Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 44
VERSLUNARMANNAHELGIN 44 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Álfaborgarséns 2001 Í Borgarfirði eystri á „Álfaborgar- séns 2001“ verður mikið um að vera og margir dagskrárliðir. Að kvöldi föstudags verður svokallað hagyrð- ingakvöld og verða veitt verðlaun fyrir bestu vísuna sem berst úr sal um ákveðið mál sem hefur farið hátt í fjölmiðlum undanfarið. Fer sögum af því að á hagyrðingakvöldinu verði saman komið það sem kalla mætti „landsliðið“ í þeim fræðum að berja saman vísur. Haldnir verða danleikir föstudags-, laugardags-, og sunnu- dagskvöld með hljómsveitunum Kross-field drengjakórnum ásamt Valmari Väljaots, Nefndinni og Kvöldgestum Jónasar sólstrandar- gæja. Þá verða ævintýraferðir fyrir yngri kynslóðina, knattspyrnumót, útimarkaður, söngkeppni, mynda- og listmunasýningar, grillveislur og fleira. Inn á hátíðina kostar ekki neitt og eins verður ókeypis á tjaldstæðin, en selt verður inn á dansleikina. Neistaflug í Neskaupstað Að venju verða hátíðahöld í Nes- kaupstað undir heitinu Neistaflug. Þar verður margt til skemmtunar fyrir alla fjölskylduna auk fjölda tón- listaratriða, starfrækt verður ka- jakaleiga og hestamannafélagið Blær sér um að teyma undir börnum. Barnahátíðin verður mjög glæsileg með Þá Gunna og Felix í broddi fylk- ingar, Götuleikhús Austurlands, Margrét Eir og Kjartan Valdimars, ásamt Jóhönnu Guðrúnu, og þáttum úr Dýrunum í Hálsaskógi. Töframað- urinn Mighty Garret verður á staðn- um og þar að auki leiktæki og hús- dýragarður, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður félag eldri borgara með opið hús og handverkssýningu. Þess má einnig geta að um 40 Færeyingar verða í heimsókn í bænum um helgina frá vinabæ Neskaupstaðar, Sandavogi. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram um helgina, jafnt yfir daginn og á dansleikjum. Þar má nefna hljómsveitirnar Buttercup, Todmobile og Spútnik sem og hinn óviðjafnanlega Tónatitring Blús- klúbbsins Brjáns. Enginn aðgangs- eyrir er innheimtur á Neistaflugið og aðeins selt inn á dansleiki sem eru innandyra þannig að það gerist vart hagstæðara fyrir fjölskyldur að gera sér glaðan dag um verslunarmanna- helgi, segja aðstandendur hátíðar- innar. Frítt er í tjaldstæði sem og á alla dagskrárliði. Ein með öllu á Akureyri „Ein með öllu“ nefnist fjölskylduhá- tíð sem efnt verður til á Akureyri um verslunarmannahelgina en að henni standa hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu og verslun með fulltingi Akur- eyrarbæjar. Að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar er markmiðið að halda alvöru fjölskylduhátíð þar sem allir aldurshópar geta fundið fjölbreytta skemmtun og afþreyingu við sitt hæfi. Yfir miðjan daginn verður skipulögð skemmtidagskrá í mið- bænum. Þar má nefna fjöllistahóp, brúðuleikhús og tónlistaratriði af ýmsum toga, m.a. hljómsveitirnar Skítamóral og Greifana. Þegar kvölda tekur taka við veitinga- og skemmtistaðir og leika þar margar vinsælustu hljómsveitir landsins. Í KA-heimilinu verða unglingadans- leikir öll kvöldin með landsþekkum hljómsveitum á borð við Skítamóral, Sálina hans Jóns míns og Greifana. Auk þess verða ýmsir sérstakir við- burðir þessa