Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HROKI og misskilinn „félagsandi“, árátta lækna til að hylma yfir hver með öðrum, er sögð undirrótin að því að 30–35 börn dóu vegna mistaka, sem síðan var hylmt yfir á hjartadeild spítala í Bristol. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í Bretlandi í vik- unni og tekur til aðgerða á níunda áratugnum. Skýrslan fær hárin til að rísa á les- endum en óhugnanlegast er ef til vill að höfundur hennar, lagaprófessor- inn Ian Kennedy, sagði er hann kynnti hana að sama ferli gæti end- urtekið sig annars staðar og yrði þá líklega aðeins uppgötvað löngu eftir á. Viðvörunum ekki sinnt Þegar árið 1986 lá fyrir að dánar- tíðni á hjartadeild fyrir börn í Bristol var óeðlilega há. Stepen Bolsin var svæfingarlæknir við spítalann og sá að ekki var allt með felldu, svo hann fór að safna gögnum sem hann lagði fyrir John Roylance yfirlækni sem hafnaði niðurstöðum Bolsins. Hann hélt áfram með athugun sína en eng- inn sinnti henni, heldur ekki heil- brigðisráðuneytið, sem áleit að málið ætti að leysa á staðnum. Roylance var síðan vikið frá störfum vegna málsins. Þrátt fyrir að víðtæk gögn lægju fyrir um áhættuna við skurðaðgerð- irnar, sem voru framkvæmdar þarna, var foreldrunum ekki gefið neitt til kynna um hana. En dánartíðnin í Bri- stol var líka miklu hærri en við sam- bærilegar aðgerðir annars staðar sem hefði átt að vekja athygli. Sam- bandið við foreldrana var einnig kaldranalegt og upplýsingar til þeirra í lágmarki. Í viðtali við BBC var rætt við for- eldra barns sem lést eftir aðgerð. Foreldrunum var sagt að aðgerðin hefði heppnast vel og eðlilegt væri að barnið væri í dái fyrst á eftir. Hið rétta var að barnið var heiladautt en það voru foreldrarnir ekki upplýstir um fyrr en eftir rúman mánuð er barnið var úrskurðað látið. Síðar komust þau að því að ef barnið lifði í yfir mánuð var aðgerðin bókfærð sem heppnuð aðgerð og dauðsfallið ekki tengt henni. Fleiri sorgarsögur hafa komið fram í fjölmiðlum í kjölfar birtingar skýrslunnar. Hörð gagnrýni á andann í heilbrigðiskerfinu Auk Roylance kemur fram hörð gangrýni á störf tveggja skurðlækna. Annar þeirra missti lækningaleyfið, hinn mátti ekki gera aðgerðir á börn- um í þrjú ár eftir að málið komst upp en er nú atvinnulaus. Þetta gerðist eftir að málið komst upp 1998 en eftir það var ákveðið að gera frekari úttekt sem nú liggur fyrir í skýrslunni nýju. Alvarlegt umhugsunarefni er sú mynd sem skýrslan dregur upp af viðhorfum í heilbrigðiskerfinu. Skýrslan staðfestir ríkjandi viðhorf um að læknar hylmi yfir hver með öðrum, þegar mistök þeirra eru ann- ars vegar. Læknar, sem reyndu að vekja athygli á þeim misbresti sem var á meðferð barnanna, var gert skiljanlegt að þetta væru allt annað en æskilegar upplýsingar. Bolsin flutti til Ástralíu því hann sagðist ekki hafa átt minnsta möguleika á starfi í Bretlandi. Hann hefði verið útskúfað- ur meðal starfsbræðra sinna fyrir að segja frá ósómanum. Helsta skýringin á því hvað yfir- læknar sjúkrahússins gengu langt í að hylma yfir hvað væri að gerast er að sjúkrahúsið hafði á níunda ára- tugnum áunnið sér stöðu sem svæð- issjúkrahús. Til þess að hafa þá stöðu þurfti ákveðinn fjölda aðgerða. Skýrslan ályktar að börnunum hafi í raun verið fórnað til að sjúkrahúsið héldi þessari stöðu sinni. Sagt er að öll sagan sé eins og grískur harmleik- ur. „Við vitum niðurstöðuna, en samt sem áður getum við ekki hindrað hana eins og nú horfir.