Morgunblaðið - 01.08.2001, Page 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 25
MENNINGAR- og fjölskylduhátíð
verður haldin helgina eftir Verslun-
armannahelgi, 10.–12. ágúst, í
Bjarnarfirði á Ströndum og verður
hátíðin sett kl. 20 á útisviði hátíð-
arinnar við Laugarhól í Bjarnarfirði
á föstudagskvöldinu. Þar kveða
galdramenn af Ströndum niður
drauga og aðra óáran til heilla kom-
andi helgi. Þá flytur Sönghópurinn
Gríma nýfundna 17. aldar tónlist.
Sigur Rós, ásamt strengjasveitinni
Anima og Steindóri Andersen
kvæðamanni, stíga á svið með tón-
listardagskrá. Minningarathöfn
verður um brennda galdramenn og
mun Anima flytja tónverk eftir
Hilmar Örn Hilmarsson við athöfn-
ina.
Þjóðsögur sagðar
og lesnar
Á laugardag hefst dagskráin kl. 13
og verður henni fram haldið til mið-
nættis víðsvegar í Bjarnarfirði. M.a.
mun Möguleikhúsið sýnir Völuspá
og í framhaldinu verður farið í rat-
leikinn Hvar er Vala? Leitað verður
að myndum úr Völuspá um allan
Bjarnarfjörð. Leikhópurinn Afreks-
menn og örlagavaldar /Hópur fólks –
leiða þátttakendur í gegnum ratleik-
inn og túlka atriði úr Völuspá með
söng, dansi, hjóðfæraleik, látbragði
og hvers kyns öðrum gjörningum
sem þeim einum er lagið.
Gestum gefst færi á að kynna sér
uppbyggingu annars áfanga Galdra-
sýningar á Ströndum sem stendur
yfir í Bjarnarfirði en sýningin verð-
ur opnuð á vordögum 2002.
Myndlistarsýning og þjóðsagna-
tjald verður á svæðinu. Þar eru ís-
lenskar þjóðsögur sagðar og lesnar.
Á heila tímanum spretta fram lifandi
þjóðsagnapersónur túlkaðar af lista-
fólki úr Leikfélagi Hólmavíkur. Ka-
jakferðir á Bjarnarfjarðará standa
til boða yfir daginn og alls kyns dag-
skrá verður á svæðinu – flutt af
Morranum sem er hópur unglista-
fólks frá Ísafirði, Leikfélagi Hólma-
víkur og fleirum.
Um kvöldið stíga helstu tónlist-
armenn þjóðarinnar á stokk með
rokki og kukli. Fram koma Megas,
Gulli kuklari – Guðlaugur K. Ótt-
arsson, Andrea Gylfadóttir og Eddi
Lár, Steindór Andersen, Mök tríóið:
(Tómas Magnús Tómasson, Hilmar
Örn Hilmarsson Guðlaugur K. Ótt-
arsson) og galdramenn af Ströndum.
Hilmar Örn Hilmarsson frumflytur
tónverk sem samið er sérstaklega
fyrir hátíðina í takt við flugelda og
vafurloga. Hilmari til fulltingis eru
m.a. ofangreindir listamenn.
Á sunnudeginum gefst gestum
kostur á skipulögðum gönguferðum
með leiðsögn um Bjarnarfjörð og ná-
grenni. Einnig er skipulögð göngu-
ferð norður í Árneshreppi.
Menningar- og fjölskylduhátíð
Sigur Rós og
galdramenn á
Ströndum
HLJÓMSVEIT æskufólks frá
norð-vestur hluta Englands hafði
viðdvöl hér á landi og hélt tónleika í
Hallgrímskirkju s.l. sunnudag. Þessi
atburður minnir á stutta en áhrifa-
ríka sögu Sinfóníuhljómsveitar æsk-
unnar, sem ýmsir ásóknaraðilar og
jafnvel ráðamenn höfðu af að koma
fyrir kattarnef. Starfsemi eins og
SÆ, byggist ávallt á áhuga eins
manns og tiltrú þeirra sem til er kall-
að, á hæfni þessa einstaklings. Sé
þar á skorið, koðnar verkið niður að
getuleysi meðalmennskunnar.
Það virðist sem Cumbriu hljóm-
sveitin sé mörkuð þeim stórhug, sem
einkenndi SÆ, að flytja stór við-
fangsefni og stefna til meiri átaka en
venja er um, í almennu starfi ungs
tónlistarfólks. Það er nefnilega þessi
stórhugur sem skiptir máli, því til
hvers er að halda úti slíkri starfsemi
ef aðeins á að fást við það, sem þegar
er til meðferðar í skólum og hefð-
bundnum menntastofnunum.
