Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 31 maður lífeyrissjóðs, sem ræddi við, sagðist ekki enn annfærður um ágæti þess eigi meirihluta í álverinu. etja spurningarmerki við issjóða í svo áhættusömum bóginn vilji lífeyrissjóðirn- nda í uppbyggingu íslensks lífsnauðsynlegt sé að jafna a greina í atvinnulífinu og naðar. Slíkt geti verið gulls enndu efnahagslífi. andi benti á að lífeyrissjóð- til vill farið sömu leið og jarðargöngin á sínum tíma. litið á fjárfestingu í göng- sem of áhættusama og því áhættufjárfestar fjármagn- ra í upphafi. Þegar svo erið komin á göngin, þau aðist öryggiskröfur og sýnt lífeyrissjóðirnir lagt fram ert endurfjármögnun þann- eru flestir tilbúnir að skoða linn, ekki síst þar sem vitað efnahagslífi veitir ekki af ármagns, ekki síst erlends k þess sem atvinnulíf á ður í ofvæni eftir áhrifum grar uppbyggingar og raun ist formaður stjórnar Sam- sjóðsins (SL), Hallgrímur lja það vera ábyrgðarhluta ta lífeyrissjóðs landsins að þátt í að kanna kosti fyr- s í Reyðarfirði sem fjárfest- tjórnarformaður Lífeyris- rmanna hefur hins vegar un stjórnar LSR sé athygl- sagðist raunar skilja málið þannig að LSR hefði efasemdir um að skoða málið. „Það finnst mér vera ábyrgð- arhluti. Svona stór dæmi verður að skoða ofan í kjölinn og taka svo afstöðu,“ sagði hann og benti um leið á að framkvæmda- stjóri SL sé að kanna þessi mál fyrir hönd sjóðsins, en engin ákvörðun hafi verið tek- in um að vera með eða vera ekki með. Frekar en aðrir lífeyrissjóðir hefðu gert. Magnús L. Sveinsson, stjórnarformað- ur LV, sagði hins vegar að starfshópnum væri fyrst og fremst ætlað að afla gagna til að stjórnin geti betur áttað sig á því hvort um sé að ræða fýsilegan fjárfesting- arkost. Starfshópurinn ætti ekki að taka neinar ákvarðanir, enda sé slíkt í verka- hring stjórnanna. Uppnám vegna skilyrða Norsk Hydro um aðild að Reyðaráli Áhrifamikill forystumaður í stórum líf- eyrissjóði, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að afstaða Ögmundar og framganga hans í fjölmiðlum að undanförnu væri ef til vill engin tilviljun. Gerði hann því skóna að með kröfum sínum um frekari upplýs- ingar og staðhæfingum um að málið væri þannig vaxið að enn væri ekki unnt að taka neinar ákvarðanir, væri Ögmundur að reyna að kalla fram frekari upplýsingar um samkomulag íslenskra stjórnvalda og Hæfis við Norsk Hydro. Meðal annars um þau skilyrði sem Hydro hefur sett fyrir þátttöku sinni í Reyðarálsverkefninu, enda byði fleirum en honum í grun að þau skilyrði væru þess eðlis að mörgum fjár- festum þætti nánast óaðgengileg. Sjálfur segist Ögmundur vilja fá allt upp á borðið í þessum efnum og aðeins þannig verði hægt að meta málið á fagleg- an hátt. „Ég hef heyrt orðróm um einhverjar undarlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda gagnvart Norsk Hydro og að sama skapi undarleg skilyrði norska fyr- irtækisins fyrir þátttöku í þessu verkefni,“ sagði hann við Morgunblaðið. Þeirri kenningu hefur verið fleygt í hópi áhrifamanna í lífeyrissjóðunum að í gildi sé einhvers konar leynisamningur milli ís- lenskra stjórnvalda og Norsk Hydro um ótímabundna aðkomu norska fyrirtækis- ins að mikilsverðum þáttum í rekstri ál- fyrirtækisins í Reyðarfirði. Þannig sé nán- ast kveðið á um yfirráð Hydro Aluminium yfir tækniuppbyggingu álversins, hráefn- iskaupum, markaðsstarfi og útflutningi. Þetta allt saman án þess að Hydro eigi meirihluta í fyrirtækinu. Eftir standi ís- lenskir fjárfestar, þeirra á meðal lífeyr- issjóðirnir, sem eigendur meirihluta hlutafjár en þó nánast valdalausir um fjöl- marga stoðþætti í rekstrinum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru mál ekki svo langt komin að um væri að ræða samkomulag um þessi atriði. Hins vegar væri kominn á skilningur – og hann m.a. verið að einhverju leyti skjal- festur í sameiginlegum yfirlýsingum – beggja aðila í þessum efnum og því hafi Norsk Hydro gengið út frá því sem vísu að þannig yrði háttað tengslum þess og Reyðaráls hf. Það var ekki fyrr en fulltrúum lífeyr- issjóðanna og fleiri mögulegum fjárfest- um varð þetta samkomulag ljóst, að renna fóru tvær grímur á forráðamenn Hæfis. