Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 37 Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Dalsbraut 1, 010201, Akureyri, þingl. eig. Hrönn Bessadóttir, gerðar- beiðendur Hamra ehf. og Landsbanki Íslands hf., miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 10:00. Einholt 8F, íb. á 1. og 2. hæð, Akureyri, þingl. eig. Dóra Camilla Krist- jánsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 10:30. Hamragerði 8, Akureyri, þingl. eig. Erla Guðmundsdóttir, gerðarbeið- endur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 11:30. Hjallalundur 11 D, 301, Akureyri, þingl. eig. Sólrún Helgadóttir, gerð- arbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 13:30. Höfðahlíð 4, Akureyri, þingl. eig. Stefán Kristján Pálsson, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 14:00. Ráðhústorg 7, hl. 0101, veitingastaður, Akureyri, þingl. eig. Einar Þór Gunnlaugsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Íslands- banki-FBA hf., Olíuverslun Íslands hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 14:30. Ránargata 4, Akureyri, þingl. eig. Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Þórarinn Blöndal, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 15:00. Strandgata 31, ásamt vélum og tækjum, Akureyri, þingl. eig. Dags- prent hf., gerðarbeiðendur Bulls Presstjanst AB, Stokkhólmi, Svíþjóð, Eining, lífeyrissjóður, Föng ehf., Íslandsbanki-FBA hf., Kaupfélag Þingeyinga, Límmiðar Norðurlands ehf., P. Samúelsson hf., Pricewat- erhouseCoopers ehf., Sparisjóður Rvíkur og nágr., sýslumaðurinn á Akureyri og Veðurstofa Íslands, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 16:00. Syðra-Garðshorn, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Vilhjálmur Þ. Þórarins- son, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudaginn 26. júlí 2001 kl. 15:15. Syðri-Reistará I, Arnarneshreppi, þingl. eig. Valdimar Gunnarsson og Ingunn Heiða Aradóttir, gerðarbeiðendur Glitnir hf., Landsbanki Íslands hf., Skeljungur hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudag- inn 26. júlí 2001 kl. 14:00. Syðri-Reistará II, Arnarneshreppi, þingl. eig. Valdimar Gunnarsson og Ingunn Heiða Aradóttir, gerðarbeiðendur Glitnir hf., Landsbanki Íslands hf., Skeljungur hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudag- inn 26. júlí 2001 kl. 14:10. Vestursíða 8B, íbúð 103, Akureyri, þingl. eig. Vilberg Helgason, gerð- arbeiðandi Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 16:30. Þingvallastræti 31, Akureyri, þingl. eig. Gerður Árnadóttir, gerðarbeið- endur Eftirlaunasj. atvinnuflugmanna, Íslandsbanki-FBA hf. og sýslu- maðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 17:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 19. júlí 2001. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. RAÐAUGLÝSINGAR vinsdóttir, sem var í 1. sæti á Irpu frá Spágilsstöðum, Sjöfn Sæmundsdóttir í 2. sæti á Skjóna frá Selkoti, Ólaf- ur Andri Guðmundsson í 6. sæti á Óðni frá Skógskoti og Auður Ingimarsdóttir í 8. sæti á Mána frá Álfheimum. ÞESSIR glaðlegu unglingar kepptu fyrir hestamanna- félagið Glað í Dalasýslu á nýliðnu fjórðungsmóti á Kaldármelum og hrepptu fjögur af átta efstu sætunum í unglingaflokki. Þau eru frá hægri: Gróa Björg Bald- Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Glaðlegir unglingar UNDIRBÚNINGUR fyrir Æsku- lýðsmót sem haldið verður í Skóg- arhólum um helgina gengur vel. Að sögn Garðars Hreinssonar, for- manns framkvæmdanefndarinnar, er veðurspáin góð og svæðið tilbúið til að taka á móti allt að 400 manns. Garðar sagði þó að erfitt væri að spá um hve margir mættu því lítil viðbrögð hafa komið frá æskulýðs- nefndum hestamannafélaganna þótt bréf hafi verið send til þeirra allra þar sem hugmyndin var kynnt. Þó hafi heyrst að hópar frá hesta- mannafélögunum Sleipni, Trausta og Loga ætli að koma. „Þetta höfum við heyrt en ekki fengið staðfest,“ sagði Garðar. „Við verðum bara að vera bjartsýn því við teljum þessa hugmynd góða og vildum helst að hægt yrði að halda æskulýðsmót í Skógarhólum árlega í framtíðinni.