Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDUM við innréttingar í nýbyggingu Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, svokallaða suðurbyggingu, er nú lokið. Átta farþegahlið hafa ver- ið tekin í notkun til viðbótar við þau sex sem fyrir voru en þar af eru fimm þeirra tengd landgöngubrúm. Eftir breytingarnar er því alls hægt að af- greiða fjórtán flugvélar í einu. Að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Leifsstöðvar, verður þjónusta efld til muna sem aftur mun fela í sér fjölbreyttari rekstur og af- þreyingu fyrir farþega. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að innréttingunum í nýbyggingunni undanfarna mánuði og var fyrsti hluti hennar tekinn í notkun í mars í tengslum við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfi Evrópusam- bandsríkjanna. Vinnu við innrétting- ar í austurvæng lauk fyrir mánuði og hefur verktaki nú einnig lokið fram- kvæmdum við vesturvæng bygging- arinnar. Afþreying og þjónusta við far- þega mun skipa æ stærri sess Áfram verður unnið að ýmsum framkvæmdum í flugstöðvarbygg- ingunni en eftir er að koma upp að- stöðu á þjónustusvæði í suðurbygg- ingu. Stefnt er að því að þar verði bæði verslanir og veitingastaðir en að sögn Höskuldar er áætlað að fram- kvæmdum verði að fullu lokið á fyrri hluta næsta árs. Höskuldur segir ýmsar hugmyndir uppi um hvernig sú aðstaða verður nýtt og hvað verði boðið upp á en engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar í því sambandi. Auk sérvöruverslana hafi til dæmis hafi verið rætt um að setja upp veitingastað þar sem boðið verð- ur upp á ferska sjávarrétti. Þjónusta í gömlu flugstöðvarbyggingunni, svo- kallaðri norðurbyggingu, verður óbreytt að sinni. Búið er að koma upp bráðabirgðaþjónustu í nýju bygging- unni. Þar er nú starfrækt, auk frí- hafnar, Íslenskur markaður, veit- ingastofa og útibú frá Lands- bankanum. Höskuldur sér fyrir sér að eftir breytingarnar verði flugstöð- in líkari því sem gengur og gerist í ná- grannalöndunum þar sem fjölbreytt þjónusta við farþega skipi æ stærri sess. Suðurbyggingin er tæpir 17 þús- und fermetrar að stærð og skiptist í tvær hæðir og kjallara. Á fyrstu og annarri hæð er rými til að aðskilja farþega innan og utan Schengen- svæðisins, vegabréfaskoðunarsalur, aðstaða fyrir lögreglu og öryggiseft- irlit og þjónusturými fyrir farþega. Höskuldur segir að um leið og unnt sé að tryggja algjöran aðskilnað farþega sem ferðast innan og utan Schengen sé hægt að samnýta aðstöðuna að stórum hluta. Þá eru þrjár aðkomu- leiðir við allar landgöngubrýr. Rúllu- stigar og lyftur auk stiga. Hönnun byggingarinnar var í höndum Andersen & Sigurdsson I/S og Holm og Grut A/S í Danmörku en aðalverktakar við bygginguna eru ÍAV hf., Hávirki hf. og Ístak hf. Byggingin sjálf er klofin í tvennt með gjá sem endurspeglar, að sögn Hösk- uldar, landfræðilega stöðu Íslands milli Evrópu og Ameríku og skírskot- ar um leið til gliðnunar landsins um Atlantshafshrygginn. Þá er íslenskt líparít úr Rauðaskriðu á Austfjörðum notað á veggi gjárinnar sem setur sterkan svip á gjána. Gert ráð fyrir frekari stækkun í kringum 2010 Að sögn Höskuldar var brýn þörf á að stækka flugstöðvarbygginguna, einkum þar sem farþegum um hana hefur fjölgað ört undanfarin ár. Norðurbyggingunni, sem tekin var í notkun árið 1987, var ætlað að anna um einni milljón farþega á ári en far- þegar voru þá um sex hundruð þús- und. Höskuldur segir að nú fari um ein og hálf milljón farþega um bygg- inguna á ári og hefur aukningin num- ið um og yfir 10 prósentum undanfar- in ár. Frá 1993 hefur farþegafjöldi um stöðina tvöfaldast. Að auki segir Höskuldur að stöðin fullnægi skuld- bindingum Íslands vegna Schengen- samstarfsins. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að stækka nýju bygginguna til austurs og vesturs og bæta við ell- efu farþegahliðum. Samtals yrðu hliðin þá 22, öll tengd með land- göngubrúm. Höskuldur segir að stöð- in, eins og hún er í dag, anni tveimur til tveimur og hálfri milljón farþega á ári. Hann segir að gangi spár um heildarfjölda eftir verði hafist handa við stækkun byggingarinnar í kring- um 2010 en spáin gerir ráð fyrir fjög- urra til fimm prósenta farþegaaukn- ingu á ári. Mögulegt að afgreiða fjórtán vélar í einu Morgunblaðið/Billi Fimm landgöngubrýr hafa bæst við Leifsstöð. Morgunblaðið/Billi Hönnun nýju flugstöðvarbyggingarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli. Ljósabúnaður í lofti minnir óneitanlega á grýlukerti. Keflavíkurflugvöllur Morgunblaðið/Billi Áætlað er að stórauka þjónustu og fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferða- menn sem fara um flugstöðvarbygginguna. Framkvæmdum við innréttingar í suðurbyggingu Leifsstöðvar lokið BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hef- ur ráðið Jón Þórisson fjármálastjóra bæjarins. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu skólastjóra Tónlistar- skóla Grindavíkur. Bæjarstjórn Grindavíkur sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í fyrradag að ráða Jón Þórisson í stöðu fjármálastjóra bæjarins en sex sóttu um starfið. Jón er 38 ára gam- all viðskiptafræðingur sem búsettur er í Grindavík en starfar hjá Rík- isbókhaldi. Sjö sóttu um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur sem einnig var auglýst laus til umsóknar á dögunum. Skólanefnd skólans mælti með Birnu Bragadóttur og Gunnari Kristmannssyni, í þeirri röð sem nöfn þeirra eru nefnd. Bæjarstjórn taldi að skoða þyrfti málið nánar og veitti bæjarráði fulln- aðarumboð til að ganga frá ráðning- unni. Að sögn bæjarstjórans er búist við að það verði gert næstkomandi miðvikudag. Ráðinn fjár- málastjóri Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.