Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 21 STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLLINN í Haag dæmdi í gær fyrrverandi foringja í lögreglu Bosníu-Serba, Stevan Todoro- vic, til tíu ára fangelsisvistar fyrir glæpi gegn mannkyninu. Dómurinn yfir Todorovic var mildaður þar sem hann hann lýsti sig sekan af ákæruatriðunum auk þess sem hann bar vitni gegn öðrum sakborningum sem hafa ver- ið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Samkvæmt dómnum gerðist Tod- orovic sekur um að misnota emb- ætti sitt sem lögreglustjóri í Bos- anski Samac í norðurhluta Bosníu en því embætti gegndi hann árið 1992. Kvað dómarinn hann hafa tekið þátt í athæfi sem hann hefði átt að „koma í veg fyrir eða refsa fyrir“. Í málsvörn í desember sl. lýsti lögreglustjórinn fyrrverandi sig sekan um „þjóðhreinsanir“, sem skilgreindar eru sem ofsóknir gegn fólki vegna pólitískra skoðana þess, kynþáttar eða trúar. Í kjölfarið dró ákæruvaldið til baka 26 kærur gegn honum fyrir morð, pyndingar og kynferðislega misnotkun. Í dómsúrskurðinum kom fram að hefði Todorovic ekki lýst sig sekan og sýnt iðrun hefði hann hlotið mun þyngri dóm en við yfirheyrslur fyrir um þremur mánuðum bað hann um tækifæri til að græða þau sár sem myndast hafa í stríði þjóðarbrot- anna í heimalandi hans. Todorovic bar einnig vitni gegn fjórum sak- borningum sem dregnir voru fyrir dómstólinn fyrir sömu ákæruatriði og hann. Dómstóllinn taldi að „magn og gæði“ þeirra upplýsinga sem Todorovic veitti hefðu verið nægileg forsenda til þess að milda dóminn yfir honum. Todorovic sam- þykkti enn fremur að falla frá ásök- unum um að herlið Atlantshafs- bandalagsins (NATO) hefði handtekið hann með ólögmætum hætti í september 1998. Todorovic er þriðji einstakling- urinn, grunaður um stríðsglæpi, sem lýsir sig sekan frá því að stríðs- glæpadómstólnum var komið á fót árið 1993. Af 17.000 Króötum og múslimum sem bjuggu í Bosanski Samac áður en stríðið hófst voru 300 eftir er stríðinu lauk árið 1995. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag fellir dóm í máli serbnesks lögregluforingja Hlaut tíu ára fangelsi fyrir stríðsglæpi Haag. AP. Todorovic. Í SÍÐASTA mánuði varð mikil röskun á starfsemi vefþjóna víða um heim vegna tölvuorms sem kallast Code Red. Ormurinn varð til þess að mörg vefsetur lentu í erfiðleikum vegna álags og margar vefsíður spilltust, þar á meðal hér á landi. Nú óttast margir að annað eins verði upp á teningnum í dag, en ormurinn er virkur frá hádegi á fyrsta degi hvers mánaðar. Hinn svonefndi Code Red- ormur, sem einnig kallast Bady, leggst á tölvur sem keyra Wind- ows 2000 og netþjón Microsoft, Internet Information Server (IIS), gerðir 4.0 and 5.0, sé kveikt á svonefndri Indexing Service, en ormurinn notfærir sér galla í þeirri þjónustu. Gall- inn kom í ljós í júní síðastliðnum og nokkuð er um liðið síðan Microsoft dreifði hugbúnaðar- viðbót sem kemur í veg fyrir þennan öryggisleka, aukinheld- ur sem vírusvarnaframleið- endur hafa almennt bætt vörn við orminum við vörur sínar. Bady/Code Red-ormurinn er aðeins virkur frá 1. degi hvers mánaðar til þess 27. þegar hann hættir að dreifa sér en hans varð fyrst vart 19. júlí þegar hann smitaði um 350.000 tölvur á ein- um degi, þar á meðal leitarsíðu Leit.is hér á landi og síður Hvíta hússins. Að því er fram kemur í fréttabréfi Kaspersky-vírus- varnafyrirtækisins er aftur á móti ekki ástæða til að óttast að hann geri vart við sig að nýju 1. ágúst næstkomandi, svo framar- lega sem þær tölvur sem sýkt- ust í júlí eru með réttri dagsetn- ingu og ormurinn í þeim hefur því orðið óvirkur sl. föstudag. Á fréttavef CNet.com kemur aftur á móti fram að talið er að um 2.000 sýktar tölvur séu með ranga dagsetningu og þar er einnig bent á að þótt ormurinn leggist í dvala geti tölvuþrjótur sent hann af stað aftur eftir kl. 12 á hádegi í dag. Þrátt fyrir það telur Eugene Kaspersky, yfirmaður veiru- rannsókna Kaspersky Labs, ólíklegt að annað eins ormafár fari af stað aftur og ef eitthvað verði um smit verði það auðveld- ara við að eiga. Hann leggur einnig áherslu á að ormurinn leggist aðeins á tölvur sem séu með netþjón Microsoft upp sett- an og því séu einkatölvunotend- ur og þeir sem nota hugbúnað frá öðrum framleiðendum í lítilli hættu en fjórðungur netþjóna notar IIS frá Microsoft en um 60% hugbúnað sem heitir Apache. Samkvæmt upplýsingum frá Microsoft voru 6 milljón tölvur í smithættu þegar ormsins varð vart en viðbótin til að koma í veg fyrir smit hefur verið sótt 400.000 sinnum á vefsetur fyr- irtækisins. Óttast að ormur snúi aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.