Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ý MSAR vísbendingar hafa komið fram á und- anförnum vikum um bjartari horfur og meira jafnvægi í efna- hagslífinu. Útflutningstekjur hafa aukist, krónan verið að styrkjast upp á síðkastið og ýmislegt bendir til að hægt hafi á hraða verðbólg- unnar. Í dag mun Seðlabankinn kynna nýtt mat á stöðu efnahags- mála og spá um þróun verðbólg- unnar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hækkaði verð á sjávarafurðum um 16,4% miðað við sama tíma í fyrra og verð á mjöli og lýsi hækkaði á sama tíma um 21%, þar af hækkaði lýsisverð á mörkuðum um 40% á fyrstu fimm mánuðum ársins sam- anborið við sama tíma árið 2000. Þá hafa borist fregnir í sumar af enn frekari verðhækkunum á fiskimjöli og lýsi. Verðmæti útfluttra sjávaraf- urða á tímabilinu janúar–maí nam 46 milljörðum kr., skv. upplýsingum Ásgeirs Daníelssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun. ,,Mín skoðun er að sú gengisað- lögun, sem nauðsynleg var vegna viðskiptahallans, hafi enn sem kom- ið er verið mjög jákvæð. Viðskipta- hallinn mætti auðvitað vera minni en það tekur alltaf tíma fyrir breyt- ingar að hafa áhrif en tvímælalaust ætti þetta að geta haft þau áhrif að náð verði svokallaðri mjúkri lend- ingu,“ segir Ásgeir. Hagvöxtur drifinn áfram af útflutningi og fjárfestingu ,,Efnahagslífið hefur að nokkru leyti skipt um fasa,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. „Hagvöxt- urinn á síðasta ári var að miklu leyti drifinn áfram af neyslu og fjárfest- ingum. Um mitt síðasta ár hófust gengisbreytingarnar sem urðu til þess að innflutningur varð mjög dýr en útflutningurinn varð hagstæður, þar sem íslensk útflutningsyfirtæki fá meira fyrir sinn snúð. Þessi þróun hefur haldið áfram allt fram á sum- ar og það hefur leitt til þess að hag- kerfið hefur söðlað um. Núna er hagvöxturinn, eins og sjá má af árs- fjórðungstölum Þjóðhagsstofnunar, að verulegu leyti drifinn áfram af útflutningi og fjárfestingu í stað einkaneyslunnar, eins og áður var. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur batnað. Grunnurinn er að verða mun traustari en hann var fyrir fyrirtækin. Viðskiptahallinn hefur dregist mjög hratt saman, kannski hraðar en menn þorðu að vona. Allt þetta kemur jákvætt út til langs tíma litið fyrir hagkerfið. Ég tel því að það sé bjart framundan og bjartara en menn þorðu að vona fyr- ir nokkrum mánuðum,“ segir Tryggvi. Að mati Tryggva eru því ýmis hagstæð teikn á lofti í þjóðarbú- skapnum, olíuverð að lækka og gengi krónunnar hefur verið að styrkjast. Útlit sé fyrir enn meira innflæði gjaldeyris m.a. vegna auk- inna útflutningstekna af sjávaraf- urðum og áhrifa af stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Þá hafi uppsjávarveiðar gengið vel að und- anförnu, þar sem t.d. góð kolmuna- veiði eigi eftir að hjálpa fyrirtækjum sem byggjast mikið á uppsjávarteg- undunum. El Nino hefur í för með sér hærra verð fyrir sjávarafurðir „Það má einnig benda á að ástæða þessara hækkana sjávarafurða er að El Nino [hlýsjávar- straumurinn] er að fara af stað og ansjósuveiðin að bregðast í Suður-Am- eríku, sem hefur bein áhrif, en þar er um okkar helstu keppinauta um fiskimjölið að ræða,“ segir hann. „Umbreytingin