Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
gær komu Laugarnes
og Black Velvet og í
dag er væntanlegt
flutningaskipið Naja
Arctica og tankskipið
Richmond Park.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
gær kom mv. Barbara
inn til losunar.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstu-
daga: til Viðeyjar kl.
13, kl. 14 og kl. 15, frá
Viðey kl. 15.30 og kl.
16.30. Laugardaga og
sunnudaga: Fyrsta ferð
til Viðeyjar kl. 13 síðan
á klukkustundar fresti
til kl. 17, frá Viðey kl.
13.30 og síðan á
klukkustundar fresti til
kl. 17.30. Kvöldferðir
eru föstu- og laug-
ardaga.: til Viðeyjar kl.
19, kl. 19.30 og kl. 20,
frá Viðey kl. 22, kl. 23
og kl. 24. Sérferðir fyr-
ir hópa eftir sam-
komulagi. Viðeyj-
arferjan sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og
kl. 16.45, með viðkomu
í Viðey u.þ.b. 2 klst.
sími 892 0099.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 14
bingó. Börn frá þjóð-
dansafélögum Norð-
urlanda sýna þjóðdansa
í kaffitímanum.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíðastofan.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–16 almenn
handavinna og fótaað-
gerð, kl.9.30 kaffi/
dagblöð, kl. 11.15 mat-
ur, kl. 13 frjálst að
spila í sal, kl. 15 kaffi.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl.10 verslunin opin,
kl.11.30 matur, kl. 13
„opið hús“, spilað á
spil. Kl. 15 kaffi.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar í dag á
Hrafnistuvelli kl. 14–
16. Morgungangan
verður á morgun laug-
ardag. Rúta frá Firð-
inum kl. 9.50 og kl. 10
frá Hraunseli. Orlofið í
Hótel Reykholti í
Borgarfirði 26.–31.
ágúst nk. Skráning og
allar upplýsingar í sím-
um ferðanefndar 555-
0416, 565-0941, 565-
0005 og 555-1703.
Panta þarf fyrir 1.
ágúst. Félagsheimilið
Hraunsel verður lokað
vegna sumarleyfa
starfsfólks til 12. ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
er opin alla virka daga
frá kl. 10:00–13:00.
Matur í hádeginu. Þeir
sem eru búnir að stað-
festa ferð um Eyja-
fjörð-Þingeyjarsýslur
og Skagafjörð 26.–31.
júlí nk. eru vinsamleg-
ast beðnir að fullgreiða
ferðina fyrir 20. júlí.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10.00.
Dagsferð 7. ágúst,
Hítardalur-Straum-
fjörður. Leiðsögn Þór-
unn Lárusdóttir.
Skráning hafin. Ákveð-
ið hefur verið að fara
aðra 8 daga hringferð
um Norðausturland 20.
ágúst nk.vegna mikillar
eftirspurnar, ef næg
þátttaka verður. Þeir
sem hafa skráð sig á
biðlista eru vinsamleg-
ast beðnir að hafa
samband við skrifstofu
FEB. Silfurlínan er op-
in á mánudögum og
miðvikudögum frá kl.
10.00 til 12.00 fh. í síma
588-2111. Upplýsingar
á skrifstofu FEB kl.
10.00 til 16.00 í síma
588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–11
morgunkaffi, kl. 9–12
hárgreiðsla, kl. 9–12
sjúkraböðun, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 11.30–
13 hádegisverður, kl.
14 brids, kl. 15–16 eft-
irmiðdagskaffi.
Furugerði 1. Í dag kl.
9 aðstoð við böðun, kl.
12 hádegismatur, kl. 14
norræn þjóðdansasýn-
ing á vegum Þjóð-
dansafélags Íslands, kl.
15 kaffiveitingar.
Gerðuberg, félagsstarf
Sund- og leikfimiæf-
ingar á vegum ÍTR í
Breiðholtslaug á
þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 9.30.