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því hversu málið væri eldfimt fyrr en þá og létu Norsk Hydro þegar vita af þessum blendnu viðbrögðum að heiman. Sátu Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis, og Erlendur Magnússon frá Ís- landsbanka og stjórnarformaður Hæfis- fund með Hydro í Ósló fyrir um hálfum mánuði þar sem hart mun hafa verið deilt um þennan þátt samstarfsins og fleiri. Samkomulag varð ekki á þessum fundi, enda sögðust yfirmenn Hydro í þeirri trú að þessi þáttur væntanlegs samstarfs hafi nánast verið frágenginn og aldrei verið í raun neinn ágreiningur um. Því kæmi kú- vending í svo veigamiklu máli nú, á loka- stigum samningagerðarinnar, þeim afar spánskt fyrir sjónir. Svo viðkvæmt mátu forráðamenn Hæf- is ástandið eftir þennan fund að afráðið var að senda forstjóra Þjóðhagsstofnunar, Þórð Friðjónsson, út til Óslóar nokkrum dögum síðar til enn frekari fundahalda. Þórður hefur ekki einasta verið formaður viðræðunefndar um stóriðjumál heldur var hann einnig ráðuneytisstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu þegar þreifingar hófust við Norsk Hydro í ráðherratíð Finns Ingólfs- sonar. Þórður staðfesti í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði farið til Ósló til við- ræðna við Norsk Hydro en hann vildi ekk- ert upplýsa um efni eða gang þeirra viðræðna. Geir A. Gunnlaugsson sagði hins vegar ljóst og nauðsynlegt að hafa í huga að ekki liggi fyrir endanlegir samningar við Hydro um alla þætti væntanlegrar sam- vinnu. Um þau mál sem standi enn út af borðinu sé verið að semja þessar vikurnar. „Það liggur fyrir að Íslendingar vilja til lengri tíma litið hafa meira að segja um eignarhlut sinn og framleiðslu fyrirtæk- isins. Hins vegar er jafnljóst að til skemmri tíma litið verða að liggja fyrir samningar um sölu á málminum og útveg- un hráefnis. Án þess er ekki hægt að fjár- magna álverksmiðjuna,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur nokkuð þokast í átt til lausnar máls- ins eftir fund Þórðar ytra og gætir nú meiri bjartsýni á að lending náist í þessu máli heldur en fyrr í mánuðinum þegar ýmsir tóku svo djúpt í árinni að segja Reyðarálsverkefnið allt í uppnámi vegna málsins. Hitt fer ekki á milli mála að ís- lenskir fjárfestar eru ekki tilbúnir að fall- ast á nánast ótakmarkað og ótímabundið samstarf við Norsk Hydro miðað við óbreytt eignarhlut í Reyðaráli. Einhvers staðar þarna á miðri leið verða aðilar málsins að mætast. Líklegast er talið að lausnin felist í því að Norsk Hydro sjái um þessi fjögur aðalatriði, þ.e. tækniupp- byggingu, hráefni, markaðsmál og út- flutning, á ákveðnu fjármögn- unartímabili, þetta 15 ár, en síðan verði eigendum fyrir- tækisins frjálst að semja upp á nýtt um einhverja þætti, t.d. um uppbyggingu framleiðslu- línunnar. Það verði þó aldrei gert með því að efna til beinnar sam- keppni á einhverjum sérsviða Hydro Al- uminium. Einn viðmælandi blaðsins sagði að í ljósi þessarar „uppákomu“, eins og hann orðaði það, mætti draga þá ályktun að Hæfi hafi of seint tekið fulltrúa lífeyris- sjóðanna inn í viðræðurnar og kynnt þeim alla þætti málsins. „Þeir eiga að fjárfesta fyrir tugi milljarða og ráða stórum hluta fyrirtækisins. Samt eru þeir fyrst nú að átta sig á einstökum þáttum verkefnis- ins,“ sagði hann. Geir A. Gunnlaugsson segir að enginn geti búist við því að samningaviðræður um jafnviðamikil mál gangi alltaf fyrir sig eins og í sögu. Miklu fremur megi líkja leiðinni við holóttan íslenskan fjallveg sem sé erf- iður yfirferðar enda þótt flestir komist á endanum leiðar sinnar. „Ég get bara sagt að það er enn verið að takast á um ýmis atriði. Þetta er allt sam- an enn í eðlilegum farvegi og ég hef ástæðu til að vera bjartsýnn.“ Aðspurður um skýringar á þátttöku Þjóðhagsstofustjóra í viðræðum ytra á síðustu dögum sagði Geir: „Þórður hefur lengi verið þátttakandi í þessum viðræð- um fyrir hönd iðnaðarráðherra. Þó að hann ræði við stjórnendur Hydro á fundi nú, þarf það ekki að vera neitt óeðlilegt, heldur aðeins hluti af því að verið sé að leita lausna.