Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TRÉVERK ehf. í Dalvíkurbyggð átti lægsta tilboð í byggingu fjölnota íþróttahúss á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð en tilboðin í alútboði voru opnuð í gær. Lægsta tilboðið hljóðar upp á 447,5 milljónir króna og er um 70 milljónum króna hærra en bæj- arstjórn hafði samþykkt að leggja í fyrirhugaða framkvæmd á þessu og næstu tveimur árum. Í samþykkt bæjarstjórnar er gert ráð fyrir óupp- hituðu húsi með löglegum keppnis- velli og samkvæmt útboðsgögnum eru verklok áætluð þann 20. ágúst 2003. Fjögur fyrirtæki sendu inn sam- tals 8 tilboð en þar af sendu Tréverk og Katla hf. í Dalvíkurbyggð þrjú til- boð hvort fyrirtæki en hin tilboðin komu frá Íslenskum aðalverktökum hf. og Ístaki hf. Tilboðin eru mjög mismunandi enda eru verktakarnir að bjóða ýmsar gerðir húsa, einangr- uð og óeinangruð, mismunandi gervigrasvelli og fleira. Það er því ekki hægt að horfa eingöngu á fjár- hæðir tilboðanna. Bókstafirnir umreiknaðir í tölur Áður en verðtilboðin voru opnuð hafði sérstök matsnefnd gert mat á teikningum og greinargerðum með innsendum tilboðum og gefið þeim einkunn. Við mat á tillögunum voru eftirtalin atriði m.a. höfð til hliðsjón- ar; útlit og ytra umhverfi, fyrir- komulag og innra umhverfi, tenging við Hamar félagsheimili Þórs, gæði byggingar, tæknilausna og annars sem áhrif getur haft á hagkvæmni og öryggi í rekstri. Hlutur einstakra matsþátta í heildareikunn er eftir- farandi; útlit og aðlögum 20%, gerð og gæði 20%, tenging við Hamar 5%, rekstrarlegir þættir 10 og tilboðs- fjárhæð 45%. Hverri tillögu voru gefnar ein- kunnir fyrir hvern af fjórum fyrstu matsþáttunum með bókstöfunum A, B, C eða D. Nú eftir að verðtilboð hafa verið opnuð verða þessir bók- stafir nú umreiknaðir í tölur. A sam- svarar einkuninni 8,5–10, B er á bilinu 7,0–8,5, C á bilinu 5,5–7,0 en D er ófullnægjandi einkunn. Íslenskir aðalverktakar buðu rúmar 449 milljónir króna í verkið. Tilboðinu fylgdu frávik varðandi verktilhögun og komu þau til mis- munandi mikillar hækkunar á tilboð- inu. Lægsta tilboð Kötlu hljóðaði upp á tæpar 486 milljónir króna, það næsta upp á rúmar 490 milljónir króna og það hæsta upp á um 547 milljónir króna. Ístak sendi aðeins inn eina tölu og hljóðaði hún upp á rúma 531 milljón króna. Hin tvö tilboð Tréverks hljóð- uðu upp á tæpar 490 milljónir króna og tæpar 518 milljónir króna. Tölurnar umtalsvert hærri en leitað var eftir Ásgeir Magnússon, bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs, framkvæmda- ráðs og verkefnisliðs þessa verkefn- is, sagði mjög erfitt að ræða þessar tölur. „Það er þó greinilegt að við er- um að fá þarna tilboð í mun vandaðri byggingu en við gerðum kröfu um. Það skýrir þessar háu fjárhæðir að hluta til og einnig hvernig staðan er á byggingamarkaðnum. En við erum að fá þarna umtalsvert hærri tölur en við vorum að leita eftir.“ Ásgeir sagði að einkunnir tilboðanna lægju gróft fyrir en framundan væri að fara yfir þau innan verkefnisliðs og framkvæmdaráðs, áður en málið kæmi svo fyrir bæjarráð og bæjar- stjórn. Björn Friðþjófsson, fram- kvæmdastjóri Tréverks, sagðist vona að ekki kæmi til þess að þessari framkvæmd yrði slegið á frest. Tréverk átti lægsta tilboð í byggingu fjölnota íþróttahúss á Akureyri Tilboðið 70 milljónum króna hærra en samþykkt var Morgunblaðið/Kristján Jónas V. Karlesson, verkfræðingur og fulltrúi í matsnefnd, les upp verð- tilboð í byggingu fjölnota íþróttahússins en Magnús Garðarsson, tækni- fræðingur hjá Fasteignum Akureyrar, ritar fundargerð. 8   7          +   9: ;5    <  : =   + >?     <  + @9 <  2  2  2  2   2  2 2 2 2 & & & & A    A 2  2 A               (   ! "# $ !% &'"  "($&"%'&$ !" &)* %&$# &"($& +"#"($& +,%  "' ("&"& $ !%  - -$ !%  %-- -.$ !%  % - - +/$& #% 01"2 $ !% !  7 5 > 9  6 ? 4  >7 3= B 6 ? < 4 (0  "& FIMMTU og síðustu Sumar- tónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 5. ágúst 2001 kl. 17 og verður flytjandi að þessu sinni Ma- nuela Wiesler flautuleikari. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir: Akira Mimura, Katherine Hoover, Charles Koechlin, Sofia Gubadidulina, Johann Sebastian Bach, Ernö v. Dohnáni. Manuela Wiesler er austur- rísk, en fæddist í Brazilíu árið 1955. Hún ólst upp í Vín og bjó síðan í áratug á Íslandi. Hún var einnig nokkur ár í Svíþjóð en hefur verið búsett í Vín frá 1988. Manuela lauk einleikara- prófi frá Tónlistarháskólanum í Vín 1971 og síðar naut hún leið- sagnar Alain Marion, James Galway og Auréle Nicolet. Hún vann fyrstu verðlaun í Nor- rænni Kammermúsíkkeppni í Helsinki árið 1976. Manuela hefur komið fram sem einleik- ari víða um heim og á efnisskrá hennar eru verk frá öllum tím- um. Hún hefur hlotið viður- kenningu fyrir flutning á sam- tímatónlist og hafa mörg tónskáld tileinkað henni verk sín og þá sérstaklega íslensk tónskáld. Manuela hefur gert fjölmargar hljóðritanir fyrir hljómplötur, geislaplötur (hjá BIS útgáfunni), útvarp og sjón- varp. Hún var valin „Listamaður ársins“, („Artist of the Year“) árið 1991 í „Stämgaffeln“ keppninni um sígilda tónlist í Svíþjóð fyrir upptökur sínar á franskri tónlist fyrir einleiks- flautu. Manuela lék síðast í Ak- ureyrarkirkju á Sumartónleik- um á Norðurlandi sumarið 1994. Akureyrarkirkja Síðustu sumar- tónleik- arnir VINKONURNAR Karen Eva Bjarnadóttir og Theódóra Karls- dóttir eru ekki háar í loftinu og aðeins 9 ára gamlar en þær hafa engu að síður opnað verslun við heimili Karenar Evu við Sólvelli á Akureyri. Verslunin sem fengið hefur nafnið litla búðin, ber nafn með rentu, því hún er í aðeins 1 fermetra kofa sem þær Karen Eva og Theódóra smíðuðu sjálfar úr timbri. Vinkonurnar eru þess nokkuð vissar að þetta sé minnsta verslun bæjarins en hugmyndina að opnun hennar fengu stöllurnar er þær voru í búðarleik á Illugastöðum í Fnjóskadal nýlega. „Við erum vin- konur og förum allt saman.“ Að- spurðar um nafnið á búðinni sagði Karen Eva, „við bara föttuðum upp á því allt í einu en það er mjög erfitt að finna nafn á búðir.“ Hjóla eftir frönsku kartöflunum Í litlu búðinni fæst nammi, barnakerra, skrúfur, popp, öngl- ar, spúnar og margt fleira. „Nammið er vinsælast en það var strákur sem er alltaf að veiða sem kom og keypti öngla og spúna. Það er líka hægt að fá franskar kartöflur en þá þurfum við að hjóla niður í miðbæ til að kaupa þær en svo seljum við þær hér á lægra verði en við kaupum þær á. Við erum nefnilega ekki bara að reyna að græða, heldur líka að hafa gaman að þessu,“ sögðu þær vinkonurnar. Karen Eva sagði að krakkar í hverfinu gætu sótt um vinnu í búðinni og t.d. væri frænka henn- ar búin að fá þar vinnu á þriðju- dögum. Þær eru báðar versl- unarstjórar, því eins og Karen Eva sagði, „þá er ekkert gaman þegar er bara einn verslunarstjóri sem ræður öllu.“ Reksturinn fór vel af stað því strax og opnað var kl. 10 í gær- morgun var þó nokkuð að gera. Þá eru vinkonurnar með söfn- unarbauk fyrir langveik börn í versluninni og hefur söfnunin far- ið ágætlega af stað. Vörurnar sem til sölu eru kaupa Karen Eva og Theódóra eða fá gefins hjá ná- grönnum sínum. Litla búðin verður opin næstu daga en lokað verður um versl- unarmannahelgina. Vinkonur opnuðu minnstu verslunina á Akureyri Smíðuðu verslunar- húsnæðið sjálfar Morgunblaðið/Kristján Karen Eva og Theódóra ásamt viðskiptavinunum Baldvin og Lárusi Elí. TÖLUVERÐUR hávaði er þessa dagana við Amts- bókasafnið á Akureyri en á lóð safnins standa nú yfir miklar framkvæmdir. Þar er verið að vinna í grunni væntanlegrar viðbyggingar safnsins og m.a. verið að sprengja klöpp í grunninum með tilheyrandi hávaða. Byrjað var að bora að sprengja í grunninum í síð- ustu viku og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu í næstu viku. Vegna nálægð- ar við önnur hús þarf að fara mjög varlega með sprengiefnið og skjálfta- mæla hverja sprengingu. Einn íbúi við Brekkugötu hefur þó kvartað yfir því að sprungur hafi myndast í húsinu sínu við sprenging- arnar. Það eru Iðufell ehf. á Raufarhöfn og Möl og sandur hf. á Akureyri sem eru að vinna við jarðvegs- framkvæmdirnar en aðal- verktaki er SS Byggir. Um er að ræða framkvæmdir við langþráða nýbyggingu safnsins, breytingar á eldra húsnæði og frá- gang á lóð. Fimm tilboð og tvö frá- vikstilboð bárust í verkið í vor og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. Samið var við lægstbjóðanda, SS Byggir, sem bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 317 milljónir, sem er tæplega 5% yfir kostnaðar- áætlun. Eins og komið hefur fram hafa Akureyringar beðið lengi eftir því að byggt yrði við Amtsbókasafnið. Bæjarstjórn samþykkti á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar í ágúst 1987 að gefa íbúunum slíka bygg- ingu í afmælisgjöf. Efnt var til samkeppni um bygginguna en frá þeim tíma hefur lítið þokast þar til á þessu ári. Heildarstærð viðbygg- ingarinnar er 1.442 fermetrar en eldri byggingin er 1.144 fermetrar. Verktími er 2001–2004. Borað og sprengt við Amtsbókasafnið Vilhjálmur Konráðsson, starfsmaður Iðufells, borar fyrir sprengiefni í grunni viðbyggingar Amtsbókasafnsins. Morgunblaðið/Kristján Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.