varð mun hraðari en menn þorðu að vona. Einkaneysl- an dróst saman og útflutningurinn jókst. Ég held að við sjáum fram á bjartari tíð,“ segir Tryggvi. Margir hafa gagnrýnt hátt vaxta- stig en Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum frá í mars. Er vaxtamunur við útlönd nú nærri sögulegu hámarki eða tæp 7 pró- sentustig, skv. upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar. Spurður um þetta segir Tryggvi Þór mikilvægt að sjá hvernig verðbólgan þróast á næst- unni. ,,Það er líka óhjákvæmilegt að þegar gengið hættir að falla og fer að styrkjast þá heldur það í við inn- flutningsverðlagið, þannig að það þrýstir ekki á verðhækkanir. Bens- ínið er að lækka, sem telja má til tekna í verðbólguútreikningunum. Verðbólgan ætti að fara að minnka og nú ættu menn að fara að huga að því að gaumgæfa vaxtalækkanir mjög kirfilega til þess að drepa ekki niður atvinnulífið,“ segir Tryggvi Þór. Hægt hefur á fjárfestingum í verðbréfum erlendis ,,Það kemur okkur ekki mjög á óvart að krónan hafi jafnað sig,“ segir Almar Guðmundsson, for- stöðumaður greiningardeildar Ís- landsbanka. „Hún hefur ekki styrkt sig að neinu ráði en það hefur þó verið meiri stöðugleiki í gengisþró- uninni að undanförnu. Það er í sam- ræmi við okkar spár,“ segir hann. Að sögn Almars hefur hægt á fjárfestingum í verðbréfum erlendis að undanförnu, sem hefur í för með sér minni þrýsting á krónuna. Þetta sé út af fyrir sig jákvætt en erfitt sé þó að átta sig á hver þróunin verður á næstunni. „Menn sæta lagi í þessum fjárfestingum eins og gengur. Þær geta svo sem aukist aftur og sett þrýsting á krónuna á nýjan leik en núna er þetta klárlega að hjálpa til. Sá samdráttur sem átt hefur sér stað á innflutningshliðinni er líka at- hyglisverður,“ segir Almar og bend- ir einnig á fyrirhugaðar álversfram- kvæmdir sem muni hafa í för með sér aukið innstreymi á gjaldeyri ef af þeim verður. „Við höfum að undanförnu sagt að það sé margt í spilunum sem bendir til að það sé að hægja hratt á. Það er kannski einna helst að vinnu- markaðurinn hafi setið eftir. At- vinnuleysistölurnar hafa borið vott um að það sé ennþá töluverð þensla og eftirspurn eftir fólki. Það er svo spurning hvað gerist þegar stórum og viðamiklum verkefnum lýkur í haust,“ segir hann. Almar segir að sjá megi merki um mun hægari vöxt á mörgum sviðum og samdrátt í einhverjum tilvikum. Fyrirtæki séu þegar farin að draga saman seglin þótt ástandið sé mis- jafnt eftir atvinnugreinum. Aðspurður hvort ástæða sé til vaxtalækkana, segir Almar ljóst að Seðlabankinn vilji bíða af sér þá hrinu verðhækkana sem hafi verið í gangi að undanförnu og sé ekki tilbúinn að slaka á klónni fyrr en séð verður fyrir endann á því. ,,Í því ljósi höfum við sagt, og þar erum við beinlínis að túlka slagkraftinn í orð- um Seðlabankans, að við gerum síð- ur ráð fyrir að vextir verði lækkaðir frekar á þessu ári en bankinn lækk- aði stýrivexti sína um 50 punkta í lok mars síðastliðins. Það er svo önnur saga að þörfin á frekari vaxtalækkun fer að verða mjög brýn ef hagtölurnar halda áfram að þróast í þá átt sem verið hefur en þær bera með sér hraðminnkandi umsvif í efnahagslífinu. Seðlabank- inn þarf að vera framsýnn í aðgerð- um sínum því