Púttvöllurinn er opin
virka daga kl. 9–18,
Kylfur og boltar í af-
greiðslu sundlaug-
arinnar til leigu. Allir
velkomnir. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10–16. Félagsstarfið
lokað vegna sumarleyfa
frá 2. júlí–14. ágúst.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9.30–16. Þjóðdans-
asýning í dag kl. 15.
Norræn ungmenni
sýna þjóðdansa frá sín-
um löndum. Aðgangur
er öllum opinn og án
endurgjalds. Vöfflukaffi
verður selt í Gjábakka.
Gullsmári. Lokað
vegna sumarleyfa til 7.
ágúst.
Hraunbær 105. Kl. 9–
12 baðþjónusta, kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10–
12 pútt.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 11 leikfimi.
Norðurbrún 1. Kl. 10
ganga. Hárgreiðslu-
stofan verður lokuð frá
10. júlí til 14. ágúst.
Vinnustofur lokaðar í
júlí vegna sumarleyfa.
Vesturgata 7. Kl. 9
dagblöð, kaffi, fótaað-
gerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15 almenn handa-
vinna, kl. 11.45 matur,
kl. 13.30 sungið við
flygilinn, kl. 14.30 kaffi
og dansað í aðalsal.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerð, kl. 11.45
matur, kl. 13.30 bingó,
kl. 14.30 kaffi.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar
velkomnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félags-
heimilinu Leirvogs-
tungu. Kaffi og með-
læti.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (ca.
16–25 ára) að mæta
með börnin sín á laug-
ardögum kl.15–17 á
Geysir, Kakóbar, Að-
alstræti 2 (Gengið inn
Vesturgötumegin). Op-
ið hús og kaffi á könn-
unni, djús, leikföng og
dýnur fyrir börnin.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Nánari uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu. Skrifstofan
er lokuð vegna sum-
arleyfa frá 16. júlí til 7.
ágúst.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn, verður í
dag kl. 10 við Rauða-
læk og kl. 14 við Ljós-
heima.
Minningarkort
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils. Minning-
arkort Kvenfélagsins
Hringsins í Hafnarfirði
fást í blómabúðinni
Burkna, hjá Sjöfn s.
555-0104 og hjá Ernu
s. 565-0152.
Í dag er föstudagur 20. júlí, 201.
dagur ársins 2001. Orð dagsins
Komið til mín, allir þér sem erfiði
hafið og þungar byrðar, og ég mun
veita yður hvíld.
(Matt.11.28.) ÞAÐ er ekki fögur sjón að
sjá dauðar kríur og dauða
kríuunga í vegköntum eða á
vegum sem liggja gegnum
kríuvörp. Þetta gerist á
hverju ári. Ég var á ferð um
Reykjanesið nýlega og tók
eftir þessu við Hafnir og
vestan Grindavíkur. Ég vil
biðja fólk sem leið á í gegn-
um kríuvörp, að sýna krí-
unni virðingu og aka með
varúð við varpstaði hennar.
Kríuvinur.
Toppurinn á tilverunni
VIÐ vinnufélagarnir leggj-
um leið okkar iðulega í
Reynisbakarí á Dalvegin-
um. Og þvílíkt viðmót fær
maður bara ekki hvar og
hvenær sem er, nema þar.
Því þjónustulundin og fal-
legu stúlkurnar með fallegu
brosin sín og gómsætar
kræsingar, á þessu líka lága
verði, fyrirfinnast á mjög
fáum stöðum í dag, nema þá
kannski einhvers staðar á
Austfjörðum eða annars
staðar á landsbyggðinni. Ég
skora á alla, sem lesa þessar
línur, að koma við hjá Reyni
bakara á Dalveginum og sjá
og sannfærast. Við vinnu-
félagarnir fórum fyrst víða,
en síðustu árin höfum við
bara lagt leið okkar á Dal-
veginn, því að við komumst
að því að þar var besta þjón-
ustan, bestu vörurnar og
lægsta verðið og svo er
hægt að setjast niður, hvort
sem er inni eða úti. Og að
endingu þökkum við fyrir
okkur og sjáumst vonandi
um ókomin ár.
