Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 25 MENNINGAR- og fjölskylduhátíð verður haldin helgina eftir Verslun- armannahelgi, 10.–12. ágúst, í Bjarnarfirði á Ströndum og verður hátíðin sett kl. 20 á útisviði hátíð- arinnar við Laugarhól í Bjarnarfirði á föstudagskvöldinu. Þar kveða galdramenn af Ströndum niður drauga og aðra óáran til heilla kom- andi helgi. Þá flytur Sönghópurinn Gríma nýfundna 17. aldar tónlist. Sigur Rós, ásamt strengjasveitinni Anima og Steindóri Andersen kvæðamanni, stíga á svið með tón- listardagskrá. Minningarathöfn verður um brennda galdramenn og mun Anima flytja tónverk eftir Hilmar Örn Hilmarsson við athöfn- ina. Þjóðsögur sagðar og lesnar Á laugardag hefst dagskráin kl. 13 og verður henni fram haldið til mið- nættis víðsvegar í Bjarnarfirði. M.a. mun Möguleikhúsið sýnir Völuspá og í framhaldinu verður farið í rat- leikinn Hvar er Vala? Leitað verður að myndum úr Völuspá um allan Bjarnarfjörð. Leikhópurinn Afreks- menn og örlagavaldar /Hópur fólks – leiða þátttakendur í gegnum ratleik- inn og túlka atriði úr Völuspá með söng, dansi, hjóðfæraleik, látbragði og hvers kyns öðrum gjörningum sem þeim einum er lagið. Gestum gefst færi á að kynna sér uppbyggingu annars áfanga Galdra- sýningar á Ströndum sem stendur yfir í Bjarnarfirði en sýningin verð- ur opnuð á vordögum 2002. Myndlistarsýning og þjóðsagna- tjald verður á svæðinu. Þar eru ís- lenskar þjóðsögur sagðar og lesnar. Á heila tímanum spretta fram lifandi þjóðsagnapersónur túlkaðar af lista- fólki úr Leikfélagi Hólmavíkur. Ka- jakferðir á Bjarnarfjarðará standa til boða yfir daginn og alls kyns dag- skrá verður á svæðinu – flutt af Morranum sem er hópur unglista- fólks frá Ísafirði, Leikfélagi Hólma- víkur og fleirum. Um kvöldið stíga helstu tónlist- armenn þjóðarinnar á stokk með rokki og kukli. Fram koma Megas, Gulli kuklari – Guðlaugur K. Ótt- arsson, Andrea Gylfadóttir og Eddi Lár, Steindór Andersen, Mök tríóið: (Tómas Magnús Tómasson, Hilmar Örn Hilmarsson Guðlaugur K. Ótt- arsson) og galdramenn af Ströndum. Hilmar Örn Hilmarsson frumflytur tónverk sem samið er sérstaklega fyrir hátíðina í takt við flugelda og vafurloga. Hilmari til fulltingis eru m.a. ofangreindir listamenn. Á sunnudeginum gefst gestum kostur á skipulögðum gönguferðum með leiðsögn um Bjarnarfjörð og ná- grenni. Einnig er skipulögð göngu- ferð norður í Árneshreppi. Menningar- og fjölskylduhátíð Sigur Rós og galdramenn á Ströndum HLJÓMSVEIT æskufólks frá norð-vestur hluta Englands hafði viðdvöl hér á landi og hélt tónleika í Hallgrímskirkju s.l. sunnudag. Þessi atburður minnir á stutta en áhrifa- ríka sögu Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar, sem ýmsir ásóknaraðilar og jafnvel ráðamenn höfðu af að koma fyrir kattarnef. Starfsemi eins og SÆ, byggist ávallt á áhuga eins manns og tiltrú þeirra sem til er kall- að, á hæfni þessa einstaklings. Sé þar á skorið, koðnar verkið niður að getuleysi meðalmennskunnar. Það virðist sem Cumbriu hljóm- sveitin sé mörkuð þeim stórhug, sem einkenndi SÆ, að flytja stór við- fangsefni og stefna til meiri átaka en venja er um, í almennu starfi ungs tónlistarfólks. Það er nefnilega þessi stórhugur sem skiptir máli, því til hvers er að halda úti slíkri starfsemi ef aðeins á að fást við það, sem þegar er til meðferðar í skólum og hefð- bundnum menntastofnunum. Tónleikar æskufólks frá Cumbriu (Kumbraland eða Cumberland) hóf- ust með orgelsónötu op. 28, eftir Edward Elgar, sem hér var flutt í umritun fyrir hljómsveit eftir Gor- don Jacob. Umritun „hljómborðs- verks“ fyrir hljómsveit er að því leyti til vandaverk, að hljómsveitin býður upp á mun víðfeðmara