Tónleikar æskufólks frá Cumbriu
(Kumbraland eða Cumberland) hóf-
ust með orgelsónötu op. 28, eftir
Edward Elgar, sem hér var flutt í
umritun fyrir hljómsveit eftir Gor-
don Jacob. Umritun „hljómborðs-
verks“ fyrir hljómsveit er að því leyti
til vandaverk, að hljómsveitin býður
upp á mun víðfeðmara tónferli en oft
er bundið hljómborðinu og gætti
þess nokkuð í umritun Jacobs og
einnig, að hann notar blásturshljóð-
færin mjög mikið, sem líklega er
vegna síhljóman orgelsins, sem Elg-
ar hefur haft í huga. Útkoman var í
heild nokkuð þykkt rituð gerð fyrir
hljómsveitina, svo að verkið hljómaði
á köflum, sem leikið væri af lúðra-
sveit, er aftur fékk ofurhljóman í
sterku hljómsvari kirkjunnar.
Annað verkið á efnisskránni var
hljómsveitarverkið Geysir op. 51,
eftir Jón Leifs og var þessi túlkun
Jóns á ógnþrugnum mætti náttúru-
aflanna, mjög vel flutt og jók mikil
hljómgun kirkjunnar sterklega á
stemmninguna, sem hefst, er ógn-
arafl náttúrunnar vaknar af dvala og
eftir að hafa reist sig til fulls, leggst
aftur í fyrra leg ógnþrunginnar og
tímabundinnar kyrrðar.
Lokaverk tónleikanna var orgel-
sinfónían op. 78, eftir Camille Saint-
Saëns og þar lék á orgelið ungur org-
elleikari, Lára Bryndís Eggertsdótt-
ir. Þrátt fyrir að orgelið eigi einstaka
samhljóman með hljómsveitinni í
hæga þættinum og þeim síðasta, er
orgelið notað sem hljómsveitarhljóð-
færi, ekki ætlað hlutverk einleiks
fyrir orgelið. Hægi þátturinn er fall-
ega saminn, sérstaklega í samspili
strengja og orgels. Upphaf lokakafl-
ans hefst á áhrifamikilli stórhljóman
orgelsins, sem svo fær að leika að-
alstefið í heild, að öðru leyti er hlut-
verk orgelsins að mestu bundið í
liggjandi hljómum með smálegum
tóntiltetkum hér og þar í samspili við
hljómsveitina, sem fer með allt meg-
inmál verksins. Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir lék af öryggi og féll hljóm-
an orgelsins mjög vel að hljóm-
sveitinni og gaf hæga þættinum og
niðurlagi verksins tignarlega hljóm-
þrunginn blæ.
Cumbria hljómsveitin lék á köflum
nokkuð vel, þótt heyra mætti hér og
þar vandamál með tónstöðuna og að
málmblásararnir höfðu sig of í
frammi, sé tekið tillit til endurómun-
ar kirkjunnar. Auðheyrt var að
stjórnandinn Timothy Redmond
kann sitt og stýrði unga fólkinu af ör-
yggi. Sérstaklega ber að geta flutn-
ings hljómsveitarinnar á verki Jóns
Leifs, sem var vel unninn af hljóm-
sveit og stjórnanda og verkið í heild
einstaklega vel flutt. Breyting á efn-
isskrá var kynnt með þeim hætti, að
fæstir kirkjugestir gátu greint orða-
skil og því tók það suma nokkra
stund, sérstaklega þá sem hvorki
þekktu Edward Elgar eða Jón Leifs,
að átta sig á breytingu efnisskrár.
Kann þeim að hafa þótt fyrsta verkið
á efnisskránni skrítin lýsing á Geysi
og eitthvað affærst hjá Elgar, þegar
Geysir Jóns Leifs var fluttur.
Þessi heimsókn ungs tónlistar-
fólks frá Kumbralandi var skemmti-
leg og minnti okkur á að nú væri lag
að taka upp þráðinn, þar sem á var
skorið í starfsemi SÆ.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tónlistaræska Kumbra-
lands heimsækir Ísland
TÓNLIST
H a l l g r í m s k i r k j a
Cumbría, hljómsveit æskufólks,
flutti verk eftir Edward Elgar,
Jón Leifs og Camille Saint-Saëns.
Einleikari á orgel var Lára
Bryndís Eggertsdóttir og
stjórnandi Timothy Redmond.
Sunnudagurinn 29. júlí, 2001.
NEMENDATÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
BERGLIND María Tómasdóttir
flautuleikari og Arne Jørgen Fæø
píanóleikari flytja tónlistardagskrá á
Sumartónleikum í Stykkishólms-
kirkju annað kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20:30. Berglind og Arne
hafa bæði lokið framhaldsnámi frá
konunglega danska konservatoríinu
(DKDM) í Danmörku.
Á efnisskránni eru verk eftir
Olivier Messiaen, Atla Heimi Sveins-
son, Þorkel Sigurbjörnsson, Kolbein
Einarsson og Henri Dutilleux.
Þau verða einnig með tónleika í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudaginn 7. ágúst.
Tónleikar í
Stykkishólms-
kirkju