Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í JÚNÍMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 15,3 milljarða króna og inn fyrir 16,5 milljarða króna fob. Vöru- skiptin í júní voru því óhagstæð um 1,2 milljarða en í júní í fyrra voru þau óhagstæð um 2,2 milljarða á föstu gengi. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 90,9 milljarða króna en inn fyrir 100,7 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskipt- unum við útlönd sem nam 9,8 millj- örðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 20,3 milljarða á föstu gengi. Fyrstu sex mánuði árs- ins var vöruskiptajöfnuðurinn því 10,5 milljörðum króna skárri en á sama tíma í fyrra, að því er fram kem- ur í frétt frá Hagstofu Íslands. Gengi krónunnar hækkaði um 0,48%, úr 137,05 stigum í 136,39, í gær í þriggja milljarða viðskiptum. Upp- hafsgildi vísitölu krónunnar í júlímán- uði var 139,90 og hækkaði gengi krón- unnar því um 2,57% í júlí og er það mesta hækkun hennar innan mánað- ar til þessa, samkvæmt upplýsingum frá millibankaborði Íslandsbanka. Sala erlendra verðbréfa umfram kaup nam 342 milljónum króna í júní en til samanburðar námu nettókaup á erlendum verðbréfum í júnímánuði í fyrra um 3,4 milljörðum króna, sam- kvæmt samantekt Seðlabanka Ís- lands. Í morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að neikvæð við- skiptastaða með erlend verðbréf hafi verið fágæt undanfarin misseri, síðast seldu landsmenn meira af erlendum bréfum en sem nam kaupum í desem- ber sl. Þar áður þarf að fara aftur til nóvember 1996 til þess að sjá nei- kvæða stöðu erlendra verðbréfavið- skipta, að því er fram kemur í morg- unpunktum.                           !" #$   &       D2)E    !"   #    # = >) 1 & $  # ;! ,+# %(9 "&       D2)E % # !  # & #   #' ( ?%"& @"& )*!     *+ ?% $ 2 $: $ )-'# %(9 "$ )  "% $ 2 + '%&+ )%& ,  # ,*  -  7 ! ) "& 7 % "(&$!$!!  ! ,-# %( ;! , 7 %(9 "& . * #' ( /#' ((0 (!! ! #      !   :I 63  :I 63 2 4  ? >7   J  ""#$           -  -   " $       -   -      -   -            -     -  % $  "#$            -   #"$       -    -           -        % "$       A A %$&    -  A   A-          A  A - '()*+,-. / -0'.1  5  >    6>   : I 63    D2) /  !  % E 9,8 milljarða króna halli á vöruskiptum ÍSLANDSSÍMI, Nýherji og Lands-bankinn-framtak hafa undirritað samning um kaup Íslandssíma á hlutabréfum Nýherja og Lands- bankans-framtaks í Fjarskiptafélag- inu Títan. Íslandssími eignast þann- ig 34,9% hlut Nýherja í félaginu og greiðir fyrir með hlutabréfum í Ís- landssíma að nafnverði 23 milljónir króna. Einnig kaupir Íslandssími 4,1% hlut Landsbankans-framtaks í Títan og greiðir fyrir með hlutabréf- um í Íslandssíma að nafnverði 2,7 milljónir króna. Íslandssími átti fyrir kaupin 57% hlutafjár í Títan. Verður tillaga stjórnar félagsins um hluta- fjáraukningu vegna þessa lögð fyrir næsta hluthafafund Íslandssíma. Öllum starfsmönnum Títans hefur verið sagt upp störfum en samanlagt starfa um 160 manns hjá Íslands- síma og dótturfélögum. Vegna sam- runans fækkar stöðugildum hjá félaginu um 20. Síðustu viðskipti með Íslandssíma á Verðbréfaþingi Íslands voru á genginu 4,30 en í útboði til almenn- ings var sölugengið 8,75. Í fréttatilkynningu frá Íslands- síma kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að sameina rekstur Títans og Íslandssíma og ná þannig fram aukinn hagræðingu í þeirri starfsemi sem Títan hefur haft með höndum. Þessar breytingar tengjast frek- ari breytingum á uppbyggingu Ís- landssíma en samhliða sameiningu við Títan mun starfsemi Íslandssíma GSM verða sameinuð móðurfélag- inu. Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Íslandssíma, segir að haldinn hafi verið starfsmannafundur með starfsmönnum Títans þar sem þeim var greint frá breytingunum og að- spurður hversu margir starfsmenn Títans verði ráðnir til Íslandssíma segir Pétur að ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu. Títan sameinað Íslandssíma hf. ÍSLENSK miðlun ehf. lagði í gær fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær skuldar félagið á fjórða hundrað millj- ónir króna en á litlar eignir. Að sögn Óla Rúnars Ástþórssonar, stjórnarmanns í Íslenskri miðlun og framkvæmdastjóra Kaupfélags Ár- nesinga, tók stjórn Íslenskrar miðl- unar þá ákvörðun á mánudag að fara með félagið í þrot enda hefðu aðrar leiðir ekki verið færar. Morgunblaðið sagði frá því í gær að tap Aco-Tæknivals af Íslenskri miðl- un væri yfir 100 milljónir króna vegna sölu á búnaði, þjónustu og hlutdeildar í félaginu. Óli Rúnar segir tap Kaup- félags Árnesinga af Íslenskri miðlun nema um 10 milljónum króna en eign- arhlutur KÁ er u.þ.b. 10%. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er eignarhlutur Aco-Tækni- vals í Íslenskri miðlun rétt innan við 20% og Sparisjóður Hafnarfjarðar á svipaðan hlut. Hlutur KÁ er, eins og áður segir, um 10%. Þá á Isoport, sem er í eigu Hafliða Þórssonar, einnig um 10% hlut. Ekki er ljóst hvert tap Sparisjóðsins né Isoport verður af viðskiptum og eignaraðild að félaginu. Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sagðist ekkert geta tjáð sig um málefni Ís- lenskrar miðlunar að svo stöddu og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Hafliða Þórsson í gær. Íslensk miðlun fer fram á gjaldþrotaskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.