Vinnufélagar.
Mengandi ökutæki
MIG langar að lýsa furðu
minni á því, að Strætisvagn-
ar Reykjavíkur skuli ekki
hafa keypt rafknúna stræt-
isvagna, a.m.k. tvo vagna.
Það lýsir því að stefna
Strætisvagna Reykjavíkur
er ekki umhverfisvæn.
Strætisvagnarnir sem eru
nú á götum Reykjavíkur-
borgar eru mengandi öku-
tæki.
Gísli Júlíusson.
Tapað/fundið
Barnaúlpa
fannst við tívolíið
RAUÐ Champions-barna-
úlpa fannst við tívolíið á
Miðbakkanum um helgina.
Upplýsingar í síma 525-
8937.
Fjólublá
regnkápa tapaðist
SÍÐ og víð fjólublá regn-
kápa frá Spaksmanns
spjörum tapaðist einhvers
staðar á höfuðborgarsvæð-
inu í byrjun júní.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband við Ásdísi í
síma 562-5777 eða 898-9830.
Kvengleraugu
í óskilum
SUNNUDAGINN 8. júlí sl.
fundust vönduð kvengler-
augu í brúnni umgjörð á
gönguleiðinni við Glym í
Hvalfjarðarbotni. Eigandi
getur vitjað þeirra í síma
565-2252.
Baby born-dúkka
og kerra í óskilum
BABY born-dúkka og kerra
eru í óskilum í Gautavík í
Grafarvogi. Lítur mjög vel
út og gæti verið frekar ný-
legt. Í kerrunni er alls kon-
ar stelpudót. Upplýsingar í
síma 586-1623.
Philips GSM-sími í
óskilum
PHILIPS GSM-sími fannst
á túninu við Heilsuverndar-
stöðina við Barónsstíg,
föstud. 13. júlí sl. Uppl. í s.
695-1822.
Blá taska í óskilum
BLÁ taska með geisladisk-
um o.fl. fannst í Hraunborg-
um í Grímsnesi sl. laugard.
Uppl. í s. 893-8633.
Kodak-poki tapaðist
FIMMTUDAGINN 12. júlí
sl. tapaðist lítill Kodak-poki
í Kringlunni.
Í þessum poka voru bíl-
lyklar, svart seðlaveski og
40 ljósmyndir í kassa frá
Hans Petersen.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma: 869-
1985 eða 863-6162.
Hlaupahjól hvarf
úr Huldulandi
HLAUPAHJÓL hvarf við
blokk í Huldulandi 16. júlí
sl. Hjólið er af gerðinni
GliderIIk merkt Svövu
G.H. sími 568-3011. Þeir
sem geta veitt upplýsingar
um hvar hlaupahjólið er nið-
urkomið, vinsamlega hring-
ið í ofangreint númer.
Dýrahald
Tinni er týndur
TINNI hvarf úr Hraunbæ
fyrir u.þ.b. 5 vikum. Hann
er svartur, hvítur á tám,
bringu og á nefi. Gæti hugs-
anlega hafa flækst með bíl.
Uppl. í s. 587-5298 eftir kl.
17.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sýnið kríunni virðingu
Víkverji skrifar...
FLEIRUM en Ágústi Einarssyniprófessor þykir greinilega sem
forseti Íslands og heitkona hans ætli
að bíða lengi með að láta pússa sig
saman. Norska fréttastofan Norsk
Telegrambyrå birti fyrir skömmu
frétt um að Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, og eiginkona
hans, frú Dorrit Moussaieff, myndu
verða á meðal gesta við brúðkaup
Hákonar krónprins og Mette-Marit
Tjessem Høiby. NTB leiðrétti síðar
frétt sína. Ástæðan fyrir mistökun-
um mun hafa verið sú, að frétta-
manni NTB fannst svo langt síðan
hann hafði lesið fréttir af trúlofun
íslenzka forsetans, að honum fannst
ekki einu sinni taka því að fletta upp
hvort brúðkaupið hefði átt sér stað –
gerði bara ráð fyrir að það hefði
fylgt í kjölfarið innan skikkanlegs
tíma.