tónferli en oft er bundið hljómborðinu og gætti þess nokkuð í umritun Jacobs og einnig, að hann notar blásturshljóð- færin mjög mikið, sem líklega er vegna síhljóman orgelsins, sem Elg- ar hefur haft í huga. Útkoman var í heild nokkuð þykkt rituð gerð fyrir hljómsveitina, svo að verkið hljómaði á köflum, sem leikið væri af lúðra- sveit, er aftur fékk ofurhljóman í sterku hljómsvari kirkjunnar. Annað verkið á efnisskránni var hljómsveitarverkið Geysir op. 51, eftir Jón Leifs og var þessi túlkun Jóns á ógnþrugnum mætti náttúru- aflanna, mjög vel flutt og jók mikil hljómgun kirkjunnar sterklega á stemmninguna, sem hefst, er ógn- arafl náttúrunnar vaknar af dvala og eftir að hafa reist sig til fulls, leggst aftur í fyrra leg ógnþrunginnar og tímabundinnar kyrrðar. Lokaverk tónleikanna var orgel- sinfónían op. 78, eftir Camille Saint- Saëns og þar lék á orgelið ungur org- elleikari, Lára Bryndís Eggertsdótt- ir. Þrátt fyrir að orgelið eigi einstaka samhljóman með hljómsveitinni í hæga þættinum og þeim síðasta, er orgelið notað sem hljómsveitarhljóð- færi, ekki ætlað hlutverk einleiks fyrir orgelið. Hægi þátturinn er fall- ega saminn, sérstaklega í samspili strengja og orgels. Upphaf lokakafl- ans hefst á áhrifamikilli stórhljóman orgelsins, sem svo fær að leika að- alstefið í heild, að öðru leyti er hlut- verk orgelsins að mestu bundið í liggjandi hljómum með smálegum tóntiltetkum hér og þar í samspili við hljómsveitina, sem fer með allt meg- inmál verksins. Lára Bryndís Egg- ertsdóttir lék af öryggi og féll hljóm- an orgelsins mjög vel að hljóm- sveitinni og gaf hæga þættinum og niðurlagi verksins tignarlega hljóm- þrunginn blæ. Cumbria hljómsveitin lék á köflum nokkuð vel, þótt heyra mætti hér og þar vandamál með tónstöðuna og að málmblásararnir höfðu sig of í frammi, sé tekið tillit til endurómun- ar kirkjunnar. Auðheyrt var að stjórnandinn Timothy Redmond kann sitt og stýrði unga fólkinu af ör- yggi. Sérstaklega ber að geta flutn- ings hljómsveitarinnar á verki Jóns Leifs, sem var vel unninn af hljóm- sveit og stjórnanda og verkið í heild einstaklega vel flutt. Breyting á efn- isskrá var kynnt með þeim hætti, að fæstir kirkjugestir gátu greint orða- skil og því tók það suma nokkra stund, sérstaklega þá sem hvorki þekktu Edward Elgar eða Jón Leifs, að átta sig á breytingu efnisskrár. Kann þeim að hafa þótt fyrsta verkið á efnisskránni skrítin lýsing á Geysi og eitthvað affærst hjá Elgar, þegar Geysir Jóns Leifs var fluttur. Þessi heimsókn ungs tónlistar- fólks frá Kumbralandi var skemmti- leg og minnti okkur á að nú væri lag að taka upp þráðinn, þar sem á var skorið í starfsemi SÆ. Morgunblaðið/Jim Smart Tónlistaræska Kumbra- lands heimsækir Ísland TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Cumbría, hljómsveit æskufólks, flutti verk eftir Edward Elgar, Jón Leifs og Camille Saint-Saëns. Einleikari á orgel var Lára Bryndís Eggertsdóttir og stjórnandi Timothy Redmond. Sunnudagurinn 29. júlí, 2001. NEMENDATÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson BERGLIND María Tómasdóttir flautuleikari og Arne Jørgen Fæø píanóleikari flytja tónlistardagskrá á Sumartónleikum í Stykkishólms- kirkju annað kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20:30. Berglind og Arne hafa bæði lokið framhaldsnámi frá konunglega danska konservatoríinu (DKDM) í Danmörku. Á efnisskránni eru verk eftir Olivier Messiaen, Atla Heimi Sveins- son, Þorkel Sigurbjörnsson, Kolbein Einarsson og Henri Dutilleux. Þau verða einnig með tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 7. ágúst. Tónleikar í Stykkishólms- kirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.