Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 22
LISTIR
22 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„NOTALEGASTI kammersalur
Stórreykjavíkursvæðisins“, svo mað-
ur vitni í eldri umsögn, var vel skip-
aður áheyrendum eina ferðina enn,
þegar leið að týsdagstónleikum í
safni Sigurjóns Ólafsonar á Laugar-
nesi, sem verið hafa fastir sumarliðir
í á annan áratug. Úti fyrir bærði
varla vind, né heldur heyrðist auka-
tekið hljóð úr grágásafjölskyldum á
vappi í grenndinni. Allar höfuðskepn-
ur þögðu þunnu, sem var eins gott,
þegar eitt kyrrlátasta hljóðfæri
mannsandans átti í hlut. Nefnilega
gítarinn, afkomandi arabísku lútunn-
ar og þjóðartónamboð Spánar.
Dagskrá Símonar H. Ívarssonar
og félaga hans frá Hamborg, Jörgens
Brillings, var létt og auðmelt eins og
hlýða þykir á hásumarkveldi. Tón-
leikaskráin var því miður næsta spör
á upplýsingar um höfunda og verk,
og hefði maður gjarna þegið smávit-
neskju um a.m.k. tilurðarár verka,
útsetjara og minnst þekkta höfund-
inn, Carlo Domencioni [sic? – eða
„Domeniconi“?]. Né heldur virtist
neitt mæla á móti því að geta þess í
einni línu, að fyrsta atriðið, Andante
con variazioni WoO (= verk án ópus-
númers) 44/2 eftir Beethoven, væri
upphaflega samið fyrir píanó og man-
dólín 1796, „líklega fyrir Clary greif-
ynju“ – eins og fróðleiksgránar gátu
síðar grafið upp úr verkatali
Beethovens í Grove, þótt hvergi sé
þar annars tilgreind útsetning fyrir
tvo gítara. Spurningin vaknaði því
strax: hver gerði hana þá? Stefið
marskennda og hin 6 nettu tilbrigði
þess voru lauflétt gleðskapartónlist í
samræmi við hofferðugan tíðaranda
og vænlegar kringumstæður hins
unga píanóljóns í Vín, sem áður en
verri örlög knúðu dyra var eftirlæti
aðalsmeyja, hirti samvizkusamlega
um útlit sitt og tók sér danstíma á
laun. Flutningur þeirra félaga bar
svolítinn vott af upphitun, en small
þó fyrir horn. Símon lék síðan einn
„Þrjú íslenzk þjóðlög“ eftir Jón Ás-
geirsson, sem reyndust að vísu fimm,
þar eð þrem kvæðalögum var spyrt
saman í Jón Leifskulegri rondósyrpu
í lokin, á eftir barnagælunni Stúlk-
urnar ganga og Einum unni ég
manninum. Gítarútfærslur Jóns
höfðu klassískt og tært yfirbragð,
voru vel skrifaðar fyrir hljóðfærið, og
ekki sízt hljómuðu tilbrigði 2. lagsins
saknaðarfulla fallega í brasílskuleg-
um hugleiðslurúbatóum Símonar, þó
að vantaði herzlumuninn upp á salla-
öruggan glæsiflutning. Einkum virt-
ust furðutíðar „dauðar“ nótur ljá
mótuninni heldur slitrótt yfirbragð,
mun meir en þegar maður heyrði
Símon í toppformi fyrr í vetur, og
kvað einnig töluvert að því í seinni at-
rennum kvöldsins.
„Hommage à Django Reinhardt“
eftir Gunnar Reyni Sveinsson, með
kostulegu þáttarnöfnunum „Agnus
Dei Blues“ og hinu skáldlegra „Blik
norðurljósanna“, var einnig í ein-
leikshöndum Símonar, og þó að bæri
ekki afspyrnu mikið á leiftrandi sí-
gaunskri sveiflu belgíska djassgítar-
snillingsins í stykkinu, sem fór bil
beggja milli afstrakts tónmáls og
arfsins frá „Le Hot Club du Paris“,
kraumuðu bæði ljóðræn póetík og
lunkinn húmor handan við fjórtóna
þrábassastef guðslambsins og merl-
andi flaututóna seinni þáttar, svo
duftsins synir máttu vel við una.
Eftir Carlo Domencioni (nema átt
sé við Domeniconi sem um fundust
engin gögn nema hvað hann ku hafa
samið gítarkonsert kenndan við Mið-
jarðarhafið) lék Jörgen Brilling fjór-
þætt verk, „Koyunbaba“ Op. 19, í að-
gengilegum hóflega nútímalegum
suðrænum serenöðuanda, þar sem
einkum var lagrænn þokki yfir fyrstu
þrem þáttum. Hratt arpeggíeruð
tokkötuáferð var áberandi, og kom
margt fallega út í hrynfastri og
öruggri mótun Brillings, þó að höf-
undur virtist teygja margítrekaðan
hljómferilslopann ívið um of í síðasta
þætti.