“ Stefnt að erindi um fjármögnun til lánastofnana í september Á kynningarfundi Hæfis með fulltrúum lífeyrissjóðanna á Hótel Sögu í byrjun júní lýstu Hæfismenn því yfir að þeir von- uðust eftir skýrum vísbendingum um vilja lífeyrissjóðanna til Reyðarálsverkefnisins fyrir lok júlí. Þessi frestur er nú liðinn og ekkert ból- ar á formlegri afstöðu lífeyrissjóðanna. Geir A. Gunnlaugsson segir að vonir um skýrar vísbendingar fyrir júlílok hafi verið óraunhæfar og í ljós hafi komið að lífeyr- issjóðirnir þyrftu rýmri tíma til að meta þennan fjárfestingarkost. „Á fundinum töluðum við um júlílok en það er ekkert aðalatriði heldur hitt að líf- eyrissjóðirnir komi að málinu og geri á því nokkurs konar frummat. Ég veit ekki bet- ur en að þetta verkefni sé í fullri vinnslu hjá þessum aðilum og innan skamms vit- um við frekar hvernig landið liggur. Þá getum við sent formleg erindi til banka og leitað eftir tilboði í fjármögnun. Við stefnum enn að því að af því geti orðið í september,“ segir hann. Ögmundur Jónasson, formaður stjórn- ar LSR, hefur upplýst í fjölmiðlum að á kynningarfundinum á Hótel Sögu hafi þetta verið orðað þannig að vilji lífeyris- sjóðanna gagnvart þessu verkefni þyrfti að liggja fyrir í sumar, helst fyrir júlílok, en loforðin yrðu síðan innheimt um ára- mótin. Geir A. Gunnlaugsson segist ekki muna hvernig þetta hafi nákvæmlega verið orð- að á fundinum. Aðalatriðið sé að loka- ákvörðun verði að liggja fyrir einhvern tíma í janúar svo unnt sé að skera úr, af eða á, þann 1. febrúar 2002. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Hæfis lagt áherslu á trúnað í samskiptum sínum við hugsan- lega fjárfesta í Reyðarálsverkefninu. Slíkt er vitaskuld ekki óþekkt í viðskiptaheim- inum en nokkra athygli vekur að Hæfi hefur farið þess á leit við framkvæmda- stjóra lífeyrissjóðanna að þeir skrifi undir yfirlýsingu um trúnað á ensku, sk. secrecy agreement. Hefur sú krafa mælst illa fyrir meðal fjárfestanna sem, sumir hverjir, telja þetta merki um óþægilegt pukur. Þannig hefur þessi beiðni fallið í grýttan jarðveg meðal einstakra stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum sem bentu á að fram- kvæmdastjórarnir bæru ekki ábyrgð á af- stöðu sjóðanna til svo stórs verkefnis, heldur stjórnarmennirnir. Það væru þeir sem þyrftu að svara fyrir ákvarðanir sínar gagnvart umbjóðendum sjóðanna, þ.e. líf- eyriseigendum. Meðal annars þess vegna mun enginn fulltrúi sjóðanna þegar hafa undirritað þessa yfirlýsingu, hvað sem síðar verður. Geir A. Gunnlaugsson segir fullkom- lega eðlilegt að einhvern tíma taki fyrir líf- eyrissjóðina að koma að málinu og meta það. Fulltrúar Hæfis hafi unnið að því að útvega frekari upplýsingar sem óskað hef- ur verið eftir og aðeins sé unnið í samræmi við viðteknar venjur í alþjóð- legum viðskiptum. „Ég veit ekki annað en unn- ið sé að þessum málum af full- um krafti þessa dagana,“ segir hann. „Ég á hins vegar ekki von á því að þetta muni valda nokkrum erfiðleikum, enda viðtekin venja og í raun sjálfsögð í viðskiptum sem þess- um. Mikilvægast er að þeir, sem koma til með að taka stefnumótandi ákvarðanir í þessu máli, fái aðgang að öllum þeim upp- lýsingum sem þeir óska.“ Geir segir að í slíkum trúnaðarupplýs- ingum geti verið fólgin talsverð verðmæti og því hljóti að teljast eðlilegt að farið sé með þær með gát. „Fyrsta skrefið felst í því að þeir sem sýna áhuga á verkefni fá ákveðnar grunn- upplýsingar. Hafi þeir enn áhuga, eftir að hafa kynnt sér þær, er eðlilegt að gengið sé frá yfirlýsingu um trúnað og í fram- haldi af því komi ótakmarkaður aðgangur að gögnum og upplýsingum. Í því felst ekki skuldbinding og áfram er hægt að hætta við. Þetta er fyrst og fremst skuld- binding um að meðhöndla þessar trúnað- arupplýsingar á ákveðinn hátt,“ segir Geir. Grundartanga og byggingar álvers í Reyðarfirði enn á áætlun, en óvissuþættir enn margir ingur hjá Norsk ro vegna krafna nskra fjárfesta am er unnið að áformum um stórfellda uppbyggingu í stóriðju á landi – á Norðurlandi og á Vesturlandi. Eins og fram kemur ekt Björns Inga Hrafnssonar er leiðin að frekari álframleiðslu kki bein og breið, heldur líkari holóttum íslenskum fjallvegi. Morgunblaðið/Golli Íslenskir fjár- festar vilja völd í samræmi við eignarhlut bingi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.