin eða ekki. Áliti hann að einungis væri um þrásetu eða vanakosningu að ræða gat hann verið ófeiminn að láta það álit í ljós. Yfirleitt lá hann ekki á skoðunum sínum, hvorki í samvinnu- málum né öðru, og sóttist engan veg- inn eftir að vera álitinn jábróðir hvers og eins. Allnokkuð pólitískur mátti hann einnig kallast og fór sjaldnast í grafgötur með það að hann fylgdi Framsóknarflokknum að málum. Hann fylgdist og ágætlega með erlendri stjórnmálaþróun og ræddi í sinn hóp eitt og annað um ástand og horfur í heimspólitíkinni. Honum voru einnig umbrot og átök stríðstímans hugleikin í minningunni og nöfn ýmissa sem nokkuð var farið að fenna yfir í daglegum tilvitnunum komu þá ósjaldan upp á yfirborðið. Steini var næmur maður og minn- ugur, kunni sumt efni utanbókar með ólíkindum vel og skemmti stundum kunningjum sínum með því að hafa yfir slíkar þulur. Kímilegar hliðar mannlífsins voru honum sem opin bók og í kátínu daganna var hann óspar á að miðla af nægta- brunni meðfæddrar gamansemi sinnar. Fylgdi þá gjarnan með hinn sérstaki glaðklakkalegi hlátur hans sem eins konar óumflýjanlegt áherzluatriði. Bækur mat hann mik- ils, var þar vandlátur í efnisvali, og höfðu þau hjónin komið upp fallegu bókasafni á heimili sínu. Og nú eru orðin þessi kunnu kafla- skil – en hvers vegna svona skjótt? Að því gætu margir spurt, en fátt yrði þá til svara. Óvæntur og skyndi- legur heilsubrestur sem umturnaði á mjög skömmum tíma þeim hug- myndum okkar að nú væri Steini að ganga inn í ljúft og áhyggjulítið tíma- bil að lokinni viðurkenndri starfsævi, – þetta er í rauninni það eina sem við blasir og við höfum við að styðjast. Vissulega auðnaðist honum ekki að ganga á svig við ýmsa þá erfiðleika sem hrjáð geta manninn í daglegu lífi, en hann kunni einnig vel að meta velgengni og þá unaðslegu tilfinn- ingu að finna lífsfleyið aftur á lygn- um sjó. Að Guðsteini Sigurjónssyni gengnum er Borgarnes fátækara en áður. Maður sem þráði athafnir, framvindu og reisn sinnar byggðar er horfinn okkur, fjölhæfur og ógleymanlegur persónuleiki í senn, sem hlaut að marka veruleg mann- lífsspor á ævigöngunni. Í hugum kunnugra samferðamanna, sem eru svo ótrúlega margir, verður Steina án efa lengi minnzt. En þótt flestir sem þekktu hann kenndu persónu hans í aðra röndina við léttlyndi, gleði og gáska átti hann þá alvöru undir niðri sem veitti honum óbrigð- ula kjölfestu árangurs í sínum litríku ævistörfum. Megi hann vel fara og þökk sé honum fyrir áratuga vináttu og margra ára samstarf. Ég færi Soffíu konu hans og afkomendunum öllum samúðarkveðjur. Bjarni Valtýr Guðjónsson.  Fleiri minningargreinar um Guðstein S. Sigurjónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 35 EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minningargreina A   '         +    %       %    %     .6  " ,-  %,%/% !&  -# ' G '? & 0+ $     '             B :   !(<    %  +     #* '!2 @  $ #&  &     #& (  ' '!2 $ #& "'  $ / #& " #& (  #&  ! $ 1 *         ", % %   !2 5@ +#   &        /%     !8#  # $ %    /%       ".#  # !.#.)# A2  +  ' #       8 #  #*      @&2  %   "'      #  '+        $ A   '  *  + % '        +   +    %  *        %    %     .6  7   -%     '  *  +        !!2 B :  + &           # &  '+  - 1 #& "# &2 % '+  #& %# + 0 0  "  * "        $ A   '  *  + % '        +   +    % ,3/ % .6-. . "   <<G '? & 0+ $     '  *     &     0           %  # 0 +   !    7   "  " +   7 5 !$ 2              .6  . 7  . 7' =  ' +      /       %   ")#   # !(#))# =    +           /    # !!+ #   #' #&  #* ' #' %! " 0 # 0 @0+ #' ' $ #  #  #  #' % $   (* 7 #' % - + # &      ! $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.