helgi, m.a. teygjustökk, gókart, leiktæki fyrir yngstu börnin, stórbrotin flugeldasýning og margt fleira. Ekki verður selt inn á hátíðina sem slíka en kaupa má gistingu á tjaldstæðum sem eru á þremur stöð- um í bænum. Gjaldið miðast við komudag og frítt verður fyrir tólf ára og yngri. Á miðvikudegi eða fimmtu- degi er gjaldið 3.000 krónur en lækk- ar svo í 2.500 á föstudag, 2.000 á laug- ardegi og endar á sunnudegi í 1.000 krónum. Ekki er rukkað gjald í tengslum við uppákomur og dagskrá hátíðarinnar en fólk borgar sig sjálft inn á böll á svæðinu. Element 01 danshátíð á Akureyri Á Akureyri fer einnig fram danshátíð skyld „Einni með öllu“ sem fram- kvæmdahópurinn Núna stendur fyr- ir undir heitinu Element 01. Hópur- inn samanstendur af einstaklingum sem staðið hafa fyrir fjölda klúbba- kvölda og tónleika undanfarin ár (m.a. undir merkjum Rými, Skýjum ofar, Breakbeat.is og Atóm). Ætlun- in er að bjóða upp á öfluga og fjöl- breytta dagskrá á næturklúbbnum Madhouse (Óðsmannshúsi) í Hafnar- stræti (Göngugötunni) Akureyri alla helgina. Meðal þeirra sem spila á Element 01 eru DJ Panik (Move- ment – UK), Exos (Thule/Force Inc), DJ Reynir (Electroncia Radio X) og DJ Margeir (Thomsen/Sweet Beat). Helgarpassi á Element 01 kostar 2.500 krónur og veitir forgang í röð. Miðaverð á hvert einstakt kvöld er 1.000 krónur en aldurstakmark er 18 ár. Frekari upplýsingar má finna á www.nulleinn.is. Kántríhátíðin á Skagaströnd Kántríhátíðin á Skagaströnd er nú haldin í níunda sinn. Það verður fjöl- margt til skemmtunar og má þar nefna hljómsveitirnar Trigger með þá Helga Björnsson og Magnús Kjartansson innanborðs, Lukkulák- ana og Hallbjörn Hjartarson, Sweety, Buttercup, Gos og Hot’n sveet og Helgu Möller. Dansleikir verða öll kvöldin í Kántríbæ og Félagsheimilinu Fellsborg auk þess sem dansað verður á palli á hátíð- arsvæðinu. Hægt verður að fara í sjóstangaveiði, útsýnissiglingu, ferðast með hestvagni og leigja sér hest til útreiðartúra og taka þátt í kraftakeppni. Tívolí verður á Skaga- strönd alla Kántríhátíðina og skemmtidagskrá fyrir börnin. Sett verður upp Kántrí tónlistardagskrá ásamt kántrídönsum á laugardags- kvöldið og einnig verða tónleikar með Buttercup og Sweety á sunnu- dagskvöldið. Jóhann Örn Ólafsson er fastagestur á Kántríhátíð og kennir hann fólki tökin á kántrídansi. Einn af stærstu liðum hátíðarinnar er Gospelmessan eftir hádegið á sunnu- deginum, en þar kemur fram fimmtíu manna gospelkór ásamt Páli Rósin- krans og Ardísi Víkingsdóttur. Stjórnandi kórsins er Óskar Einars- son. Að lokum skal geta þess að úti- markaður er árviss á Kántríhátíð og ekki má gleyma varðeldi og glæsi- legri flugeldasýningu að kvöldi sunnudags. Verð inn á svæðið á mann menn verður 2.400 krónur en ókeypis fyrir þá sem fæddir eru 1987 og síðar. Brekkusöngur og gleði á þjóðhátíð Að sögn forsvarsmanna þjóðhátíðar í Eyjum stefnir í þrusuþjóðhátíð þar sem Sóldögg, Á móti sól og Land og synir spila á stóra sviðinu og Gildran á litla sviðinu. Hátíðin er með föstu sniði og hápunktarnir að vanda brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn sem Árni Johnsen stýrir. Hátíðin hefur verið að sækja í sig veðrið hvað barnaefni varðar og er ætlunina að vera með vandaða barnadagskrá á daginn. Á kvöldin