Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                    ! "   # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÓ AÐ dagar Davíðs Oddssonar séu kannski að verða sólarlitlir er nótt enn björt á Íslandi og „mynnist við svalan dag sem rennur hægt og grynnist“, eins og yngsta þjóðskáldið yrkir, og haustmyrkrið langt undan. Því er það að ég áræði ég að koma á flot lítilli athugasemd við meðferð á stöku eftir ástsælt alþýðuskáld. Og þennan formála hef ég, vegna þess að það er ábyrgðarhluti að hreyfa slíku alvörumáli, (og hreint hættuspil á öðr- um árstíma en þessum), því að þjóðin getur tekið það óstinnt upp, einkum varði það vísur sem hún hefur fengið dálæti á og flestir telja sig kunna. Mér eru til að mynda í minni heitar umræður sem hófust á þessum vett- vangi fyrir allmörgum árum, og ein- mitt eftir að nótt tók að lengja, um vísu Vatnsenda-Rósu, „Þó að kali …“ þegar einhver dirfðist að draga í efa að vísan væri eftir hana, en vildi eigna hana Sigurði í Katanesi, vegna þess að hann tekur hana upp í ljóðabréfi til konu sinnar; urðu um þetta langar og heitar deilur, og þó að Guðrún P. Helgadóttir, sem var verjandi Rósu í málinu, færi að lokum með glæsilegan sigur af hólmi, var það held ég ekki fyrr en á útmánuðum að menn kom- ust til að ræða það sem bersýnilega lá þeim þó enn þyngra á sinni þennan vetur, en það var hvor hinna hefð- bundnu kryddstauka á matborðum landsmanna væri ætlaður undir salt og hvor undir pipar; skiptust bréfrit- arar í tvær andstæðar fylkingar og taldi önnur að staukurinn með einu gati væri saltstaukurinn, en sá með fleiri götum piparstaukurinn – og öf- ugt. Lögðu m.a. margar virðulegar húsmæður alla sál sína og þung rök fram í málinu á báða bóga, og höfðu sumar hverjar gengið á viðurkennda hússtjórnarskóla, jafnvel í Dan- mörku. Þessi rimma stóð, ef mig mis- minnir ekki, fram á vor og gleymdust bæði refur og rjúpa það árið. En ég vil semsé helst ekki verða upphafsmaður að þvílíkri orðahríð, en þó er það raunar staka eftir Vatns- enda-Rósu, sem ég ætla að gera að umtalsefni, það er vísan, „Auga mitt, og auga þitt …“, sem nú er þráfald- lega farið rangt með, bæði í söng og á prenti, og látin hljóða: „Augun mín, og augun þín …“ En Rósa hafði ein- tölumyndina, því að hún kunni manna best að ríma, var einstaklega smekk- vís á mál, og fór auk þess að málvenju. Íslendingar hafa nefnilega löngum rennt (hýru) auga hver til annars; haft auga hver með öðrum; ekki ætíð litið hver annan réttu auga, osfrv., osfrv. Vitaskuld er fleirtölumyndin einnig algeng í talsháttum, og þá einkum þar sem það fer betur, en það gefur augaleið að Rósa hefur ekki seilst eftir henni til þess eins að spilla vísunni. Ég lærði vísur Vatnsenda-Rósu af afa mínum, búandmanni vestan úr Dölum, er flust hafði ófús á mölina í Reykjavík árið 1902. Hann var fædd- ur níu árum eftir að Rósa dó. Ég heyrði hann margoft ræða við gesti, gjarna annað búandfólk vestan úr Dölum, um Rósu og atburði sem tengdust nafni hennar; suma ljúfa, aðra sára. Og þar sem ég var á barns- aldri og hugmyndaflugið meira en al- mennt gott þykir, fannst mér Rósa strax nákomin okkur, enda nafna móður minnar og hlyti því eiginlega að vera frænka mín! Og lítið varð mér fyrir að flytja Vatnsenda úr Húna- þingi að Haukadalsvatni og hagræða öðru smálegu. Þá var ekki minna var- ið í að heyra að afi hefði þekkt og um- gengist fólk, sem aftur hafði þekkt Rósu og Nathan og jafnvel verið við aftöku Agnesar og Friðriks í Vatns- dalshólum 1831. Allt þetta fannst mér engu síðra en að eiga föðurbræður er verið höfðu sumir í Svoldarorrustu, aðrir á Stikla- stöðum, og að líkindum allir í Örlygs- staðabardaga. ÚLFUR HJÖRVAR Heygskróki 18, FO-100 Tórshavn, Færeyjum. Vísuorð Frá Úlfi Hjörvar: VART er að undra þessi misserin, þótt spurningar vakni um tengsl kvótakónga, verktakafyrirtækja og stórgróssera við ríkisstjórnarflokk- ana. Skemmst er að minnast afhroðs kristilegra demókrata á Ítalíu, þegar upp komst um undirmál þeirra og verktakafyrirtækjanna. Hér á landi sér landstjórnin og þeirra grósseralið sínum gróða best borgið í verksmiðjutogurum (hruni byggðanna), verksmiðjulandbúnaði (spítalafæði), hagræðingu (fákeppni, einokun), rándýrum vatnsaflsvirkjun- um og stórvafasamri stóriðju (betli á alþjóðaþingum, langtíma mengun, háu útsöluverði á rafmagni til innan- landsnota og stórfelldri hækkun land- skulda, stuldi á lífeyrissjóðum lands- manna í áhættufyrirtæki o.fl. o.fl.). Menntun, mannauður, upplýsinga- flæði og markaðssetning glymur lát- laust í eyrum. Og skrjáfar í dýrafitu, fíkniefnum, grófu brauði, unaði og of- beldi og brjáluðu kynlífi? Og nú síðast ættleiðingu marglitra barna. Varla þó til þess eins að auka á fjölbreytni og skemmtilegheit. Rammstein. Þjóðlendufrumvarp þessarar ríkis- stjórnar og fylgnin við kvótakerfið, sala á eignum almennings í hendur spekúlanta, sem stunda sitt glingrum prang á sama hengifluginu og þeir fáu útvöldu, sem greiða álitlegar fúlgur í leynilega kosningasjóði stjórnmála- flokkanna; allt dregur þetta dám af velþekktu ítölsku gróðagengi, mafí- unni. Barist er fyrir lífi og frelsi ef í nauðirnar rekur af fullri óbilgirni eins og sjá má í niðursoðnum bíómyndum. Á Íslandi virðist allt slétt og fellt á yfirborðinu, allir léttir og kátir á frjálsu fjölmiðlunum, sem og á þeim ríkisrekna, uppflosnaðir, taglhnýttir en frjálslegir í fasi, sínir eigin harð- stjórar. „Ljótur kom mér í móti/ melluvinur úr helli“ kvað Grettir norður í Kinn. Það grær undan haft- inu, segir á öðrum stað. Þeir sem eru á leið í snöruna, hvort heldur er til sjávar eða sveita, geta tekið krókinn fyrir kelduna og unnið sinn hlut, steypist sitjandi stjórn í fúlan pytt. Blásum af stjórnarstefnuna. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30, Reykjavík. Okur eða fundið fé? Frá Jóni Bergsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.