Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AFSÖGN ÁRNA JOHNSEN Árni Johnsen, alþingismaður Sunn-lendinga, hefur tilkynnt forsætis-ráðherra að hann muni segja af sér þingmennsku. Þetta er rétt ákvörðun og kemur ekki á óvart. Þingmaðurinn hafði sjálfur komið sér í þá stöðu að hann átti engan annan kost. Árni hefur nú í tvígang viðurkennt að hafa sagt fjölmiðlum ósatt um meðferð sína á byggingarefni, sem hann tók út úr verzlunum í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Hann hefur viðurkennt að hafa í fyrstu sagt ósatt um afdrif kant- steina, sem teknir voru út í nafni nefnd- arinnar en þingmaðurinn reyndist hafa tekið til eigin nota. Nú hefur hann jafn- framt viðurkennt að þéttidúkur, sem tek- inn var út í nafni hinnar opinberu nefnd- ar, hafi verið fluttur til Vestmannaeyja, þar sem þingmaðurinn á heimili. Hann hefur játað að hafa sagt fjölmiðlum, þar á meðal Morgunblaðinu, ósatt um flutning og geymslustað dúksins og að hafa látið flytja hann aftur til Reykjavíkur í geymslu þar sem hann vísaði fjölmiðlum á hann. Í samtali við Morgunblaðið í dag segist Árni Johnsen ekki geta gefið nein- ar skýringar á ósannindum sínum. Efni málsins er auðvitað grafalvarlegt. Ríkisendurskoðun rannsakar ásakanir á hendur Árna um að hann hafi tekið fé skattgreiðenda til eigin persónulegu nota. En burtséð frá því hver efnisleg niðurstaða þeirrar rannsóknar verður, hefur Árni Johnsen með framferði sínu síðastliðna viku fyrirgert því trausti, sem óhjákvæmilegt er að ríki á milli kjósenda og þeirra fulltrúa, sem þjóðin kýs til að setja sér lög og gæta almannahagsmuna. Við verðum að geta treyst því að kjörnir fulltrúar okkar segi sannleikann. Við verðum líka að geta treyst því að dóm- greind þeirra, sem taka mikilvægar ákvarðanir er varða heill almennings, sé óbrengluð. Árni Johnsen hefur á síðustu dögum orðið uppvís jafnt að ósannindum sem og alvarlegum dómgreindarbresti. Það er tiltölulega nýtt í íslenzkri stjórnmálasögu að stjórnmálamenn axli ábyrgð á gerðum sínum og bregðist við gagnrýni á verk sín með því að segja af sér embætti, eins og Árni Johnsen hefur nú gert. Segja má að þáttaskil hafi orðið í þeim efnum er Guðmundur Árni Stefáns- son, þáverandi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, sagði af sér embætti ráð- herra í nóvember 1994. Ríkisendur- skoðun hafði þá komizt að raun um að meðferð ráðherrans á almannafé væri aðfinnsluverð. Sá munur var þó á fram- ferði því, sem Guðmundur Árni var gagn- rýndur fyrir í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar, og þeim athöfnum, sem Árni Johnsen er nú ásakaður um, að sá fyrrnefndi mis- fór ekki með almannafé í eigin þágu, heldur högnuðust aðrir á athöfnum hans. Sannist notkun almannafjár í eigin þágu hins vegar á Árna Johnsen er það enn al- varlegra mál. Í forystugrein Morgunblaðsins um mál Guðmundar Árna 12. nóvember 1994 sagði m.a.: „Með afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar nú verða [...] þátta- skil. En jafnframt er ljóst að héðan í frá munu ráðherrar, þingmenn, embættis- menn og raunar æðsta stjórnsýsla lands- ins yfirleitt, og þar er enginn undanskil- inn, búa við meira aðhald af hálfu al- mennings, fjölmiðla, Ríkisendurskoðun- ar og Alþingis en tíðkazt hefur til þessa. Þeir aðilar, sem hverju sinni gegna ábyrgðarmiklum störfum við æðstu stjórnsýslu, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn eða embættismenn, verða framvegis að gera ráð fyrir því að störf þeirra verða meir undir smásjá al- menningsálits en nokkru sinni fyrr. Þetta er hin jákvæða afleiðing þessa máls, sem svo mjög hefur verið til um- ræðu á undanförnum vikum og mánuð- um. Við höfum ekki búið við sams konar hefðir og nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum. Þær eru nú að verða til.