Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐALSTEINN Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur séu lítt hressir, svo vægt sé til orða tekið, með það sem kom fram í viðtali Morgunblaðs- ins við Kristin Geirsson, fram- kvæmdastjóra Goða, enda sé þar farið niðrandi orðum um heila atvinnu- grein. „Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssamtakanna, leiðrétti í grein í Morgunblaðinu þær rang- færslur sem þar komu fram,“ segir Aðalsteinn. Getur þú tekið undir það að vandi Goða sé uppsafnaður vandi? „Ég get tekið undir það að vandi Goða sé að stórum hluta uppsafnaður. Fyrirtækið var mjög skuldsett í upp- hafi og hátt vaxtastig fór síðan mjög illa með fyrirtækið enda er það að kaupa hráefni fram í tímann eins og önnur afurðasölufyrirtæki. Þrátt fyr- ir að greiddar séu 10% vaxtabætur þá duga þær ekki þegar menn þurfa að taka afurðalán út á allar birgðirnar. Þetta er kannski í lagi fyrir fyrirtæki sem eru með góða eiginfjárstöðu og þurfa ekki að taka lán nema út á hluta af birgðunum.“ Nú hefur maður heyrt því fleygt að sauðfjárslátrun sé nær alls staðar rekin með tapi, það sé einungis Slát- urfélag Suðurlands, með sterka eig- infjárstöðu, sem nái að reka þetta á núlli. „Það virðist vera að eftir síðasta haust að þá fari þeir niður undir núllið eða séu rétt yfir því sem eru með besta reksturinn. Hvað veldur? Launaskrið og álögur í landinu eru að ganga af atvinnulífinu dauðu, það þýðir ekki að horfa fram hjá því. Bæði landbúnaðurinn og iðnaðurinn standa ekki undir þessu háu launum. Þetta er ein skýringin á verri afkomu auk hárra vaxta.“ Hvað er þá til ráða? „Ég er þeirrar skoðunar að bænd- ur þurfi að koma miklu meira að slátr- uninni. Þeir þurfa að koma á skipulagningu á slátrun og þeir þurfa að vinna við slátrunina því með öðrum kosti er ekki hægt að halda niðri kostnaði. Ef bændur líta á slátrunina og slátur- leyfishafa sem andstæð- ing sinn og aðila sem eigi að fara sem allra verst með gengur dæm- ið aldrei upp.“ Nú er ljóst að aðrir sláturleyfishafar geta ekki slátrað öllum þeim dilkum sem Goði hefur slátrað. Hvernig á að leysa málin nú í haust? „Já, Goði var með liðlega 40% af haustslátruninni og það ganga alltaf af 100 til 150 þúsund dilkar. Verði hins vegar hin húsin sem standa utan við Goða fullnýtt, eins og allt bendir til, þá hlýtur það að gefa betri nýtingu á þeim húsum og meiri arðsemi í slátruninni. Þannig að það er ekki hægt að segja að þetta sé alvont fyrir greinina í heild. Og svo má ekki gleyma því að það hefur verið heil- mikil hagræðing í slátrun um margra ára skeið og þeim fækkað mikið og því fleiru fé slátrað í hverju húsi. Goða hefur verið ákaflega slælega stjórnað frá stofnun. Þetta er ábyrgðarhluti að mínu mati að sameina þetta margar einingar sem allar voru reknar með einhverju tapi. En það er ekki tekið á því tapi, það er látið vinda utan á sig mánuðum saman eftir sameininguna. Samkvæmt mínum heimildum var tap félagsins í fyrra í kring- um 434 milljónir en þar af voru afskriftir slátur- húsa hátt í 200 milljón- ir. Ég sé dæmið fyrir mér þannig og vonast til að það verði hægt að ná leigusamningi um húsin og þau hús sem verði slátrað í verði rek- in af nokkrum aðilum.“ Áttu þá við að bænd- ur taki þau yfir og sjái um slátrunina? Já, að hluta til og að hluta til verði það stóru sláturleyfis- hafarnir sem eru starfandi sem taki ábyrgð á rekstrinum.