x x x
FORRÁÐAMENN nýja almenn-ingssamgöngufyrirtækisins í
höfuðborginni, Strætó bs., virðast
hafa talsvert af ferskum hugmynd-
um. Víkverji vonar, fyrir hönd hinna
mörgu ferðamanna sem nota þjón-
ustu strætó, að þeir geri ýmsar
breytingar sem auðveldi útlending-
um að nota strætisvagnana. Þar má
nefna áletranir á fleiri tungumálum
en íslenzku, kort í vögnunum, sem
sýnir leiðina, merktar biðstöðvar
sem sýna hvar vagninn er staddur
o.s.frv. Strætisvagnar Reykjavíkur
hafa aldrei gert nokkurn skapaðan
hlut til að létta ferðamönnum lífið –
og reyndar fátt til að kæta Reykvík-
inga heldur síðan vagnarnir voru
málaðir gulir. Ágæt byrjun hjá
Strætó bs. gæti verið að gefa til
baka í strætó eins og gert er í flest-
um menningarríkjum.
x x x
ENN og aftur eru „sláttuorf“auglýst úti um allan bæ. Vík-
verja sýnist á auglýsingunum að hér
sé átt við hluti, sem hann hefur van-
izt að kalla vélorf. Víkverji hélt satt
að segja að orðið orf væri ekki til í
annarri merkingu en „heyskap-
aramboð, skaft, sem ljár er festur á
til að slá gras með“, eins og segir í
Orðabók Menningarsjóðs. Sláttuorf
er því orðskrípi, álíka gæfulegt og
rakstrarhrífa, námsskóli, setustóll
eða eldarinn. Víkverji kynni því bet-
ur ef þetta hvimleiða orð, sláttuorf,
hyrfi úr málinu.
x x x
VÍKVERJI er hrifinn af stöðlumog telur þá yfirleitt gera lífið
auðveldara. Í sumar hefur Víkverji
ferðazt til nokkurra landa og hann
furðar sig á að enn skuli það vera
svo, þrátt fyrir að t.d. raftækja-
markaðurinn sé löngu orðinn alþjóð-
legur, séu enn gjörólíkar innstungur
í hinum ýmsu löndum. Bretar eru
með öðruvísi innstungur en megin-
landsríkin, Ítalir nota mjórri klær
en aðrir, Bandaríkjamenn eru í enn
einu kerfinu o.s.frv. Eitthvert mesta
þarfaþing, sem Víkverji hefur ko-
mizt yfir, er millistykki með alls
konar öngum og teinum út úr, sem á
að passa í allar heimsins innstungur.
Hins vegar versnar á því á ferðalagi
ef þarf t.d. bæði að stinga rakvélinni
í samband og hlaða GSM-símann –
en þá verður Víkverji víst bara að
kaupa sér annað millistykki.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 dramb, 8 boli, 9 heyið,
10 verkfæri, 11 gaffla, 13
ákveð, 15 lúr, 18 bjargbú-
ar, 21 ótta, 22 báran, 23
gerjunin, 24 bíllinn.
LÓÐRÉTT:
: 2 bál, 3 agn, 4 planta, 5
örlagagyðja, 6 snáða, 7
flanið, 12 ráðsnjöll, 13 ill-
menni, 15 íþróttagrein,
16 furðu, 17 glymur, 18
arður, 19 fallegi, 20
skoða vandlega.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fersk, 4 horfa, 7 sekks, 8 ræðan, 9 tef, 11 asna,
13 frúr, 14 saggi, 15 fisk, 17 skær, 20 hal, 22 Ítali, 23
undin, 24 kotið, 25 deiga.
Lóðrétt: 1 festa, 2 ríkan, 3 kost, 4 horf, 5 ruður, 6 annar,
10 eigra, 12 ask, 13 fis, 15 frísk, 16 skaut, 18 koddi, 19
renna, 20 hirð, 21 lund.