“ Mál Árna Johnsen sýnir svo að ekki verður um villzt, að sú hefð er að festast í sessi á Íslandi að stjórnmálamenn setji embætti sitt og stöðu sem tryggingu fyr- ir trúnaði sínum við kjósendur. Það er já- kvæð þróun fyrir íslenzkt samfélag. Stjórnmálamenn og embættismenn búa nú við skýrari reglur en áður og almenn- ingur gerir meiri kröfur til þeirra. Við- brögð almennings við fregnum af máli Árna Johnsen hafa verið mikil og afdrátt- arlaus. Það er eðlilegt, en breytir ekki því að í sumum tilfellum reyndist fólk reiðubúið að trúa ásökunum, sem ekki hafa verið færðar sönnur á. Slíkt er alltaf varasamt. Morgunblaðinu bárust í gær ýmsar orðsendingar, þar sem því er leynt og ljóst haldið fram að blaðið hafi reynt að halda hlífiskildi yfir Árna Johnsen í þessu máli vegna þess að hann sé fyrr- verandi starfsmaður blaðsins. Þetta eru órökstuddar ásakanir. Lesi menn frétta- flutning blaðsins af málinu undanfarna daga er ekki hægt að finna slíkum full- yrðingum stað. Blaðið hefur ekki frekar en endranær hlaupið á eftir óstaðfestum sögusögnum, heldur lagt áherzlu á ýtar- lega og upplýsandi umfjöllun, sem það hefur leitazt við að byggja á staðreynd- um. Einmitt vegna þess að það er almenn vitneskja að Árni Johnsen var blaðamað- ur Morgunblaðsins um árabil hafa starfs- menn þess verið sér einkar meðvitandi um mikilvægi þess að umfjöllun blaðsins um mál hans væri fagleg og óhlutdræg í hvívetna. Nánir persónulegir vinir Árna á blaðinu hafa dregið sig í hlé frá ákvarð- anatöku um umfjöllun um mál hans, eins og vinnureglur blaðamanna á Morgun- blaðinu gera ráð fyrir. Fréttir sínar í gær og fyrradag um þéttidúkinn margumrædda og geymslu- stað hans byggði Morgunblaðið ekki á framburði Árna Johnsen, heldur fyrst og fremst á framburði annarra heimildar- manna. Þetta kemur skýrt fram báða dagana og ekki síður í frásögn blaðsins í dag. Þar er greint rækilega frá vinnu- brögðum blaðamanna þess varðandi þennan þátt málsins þannig að lesendur geta sjálfir dæmt um þau. Morgunblaðið stendur óhikað við að umfjöllun þess hafi í alla staði byggzt á traustum, faglegum grundvelli. Nú hefur hið sanna komið í ljós um ósannindi og blekkingar Árna Johnsen og starfsmanns rekstraraðila Þjóðleik- húskjallarans um ferðalag þéttidúksins. Það er alltaf þungbært fyrir blað, sem leggur áherzlu á traustan fréttaflutning, þegar menn taka sig saman um að skrökva að því. Slíkt hefur gerzt áður og gæti átt eftir að gerast aftur. Blaðið gengur hins vegar aldrei út frá því fyr- irfram að viðmælendur þess geti reynzt ósannindamenn. Einkum og sér í lagi í tilviki þingmannsins hafa þessi ósannindi reynzt afdrifarík þótt hann hafi nú beðizt afsökunar á þeim. Auðvitað skrökvaði hann um leið að almenningi, umbjóðend- um sínum, og misbauð trausti þeirra. En þau mistök hafa jafnframt orðið honum að falli. Þessu máli er engan veginn lokið með afsögn Árna Johnsen. Nú er mikilvægt að Ríkisendurskoðun rannsaki alla opin- bera fésýslu þingmannsins ofan í kjölinn þannig að umfang hennar og eðli komi skýrt fram í dagsljósið. Líklegt má telja að niðurstöðurnar verði lærdómsríkar og gefi tilefni til að verkaskipting og eftirlit opinberra aðila með nefndarstarfi af því tagi, sem hér um ræðir, verði endurskoð- að. MÁL Árna Johnsen varfyrst nefnt í fjölmiðlumföstudaginn 13. júlí þeg-ar DV birti frétt um að Árni hefði tekið út byggingarefni í BYKO 