Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðsteinn Sigur-þór Sigurjónsson
fæddist í Borgarnesi
9. janúar 1931. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 10. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigur-
jón Guðmundsson, f.
16. júní 1903, d. í nóv-
ember 1932, og Jór-
unn Pálsdóttir, f. 22.
júlí 1908, d. 27. janú-
ar 1986. Stjúpi Guð-
steins, Pétur Tómas-
son, f. 9. júní 1886, d.
30. nóvember 1961,
reyndist honum afar vel. Guð-
steinn ólst að miklu leyti upp hjá
ömmu sinni, Guðveigu Guðmunds-
dóttur en hún lést þegar Guð-
steinn var 18 ára. Hálfbróðir hans,
sammæðra, var Stefán Borgfjörð
Pétursson, f. 11. febrúar 1940, d.
15. júní 1992. Mjög kært var með
þeim bræðrum. Guðsteinn kvænt-
ist hinn 1. mars 1958, eftirlifandi
eiginkonu sinni, Soffíu Guð-
mundsdóttur, f. 30. október 1936.
Þau eignuðust saman fjögur börn
en dóttur Soffíu og Guðbjarts
Benediktssonar, Önnu Maríu,
gekk Guðsteinn í föðurstað: 1)
Anna María, f. 12. maí 1954. Hún
var gift Nobuyasu Yamagata, þau
skildu. Þeirra börn eru Pétur, f.
1974, og Lilja, f. 1980. Sambýlis-
kona Péturs er Guðbjörg Magnús-
dóttir og eiga þau dóttur, Ernu
Mist, f. 1998. 2) Jórunn, f. 19. des-
ember 1958, gift
Guðjóni Jónssyni.
Þau eiga tvo syni, Al-
bert, f. 1983, og
Hjálmar, f. 1987. 3)
Guðrún Berta, f. 19.
nóvember 1961, gift
Arnfinni Hallvarðs-
syni. Þeirra synir
eru Guðsteinn Viðar,
f. 1978, Heiðar, f.
1984, og Arnar, f.
1990. 4) Svanhvít, f.
5. desember 1965,
gift Gesti Ellert
Guðnasyni. Þeirra
sonur er Ellert, f.
1990. 5) Guðmundur Viðar, f. 12.
febrúar 1967, kvæntur Önnu S.
Einarsdóttur. Þeirra börn, Brynj-
ar Berg, f. 1987, Íris, f. 1990,
Soffía, f. 1995, d. 1995, Sara, f.
1995, d. 1995, og Soffía, f. 1996.
Fyrir átti Guðsteinn með þáver-
andi unnustu sinni, Ingibjörgu
Ágústsdóttur, soninn Ágúst Þór, f.
28. febrúar 1955.
Guðsteinn var nær alla tíð bú-
settur í Borgarnesi. Hann vann
m.a. um árabil fyrir Borgarnesbæ,
var umboðsmaður Heklu hf. í
Borgarnesi og verslunarmaður
hjá Kaupfélagi Borgfirðinga.
Hann var afgreiðslumaður á bens-
ínstöð Hyrnunnar síðustu árin eða
þar til hann lét af störfum í febr-
úarbyrjun á þessu ári.
Útför Guðsteins fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur að kveðja þig hinstu
kveðjunni, þungbær kveðja sem erf-
itt er að koma koma á blað, því að það
er satt sem sagt er að orð fá ekki lýst
tilfinningum og trega og það er með
miklum söknuði sem að við ritum
þessi orð.
Í þínum veikindum hefur þú átt
hug okkar allan og það eru ófáar
bænirnar og óskirnar um bata sem
þotið hafa í gegnum hugann á síðustu
vikum en nú er komið að leiðarlokum
og við vitum að þú ert kominn á stað
sem bíður okkar allra. Ein fyrsta
minning mín um pabba er sú þegar
ég var lítil og dansaði fyrir framan
sjónvarpið og fékk koss að launum,
einnig á ég mjög skemmtilegar
minningar af fjárhúsunum sem að þú
varst með í gamla daga.
Svo hafðir þú afskaplega gaman af
því að segja frá prakkarastrikum
sem þú gerðir þegar þú varst krakki
og sögur frá stríðsárunum voru
ómissandi.
Ég held að þú hafir nefnilega verið
alveg afskaplega stríðinn þegar þú
varst lítill og reyndar hefur þú alltaf
verið mikill prakkari í þér.
Afavatn var þér alltaf mikið hugð-
arefni og þar hefur þú komið upp ein-
stakri náttúruperlu þar sem fjöl-
skyldan hefur átt margar og
skemmtilegar stundir saman og okk-
ur er sérstaklega minnisstætt síð-
asta sumar í því sambandi þegar allir
komu saman og grilluðu og veiddu og
áttu saman sérstaklega skemmtilega
dagstund sem að þú vitnaðir oft í.
Steini var umboðsmaður Heklu til
fjölda ára og var hann því manna
ánægðastur þegar ég tók við umboð-
inu á síðasta ári og sagði að loksins
væri það komið aftur í fjölskylduna.
Hann hafði mikinn áhuga á öllu því
sem gerðist hjá okkur og kom dag-
lega og oftar til að hjálpa til og at-
huga hvernig gengi.
Hans hjálp og aðstoð í mínu starfi
er alveg ómetanleg og hans er virki-
lega sárt saknað af okkur og öllum
þeim sem til hans þekktu.
Við búum í húsinu sem þú byggðir
og ég verð að segja að það er alveg
einstakur andi á Kjartansgötu 12 og
ekki er laust við að svolítill Steina-
andi sé og verði alltaf í þessu húsi.
