Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI Taívans, Chen Shui-bian, heimsótti í gær þorp sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Toraji, sem kostað hefur a.m.k. 61 mannslíf. Íbú- ar grófu í gær harmi slegnir eftir ættingjum og vinum sem óttast er að hafi grafist í sandleðju. Fastlega er búist við að tala látinna muni hækka, því 152 var í gær enn saknað. Chen lofaði því að hjálp myndi berast án tafar til þess að hægt yrði að endurreisa híbýli sem eyðilögðust í einhverjum verstu aurskriðum og regni sem komið hafa á þessum slóð- um í hálfa öld. Einna verst varð úti sýslan Hualien á austurhluta eyjar- innar, þar sem veðrið kom að landi aðfaranótt mánudags. Vindhraði þar varð um 42 metrar á sekúndu, og í þorpinu Fenglin nam úrkoma 547 millimetrum á 41 klukkustund. Hundruð heimila eyðilögðust í veðrinu, og tæplega 12 þúsund hekt- arar ræktarlands eru ónýtir. Telur landbúnaðarráð Taívans að tjón nemi sem svarar um fjórum millj- örðum króna. Sumir féllu á kné og báðu um hjálp þegar forsetinn fór um þorp og kannaði skemmdir. Í för með honum voru forsætisráðherrann, efnahags- málaráðherrann og aðrir embættis- menn. „Stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að hjálpa,“ sagði forset- inn. „Kvalir ykkar eru okkar kvalir, þrautir ykkar eru okkar þrautir.“ Í gærmorgun var veðrið gengið yf- ir Taívan og inn á meginland Kína. Ekki höfðu borist fregnir af skemmdum eða manntjóni þar, og mun hafa verið dregið úr styrk veð- ursins. Taldist Toraji þá hafa styrk hitabeltisstorms. Reuters Íbúi í Hualien-sýslu skoðar rústir heimilis síns í gær, eftir að fellibylurinn var genginn yfir. Yfir sextíu manns fórust Forseti Taívans heitir fórnarlömbum fellibylsins hjálp Hualien, Kuang Fu á Taívan. AFP, AP.      ,**" *      <<  4> 5   3 3    ALEJANDRO Toledo er fyrsti maðurinn af indjánaættum sem gegnir æðsta embætti Perú frá því að Spánverjar veltu síðasta Inkakeisaran- um af stóli árið 1532. Toledo, sem tók við embættinu um síð- ustu helgi, hefur lýst sjálfum sér sem „töl- fræðilegu undri.“ Pe- rúbúi af indjánaætt- um sem nær að rífa sig upp úr sárri fá- tækt, brjótast til mennta og ná kjöri sem forseti landsins er sjaldgæf sjón í landi sem stjórnað hefur verið af evrópskættuðum minnihluta í aldaraðir. Toledo fæddist í Chimbote, litlu sjávarþorpi, einn sextán systkina. Faðir hans var múrari og móðir hans seldi fisk á þorpsmarkaðin- um, en sjálfur pússaði hann skó. Þegar hann var sextán ára fékk hann styrk til eins árs náms við há- skólann í San Fransisco í Banda- ríkjunum. Hann hélt náminu áfram á fótboltastyrk og með því að vinna á bensínstöð. Hann hefur tvær mastersgráður auk doktors- gráðu frá Stanford-háskóla, en þar hitti hann núverandi eiginkonu sína, Elaine Karp, bandarískan mannfræðing af belgískum ættum. Toledo vann um skeið hjá Al- þjóðabankanum en gegndi síðar embætti atvinnumálaráðherra í stjórn Fernandos Belaúnde sem var forsætisráðherra á árunum 1980 til 1985. Toledo bauð sig fyrst fram til embættis forseta í fyrra, en þá átt- ist hann við Alberto Fujimori, sem gegnt hafði forsetaembættinu stærstan hluta tíunda áratugarins. Toledo dró framboð sitt síðar til baka og sakaði ríkisstjórnina um víðtæk