Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur ákveðið vaxtakjör af lán- um til leiguíbúða, í samráði við fjár- málaráðherra, sem boðin verða í tengslum við sérstakt átak um fjölg- un leiguíbúða á næstu fjórum árum. Gert er ráð fyrir að leiguíbúðum verði fjölgað um a.m.k. 550 á ári á næstu fjórum árum. Félagsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun á ríkisstjórnarfundi í gær. Að sögn Páls verða annars vegar veitt lán til byggingar eða kaupa 400 leigu- íbúða á ári samkvæmt 15. grein hús- næðislaganna, en þar er um að ræða félagslega leiguíbúðir á vegum sveit- arfélaga, Öryrkjabandalagsins, námsmannaíbúðir o.fl. sem eru ætl- aðar fólki undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Hefur nú verið ákveðið að lán til þessara 400 íbúða beri 3,5% vexti. „Með þessu er komið verulega til móts við sveitarfélögin og þau hvött til að koma upp leiguíbúðum,“ segir Páll. Hins vegar er svo um að ræða lán vegna almennra leiguíbúða á vegum húsnæðissamvinnufélaga og annarra félaga sem eiga og reka leiguhúsnæði fyrir fólk, sem ekki fellur undir sér- stök tekju- og eignamörk, samkvæmt 16. grein húsnæðislaganna. Páll segir að verið sé að setja af stað sérstakt átak í samstarfi við lífeyrissjóðina um að bæta við 600 almennum leiguíbúð- um á næstu fjórum árum. Verður lán- að til 150 íbúða á ári með 4,5% vöxt- um. Komið til móts við sveitarfélög og aðra um leiguhúsnæði Að sögn félagsmálaráðherra er að því stefnt með þessu fjögurra ára átaki að fjölga leiguíbúðum samtals um 550 á ári. „Það er komin niðurstaða í þetta leiguíbúðamál, og ég vona að það verði til þess að það rýmist til á leigu- markaði. Það hefur verið verulegur skortur á leiguhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu og sums staðar annars staðar, en núna á að vera komið til móts við sveitarfélögin og aðra þá sem vilja byggja leiguíbúðir,“ segir hann. Fjármálaráðuneyti á móti niður- fellingu skatts húsaleigubóta „Við skoðuðum ýmsar aðrar leiðir, svo sem stofnstyrki, en það þarf mjög mikla peninga á hverja íbúð til þess að stofnstyrkir skipti einhverju máli. Við skoðuðum líka þá leið að hætta skattlagningu húsaleigubóta en fjár- málaráðuneytið var mjög á móti því að undanþiggja þær skattinum.“ Að sögn Páls kemur ríkissjóður til með að rétta við þann halla sem myndast hjá Íbúðalánasjóði við að greiða niður lán til leiguíbúðanna. Er áætlað að vaxtaniðurgreiðsla vegna íbúða sem falla undir 15. grein hús- næðislaganna verði 64 milljónir á ári. „Það hafa verið biðlistar eftir leigu- húsnæði. Erfitt er þó að átta sig á raunverulegu umfangi því sumir eru skráðir á mörgum stöðum en það er greinilega skortur á leiguhúsnæði og ég tel að þetta sé verulegt átak sem við erum að gera til að bæta úr því.“ Fjölga á leiguíbúðum um 550 á ári með sérstöku átaki Vextir af lánum til félagslegra leigu- íbúða verða 3,5% DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra hafði í gær gegnt embætti for- sætisráðherra lengur en nokkur annar ís- lenskur stjórnmála- maður. Hann hafði þá verið forsætisráðherra samfellt í tíu ár, tvo mánuði og 20 daga í þremur ríkisstjórnum. Hermann Jónasson kemur næstur en hann var samanlagt for- sætisráðherra í tíu ár, tvo mánuði og 19 daga í þremur stjórnum á árabilinu frá 1934-1958. Ólafur Thors sat samtals í níu ár, átta mánuði og 13 daga í forsætisráðherraemb- ætti. Þann 17. febrúar 1999 varð Davíð sá ráðherra sem hafði setið lengst allra sam- fellt í embætti for- sætisráðherra hér á landi eða í 2.850 daga óslitið en Hermann Jónasson, sem kemur næstur, var samfellt forsætisráðherra í sjö ár, níu mánuði og 19 daga. Lengst allra í embætti forsætis- ráðherra VEGAGERÐIN hefur nú gefið út síðasta kort ársins 2001 um ástand fjallvega. Samkvæmt því eru það þrír vegir sem enn hafa ekki verið opnaðir en það eru Dyngju- fjallavegur og Gæsavatnaleið, norð- an Vatnajökuls, og Hrafntinnusker suðvestan Landmannalauga. Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni að þessir vegir væru ófærir sökum mikilla snjóskafla sem þar hefðu safnast upp, auk þess væri ekki búið að merkja Gæsa- vatnaleið með vegstikum. Talsmenn Vegagerðarinnar gátu ekki sagt til um það hvort eða hve- nær þessir vegir myndu verða opn- aðir en á næstunni verður flogið yf- ir vegina norðan Vatnajökuls og kannað hvort hægt sé að ryðja þá. Hrafntinnusker er hins vegar ekki á ábyrgð Vegagerðarinnar og því er ekki vitað hvort reynt verður að ryðja þann veg. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Greiðfært er orðið víðast hvar um hálendið og margir á ferð. Þrír fjallvegir enn lokaðir TÖKUR standa nú yfir við Veiði- vötn, nánar tiltekið við Drekavatn, á auglýsingu á nýrri tegund pallbíls fyrir Lincoln-bílaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum. Nýja bílategundin heitir Lincoln Black Wood. Ásta Hrönn Stefánsdóttir, fram- leiðslustjóri hjá Pan Arctica, var á leið til Reykjavíkur frá tökustað þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hún sagði að stærsti hluti tökuliðsins væri á leið til höfuðborgarinnar en enn væru nokkrir starfsmenn eftir sem myndu ljúka tökum í dag. „Alls vor- um við í kringum 47, bæði erlendir aðilar og Íslendingar og tókust tök- ur feikivel,“ segir Ásta. En hvers vegna voru Veiðivötn og þar með talið Ísland fyrir valinu? „Það er bara eitt svar við því; fal- legt landslag,“ segir hún og bætir við að leitað hafi verið eftir breyti- leika í landslagi. Hún segir að tökur hafi aðaðallega farið fram í svört- um sandi en nýi pallbíllinn í auglýs- ingunni er svartur. „Þá var maður úti í vatni, í mótvægi við bílinn, en bílinn keyrir fram hjá honum.“ Aðspurð segir Ásta að undirbún- ingur hafi tekið í kringum þrjár til fjórar vikur en tökudagarnir verða samtals þrír þegar þeim lýkur í dag. Hún segir auglýsinguna ein- göngu verða sýnda erlendis. Linc- oln-verksmiðjurnar, Anonymous- kvikmyndafyrirtæki í Los Angeles og kvikmynda- og Pan Arctica standa að auglýsingunni. Erlend bíla- auglýsing fest á filmu við Veiðivötn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tökur fóru aðallega fram í svörtum sandi við Drekavatn. SÝSLUMAÐURINN í Kefla- vík hefur gefið út ákæru á hendur hjónum á fimmtugs- aldri fyrir sölu og innflutning fíkniefna. Rannsókn var um- fangsmikil en magn efna sem ákært er fyrir er ekki mikið. Hin meintu brot áttu sér flest stað árið 1999. Lögreglan hóf rannsókn í kjölfar þess að ábendingar bárust um að hjón- in hefðu selt fíkniefni úr bifreið í Keflavík. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa í júlí 1999 flutt til lands- ins 15 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni auk lít- ilræðis af kókaíni og marijúana. Konan er sökuð um að hafa selt manni eitt gramm af amfeta- míni í ágúst 1999. Bæði eru þau ákærð fyrir að hafa haft í fórum sínum lítilræði af kannabisefn- um og amfetamíni þegar leitað var á heimili þeirra. Hjón ákærð fyr- ir fíkni- efnabrot Davíð Oddsson forsætisráðherra FIMM menn á aldrinum 16–20 ára voru handteknir síðastliðið miðvikudagskvöld af lögregl- unni á Akranesi í kjölfar hús- leitar á heimili í bænum þar sem talsvert af þýfi fannst. Við yfirheyrslur upplýstust innbrot í átta sumarbústaði í Svínadal og Skorradal sem framin voru um síðustu helgi og þrjú innbrot í félagsheimili á Akranesi og í nágrenni bæjar- ins sem framin voru í lok síð- asta árs. Jafnframt upplýstist fjöldi annarra innbrota í bif- reiðar og fyrirtæki sem framin voru á tímabilinu janúar til júní 2001. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akranesi var málið unnið í samvinnu við lög- regluna í Borgarnesi. Fimm hand- teknir vegna fjölda innbrota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.