vaxtatæki hans virkar með talsvert mikilli töf. Því er að mínu mati mikilvægt að Seðlabank- inn fari að huga að vaxtalækkun fyrr en síðar,“ segir hann. Engar afgerandi breytingar Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, segist ekki sjá neinar afgerandi breytingar í efna- hagslífinu sem breyti síðustu spá Þjóðhagsstofnunar frá í júní sl. Krónan hafi styrkst örlítið meira en gert hafi verið ráð fyrir þótt ekki sé um afgerandi frávik frá spá stofn- unarinnar að ræða. Ennþá sé einnig töluverður hraði á verðbólgunni, þótt hún hafi lækkað lítillega í síð- asta mánuði, eins og gert hafi verið ráð fyrir. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu mán- uðum,“ segir hún. Skoða lækkun skatta á fyrirtæki af mikilli alvöru ,,Við sjáum með hverjum mánuð- inum sem líður að það stefnir í átt að meira jafnvægi í efnahagslífinu,“ segir Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Hann segir þó ástæðu til að ætla að efnahagslífið muni ekki taka við sér fyrr en komið verður fram á næsta ár. „Það hefur hægt á eftspurninni og það kemur fram á tekjuhlið rík- issjóðs. Það er auðvitað jákvætt að því leyti að það dregur úr innlendri eftirspurn og viðskiptahallinn minnkar. Við sjáum kannski ekki merki um að það sé einhver við- snúningur í gangi hvað þetta varðar. Það sem hefur breyst í forsendun- um frá því um seinustu áramót er að gengislækkunin varð miklu meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Þetta hefur komið fram í minnkandi kaupmætti sem hefur aftur í för með sér minnkandi innflutning. Það er mjög erfitt að meta á þessari stundu hvort þessi aðlögun er komin fram að fullu,“ segir Bolli Þór. Hann segist telja að gengisþró- unin undanfarnar vikur sé staðfesting á því að sú mikla gengislækkun sem varð fyrr í sumar hafi verið yfirskot, enda sé gengið að ganga til baka. Gengismálin eru þó helsti óvissuþátturinn í þeirri þróun sem framundan er, að mati Bolla. Hann segir erfitt að meta hver verði viðbrögð fyrirtækja vegna versnandi afkomu að undanförnu. „Mér kæmi ekki á óvart þótt við ættum eftir að sjá í haust að ýmis fyrirtæki tækju ákvarðanir um hag- ræðingu í rekstri, sem myndi jafnvel koma fram í uppsögnum og heldur meira atvinnuleysi en verið hefur. Það hefði bæði þau áhrif að styrkja atvinnulífið en um leið hafa í för með sér minnkandi eftirspurn,“ segir Bolli. Hann segir þetta undirstrika enn frekar nauðsyn þess að skoðað verði af mikilli alvöru hvort mögu- legt sé að lækka skatta á fyrirtæki til að liðka fyrir þessari aðlögun. Bolli segist telja að forsendur séu að skapast fyrir vaxtalækkun á næstunni. ,,Það blasir við á næstu mánuðum, þegar þetta verðbólgu- skot gengur yfir, sem ég hef trú á að muni gerast. Ef þetta tvennt mun gerast, að teknar verða ákvarðanir um skattalækkun á fyrirtækjum og lækkun vaxta einhvern tíma á næst- unni, þá bendir allt til þess að á næsta ári muni efnahagslífið rétta úr kútnum. Það er alveg ljóst að við höfum verið að ganga í gegnum ákveðna erfiðleika vegna þessarar miklu gengisaðlögunar,“ segir Bolli Þór. Ekki keyra hagvöxt meira upp en þjóðarbúið þolir ,,Ég tel að við séum ekki komin fyrir horn,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Búnaðarbankans. ,,Við höf- um upplifað