Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANDLIT manns og lands Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Húsavík Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 1999 og 2000. Í veitingahúsinu Sölku á Húsavík er sýning á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt en myndin hér að ofan er ljósmynd Hafþórs Hreiðarssonar á Húsavík, Forsetaheimsókn. Sýningin stendur til þriðjudagsins 31. júlí. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. skemmta í kvöld laugardagskvöld Opið öll kvöld frá kl. 20. Lokað á mánudögum. Við Pollinn, Strandgötu 49, Akureyri Stórpopparinn Rúnar Júlíusson ásamt Þóri Baldurssyni og Júlíusi Guðmundssyni TIL SÖLU Renault Kangoo 1.4 RT nýskr. 09/99. Ekinn 17.000 km Upplýsingar í síma 893 0040 RÚMLEGA tvítugur karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára, en hann var ákærður fyrir manndráp með því að hafa skotið þremur skotum úr riffli í höfuð föð- ur síns með þeim afleiðingum að hann lést. Atburðurinn átti sér stað á heim- ili þeirra í Bláhvammi í Suður-Þing- eyjarsýslu í mars í fyrra. Dómur í máli þessu var kveðinn upp í lok september á síðasta ári og var maðurinn þá sýknaður af kröfu um manndráp en fundinn sekur um manndráp af gáleysi og dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðs- bundið til þriggja ára. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem í febrúar síð- astliðnum vísaði því til héraðsdóms að nýju, þar sem við meðferð máls- ins þótti skorta á að hugað væri að ýmsum atriðum sem tilefni var til að skoða frekar. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að þegar litið væri til fjölda skot- anna, tilrauna mannsins til að láta líta úr fyrir að um sjálfsvíg væri að ræða og þess að hann skýrði ekki rétt frá þætti sínum í andláti föð- urins, verði að telja fram komnar líkur á því að hann hafi framið það brot sem honum var gefið að sök í ákæru. Það sé hins vegar álit dóms- ins að meta verði umræddar athafn- ir í ljósi andlegs ástands mannsins eftir fyrsta skotið. Þótti dómnum, þegar málið var skoðað heildstætt, að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi á því að maðurinn hafi af ásetningi orðið föður sínum að bana eins og honum hafi verið gefið að sök í ákæru. Því yrði að sýkna hann af því broti Hann hafi þó sýnt af sér gáleysi við meðferð skotvopna með því að fara inn í þröngt og myrkvað herbergi föðurins og hlaða þar og handleika riffil við hlið rúms hans sem leiddi til dauða föðurins. Í dómsorði segir að komi refsing ákærða til framkvæmda hafi hann þegar afplánað hana með gæslu- varðshaldsvist sinni frá því í mars og fram í september á síðasta ári. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóminn ásamt meðdómendun- um Halldóri Halldórssyni dóm- stjóra og Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni. Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Hlaut fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi MÖRG skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar eða 30 alls og er heildarstærð þeirra 707 þúsund brúttólestir. Gert er ráð fyrir um 17 þúsund farþegum á þessum skemmtiferðaskipum sumarsins og um 10 þúsund manns eru í áhöfnum þeirra. Það er ekki laust við að margir hafi áhuga á að eiga við- skipti við allt þetta fólk og hér er einn ungur sölumaður, Björn Páll, búinn að koma sér fyrir á Oddeyr- arbryggju þegar farþegar af Astor- ia stigu frá borði. Hann bauð hand- unna trémuni til sölu úr barnavagni og voru ferðamennirnir því ekki að skoða barn í vagni heldur minja- gripi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sölumað- ur sýnir farþegum varning ♦ ♦ ♦ NÝR sýslumaður, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, hefur nýlega tekið til starfa í Ólafsfirði. Ástríður sagði það hafa verið til- viljun að Ólafsfjörður varð fyrir val- inu þegar hún sótti um. Hún hefði verið búin að taka ákvörðun áður en embættið var auglýst að breyta til og hætta sjálfstæðum rekstri, einkum vegna mikils vinnuálags. Henni finnst spennandi og ögrandi að tak- ast á við þetta starf. Hún þekkti nán- ast ekkert til Ólafsfjarðar áður en hún kom þangað og var Ólafsfjörður einn af fáum stöðum á landinu þar sem hún þurfti ekki að koma við á ár- unum 1989 1991, en þá fór hún nokkrar ferðir um landið yfir sum- artímann á námsárum vegna fjár- náma og uppboða. Ástríður segir að hún hafi í nógu að snúast, ekki síst þessar fyrstu vikur, en ýmislegt hafi safnast upp vegna aðstæðna hjá embættinu síðastliðið eitt og hálft ár. Ástríður hefur frá árinu 1993 rek- ið lögmannsstofu í Mosfellsbæ og fasteignasölu að auki frá 1998, en hún lauk námi við Háskóla Íslands árið 1993. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ástríður Sólrún Grímsdóttir, nýr sýslumaður í Ólafsfirði. Nýr sýslumaður til starfa í Ólafsfirði Í nógu að snúast STARFSDAGUR verður í Laufási næsta sunnudag, 22. júlí og stendur frá kl. 14 til 17. Þá gefst gestum tækifæri til þess að rifja upp vinnu- brögð liðinnar tíðar. Dagskráin hefst kl. 14.00 í Lauf- áskirkju á helgistund sem séra Pétur Þórarinsson stýrir. Að henni lokinni verður tekið til hendinni við hey- vinnu á Laufástúninu og þeir gestir sem vilja spreyta sig á að slá með orfi og ljá, binda bagga og setja á hest fá aðstoð við það. Innanhúss verður unnið að skyr- og smjörgerð, steiktar lummur og malað kaffi. Gestum og gangandi verður boðið að bragða á góðgætinu. Einnig verður boðið upp á hangi- kjötsflís og sitthvað fleira. Á bað- stofulofti verður setið við tóvinnu og kveðnar rímur. Fjöldi handverksfólks í Eyjafirði hefur um árabil látið sér annt um gamla bæinn í Laufási og unnið að því að kynna þar og kenna gömul handtök svo þau gleymist ekki. Félag eldri borgara í Eyjafirði hefur ekki síður lagt sitt af mörkum við að gera þennan árvissa viðburð í Lauf- ási eftirminnilegan. Í nýja þjónustuhúsinu er hægt að kaupa kaffi og þjóðlegt bakkelsi frá klukkan 10–18 alla daga. Starfsdagur í Laufási Vinnu- brögð lið- innar tíðar rifjuð upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.