Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRUMDRÖG að breyttu
deiliskipulagi vegna fyrirhug-
aðs bílastæðahúss neðanjarð-
ar við Suðurgötu í Reykjavík
hafa verið lögð fram og á
meðfylgjandi korti má sjá
hvernig húsið lítur út sam-
kvæmt deiliskipulagstillögu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Borgarskipulagi felur breyt-
ingartillagan í sér að bíla-
geymsla verði reist neðan-
jarðar undir Suðurgötu,
lóðinni Suðurgötu 2 sem nú er
bílastæðalóð og hluta lóðanna
Suðurgötu 4, 6 og 8A, auk
þess sem hluti bílageymsl-
unnar nær undir Aðalstræti
16 og 18. Bílageymslan verð-
ur öll neðanjarðar nema á
hluta lóðarinnar Suðurgötu 2
þar sem gert verður ráð fyrir
innkeyrslu og einnig er þar
og á lóðinni Suðurgötu 8A
gert ráð fyrir stigahúsi og
lyftu sem tengist bílageymsl-
unni.
Í frétt Morgunblaðsins í
gær kom fram að töluvert
rask verður á nánasta um-
hverfi þeirra sem búa á þeim
hluta Suðurgötu sem fram-
kvæmdirnar ná til. Að sögn
Guðrúnar Holt, íbúa við Suð-
urgötu 6, er ekki að sjá á
teikningum af væntanlegu
bílastæðahúsi að farið verði
mjög hátt upp í garðana. Guð-
rún bendir á að borgin verði
að þróast og að nauðsynlegt
sé að fylgjast með tímanum
hvað þetta snertir. „Það er
ekki gaman að sjá alla þessa
bíla úti um allt og því alveg
eins gott að þeir fái að vera
einhvers staðar þar sem þeir
sjást ekki. Mér finnst hug-
myndin að mörgu leyti ekki
vitlaus,“ segir Guðrún.
Fyrirhugað bílastæðahús neðanjarðar í miðborg Reykjavíkur
Mun ná undir
hluta Suð-
urgötu og
Aðalstrætis
Miðborg
Hér sést hvar bílastæðahúsið verður staðsett verði af
byggingu þess. Húsið verður á tveimur hæðum og 207 bíla-
stæði eru ráðgerð í því. Einnig sjást hvar gömul tré standa
við Suðurgötu 4, en þau þurfa að víkja meðan á fram-
kvæmdum stendur og er óvíst hvort tekst að varðveita þau.
-
.
/
0
1
0
.
2345 6
' 7 +67
FJÖGURRA vikna námskeiði
sumarskóla Námsflokka
Reykjavíkur lauk með áhrifa-
miklum hætti í gær á rétt-
nefndri þjóðhátíð í Austur-
bæjarskóla, þar sem
nemendur hvaðanæva að úr
heiminum önnuðust skemmti-
atriði og áttu eftirminnilega
stund með kennurum sínum.
Hátt á fjórða hundrað nem-
endur frá 68 þjóðlöndum hafa
stundað íslenskunám í sum-
arskólanum í júlímánuði og
fór fjölþjóðlegt yfirbragð
skólaslitanna ekki fram hjá
neinum. Gaf þarna að líta taí-
lenska dansa, mat frá ýmsum
heimshornum og litskrúðuga
þjóðbúninga. Nemendur
koma m.a. frá Jórdaníu, Pal-
estínu, Danmörku, Banda-
ríkjunum, Indlandi, Þýska-
landi, Filippseyjum og víðar.
Nemendur í morgunhópum
sumarskólans hafa verið í ís-
lenskutímum daglega frá 9–
12 allan júlímánuð og tekið
miklum framförum að sögn
kennara sinna. Einnig má
geta þess að kennt var þrjú
kvöld í viku en morgunhóp-
arnir stóðu að lokahófinu í
gær.
Las bækur Einars
Más og Guðbergs
Kennarar í sumarskól-
anum eru fimmtán og virðast
hafa annast nemendur sína
vel, enda fékk blaðamaður
kunnáttu a.m.k. tveggja nem-
enda staðfesta með spjalli við
þá sem að sjálfsögðu fór fram
fór á íslensku.
Tobias Sûrn frá Þýskalandi
upplýsti Morgunblaðið um að
hann hefði skellt sér í ís-
lenskunám m.a. vegna áhuga
síns á norrænum tungu-
málum og bókmenntum. „Ég
las bækur frá Íslandi, m.a.
eftir Einar Má Guðmundsson
og Guðberg Bergsson og
fannst þær spennandi af því
að þær eru mjög frábrugðnar
bókmenntum á meginland-
inu,“ sagði Tobias. „Ég hugs-
aði með mér að það væri
virkilega fínt fyrir mig að
læra íslensku. Málfræðin er
mjög spennandi af því hún er
bæði rökrétt og órökrétt.