kosningasvik. Nokkrum mánuðum síðar sagði Fujimori af sér og flúði til Japans í kjölfar ásakana um spillingu. Kosningabaráttan í vor, þegar Toledo atti kappi við Alan Garcia, einkenndist af mikilli hörku og persónulegum árásum. Fjölmiðlar fjölluðu um meint framhjáhald Toledos og að hann ætti barn utan hjónabands. Einnig komust á kreik sögur um eiturlyfjaneyslu frambjóðandans. To- ledo hefur staðfast- lega neitað öllum ásökunum, en hefur gengið illa að sann- færa almenning um sakleysi sitt. Þrátt fyrir þetta er Toledo vinsæll meðal Perú- búa af indjánaættum, en 80% landsmanna eru meira eða minna af slíkum uppruna. Hann lagði mikla áherslu á ætterni sitt í kosn- ingabaráttunni og þykir eiga auð- velt með að ná til almennings. Kosningamál Toledos höfðuðu einnig til kjósenda og slagorð hans „kennum fólki að veiða fisk í stað þess að gefa því fisk“ vann margan stuðningsmanninn. Áhersla hans á að bæta menntakerfi landsins fann góðan hljómgrunn meðal ungs fólks. Mikil gleði hefur einkennt emb- ættistöku Toledos og er ljóst að miklar vonir eru bundnar við að hann geti snúið Perú af braut spill- ingar, mismununar, fátæktar og efnahagserfiðleika. Fjöldi þeirra sem býr undir skilgreindum fá- tæktarmörkum í Perú hefur aukist um 20% á síðustu þremur árum. Tæplega 13 milljónir íbúa Perú þurfa að draga fram lífið á um 100 krónum á dag. Sjálfur hefur for- setinn boðað að fylgt verði „mark- aðsbúskap með mannlegri ásjónu.“ Gagnrýnendur Toledos í báðum forsetakosningunum sögðu hann hegða sér eins og trúð þegar hann hélt kosningafundi í þorpum And- esfjalla, íklæddur hefðbundnum indjánaklæðum og sögðu hann tækifærissinna af verstu tegund. Sögðu þeir einnig að áhersla hans á þjóðerni sitt væri slæmt for- dæmi, en hann sagði margoft í bar- áttunni við Fujimori að kosning- arnar snerust um húðlit en Fujimori er af japönsku foreldri. „Tölfræði- legt undur“ Lima. AFP. Alejandro Toledo Alejandro Toledo orðinn forseti Perú KIM Jong-Il, leiðtogi N-Kóreu, kom í gær til borgarinnar Omsk í Síberíu, sem er fyrsti staðurinn þar sem hann hefur alllanga viðdvöl á lestarferð sinni til Moskvu. Frá brautarstöðinni fór Kim rakleitt í leikhús þar sem hann var við- staddur sýningu áhugamanna og hlýddi á leik herhljómsveitar. Í dag mun hann heimsækja skrið- drekaverksmiðju og svínabú. Fréttamenn hafa mjög takmark- aða möguleika á að komast í tæri við Kim, og ekki var talið að hann myndi gefa neinar yfirlýsingar í Omsk. Fyrr í gær nam lest Kims staðar í Novosibrisk, en leiðtoginn kom ekki út. Rússneskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Kim myndi í Novosibrisk hitta ekkju Jakovs No- vitsjenkós, sovésks embættismanns sem mun einu sinni hafa bjargað lífi föður Kims, leiðtogans Kims Il- Sungs. Ekkjan beið Kims á braut- arpallinum í gær, en í stað þess að koma og hitta hana sendi Kim full- trúa sinn sem færði ekkjunni gjafir og þau skilaboð að Kim myndi hitta hana á bakaleiðinni frá Moskvu. Áætlað er að Norður-Kór- euleiðtoginn komi til Moskvu á laugardag og hitti þar m.a. Vla- dimír Pútín Rússlandsforseta. Kim í Omsk AP Við komuna til Omsk fór Kim rakleiðis inn í bíl sem flutti hann í leikhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.