2. júlí í nafni byggingar- nefndar Þjóðleikhússins. Blaðið sagði frá því að Árni hefði sjálfur sótt efnið og endurmerkt vörurnar. Móttakandi var upphaflega skráður Þjóðleikhúsið, en Árni óskaði eftir því að vörurnar yrðu sendar á heim- ili sitt í Vestmannaeyjum. Í blaðinu gefur Árni þær skýringar að um misskilning hafi verið að ræða; vör- urnar hafi aldrei átt að fara til Þjóð- leikhússins heldur til sín. Þessar skýringar endurtók Árni í Morgunblaðinu í frétt sem birtist daginn eftir. „Ég hafði reyndar áður rætt við sölumann BYKO um möguleg við- skipti fyrir Þjóðleikhúsið. En þegar ég kem að ná í pöntunina virðast hafa orðið einhver mistök og mín pöntun er merkt Þjóðleikhúsinu. Ég var ekkert að fela það að ég leiðrétti það, síðan var þetta leiðrétt gagn- vart BYKO og aldrei skráð skuld á Þjóðleikhúsið heldur á mig. Það er reynt að gera það tortryggilegt að ég breytti nafninu á pöntuninni en ann- að var ekki hægt, því ég var að drífa þessa pöntun í flutning út í Vest- mannaeyjar,“ er haft eftir Árna. Sama dag og DV birti sína frétt af málinu óskaði Gísli S. Einarsson, al- þingismaður Samfylkingarinnar, eftir stjórnsýsluúttekt á byggingar- nefnd Þjóðleikhússins. Frá þessu er greint í frétt Morgunblaðsins í laug- ardagsblaðinu. Daginn eftir var bréf Gísla til forseta Alþingis birt orðrétt í Morgunblaðinu. Aðrir fjölmiðlar sögðu strax frá frétt DV um kaup Árna á bygging- arefni í BYKO. Ítarlega var t.d. greint frá málinu í fréttum Ríkisút- varpsins í hádeginu á föstudaginn. Ósannindi um óðalssteina Í hádeginu á sunnudag sagði Rík- isútvarpið frá því að í bókhaldi bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins væri að finna reikning vegna óðalskant- steina frá BM-Vallá. Reikningurinn, sem hljóðaði upp á 160 þúsund krón- ur, var frá því í lok maí. Ekki var skráður afhendingarstaður á reikn- inginn, aðeins að steinarnir yrðu sóttir í verslunina. RÚV hafði eftir Rafni Gestssyni, húsverði í Þjóðleik- húsinu, að hann vissi ekki til þess að slíkur steinn hefði verið pantaður og hann væri hvergi að finna í leikhús- inu. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri sagðist í viðtali við fréttastof- una ekki vita hvers vegna steinarnir hefðu verið pantaðir. Útvarpið hafði ekki náð í Árna vegna vinnslu fréttarinnar, en í kvöldfréttum þennan sama dag er viðtal við Árna þar sem hann gefur skýringar á þessu máli. Hann sagði að steinana hefði átt að nota til að gera við stétt við austurhlið Þjóðleik- húsins. „Þetta hefur dregist nokkuð vegna þess að það átti að tengja þetta öðrum hlutum sem verið er að fjalla um í skipulagi höfuðborgarinn- ar.“ Þegar fréttamaður spurði Árna hvar steinarnir væru niður komnir svaraði hann: „Steinarnir eru geymdir á ákveðnum brettum og eru í geymslu og eru á vísum stað.“ Árni kom sér undan því að svara því hver hefði sótt steinana og sagð- ist ekki vita nákvæmlega hvar stein- arnir væru geymdir. Á mánudagsmorguninn kom fram í fjölmiðlum að óðalssteinar væru ekki geymdir á brettum hjá BM- Vallá heldur í stórum sekkjum og fullyrt var að búið væri að skila sekkjunum og inn- heimta skilagjald fyrir þá. Í hádegisfréttum RÚV upplýsti Árni svo að steinarnir, sem keyptir voru af byggingarnefnd Þjóðleikhússins, hefðu verið fluttir á heimili hans í Reykjavík og búið væri að leggja þá í stétt við húsið. „Þegar ég pantaði steina og sótti þá var sama dag gefin út tilkynning á frest- un á framkvæmdum sem hafði verið hugað að á svæði Þjóðleikhússins. Þetta átti að fylgjast að. Ég ætlaði að koma þeim í geymslu, en fékk þá þá hugmynd að nota sams konar steina og notaði þessa pöntun fyrir mig sjálfan. Ég ætlaði að panta aðra pöntun en var því miður ekki búinn að gera það þegar fjaðrafokið byrj- aði.