tekur svo við glæsileg kvöldvaka. Þeir sem vilja meiri gleði geta að sjálfsögðu mætt á fimmtudegi en þá fer hið frábæra húkkaraball fram í Týsheimilinu. Þjóðhátíð Vestmanna- eyja hefur í gegnum árin verið stærsta úthátíðin um verslunar- mannahelgina og þar segja forsvars- menn að ganga megi að gæðunum og fjörinu vísu. Þetta er í fimmta sinn sem ÍBV heldur hátíðina og kostar í ár 7.500 krónur inn á hátíðina. Börn yngri en 14 ára og ellilífeyrisþegar fá ókeypis aðgang og á sunnudeginum lækkar aðgangseyririnn í 3.000 krón- ur. Útitónleikar á Eldborg Eldborg er vel í sveit sett og þykir veðursæll staður, segja mótshaldar- ar og búast við fjölmennum og vel heppnuðum útitónleikum um versl- unarmannahelgina. Fjórar af allra vinsælustu hljómsveitum landsins síðustu áratugi hafa verði ráðnar til Eldborgar sem aðalhljómsveitir, en það eru Stuðmenn, Skítamórall, Ný Dönsk og Greifarnir. Þá hafa einnig boðað komu sína stórsveitirnar Sól- dögg, Buttercup og Írafár auk tveggja spánnýrra sveita sem notið hafa hylli hjá unga fólkinu en það eru sveitirnar Í svörtum fötum og nýlið- arnir í Út-rás. Jafnframt hafa gleði- sveitirnar Lúdó og Stefán og Geir- fuglarnir ákveðið að slást í hópinn til að skemmta gestum Eldborgar. Veit- ingasala verður á svæðinu og haft að leiðarljósi að veitingaverð verði sam- bærilegt við almennt verð verslana og veitingastaða. Rík áhersla verður lögð á öryggismál á hátíðinni og fer sýslumannsembættið í Stykkishólmi með löggæslu en um gæslu á svæð- inu sér björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi. Á Eldborg verður einnig læknavakt stýrt af unglækn- um af Landspítalanum og jafnframt verða Stígamót með móttöku og að- stöðu. Einungis eitt verð er inn á Hátíðahöld víða um land um verslunarmannahelgina 2001 Eitthvað fyrir alla 5$ "& 3"" ! %& C" " 0!%& 3$ '""$:1"& > &!1%01"&! "% %& !%&$:& ;  %#1*&%& > &!1% 0!1"&!+ +&"&#1*&%& $: & B$ !"%, "%&;""&#$ ;!"" &*2 D # 1  (" D ) 6%2"&#1*&%& >" 2 &'$ "&< 2+& *  ! 23!   4 5          5    Um helgina stefnir í fjölskylduvæna skemmtan víða um land og margir vilja fá til sín góða gesti. Það er ekki seinna vænna fyrir þá sem ætla að leggja land undir fót um versl- unarmannahelgina að fara að gera upp hug sinn og verða hér á eftir nefndir helstu staðir þar sem dagskrár verður að vænta. „FERÐAFÉLAG Íslands efnir til sérstakrar göngudagskrár í Þórsmörk um versl- unarmannahelgina. Dagskráin er hugsuð fyrir fjölskylduna og verður farið í gönguferðir út frá skála, bæði stuttar og aðrar heldur lengri. Göngumöguleikar eru um það bil óþrjótandi og landslag og náttúra öll með því fegursta sem sést. Í þessu umhverfi ætlar FÍ að bjóða til gönguferða í ýmsar áttir, meðal valkosta má nefna Valahnúk og Þórsmerkurrana, Gluggahelli, Tindafjallahring, Goðaland og margt fleira. Verði er mjög í hóf stillt því félagar í FÍ borga aðeins 6.900 krónur en aðrir 7.600. Innifalið er m.a. ein grillmáltíð. Auk göngu- ferða er stefnt að kvöldvökum og ljúfri stemmningu og nauðsynlegt að þátttakendur séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Mikilvægt er að bóka þátttöku tímanlega á skrifstofu FÍ,“ segir í fréttatilkynningu frá FÍ. Verslunarmannahelgi í Þórsmörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.