“ Skýrsla komin út í Bretlandi um læknamistök sem reynt var að hylma yfir Áfellisdómur yfir breska heilbrigðiskerfinu London. Morgunblaðið. MIRJANA Markovic, eiginkona Slobodans Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, fékk að hitta bónda sinn í Haag í gær, þar sem hann bíður réttarhalda fyrir stríðs- glæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamenn, hvorki fyrir né eftir fundinn. Markovic flaug frá Belgrad til Amsterdam í gær ásamt lögfræðingi sínum, Dragoslav Ognjanovic. Her- lögregla tók á móti henni á flugvell- inum og ók henni rakleiðis til bæj- arins Scheveningen í nágrenni Haag, þar sem sakborningar fyrir stríðs- glæpadómstólnum eru vistaðir. Markovic fær ekki að fara út fyrir bæinn meðan á dvöl hennar stendur. Stjórnvöld í Hollandi veittu Markovic þriggja daga dvalarleyfi í síðustu viku, eftir að Evrópusam- bandið veitti undanþágu frá banni við því að hleypa meðlimum Milos- evic-fjölskyldunnar inn í aðildarríkin. Stjórnvöld í Júgóslavíu framseldu forsetann fyrrverandi til stríðsglæpa- dómstólsins í júní. Reuters Mirjana Markovic kemur til Schiphol-flugvallar í gær. Hittir eiginmann sinn í Haag Haag. AP. HRAUNFLÆÐI úr eldfjallinu Etnu á Sikiley hefur eyðilagt tog- lyftu og annan búnað á skíðasvæð- inu í Rifugio Sapienza sem sést á myndinni. Hótel og veitingastaðir við fjallsræturnar hafa verið rýmd. Öskugos hófst í Etnu 7. júlí og í síðustu viku tók hraun að renna úr nýrri sprungu í fjallinu. Enn sem komið er ógnar eldgosið ekki íbúð- arbyggð, en hraunstraumurinn stefnir þó í átt að þorpinu Nicolosi á 150 metra hraða á dag. Reistir hafa verið steinsteypugarðar til að reyna að beina straumnum frá þorpinu. AP Gos í Etnu Catania. AP. Mirjana Markovic ♦ ♦ ♦ BRESKI rithöfundurinn, stjórn- málamaðurinn og milljónamæring- urinn Jeffrey Archer var í gær dæmdur til fjög- urra ára fangels- isvistar fyrir meinsæri og að hindra framgang réttvísinnar. Dómarinn, Francis Potts, tók fram við upp- kvaðningu dóms- ins að Archer yrði að sitja af sér í það minnsta helming þess tíma, auk þess sem honum var gert að greiða ríflega 25 milljónir íslenskra króna í máls- kostnað. Archer var ákærður fyrir að hafa framið meinsæri fyrir rétti árið 1987 er hann höfðaði meiðyrðamál gegn breska dagblaðinu Daily Star, en blaðið birti frétt þess efnis að hann hefði greitt fyrir þjónustu tiltekinn- ar vændiskonu. Vann hann málið og þurfti dagblaðið að greiða honum sem svarar 50 milljónum íslenskra króna í skaðabætur. Archer fékk fyrrverandi vin sinn, Ted Francis, til að veita sér falska fjarvistarsönnun í meinsærismálinu. Í gær var Francis hins vegar sýkn- aður af ákæru um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Báðir menn- irnir höfðu neitað öllum sakargift- um. Lögmaður Archers sagði að réttarhaldinu loknu að skjólstæðing- ur hans hygðist áfrýja dómnum. Brotin talin mjög alvarleg Archer var fundinn sekur um fjögur af fimm ákæruatriðum og var kviðdómurinn einróma samþykkur sakfellingunni. „Þessar meinsæris- ákærur eru alvarlegar og brotið al- varlegra en ég hef áður upplifað eða lesið um í bókum,“ sagði dómarinn áður en hann kvað upp dóminn. Að réttarhöldunum loknum lýsti sak- sóknarinn, David Waters, Archer sem manni sem eigin metnaður hefði rekið til að ljúga. „Hann er maður sem kemst yfir allar þær hindranir sem á vegi hans verða með því að hagræða staðreyndum og með því að spinna upp óheiðarleg svör.“ Á hinn bóginn sagði einn lög- manna Archers, Nicholas Purnell, að vitni saksóknarans, þar á meðal ritari Archers sem kvað hann hafa látið sig útbúa falskar dagbækur, hefðu logið. Archer á sæti í lávarðadeild breska þingsins auk þess sem hann er fyrrverandi borgarstjóraefni íhaldsmanna í London. Flokkurinn dró þó framboðsumboð hans snögg- lega til baka er hann varð uppvís að því að hafa fengið Francis til að bera ljúgvitni. Í kjölfarið var lávarðurinn gerður brottrækur úr Íhaldsflokkn- um í fimm ár. Archer var fyrst kjörinn í neðri deild breska þingsins árið 1969, þá aðeins 29 ára að aldri. Hann þurfti hins vegar að segja af sér þing- mennsku fimm árum síðar eftir að hann varð gjaldþrota í kjölfar óskyn- samlegra fjárfestinga. Árið 1992 var hann skipaður ævilangt til setu í lá- varðadeild þingsins og ekki er búist við að þingið svipti hann sæti sínu. Dómur kveðinn upp í máli breska rithöfundarins og stjórnmálamannsins Jeffrey Archer Fjögurra ára fangelsi fyrir meinsæri London. AP. Archer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.