Það síðasta sem að þú sagðir við
Svönu þegar þú varst vakandi undir
það síðasta var: „Hvernig hefurðu
það væna mín?“ Þetta lýsir best því
hvernig Steini bar allra hag sinna
nánustu fyrir brjósti og honum leið
virkilega illa ef eitthvað bjátaði á en
aftur á móti var hann allra manna
glaðastur ef vel gekk.
En nú er komið að leiðarlokum.
Við kveðjum þig með tár á hvarmi
og þökkum þér fyrir allt sem þú hef-
ur gefið okkur í gegnum tíðina, þú
varst alltaf glaður og skemmtilegur
og sú mynd af þér er og verður alltaf
föst í hjarta okkar.
Guð blessi þig og varðveiti.
Svanhvít Guðsteinsdóttir,
Gestur Ellert Guðnason,
Ellert Gestsson.
Elsku afi, það er okkur afar erfitt
að sætta okkur við fráfall þitt, þar
sem þú varst mjög tengdur okkur og
í daglegu sambandi við fjölskylduna.
Þú fylgdist alltaf með því sem við
vorum að gera, hvort sem það var í
leik eða starfi. Það var alltaf jafn-
skemmtilegt að vera í kringum þig.
Þú kunnir svo mikið af sögum , hvort
sem það var frá æskuárum þínum,
stríðsárunum eða af fólki sem þú
kynntist á lífsleiðinni. Þessar sögur
voru oftast gamansamar. Það var oft
mikið fjör í kringum þig og mikið
hlegið. Þú vildir alltaf hafa nóg að
gera og leyfðir okkur að taka þátt í
því. Við áttum margar ógleymanleg-
ar stundir með þér t.d. upp í Húsa-
felli, Mýri eða uppi í Afavatni, en
vatnið var þitt aðaláhugamál sein-
ustu árin. Þú varst mikið náttúru-
barn og varst sífellt að fræða okkur
um fugla og staðhætti.
Þegar við vorum litlir þá hafðir þú
gaman af að sýna okkur að þú hafðir
misst einn fingur og eina tá, þetta
þótti okkur afar merkilegt og pæld-
um við mikið í því.
Ó, minning, minning.
Líkt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín að hlustandi
eyrum mínum.
Eins og lifandi verur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
út í dimmbláan fjarskann
og komu aldrei aftur.
(Steinn Steinarr.)
Sá elsti af okkur ber nafn þitt,
næstelsti þykir mjög líkur þér og
yngsti á sama afmælisdag og þú. Við
erum mjög stoltir af því.
Guð blessi minningu þína, elsku afi
okkar.
Guðsteinn, Heiðar og Arnar.
Í dag kveðjum við kæran vin, Guð-
stein Sigurjónsson, sem lést 10. júlí.
Leiftur minninganna fara um huga
minn þegar ég lít til baka, til allra
ánægjustundanna sem við fjölskyld-
urnar áttum saman, ýmist í heim-
sóknum okkar til ykkar í Borgarnes
eða í ferðalögum sem við fórum sam-
an með börnin okkar. Svo þegar
börnin okkar voru vaxin úr grasi fór-
um við að ferðast fjögur saman. Það
voru glaðar stundir sem aldrei bar
skugga á og þú Steini minn varst allt-
af hrókur alls fagnaðar með þitt
glaða og létta skap. Þú fæddist í
Borgarnesi og áttir þar heima alla
tíð. Þú elskaðir Borgarnes og Borg-
arfjörðinn og tókst þér ýmislegt fyrir
hendur sem ekki tengdist vinnunni,
reistir hesthús og fékkst þér hest.
Fyrir nokkrum árum léstu þig
ekki muna um að búa þér til stöðu-
vatn, í það slepptir þú silungum og
keyptir þér bát, sem fjölskyldan
hafði mikla ánægju af að nota. Lítið
hús reistir þú við vatnið og þar buðuð
þið hjónin upp á kaffi og með því þeg-
ar komið var í heimsókn.
En svo þegar sumarið skartaði
sínu fegursta kvaddir þú og svo
sannarlega er þín sárt saknað. Eftir
standa minningar um góðan dreng
sem öllum vildi gott gera.
Hér vil ég lifa og hér vil ég deyja,
hér vil ég finna hinn eilífa frið,
hér vil ég glaður í þögninni þreyja,
þar til ég hverf inn á dáinna svið.
Háreistir jöklar í heiðríkju skína,
heilög er jörðin og iðjugræn.
Lyngperlur glitra um lautina mína,
líta til himins í þögulli bæn.
(Höf. ók.)
Ég votta eiginkonu þinni, henni
Soffíu, og börnum ykkar mína
dýpstu samúð.
GUÐSTEINN
SIGURÞÓR
SIGURJÓNSSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
1 *
"%,-%
: "'# @ C<
0+
+ < +
"!#
#!(#
= +
& >
% + =
< +
A'
#*'!2
- *%"& "&!+#
"& -2"& "&+0
'! + & !77'
$
1 *
.
. 6 !2 !'
+# @' 2"2'<<' !
+ <
"!#
#!(#))#
/
+ '
' + & + #
&!*
' $
? *
" 6. 7/
3- "'# 0'D
' !
@#
#
$ %
"!#
#!.#.)#
''#
" # 7'
" " #
" " # / 8& !
0'" #
$
? * ( :A(, !2
#
#@ +#<E
% '?
!(#
+
< ' "(#
#!(#))#
A2
$&
A2 & ( % +
# # '$
1 * *
*
.6-..
/
.6(
: !25 F
&
+ * "!#
#!(#))#
+ (*
A17 '
!5! $