Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 19 EINAR Kristinn Guðfinnsson, for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis og 1. þingmaður Vestfirðinga, segist fylgjandi því að leyst verði úr vanda smábátaflotans á svipaðan hátt og miðlunartillaga sjávarútvegsráð- herra, frá sl. vori, hljóðaði upp á. Hann segist líta málið mjög alvarleg- um augum, enda sú staða sem nú sé uppi óviðunandi með öllu. Úrbætur verði að koma til strax á næsta fisk- veiðiári. Í miðlunartillögu sjávarútvegsráð- herra var haldið fast við fyrirhugaða kvótasetningu en bætt við 1.800 tonn- um í ýsukvóta til krókabáta og um 1.500 tonn í steinbít. Ekki náðist hins- vegar sátt um tillöguna. „Það lá fyrir strax í vor að smábátaflotinn hefði að- eins úr að moða 2.500 tonna ýsu- kvóta,“ segir Einar. „Sjávarútvegs- ráðherra ákvað hinsvegar að koma til móts við menn með því að gefa frjáls- ar veiðar á steinbít. Í hugum fólks á Vestfjörðum er málið hinsvegar enn í versta farvegi og ég er sama sinnis. Það er að mínu mati óhjákvæmilegt að grípa til frekari aðgerða.“ Einar Kristinn segir að úr því sem komið er verði veiðiréttur smábáta aðeins aukinn með því að bæta við þann kvóta sem smábátum er ætlaður samkvæmt gildandi lögum, eins og miðlunartillaga sjávarútvegsráðherra frá því í vor kvað á um. Hann segir marga Vestfirðinga líta málið sömu augum og vilji vinna málið út frá þeirri stöðu sem uppi er. „Mér var það ljóst í vor þegar fjallað var um þessi mál að ekki var hljómgrunnur fyrir því að hafa þorskaflahámarkið algerlega óbreytt. Ég var þess vegna sjálfur tilbúinn til að taka þátt í vinnu sem miðaði að því að stýra þessum veiðum og draga þannig úr sókn þess- ara báta á þeim tíma sem veiðin er mest, einkum ýsuveiðin. Um það varð hinsvegar ekki samkomulag og það er ekki hægt að líta fram hjá þeim veru- leika. Að mínu mati þurfum við nú að vinna út frá þeim veruleika sem við stöndum frammi fyrir í því að tryggja sem mestan sóknarrétt smábátaflot- ans sem er svo þýðingarmikill fyrir strandbyggðirnar. Að mínu mati verður það gert með því að auka veiði- rétt þeirra umfram það sem gildandi lög kveða á um, það er að bæta í þann pott sem þeir mega veiða úr.“ Einar Kristinn segir að auk þess verði að koma sérstaklega til móts við þær útgerðir sem séu með nýjustu fjárfestingarnar, enda sé þeirra staða verst. Þessir bátar hafi litla sem enga viðmiðun, verði miðlunartillaga sjáv- arútvegsráðherra ofan á. Ferska ýsan ekki öll af smábátum Í Morgunblaðinu í gær sagði for- maður Landssambands smábátaeig- enda að ef lög um kvótasetningu krókabáta yrðu óbreytt í gildi minnk- aði framboð af ferskri ýsu til útflutn- ings með flugi um 6.000 tonn. Hann sagði einnig að margfalt hærra verð fengist fyrir fersk ýsuflök en sjófryst. Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjörns-Fiskaness hf., segir þessar fullyrðingar ekki eiga við rök að styðjast. Þorbjörn-Fiskanes hf. flytur út bæði fersk og sjófryst ýsu- flök og segir Eiríkur að verð á þessum afurðum hafi haldist nokkuð svipað til lengri tíma litið. Hann segir að forð- ast verði að bera saman verð á fersk- um ýsuflökum, roðlausum og bein- lausum, á cif-verði annars vegar en frosnum flökum, með beini og roði, á fob-verði hinsvegar. „Stór hluti fersku ýsuflakanna sem unnin eru í flug koma af línubátum sem ekki eru á þorskaflahámarki, auk