gríðarlega gengis- lækkun, sem er þensluhvetjandi, ekki síst þegar þensla er fyrir í efnahagslífinu. Það er mjög jákvætt fyrir útflutningsgreinarnar, sem búa við gjörbreytt umhverfi. Þær hafa átt mjög erfitt og hafa staðið illa samkeppnislega séð, vegna mik- illa launahækkana, hárra vaxta og hás gengis. Nú hefur þetta allt snú- ist við. Við horfum hins vegar upp á mjög erfiða aðlögun fyrir aðrar at- vinnugreinar, þar sem gengislækk- unin virkar öfugt, sérstaklega fyrir þær atvinnugreinar sem eru með miklar skuldir í erlendri mynt, án þess að hafa tekjur á móti í erlendri mynt. Við sjáum líka erfiða aðlögun fyr- ir hinn almenna neytanda vegna mikillar verðbólgu, en aðlögunar- ferlið verður þó fá að halda áfram. Það gerist þó ekki með því að auka hagvöxt, heldur með því að hagvöxt- ur verði hóflegur á næstunni. Það er ekkert óeðlilegt við tímabundinn lágan hagvöxt í kjölfar svo mikils hagvaxtartímabils sem við höfum haft, heldur er það beinlínis æski- legt,“ segir Edda Rós. Hún segir að vissulega hafi krón- an styrkst að undanförnu en bendir á að mjög lítil viðskipti búi þar að baki. „Í dag [mánudag] hafa t.d. engin viðskipti verið með krónuna,“ segir hún. Víxlverkun launa, verðlags og gengis hættulegust ,,Það sem er hættulegast í stöð- unni í dag er víxlverkun launa, gengis og verðlags. Ég legg mikla áherslu á að menn skoði þessa hluti í réttu samhengi. Það er tilgangslaust að vera hneykslast yfir launahækk- unum á meðan ennþá er þensla fyrir hendi. Það þarf að líta á orsökina en ekki afleiðingarnar. Á meðan eft- irspurn eftir vinnuafli er meiri en framboðið þá þurfa laun að hækka.“ „Það ber að líta á minni hagvöxt núna sem eitthvað jákvætt vegna þess að við það dregur líka úr hækk- unum verðlags og launa og úr við- skiptahalla, þannig að meiri líkur eru á að við náum jafnvægi í þjóð- arbúskapnum,“ segir Edda Rós ennfremur. Hún segist aðspurð ekki vera þeirrar skoð- unar að Seðlabankinn eigi að lækka vexti við þessar aðstæður því tölu- verður skortur sé á krón- um. Spurningin sé sú hvort Seðlabankinn ætti ekki að leita leiða til þess að eyða þessum krónuskorti. „Meginmáli skiptir, að ef þessi víxlverkun fer í gang þá mun gengið halda áfram að lækka. Það er því mjög mikilvægt að ná jafnvægi og keyra ekki upp meiri hagvöxt en þjóðarbúið þolir,“ segir Edda Rós. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir bjartara framundan en menn hafi þorað að vona Er þjóðarbúið að rétta úr kútnum? Hagfræðingar eru ekki á einu máli um hvort ótvíræðar vísbendingar séu komnar fram um að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum og jafnvægi að komast á. Forstöðu- maður Hagfræðistofn- unar HÍ heldur því þó fram að bjartara sé framundan en menn hafi þorað að vona fyrir örfáum mánuðum. Nokkrir viðmælendur Ómars Friðrikssonar telja að nú sé orðið tíma- bært að taka ákvarðanir um vaxtalækkanir. Morgunblaðið/Ásdís Verðmæti útfluttra sjávarafurða hefur aukist á árinu og hagvöxturinn er nú drifinn áfram af útflutningi og fjárfestingu í stað einkaneyslu, eins og áður var, að mati hagfræðings. omfr@mbl.is Búast við hag- ræðingu og uppsögnum í haust Þörf á frekari vaxtalækkun að verða mjög brýn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.