Ég myndi vilja sjá það gerast með þeim hætti. Það þarf hugsanlega að stofna eitt slát- urfélag utan um reksturinn í einum landshluta. Við erum að horfa á félög eins og Kaupfélag Króksfjarðarness, Fjallalamb á Kópaskeri, Sláturfélag Vopnfirðinga og sláturhúsið á Óspak- seyri. Ég er ekki viss um að þessir að- ilar séu að slátra með óhagkvæmari hætti og það sé meiri kostnaður á af- urðir þessara litlu félaga en í þessu stóru samsteypum. Á öllum þessum stöðum og þá sérstaklega á Vopna- firði og í Króksfjarðarnesi eru bænd- urnir með puttuna í slátruninni. Það eru þeir sem sjá alveg um slátrunina. Þeir eru ekkert að vinna lengur við slátrunina en þann tíma sem það tek- ur að slátra og það er þeirra hagur að nýta sláturgetu húsanna alveg í botn. Samkvæmt skýrslu VSÓ fyrir Goða var lægsti sláturkostnaðurinn í slát- urhúsi Goða á Fossvöllum en sá hæsti á Hólmavík. Ég veit að sláturhúsið á Fossvöllum er eingöngu mannað af sveitafólki og það hefur ákveðna til- finningu fyrir því að láta slátrunina ganga með eðlilegum hætti. Eftir því sem ég hef heyrt um sláturhúsið á Höfn þá hafa bændur þar ekki fengist til að vinna með sláturhúsinu, þannig að þeir eru kannski að keyra húsið á hálfum afköstum dögum saman, ein- faldlega vegna þess að það vantar fé til slátrunar. Á meðan bændur eru það mikið úr tengslum við húsin þá gengur dæmið aldrei upp rekstrarlega.“ Ertu með þessu að segja að bænd- ur eigi að færa sig skrefi nær neyt- endamarkaðinum? „Ég tel alveg tvímælalaust að bændur eigi að koma miklu meira að slátruninni og vera í meiri tengslum við markaðssetninguna á afurðunum eins og aðrir framleiðendur. Við þró- um ekki okkar búrekstur í átt til neyt- enda nema við þekkjum þeirra þarfir og kröfur. Ég held að þetta hljóti að vera hverjum hugsandi manni ljóst. Ef við komum með í afurðastöð eitt- hvað annað en það sem seljanlegt er og með öðrum hætti en að hægt sé að búa til úr því sæmilega vöru þá eigum við enga framtíð og enga möguleika.“ Þið hafið væntanlega ekkert á móti því að kjötvinnsla Goða flytji norður? „Síður en svo. Ég tel að það sé tví- mælalaust hagræði af því. Og að minnsta kosti ef miðað er við Slátur- félag Suðurlands, með vinnsluna austur á Hvolsvelli, þá virðist það ekki hafa verið verulega íþyngjandi. Það ætti ekki að vera vandamál fyrir Norðlenska, ef þeir geta verið með dagvöruvinnsluna í bænum eins og þessa sem þeir kaupa í Faxafeni, að vinna aðra þætti í meiri fjarlægð. Ég hefði gjarnan viljað sjá fyrirtæki á Norðurlandi af sömu stærðargráðu og Sláturfélag Suðurlands sem er það fyrirtæki sem hefur náð lengst í mat- vöruframleiðslu. En auk þessara félaga yrðu minni sláturleyfishafar sem seldu þá annað hvort sjálfir eða í gegnum þessa aðila.“ Er ekki rúm fyrir nema tvö stór vinnslufyrirtæki? „Mér finnst markaðurinn ekki vera það stór að það sé rúm fyrir mikið fleiri, en auðvitað koma þessir stóru svínabændur eða verksmiðjubú til með að standa fyrir utan þetta og svo einhverjir minni sláturleyfishafar. Og ég trúi ekki öðru en það sé líf eftir Goða.“ Nú fullyrða margir að sauðfjárbúin þurfi að vera mun stærri. „Það er eins og Kristinn hafi ekki lesið nýja búvörusamninginn sem við gerðum fyrir ári. Þar er einmitt lagður einn milljarður af opinberu fé til þess að kaupa upp greiðslumark og það er ekki endilega reiknað með að það sé verið að fækka fé í landinu. Það er ver- ið að fækka bændum en gefa þeim sem eftir búa aukið svigrúm. Þetta er þró- un sem hefur verið á fljúgandi ferð. Búin stækka ekki á einni nóttu en þessi þróun er þó á fullri ferð. Og mið- að við hvað uppkaupin hafa gengið hratt þá hefur svigrúm þeirra bænda sem eftir eru aukist.“ Nú hafa átt sér stað viðræður við Goða um leigu á sláturhúsum, hafa þær skilað einhverju? „Nei, ekki enn sem komið er og horfur eru ekki bjartari nú en þær hafa verið.“ Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda um slátrun og Goða Bændur þurfa að koma beint að slátruninni Aðalsteinn Jónsson LYFJA, dótturfélag Baugs hf., hefur selt fimm lyfjaverslanir í samræmi við ákvörðun samkeppnisráðs frá 2. febrúar. Kaupandi er Hagræði hf. sem rekur lyfjaverslanir undir nafn- inu Lyf og heilsa. Kaupsamningurinn er með fyrirvara um samþykki Sam- keppnisstofnunar. Í tilkynningu Baugs til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að efnisatriði samnings- ins séu trúnaðarmál og hafi óveruleg áhrif á rekstur Baugs. Í febrúar setti samkeppnisráð þau skilyrði fyrir samruna Lyfju hf. og dótturfélags Baugs, Lyfjabúða hf., að Lyfja myndi selja í einu lagi eftirtalin fimm apótek á höfuðborgarsvæðinu: Apótekið Mosfellsbæ, Apótekið Smiðjuvegi 2, Kópavogi, Apótekið Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, Apó- tekið Firði, Hafnarfirði og Lyfju, Kópavogi. Samkeppnisráð hafði komist að þeirri niðurstöðu að án skilyrða væri markaðshlutdeild sameinaðs félags of stór á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. um 52–53% á síðasta ári, en hlutdeild næststærsta aðilans á markaðnum, Hagræðis, var þá um 26–27%. Með sölunni til Hagræðis nú myndi þessi markaðshlutdeild Lyfju minnka í 37– 38% en hlutdeild Hagræðis aukast samsvarandi í yfir 40%. Í upphaflegri ákvörðun samkeppn- isráðs var Lyfju óheimilt að selja Hagræði hf. umræddar lyfjaverslanir en Hagræði áfrýjaði þeirri ákvörðun. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst að þeirri niðurstöðu í apríl sl. að fella skyldi úr gildi þann fyrirvara á ákvörðun samkeppnisráðs að Hag- ræði hf. mætti ekki kaupa verslanirn- ar af Lyfju. Róbert Melax, framkvæmdastjóri Lyfju, segir í samtali við Morgunblað- ið, að Lyfja sé með sölunni að uppfylla ákvörðun samkeppnisráðs. „Við ósk- um eftir því að samkeppnisstofnun samþykki þetta, þannig að þessu máli ljúki. Við erum hins vegar ósáttir við ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála og höfum alltaf verið,“ segir Róbert. Karl Wernersson, framkvæmda- stjóri Hagræðis hf., segir í samtali við Morgunblaðið að lyfjaverslanirnar fimm bætist í hóp verslana undir nafninu Lyf og heilsa 1. september nk. Hann segir erfitt að segja hvernig lyfjamarkaðurinn hafi þróast frá síð- asta ári og hvernig framtíðarþróun verði og því ekki víst að markaðshlut- deildartölur samkeppnisráðs eigi enn við. „Í því sambandi má benda á að Baugur mun líklega opna lyfjabúð í Smáralind og mun hún að öllum lík- indum fá nokkuð stóra markaðshlut- deild. Trúlega mun samkeppnisstaða Lyfju og Hagræðis verða mjög áþekk frá og með þeim tíma.“ Karl segir kaupin á lyfjaverslununum eðlilegt framhald af stefnu Hagræðis og skref á þeirri leið að stækka fyrirtækið nægilega til að hægt verði að gera það að almenningshlutafélagi og skrá á Verðbréfaþing. Ekki er endanlega ákveðið hvenær það verður. Lyf og heilsa kaupa fimm verslanir Morgunblaðið/Arnaldur Lyf og heilsa taka við rekstri fimm verslana Lyfju 1. september nk. AÐALFUNDUR Goða hf. var hald- inn á miðvikudag og að sögn Kristins Þórs Geirssonar, framkvæmda- stjóra, var þar ekki ákveðin nein stefnubreyting, menn ætluðu sér að halda áfram sömu stefnu og þegar hefði verið greint frá í fjölmiðlum. Ný stjórn var kjörin á fundinum og reikningar félagsins samþykktir. Að sögn Kristins mun Goði leita eftir greiðslustöðvun á allra næstu dögum og nota tímann til að innheimta úti- standandi kröfur. Hann segir engin átök hafa átt sér stað um stjórnar- kjör. „Ég skýrði mönnum frá stöðu félagsins og það áttu sér stað skoð- anaskipti um hana. Þá kynnti ég af- komu félagsins á liðnu ári en hún var mjög slæm. Við munum kynna hana opinberlega mjög fljótlega.“ Engin stefnu- breyting hjá Goða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.