þess sem töluvert kemur af togurum. Þess utan er ekki nærri allur ýsuafli smábát- anna unninn í flug, einfaldlega vegna þess að hann er ekki allur hæfur til þess,“ segir Eiríkur. „Eina leiðin að auka veiðirétt“ FISKISTOFA svipti átta báta veiði- leyfi í júní. Sex skip voru svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna afla umfram afla- heimildir. Marta Ágústsdóttir GK var svipt leyfi 27. júní en fékk leyfið aftur samdægurs eftir að aflamarksstaðan hafði verið lagfærð. Pétursey VE var svipt leyfi 5. júní og gildir leyfissvipt- ingin þar til aflamarksstaða skipsins hefur verið lagfærð. Björgvin ÍS var sviptur veiðileyfi 15. júní og fékk það aftur 20. júní. Höfrungur BA missti leyfið 29. júní og fær það aftur þegar aflamarksstaðan hefur verið lagfærð. Ólafur ST missti leyfið 11. júní og gildir leyfissviptingin þar til afla- marksstaðan hefur verið lagfærð. Sindri GK var sviptur leyfi 5. júní og fékk það aftur daginn eftir. Tvö skip voru svipt veiðileyfi vegna brottkasts á hluta af afla í veiðiferðum 9. janúar. Fiskistofa svipti Maríu Pét- ursdóttur VE og Haförn VE leyfi frá 22. júní til 5. júlí. Sjávarútvegsráðu- neytið staðfesti ákvörðun Fiskistofu með úrskurði dagsettum 29. júní með þeirri breytingu að sviptingin var lát- in gilda 4. til 17. júlí. Átta sviptir veiðileyfi BYRJAÐ var að sneiða og pakka laxi fyrir Bandaríkjamarkað hjá Ís- lenskum matvælum í Vestmanna- eyjum í liðinni viku, en eins og greint hefur verið frá hefur Eign- arhaldsfélag Vestmannaeyja hf. keypt allan rekstur fyrirtækisins af Pharmaco hf. Íslensk matvæli var stofnað fyrir aldarfjórðungi en fyrirtækið hefur verið rekið sem deild innan Pharmaco síðan 1990. Húsnæði þess brann 27. apríl sl. og þar með öll framleiðslutæki en rekstri hefur verið haldið áfram í Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði og flyst hann alfarið til Vestmannaeyja í haust. Helstu framleiðsluvörur hafa ver- ið síldar- og laxaafurðir og að sögn Snorra Finnlaugssonar fram- kvæmdastjóra eru meira en 50% teknanna tilkomin vegna útflutnings til Bandaríkjanna. Framleiðslustjóri fyrirtækisins er úti í Eyjum og auk hans starfa sex manns þar, en um 15 manns vinna um þessar mundir hjá Íslenskum matvælum í Hafn- arfirði. Þar er laxinn flakaður, salt- aður, beinhreinsaður og reyktur en reykt flök eru síðan send í lokuðum körum til Eyja þar sem laxinn er sneiddur niður og honum pakkað í lofttæmdar umbúðir. Eftir brunann var keypt ný sjálfvirk vél sem flutt var beint til Eyja vegna þessa. „Reksturinn er kominn í fullan gang eftir brunann og það eina sem hrjá- ir okkur er síldarskortur,“ segir Snorri Finnlaugsson. Íslensk matvæli í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Byrjað er að sneiða og pakka laxi fyrir Bandaríkjamarkað hjá Íslensk- um matvælum í Vestmannaeyjum. FISKAFLI Chilemanna dróst sam- an um tvær milljónir tonna á fyrri helmingi ársins, eða um 22,7% borið saman við sama tíma síðasta árs. Ríflega 43% af heildarafla við Chile er hrossamakríll, rúm 25% an- sjósa og tæp 16% sardínur. Tölu- verður samdráttur varð í veiðum á uppsjávarfiski á fyrri helmingi árs- ins, einkum vegna minnkandi veiði á ansjósu sem dróst saman um rúm 60%. Sardínuaflinn minnkaði um rúm 48% en hann var um 247.500 tonn á fyrri helmingi ársins. Minni afli í Chile ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.