Lokaverk kvöldsins var annar
ópus eftir Gunnar Reyni, nú fyrir gít-
ardúó, „Dag skal að kveldi lofa“, til
minningar um samnefnt ljóðskáld.
Eitthvað virtist verkið hafa þrútnað
að umfangi frá því ég heyrði það
fyrst fyrir nokkrum misserum, eða
upp í 6 þætti, heitum samkvæmt
raðaða í tímaröð frá „Morgunsnert-
ingu“ að „Hringdans í nóttinni“, og
vantaði því aðeins tvo í viðbót til að
ná heilum eyktahring. Eftir á að
hyggja slær svítan mann kannski
mest sem e.k. ljúfsárt safn tíma-
hylkja frá árdögum atómskálda
1955–65, með fjölda enduróma frá
ýmist módernisma tímans, hvers
kyns djassstefnum, blús, s-amerísk-
um dönsum, dægurlögum (á einum
stað var m.a.s. sem maður heyrði
bergmálsbrot af Shadowslaginu
„Apache“!) og revíu- og leikhúsmús-
ík. Að ógleymdri fransk-ítalskri kvik-
myndatónlist í speglasærri blöndu af
Nino Rota, Fellini og Film noir. Yfir
línuna uppfull af ýmist gírugum
trega og glettnum húmor. „Sjarmi“
er kannski réttasta orðið þótt útlent
sé, enda manni oft laust á tungu þeg-
ar fjölskrúðug skapgerðarstykki
Gunnars ber á góma og óvæntur
æskuþróttur og íbyggið hugvit leika
hvað taumlausustum hala. Þó að
spilamennska dúósins hefði á köflum
mátt vera blóðheitari og kraftmeiri,
komust þeir félagar vel frá sínum
hlut, og gengu menn glaðir út af
góðri stund að loknu aukalagi.
TÓNLIST
S i g u r j ó n s s a f n
Verk frumsamin eða útsett fyrir
einleiks- og tvíleiksgítar eftir
Beethoven, Jón Ásgeirsson, Gunnar
Reyni Sveinsson, Domencioni/
Domeniconi og Mozart. Símon H.
Ívarsson og Jörgen Brilling, gít-
arar. Þriðjudaginn 17. júlí kl. 20:30.
GÍTARTÓNLEIKAR
Gítarglettur
Ríkarður Ö. Pálsson
virðist, möglunarlaust og brosandi
út í annað, skynja fullkomlega hve
margir jarðarbúar eru, hve ólíkir
þeir eru og hve viðhorf þeirra eru
síbreytileg. Á tímum sex milljarða
er ekki lengur á vísan að róa með
vinsældir, frægð, frama eða völd.
Stöðugt er verið að skipta út fólki
eins og húsgögnum eða bílum. Það
þykir gott ef einhver er svo lang-
lífur að halda frægð í heilt ár.
Menn slá í gegn, er slegið upp og
slegnir af jafnharðan. Enginn get-
ur verið viss um eilíft ágæti sitt.
Eflaust þykir mörgum erfitt að
finna listamanninn sjálfan í þessari
óreiðu. Getur verið að hann hafi
persónulega ekkert um þetta að
segja? Menn spyrja sig hvar Erró
sé í öllu þessu kraðaki og finnst
sem hann komi ekki í ljós sem
skyldi. En þá er með sama rétti
hægt að spyrja hvar Warhol sé í
verkum sínum. Hefur hann ekkert
að segja um rafmagnsstólinn,
sjálfsmorðin og kynþáttaóeirðirn-
ar? Fannst honum bara nóg að
birta prentmyndir úr blöðunum af
öllum þessum ófögnuði án þess að
segja orð um það sjálfur?
Munurinn á Warhol og Erró
virðist öðru fremur vera sá að hinn
síðarnefndi smellir inn í annála-
myndir sínar almennum hugmynd-
um, skoðunum og sögusögnum um
atburðinn, meðan Warhol kaus að
EKKI verður annað sagt en að
Erró hafi komið, séð og sigrað í
Helsinki, þar sem yfirlitssýning
hans á Jeu de Paume – gamla Im-
pressjónistasafninu í París – var
sett upp í Borgarlistasafni Hels-
inki, í Tennishöllinni svokölluðu.