“ Mótið hefst í dag, föstudag, en aðaldagskráin verður á laugardag- inn. Fyrir hádegi verður farið í ýmsa leiki án hesta, en eftir hádegi verða þrautir og leikir fyrir þá sem koma með hesta með sér. Farið verður í sameiginlegan reiðtúr kl. 16 og eftir hann verður grillveisla. Að henni lokinni verður kvöldvaka. Gert er ráð fyrir að fólk gisti í tjöld- um og hægt er að fá beitarhólf fyrir hesta. Einnig eru einhver pláss laus enn í gistingu í skálanum í Skóg- arhólum. Garðar sagðist vona að sem flest- ir létu sjá sig. Mikilvægt væri að taka með sér góða skapið og vera ákveðinn í að skemmta sér vel. Æskulýðsmótið er ætlað allri fjöl- skyldunni og þurfa öll börn að vera í fylgd með fullorðnum. Æskulýðsmótið hefst í Skógar- hólum í dag ÍSLANDSMÓT fullorðinna og ung- menna í hestaíþróttum hófst í Mos- fellsbæ í gær, en þá var keppt í 150 m skeiði, fjórgangi í meistaraflokki og í gæðingaskeiði. Mótið stendur fram á sunnudag en þá fara fram öll aðal- úrslitin. Föstudagur, 20. júlí. 09.00 Fimi, ungmenni. 10.00 Fimi, meistarar. 10.50 Fimi, opinn flokkur. 11.30 Fjórgangur, ungmenni. 12.00 Matarhlé. 13.00 Fjórgangur, opinn flokkur. 14.30 Fimmgangur, ungmenni. 15.30 Fimmgangur, opinn flokkur. 17.00 Fimmgangur, meistarar. 19.40 Matarhlé. 20.15 Gæðingaskeið, ungmenni. 20.45 B-úrslit, fjórgangur, opinn flokkur. 21.15 B-úrslit, fjórgangur, ungmenni. 21.45 B-úrslit, fjórgangur, meistarar. Laugardagur, 21. júlí. 09.30 Tölt 2, opinn flokkur. 10.00 Tölt 2, meistarar. 10.30 Tölt, ungmenni. 11.15 Tölt, opinn flokkur. 12.45 Matarhlé. 13.30 250 m skeið. 14.20 Tölt, meistarar. 16.50 B-úrslit, fimmgangur,opinn flokkur. 17.20 B-úrslit, fimmgangur, meistarar. 17.50 B-úrslit, tölt, opinn flokkur. 18.10 B-úrslit, tölt, ungmenni. 18.30 Matarhlé. 19.30 B-úrslit, tölt, meistarar. 20.30 Fljúgandi skeið. Sunnudagur, 22. júlí. 12.00 A-úrslit, fjórgangur, opinn flokkur. 12.30 A-úrslit, tölt 2, opinn flokkur. 13.00 A-úrslit, tölt, meistarar. 13.30 A-úrslit, fjórgangur, meistarar. 14.00 A-úrslit, fimmgangur, meistarar. 14.30 A-úrslit, tölt 2, meistarar. 15.00 A-úrslit, tölt, ungmenni. 15.30 A-úrslit, tölt, opinn flokkur. 16.00 A-úrslit, fimmgangur, ungmenni. 16.30 A-úrslit, fimmgangur, opinn flokkur. 17.00 A-úrslit, fjórgangur, ungmenni. Dagskrá Íslandsmótsins Á HEIMASÍÐU Landsmóts 2002, www.landsmot.is, er nú hægt að skoða úrslit allra landsmóta hesta- manna sem haldin hafa verið, allt frá því það fyrsta var haldið á Skóg- arhólum árið 1950. Óhætt er að full- yrða að þetta framtak verður vel þegið af fróðleiksfúsum hestamönn- un, enda hefur ekki verið hlaupið að því hingað til að fletta upp öllum úr- slitum frá landsmótum fyrri ára á einum stað. Þar sem margir hesta- menn hafa gaman af því að ræða um hesta og afrek þeirra í gegnum árin leikur enginn vafi á að oft hefur komið fyrir að þeir hafi þurft að eyða miklum tíma í að fletta upp á úrslitum frá landsmótum með mik- illi fyrirhöfn til að sanna mál sitt. Þegar flett er í gegnum mótin kemur í ljós að eftir því sem nær dregur nútímanum verða upplýsing- arnar fyllri. Ýmislegt vantar inn í úrslit móta fyrstu árin, t.d. upplýs- ingar um foreldra hrossanna og ein- kunnir. En það er skemmtilegt að skoða hrossin sem lent hafa í verð- launasætum á landsmótum, ekki síst kynbótahrossin, og velta því fyrir sér hver þeirra hafi markað mest spor í hrossaræktinni í gegnum ár- in. Heimasíða Landsmóts 2002 er á ensku og þýsku auk íslensku. Upp- lýsingarnar hafa verið þýddar á þýsku. Ef þeim er hins vegar flett upp frá íslensku síðunni eru allar fyrirsagnir á ensku en upplýsingar um hrossin á íslensku. Þetta er eins ef flett er upp frá ensku síðunni. Þetta mætti eflaust auðveldlega lag- færa og verður meiri fengur í þess- um upplýsingum ef bætt verður inn í ættum hrossanna og einkunnum þar sem þær vantar ef einhvers staðar er hægt að nálgast þær. En hvað sem því líður er þetta mikið framfararspor og margir eiga eflaust eftir að hafa gaman af því að fletta upp á úrslitunum ýmist til að fræðast um landsmótin, rifja upp gamlar endurminningar eða standa fyrir máli sínu. Nauðsynlegt er að huga að því hvar þessar upplýsingar verða að- gengilegar að loknu Landsmóti 2002 og hvort ekki væri rétt að færa upp- lýsingarnar einnig inn á aðrar síður, t.d. inn á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga, svo tryggt verði að þær verði aðgengilegar til fram- búðar. Það voru þau Þorgeir Guðlaugs- son, Jón Steingrímsson og Hulda Gústafsdóttir sem tóku úrslitin sam- an. Úrslit allra landsmóta á heimasíðu Landsmóts 2002 Fróðleiksfúsir hestamenn geta nú á auð- veldan hátt nálgast úrslit allra landsmóta hestamanna frá árinu 1950 á einum stað. Ásdís Haraldsdóttir kættist yfir þessu framtaki þegar hún rakst á úrslitin á heimasíðu Landsmóts 2002 í vikunni. asdish@mbl.is SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.