Hérna í Námsflokkunum lær-
ir maður virkilega að tala ís-
lensku, enda eru þetta ekki
málfræðinámskeið, heldur
lærir maður frekar grunn-
atriðin í því að tala íslensku.
Ég hugsa að það sé betra en
að fara á háskólanámskeið af
því að þar lærir maður mál-
fræðina og ég hugsa að mað-
ur læri ekki að tala á þeim.“
Tobias hefur verið hér á
landi í fimm vikur og ætlar að
verja næstu fjórum vikum í
ferðalög um Ísland. „Síðan
flýg ég heim til að leita mér
að íbúð í Berlín,“ segir hann.
„Ég ætla að koma aftur hing-
að í vetur, kannski til að
vinna.“ bætir hann við.
Hausverkurinn horfinn
Frá Costa Rica kemur
stúlka að nafni Anna Paula,
sem gift er íslenskum manni
og hefur búið hérlendis í hálft
annað ár. Hún sagðist hafa
viljað læra íslensku, enda
teldi hún það nauðsynlega
forsendu þess að fá betur
borgað en ella nú þegar hún
væri á leiðinni út á vinnu-
markaðinn. „Ég verð að læra
íslensku og mér finnst bara
gaman að því,“ segir hún.
„Það er ekki svo erfitt. Ég
tala bara íslensku heima og
það gengur vel, enda hjálpar
maðurinn minn mér. Beyg-
ingar eru ekki til í spænsku
en samt er ekki svo erfitt að
læra þær. Það tekur bara
tíma og maður verður að
vera duglegur.“
Til gamans má geta þess að
Anna Paula segist kunna bet-
ur við sig í kuldanum hér á Ís-
landi en í hitanum á Costa
Rica. Hvernig stendur á því?
„Það er mjög heitt á Costa
Rica, eða 26–38 gráða hiti og
ég var alltaf með hausverk.
Eftir að ég kom hingað snar-
batnaði mér og ég hef aldrei
fengið hausverk. Þetta er
bara betra.“
Meðal þess sem gert var
sér til skemmtunar á skóla-
slitunum var fjölþjóðlegur
kór sem söng Vertu til á ís-
lensku, rússnesku og jap-
önsku og þá flutti fjallkonan
kvæðið Ísland eftir Hannes
Pétursson. Í hlutverki Fjall-
konunnar var Melissa
Munguia frá Honduras, sem
var á II. stigi íslenskunámsins
af alls fjórum námsstigum í
sumarskólanum. Taílenskir
þjóðdansar voru stignir undir
tónlist og nokkur þjálfuð spor
í magadansi sáust stigin í
framhjáhlaupi.
340 nemendur frá 68 löndum á fjögurra vikna íslenskunámskeiði hjá sumarskóla Námsflokkanna
Anna Paula er frá Costa
Rica en hefur verið búsett
hérlendis síðastliðna 18
mánuði og er gift íslensk-
um manni.
Tobias Stürn frá Þýska-
landi hrífst af íslenskum
nútímabókmenntum og
hyggst koma hingað aft-
ur í vetur.
Skólaslit í fjölþjóðlegum andaReykjavík
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Skartklæddir nemendur sumarskólans og mælandi á ís-
lenska tungu fyrir framan Austurbæjarskólann.
Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks sökuðu R-listann
um „bókhaldsbrellur“ þegar
borgarráðsfulltrúar R-listans
lögðu fram bókun þar sem m.a.
kom fram að skuldir borgar-
sjóðs sem hlutfall af skatt-
tekjum hefðu „stórlækkað frá
1994 eða úr 123,7% í 64,5% árið
2000“. Í bókun R-listans segir
að ársreikningur borgarsjóðs
fyrir árið 2000 sýni að rekstur
málaflokka hafi farið lækkandi
frá 1994 og rekstraráætlanir
borgarinnar stæðust „nánast
100%“.
Í bókun R-listans kom fram
að fyrirtæki borgarinnar hefðu
á undanförnum árum staðið í
mikilli uppbyggingu. Mætti
þar nefna virkjunarfram-
kvæmdir Orkuveitu Reykja-
víkur á Nesjavöllum. Nesja-
vallavirkjun væri ekki ætlað að
standa undir fjármagnskostn-
aði borgarinnar í heild. Stæði
virkjun undir fjármagnskostn-
aði, öðrum en rekstrarkostnaði
og ávöxtunarkröfu, þá væri
hún arðsöm fjárfesting. Það
ætti við um Nesjavallavirkjun,
en arðsemisútreikningar fyrir
raforkuframleiðslu á Nesja-
völlum sýndu að virkjunin
hefði rúmlega 10% innri arð-
semi, og væri áætlaður endur-
greiðslutími virkjunarinnar
um 11 ár.
Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins óskuðu að bók-
að yrði, að fulltrúar R-listans
„forðuðust sem fyrr að fjalla
um meginatriði fjármálastöðu
Reykjavíkurborgar, sem er
hrikaleg skuldasöfnun á þeirra
valdatíma. Tilburðir fulltrúa
R-listans til að fela þessar
staðreyndir með því að fjalla
eingöngu um fjármál borgar-
sjóðs eru aumkunarverðar
þegar til þess er litið að milli-
færslur fjár til borgarsjóðs frá
stofnunum og fyrirtækjum
borgarinnar hafa leitt til þess
að samanburður er ómögu-
legur. Með slíkum bókhalds-
brellum hafa margir milljarðar
króna verið fluttir til og þannig
hægt að sýna betri stöðu borg-
arsjóðs. Fjárhagsstaða
Reykjavíkurborgar hefur á
hinn bóginn hríðversnað á
valdatíma R-listans.“
Fulltrúar R-listans óskuðu
bókað að það væri „ömurlegt
hlutskipti fyrir fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks að hafa ekkert
annað til málanna að leggja en
að vera stöðugt með útúrsnún-
inga varðandi fjármál borgar-
innar“. Sagði ennfremur í bók-
uninni að það vekti furðu að
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga [Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson] skyldi taka þátt
í fyrrnefndri bókun sjálfstæð-
ismanna. „Það eru skýr
ákvæði um samanburðarhæfni
ársreikninga allra sveitar-
félaga á landinu og stendur
Reykjavík afar vel í þeim sam-
anburði. Lántökur fyrirtækja
borgarinnar til framkvæmda
og fjárfestinga á umliðnum ár-
um eru fráleitt hættumerki,
heldur þvert á móti til vitnis
um framfarir og uppbyggingu
á síðustu 7 árum.“
Í bókun Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar borgarráðsfull-
trúa sjálfstæðismanna kom
fram að hann kannaðist ekki
við útúrsnúninga í bókun sjálf-
stæðismanna. „Það sem ég hef
einkum gagnrýnt í fjármála-
stjórn borgarinnar er sú stað-
reynd að fluttir hafa verið fjár-
munir úr sjóðum fyrirtækja
borgarinnar í þeim tilgangi að
fegra stöðu borgarsjóðs, sem
þýðir aukningu skuldasöfnun-
ar hjá viðkomandi fyrirtækum
borgarinnar,“ sagði m.a. í bók-
un Vilhjálms.
Tekist á um
fjármálastjórn
borgarinnar
Reykjavík
BÚSTAÐASAFNI Borgar-
bókasafnsins í Bústaðakirkju
hefur verið lokað, en nú
standa yfir flutningar safns-
ins í Kringluna. Að sögn Dóru
Thoroddsen, safnstjóra Bú-
staðasafns, var áætlað að
safnið yrði opnað að nýju 15.
september í Kringlunni, en
líklegt er að það dragist eitt-
hvað. Dóra segir að heilmikið
verði að gera hjá hinum 19
starfsmönnum safnsins við
flutningana á næstunni en í
leiðinni fari fram gagnataln-
ing og ýmislegt þurfi að þjófa-
verja. „Nýja húsnæðið í
Kringlunni er um það bil tvö-
falt stærra en það sem við höf-
um haft hér í Bústaðakirkju,
bókakostur safnsins mun ekki
stækka við flutningana en
væntanlega verður hann fjöl-
breyttari og sýnilegri. Ég tel
að helsti kosturinn við flutn-
ingana sé að þá skapast aukið
rými og þar af leiðandi bætt
aðstaða fyrir lánþega og
starfsfólk, en það hafa verið
gríðarleg þrengsli hérna í Bú-
staðasafni. Þá mun nýi bóka-
bíllinn flytjast með okkur og
hafa aðsetur í Kringlunni,“
segir Dóra.
Ekki er ljóst hvort nýja
safnið verður nefnt Kringlu-
safn en að sögn Dóru tengja
margir nafnið Kringla við
kaupsýsluna þar og ekki búið
að taka lokaákvörðun .
Morgunblaðið/Billi
Dóra Thoroddsen safnstjóri önnum kafin við að pakka nið-
ur bókum vegna flutninga safnsins í Kringluna.
Bústaðasafn flyst í Kringluna í haust
Reykjavík