Eftir mikil ræðuhöld og dynjandi
lófaklapp gátu sýningargestir farið
að átta sig á umfangi sýningarinn-
ar, hinum margvíslegu stílfléttum
sem hver syrpa býr yfir.
Það er ekki auðvelt að ná utan
um þá grósku sem birtist í mál-
verkum Errós né finna henni ein-
hver marktæk hólf með flokkunar-
miðum. Aðferðafræði listamanns-
ins er í anda alfræðiorðabóka sem
hann nýtir sér eins og brotajárns-
sali nýtir sér bílakirkjugarða til
endurvinnslu. Að þessu leyti er
Erró nær James Joyce en Kafka
því gnóttin sem hvarvetna blasir
við – myndefnið hjá Erró, sem og
orðaflaumurinn hjá Joyce – dregur
úr von áhorfandans um að geta
nokkurn tíma fundið einfaldan og
sómasamlegan túlkunarflöt á þess-
um verkum.
Segja má að súrrealisminn og
poppið hafi mótað afstöðu Errós til
málverksins sem myndflatar þar
sem allt getur gerst og allar and-
stæður falla saman. Þetta er vissu-
lega sannleikurinn um nútímann,
heiminn þar sem endaskipti eru
höfð á nærfellt öllum sköpuðum
hlutum og allt flýtur. Draumsýn
Andys Warhol um heim sem gæti
innan tíðar boðið öllum að vera
heimsfrægir, í fimmtán mínútur,
kristallast í málverkum Errós. Þar
hamast allir, hver í kapp við annan,
við að vekja á sér athygli og oln-
boga sig áfram á myndfletinum,
bersýnilega í von um að komast
betur í sviðsljósið.
Erró er eini listamaðurinn sem
birta hrámetið rúið allri hugsan-
legri umræðu. Þar er kominn
Kafka sá sem myndar andstæðuna
við Joyce, endurborinn í Erró. En
ef til vill er niðurstaðan sú sama
þegar öllu er á botninn hvolft því
álit, sterkar meiningar, slúður og
gífuryrði eru síst meira upplýsandi
en fámælgi og þögn.
Barokkstíll Errós er því af svip-
uðum toga og myndverk Warhols,
að viðbættum kvikmyndatilraunum
hins síðarnefnda í Verksmiðjunni –
Factory – slúðurmálgagninu Int-
erview og annarri athafnasemi, svo
sem málverkaframleiðslunni með
fyrrum graffitílistamanninum
Jean-Michel Basquiat, skömmu
fyrir ótímabæran dauða beggja.
Stóri munurinn er sá að Warhol
var of félagslyndur sem listamaður
til að geta staðið frammi fyrir
strekktum striganum og hamast
tólf til fimmtán tíma í striklotu,
einn og yfirgefinn. Endaleysan í
málverkum Errós er ekki aðeins
mynd af ofgnótt veraldarinnar,
heldur einnig hugmyndum og af-
stöðu almennings sem reynir um
leið að henda reiður á óreiðunni.
Þetta skildu frændur okkar Finnar
býsna vel á opnuninni í Tennishöll-
inni, enda vanir heimssýn þeirra
Kaurismäki-bræðra og Leningrad-
kúrekanna.
Endurunninn
almannarómur
Eitt verka Errós á sýningunni í Helsinki.
Halldór Björn Runólfsson
MYNDLIST
B o r g a r l i s t a s a f n i ð ,
H e l s i n k i
Til 22. júlí. Opið þriðjudaga til
sunnudaga kl. 11-20:30.
MÁLVERK ERRÓS
OPNUÐ verður í Listhúsi Ófeigs á
Skólavörðustíg 5 sýning á teikn-
ingum eftir Erlu Reynisdóttur van
Dyck á laugardag kl. 16.
Erla er búsett á Englandi og
starfar þar sem kennari, en hún
kennir vefnað og hrynjandalist.
„Erla vinnur verk sín mjög hratt
og er í mikilli nánd við viðfangs-
efnið (fyrirmyndina), þar af leiðir
að verkin eru sjálfsprottin sköpun
augnabliksins þar sem formið
sjálft er ekki eins mikilvægt og
upplifun andartaksins. Erla notar
auk blýants ýmis óhefðbundin
áhöld eins og t.d. reyrstifti, fjaðrir
og fingurna og notar báðar hendur
jafnt í listsköpun sinni,“ segir í
kynningu.
Sýningin verður opin á verslun-
artíma. Lokað sunnudaga. Henni
lýkur 8. ágúst.
Teikningar
hjá Ófeigi
TÓNLEIKAR verða í Reykjahlíðar-
kirkju við Mývatn á laugardag kl. 21.
Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnu-
leikari og Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son píanóleikari flytja m.a. verk eftir
Telemann, Gaubert og Mahler.
Aðgangseyrir kr. 500.-
Tónleikar í
Reykjahlíðar-
kirkju
ÓLÖF Björk Bragadóttir opnar sýn-
ingu í sal félagsins Íslensk grafík,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17
(hafnarmegin) á laugardag kl. 16.
Við opnunina mun dr. Sigurður
Ingólfsson lesa eigin ljóð. Sýningin
mun standa til 12. ágúst og er opin
frá kl. 14 til 18 fimmtudaga tilsunnu-
daga.
Ólöf Björk
Bragadóttir sýnir
♦ ♦ ♦
JIMMY Bly (Kip Pardue) er nýliði á
kappakstursbrautunum og gengur
ekki sem skyldi. Bróðir hans (Ro-
bert Sean Leonard) leggur kannski
of hart að honum auk þess sem Bly
á í ástarsambandi við Sophia (Est-
ella Warren), kærustu erkifjanda
síns, Beau Brandenburg (Til
Schweiger).
Eigandi keppnisliðsins sem Bly
ekur fyrir, Carl Henry (Burt Reyn-
olds), leitar hjálpar hjá fyrrum
kappaksturhetju að nafni Joe Tanto
(Sylvester Stallone), sem hætti að
keppa eftir hörmulegt slys á braut-
inni er næstum kostaði hann lífið.
Þannig er söguþráðurinn í kapp-
akstursmyndinni Driven sem frum-
sýnd er í fjórum kvikmyndahúsum í
dag. Með aðalhlutverkin fara Sylv-
ester Stallone, Kip Pardue, Robert
Sean Leonard, Estella Warren, Til
Schweiger og Burt Reynolds. Leik-
stjóri er Finninn Renny Harlin en
það er Stallone sjálfur sem skrifar
handritið auk þess sem hann fram-
leiðir og fer með aðalhlutverkið.
Það eru fimm ár síðan Sylvester
fór að hugsa út í myndina en hann
langaði að gera mynd um kappakst-
urshetjur. „Ólíkt öðrum íþrótta-
köppum fást ökumennirnir við
íþrótt sem er þess eðlis að þú vonar
að þeir lifi af daginn,“ er haft eftir
stórstjörnunni. „Þú ekur ekki á
vegg á 350 kílómetra hraða á
klukkustund spilandi golf,“ bætir
hann við.
Stallone safnaði sér efnivið í
handritið á Formúla 1-brautunum
og víðar. „Árum saman fylgdist ég
með þessum mönnum án þess að
kynnast því hvernig lífi þeir lifa og
hvers konar menn þeir eru. Ég vildi
vita það og fjalla um það í myndinni
minni.“
Hann tók sér góðan tíma til þess
að semja handritið og hann segir að
það hafi kostað átök að fá myndina
gerða. „Fólk var alltaf að segja mér
að það væri ekki hægt að gera þessa
mynd,“ segir hann. „Það gerði mig
enn staðráðnari í því að sýna fram á
að það hafði rangt fyrir sér.“
Leikarinn og handritshöfundur-
inn fékk gamlan samstarfsmann til
þess að stýra myndinni fyrir sig,
finnska leikstjórann Renny Harlin.
Þeir höfðu áður unnið saman við
gerð fjallaklifursmyndarinnar Cliff-
hanger. „Með Driven langar okkur
til þess að sýna hvers vegna kapp-
akstursíþróttir eru meðal vinsæl-
ustu íþróttagreina í heimi,“ er haft
eftir Harlin. „Við vildum fara með
áhorfendur þangað sem þeir hafa
aldrei áður komið, inn í vélina, inn
undir hjálm ökumannsins, inn í
áreksturinn. Það hefur aldrei verið
gerð svona kappakstursmynd áður.“
Stallone fékk einnig félaga sinn,
Burt Reynolds, til þess að fara með
áberandi hlutverk í myndinni. „Við
Sly höfum þekktst í meira en tutt-
ugu ár og vorum alltaf að leita að
verkefni fyrir okkur báða að leika í.
Nú hefur það tekist.“
Leikarar: Sylvester Stallone, Kip
Pardue, Robert Sean Leonard, Estella
Warren, Til Schweiger og Burt Reyn-
olds. Leikstjóri: Renny Harlin (Deep
Blue Sea, Cliffhanger, Die Hard 2).
Á kappakstursbrautinni
Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Kefla-
vík og Nýja bíó Akureyri frumsýna nýj-
ustu mynd Sylvester Stallones, Driven.
Stallone leikur gamla kappakst-
urshetju að nafni Joe í Driven.