“ Árni upplýsti jafnframt að hann hefði endurgreitt steinana og að hann myndi segja sig úr bygging- arnefnd Þjóðleikhússins. Frétta- maður RÚV spurði Árna hvort hann teldi að honum væri stætt á að sitja áfram sem þingmaður þegar upplýst væri að hann hefði sagt ósatt. „Já, já, ég held að þetta sé nú ekki þess eðlis þetta mál. Þegar standa öll járn á manni og þá reynir maður ósjálfrátt að víkja sér undan og þetta er nú ekki alvarlegt.“ „Þér finnst þetta ekki alvarlegt brot?“ spurði fréttamaðurinn. „Nei, ekki stóralvarlegt en þetta er ekki til fyrirmyndar,“ svaraði Árni. Orð gegn orði um viðskiptin við BYKO Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum og því birtust fréttir af viðskiptum Árna í nafni byggingar- nefndar Þjóðleikhússins ekki fyrr en í þriðjudagsblaðinu, en margt hafði þá komið fram um málið frá því að það kom fyrst upp. Blaðið var með ít- arlega umfjöllun um málið í því blaði sem þakti rúmlega þrjár blaðsíður, auk fréttar á baksíðu. Davíð Odds- son, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þar miklum von- brigðum með framgöngu Árna og sagðist telja óhjákvæmilegt að fara ofan í alla þætti sem snúa að umsýslustörfum þingmannsins á undanförnum árum. Hann sagði að Árni yrði sjálfur að meta það hvort hann hefði brugðist trausti og lagði áherslu á að samband þingmanns og kjósenda snerist bara um traust. Stjórnendur BYKO höfðu fram að þessu ekki hafnað því fortakslaust í fjölmiðlum, að um einhvers konar mistök hefði verið að ræða þegar Árni tók út byggingarefni sem skráð var á reikning byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins sagðist Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BY vegar ekki vera þeirrar sko um misskilning væri að ræð Árni hafði þá ítrekað haldið „Í fyrra tilvikinu, sem v keypti Árni vörur fyrir um und krónur í nafni Þjóðlei Nokkru síðar fór hann fram bakfærðum kröfuna, þar væri komin nauðsynleg fj og af þeim sökum gæti h staðið við þetta. Þar sem va þegar verið afhent settum una inn á sk. verslunarstj ing hjá okkur, eða biðreikn er notaður í þeim tilvikum þ ir verða á fjárveitingum. Þ átt sér stað í mörgum tilfe opinbera aðila og einnig ei tæki,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir í fréttin ráðamenn BYKO hafi ekker frekar í málinu fyrr en mánuði, að Árni hafi aftur s nú fyrir ríflega eina milljón keypt á reikning Þjóðleikh endurmerkt á vörubílspalli manns ásjáandi og látið se til sín til Eyja. „Þar gekk hann alveg mínu fólki og þannig varð þ til. Eftir sem áður sat útte maí áfram inni á biðreiknin Þjóðleikhússins. Þegar Á síðan var við að farið var sér af þessu máli kom hann og borgaði báða reikningan því við að um misskilning h að ræða.“ Árni ítrekaði í viðtali við blaðið að um misskilning h að ræða. Byggingarefnið h átt að fara inn á reikning arnefndarinnar og hefði rau ei gert það vegna þess að h leiðrétt mistökin þegar ha uppgötvað þau. Árni við hins vegar í samtali við hann hefði tekið óðalsstein byggingarnefndin borgaði eigin þágu. „Ég vil segja alm þessa steina að auðvitað var staðið að málum af minni verð að biðjast afsökunar Ósannin að loku Fréttir um dúk, sem Árni Johnsen ke leikhússins, urðu á endanum til þess Morgunblaðið flutti tvívegis fréttir um ar upplýsingar um hvernig í málum l ings blaðsins og annarra fjölmiðla um kemur að ítrekað er haldið röngu Árni sagði húsvörðinn vita um dúkinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.