Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 25
AÐ undanförnu hafa
verið umræður og skoð-
anaskipti í Morgun-
blaðinu um húsnæði
framhaldsskóla í
Reykjavík, einkum MR.
Í leiðara blaðsins 27.
júní er sérstaklega vik-
ið að húsnæðismálum
skólans og áréttuð
nauðsyn þess að „leysa
húsnæðisvanda
Menntaskólans með ný-
byggingu á svæðinu
sem brúað gæti bil for-
tíðar og framtíðar.“ Síð-
ar í þessum hluta leið-
arans segir svo: „Það
hlýtur því að vera for-
gangsverkefni ríkis og borgar, sem
nýlega gerðu með sér samkomulag
um sameiginlega uppbyggingu
menntaskólanna í Reykjavík, að
ganga þannig frá gamla skólahúsinu
og þessum reit í hjarta miðborgarinn-
ar að Menntaskólinn í Reykjavík geti
áfram þjónað sem mikilvægur horn-
steinn menntunar og menningar-
sögulegra minja í miðborginni.“
MR er elzti skóli landsins, nýtur
virðingar og trausts og vitaskuld vilja
allir að hann dafni og fái viðunandi
húsnæði. En MR er síður en svo eini
skólinn í borginni sem býr við þröng-
an kost í þessum skilningi og því kaus
ég að stinga niður penna vegna þessa
leiðara.
Nú er það svo, að því er ég bezt
veit, að ekkert samkomulag er milli
borgar og ríkis um byggingu fram-
haldsskóla í borginni, eins og sagt er í
leiðara, og hefur svo verið býsna
lengi, en hins vegar hefur nefnd skip-
uð fulltrúum menntamálaráðuneytis
og Reykjavíkurborgar skilgreint
nauðsynlegar framkvæmdir sem ráð-
ast þarf í á næstu árum. Það er morg-
unljóst að skólar í Reykjavík hafa set-
ið á hakanum undanfarin ár, en
hringinn í kringum landið hafa verið
reist skólahús, á sama tíma sem nem-
endum í borginni og grennd hefur
fjölgað umfram önnur sveitarfélög.
Umrædd nefnd fjallaði um alla fram-
haldsskóla borgarinnar, ekki einung-
is menntaskólana, eins og segir í leið-
ara Morgunblaðsins, og hún skilaði
tillögum sínum án þess að forgangs-
raða verkefnum. Ljóst er samt að
brýnustu viðfangsefnin eru að endur-
byggja Kvennaskólann í Reykjavík
sem býr við gjörsamlega óviðunandi
húsnæði, að byggja yfir Menntaskól-
ann við Sund vegna þess að Vogaskóli
er að stækka og húsnæði MS er ekki
sniðið að þörfum framhaldsskóla, síð-
an þarf að reisa nýjan skóla í norður-
hluta borgarinnar þar sem fólki fjölg-
ar. Nefndin telur líka brýnt að halda
áfram uppbyggingu MR, það þurfi að
byggja kennsluálmu fyrir heilbrigð-
isgreinar við Fjölbrautaskólann við
Ármúla, aðkallandi sé að byggja við
Iðnskólann í Reykjavík, skemmu
vanti við FB til þess að hýsa lista-
braut og félagsstarfsemi, íþróttahús
vanti við MH, Borgarholtsskóla og
víðar. Auk þess þurfi að efna í hug-
myndir að nýjum skólum á næstu ár-
um eftir því sem byggðin stækkar.
Ætli sé ekki raunhæft að ætla í
þessa skóla 5–6 milljarða, allt eftir því
hvað margir fermetrar verða ætlaðir
á nemanda; húsnæði fyrir starfsnám
sem á eftir að byggja yfir, t.d. heil-
brigðisnám, er dýrara en húsnæði
fyrir bóknám og meiri og dýrari bún-
að þarf til verknáms.
Líklega er vandinn samt mestur í
Kópavogi, þar sem íbúum hefur fjölg-
að hraðast síðastliðin ár, en sú þraut
kom ekki til kasta þessarar nefndar.
Endurbyggja þarf eldri hluta MK og
brýnt er að reisa nýjan
skóla til að þjóna þeim
hverfum sem nú hafa
verið skipulögð og
byggð; þaðan koma nú
sífellt fleiri með grunn-
skólapróf.
Ekki er til einhlítur
mælikvarði á stærð
skólahúsnæðis annar en
sá að starfsnám þarf
meira og fjölbreyttara
húsrými en bóknám.
Menn læra þýzku og
sögu í 25 manna hópum
eða bekkjum og sitja við
sitt borð, en í trésmíði
og bílgreinum þarf að
vera vítt til veggja og
hærra til lofts fyrir færri nemendur,
svo einföld dæmi séu tekin. Að öllu
námi samanlögðu, bóklegu og verk-
legu, væri æskilegt meðaltal á nem-
anda 10–12 fermetrar. Í því ljósi ættu
menn að lesa meðfylgjandi töflu.
Fermetrar á nemanda
Borgarholtsskóli 20,8
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 8,8
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 6,0
Iðnskólinn 11,0
Kvennaskólinn 5,5
Menntaskólinn í Reykjavík 7,0
Menntaskólinn við Hamrahlíð 8,1
Menntaskólinn við Sund 8,9
Verzlunarskólinn 8,0
Þessar tölur eru sóttar í frumvarp
til fjárlaga fyrir árið 2000.
Framhaldsskólinn er fyrir alla og
þar ríkir mikil fjölbreytni, fjölbrauta-
skólar með margvíslegt starfs- og
bóknám hlið við hlið, iðnskólar með
sérhæfðar starfsmenntabrautir og
stúdentspróf, menntaskólar sem ým-
ist eru einungis til stúdentsprófs eða
hafa einnig upp á að bjóða starfsnám,
hússtjórnarskólar og sérhæfðir
starfsmenntaskólar. Allir þessir skól-
ar eiga að starfa skv. námskrá
menntamálaráðuneytisins og ráðu-
neytið hlýtur að forgangsraða verk-
efnum í samræmi við hana og hefur
gert það. Þörf fyrir nýtt starfsnám er
afar brýn og þess hlýtur að sjá stað í
nýbyggingum skólahúsnæðis.
Húsnæðismál
framhaldsskóla
Sölvi
Sveinsson
Höfundur er formaður Félags ís-
lenskra framhaldsskóla og skóla-
meistari Fjölbrautaskólans við Ár-
múla.
Menntastofnanir
Það er morgunljóst,
segir Sölvi Sveinsson,
að skólar í Reykjavík
hafa setið á hakanum.