Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ELDAVÉLINA ÞÍNA SELDU OKKUR Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 Við sendum þér nýju eldavélina og sækjum þá gömlu þér að kostnaðarlausu (aðeins á höfuðborgarsvæðinu) Nýja vélin heim að dyrum Við tökum gömlu eldavélina þína upp í, ef þú kaupir nýja eldavél af okkur á meðan birgðir endast. Útlit, aldur eða ástand skiptir engu máli.  Keramik helluborð og ofn saman í pakka  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill og grillteinn Stálofn með keramik helluborði og blæstri  Undir- og yfirhiti  Grill  Geymsluhólf  HxBxD: 85x49,5x60 cm.  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill og grillteinn  Tímaklukka UMBOÐSMENN UM LAND ALLT U pp ítö kuverð KR. 10.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000 50 cm Verð áður 42.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 32.900 Verð áður 84.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 69.900 Verð áður 64.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 49.900 Verð áður 42.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 32.900 Eldavél U pp ítö kuverð KR. 10.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill  Geymsluhólf  HxBxD: 85x59,5x60 cm. Eldavél með blæstri Stálklædd eldavél með keramik hellub. og blæstri ZANUSSI  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti + grill  Stækkanlegar hellur  Geymsluhólf  HxBxD: 85x59,5x60 cm. Verð áður 89.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 74.900 Hvít eldavél með keramik helluborði og blæstri ZANUSSI  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill  Geymsluhólf  HxBxD: 85x59,5x60 cm. Verð áður 84.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 69.900 Stálofn með blæstri PAUL Beatty er sprenglærður maður og hefur numið bókmenntir og sálarfræði við háskóla í Banda- ríkjunum. Hann hefur gefið út tvær ljóðabækur og eina skáld- sögu, Tuff, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út. Hann er blökkumaður og honum er hug- leikin staða svartra í Bandaríkj- unum og hversu mjög þeir eru kúgaðir af hinum hvítu enn þann dag í dag, þótt þrælahald hafi löngu verið afnumið og sé bannað með lögum. Í The White Boy Shuffle er sag- an sögð af Gunnari nokkrum Kauf- mann. Staða fjölskyldunnar er nokkuð sérstök, alla vega miðað við vísitölu-blökkumannafjölskyld- una. Til að útskýra þessa sérstöðu fjölskyldunnar, rekur hann sögu áa sinna. Hann er (auðvitað) kom- inn af þrælum, sem fluttir voru inn frá svörtustu Afríku. Hugrekki, útsjónarsemi og heppni gerðu það að verkum að þeir komust nokkuð vel af, alla vega miðað lífskjör ann- arra sem lentu í þrældómnum. Kynþáttaaðskilnaður hefur ekki mikil áhrif á fjölskylduna, hún reynir af alefli að samlagast hinu hvíta þjóðfélagi. Pabbi Gunnars og hann sjálfur ganga í skóla fyrir hvíta fólkið og eiga vini meðal þeirra. Það er þó ekki heiglum hent að berjast í heimi hinna hvítu, enda virðast þeir ekki hafa áhuga á hinum þeldökku nema þeir séu góðir í einhverju, eins og t.d. körfubolta. Þá eru þeim marg- ir vegir færir, en þeir verða alltaf að beygja sig undir forsendur hinna hvítu. En augu Gunnars opnast smám saman fyrir því, að Ameríka er land hinna hvítu land- nema og hann rís upp, óvart reyndar, gegn þessu óréttlæti og afleiðingarnar eru svakalegar, bæði fyrir hann og fylgismenn hans, en uppreisnin er dauðadæmd í fleiri en einum skilningi. Paul Beatty slær mjög um sig í þessari bók. Það er eins og honum sé mikið í mun að sýna lesand- anum hversu óskaplega vel hann er að sér í heimsbókmenntunum, tónlistinni, já öllum listgreinum. Honum verður reyndar á sú skyssa að kalla einn frænda Gunn- ars Solveigu, en ... enginn er full- kominn, eins og einhver sagði. Ég held að Paul Beatty hefði átt að búa til tvær bækur úr þessari, annars vegar söguna um Gunnar og uppreisn hans og sú hefði orðið ágætis innlegg í réttindabaráttu blökkumanna og hins vegar bók um það hve hann sjálfur er víðles- inn og vel að sér um menningu annarra þjóða. Svartur, en vel að sér The White Boy Shuffle, eftir Paul Beatty. 249 síðna kilja, gefin út af Vintage árið 2000. Fæst í Pennaum Eymundsson og kostar 1.635 krónur. Ingveldur Róbertsdótt ir Forvitnilegar bækur Hið rétta eðli Segunda Piel D r a m a  Leikstjórn Gerardo Vera. Aðal- hlutverk Javier Bardem, Jordi Mollá, Ariadna Gil. (101 mín.) Spánn 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. HÉR er á ferð átakanlegt og einkar raunsætt drama um þjáninguna sem getur fylgt því að koma út úr skápn- um. Sérstaklega á fullorðinsárum þegar fjölskylda er komin í spilið. Alberto og Elena hafa átt í erfiðleik- um í sambandi sínu um nokkurt skeið og hana er farið að gruna að hann haldi framhjá sér. Hana órar hins vegar ekki fyrir því að hann hafi fundið hina einu sönnu ást og hamingju í örmum annars karlmanns sem sjálfur hefur ekki hugmynd um að Alberto sé gagnkynhneigður og þar að auki gift- ur faðir. Alberto þráir ekkert heitara en að segja sannleikann. Hætta að særa sína nánustu með því að leika tveimur skjöldum. En það er hægara sagt en gert því hann hefur ætíð vitað um sitt rétta eðli og kynhneigð en aldrei getað horfst í augu við hana. Hér er á ferð rík persónustúdía, mikið og jarðbundið drama sem stendur og fellur með frábærri frammistöðu leikaranna, sér í lagi Bardems, sem er á barmi heims- frægðarinnar eftir Óskarsverðlauna- tilnefninguna í ár. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Með tvö í takinu MEÐ „pyttinum“ er verið að meina stuðþvögu þá sem myndast einatt framan við sviðið á harð- kjarnatónleikum. Þar hoppar fólk og skakar hausum, lætur öllum góðum látum og skemmtir sér sem mest það má við taktvæna og rokkandi tónlist. Og nóg var af slíku umrætt kvöld. I Adapt var fyrst upphitunar- sveita, leidd af hinum ástríðufulla senuhugsuði Birki. I Adapt spilar melódískt harðkjarnarokk og í raun var aðeins tímaspursmál hvenær sveit sem þessi myndi koma fram. Vonandi tekst I Adapt að spreða út hugmyndum um breiðari nálgun við harðkjarnann; hérlendis veitir ekk- ert af meiri fjölbreytni þar sem allt er svo ári hart! (sem er þó engu að síður yndislegt. Æ…þið vitið hvað ég er að meina). I Adapt rokkuðu feitt en bilun í hljóðkerfi skemmdi upplifunina að vísu þó nokkuð. Hugsjón og trú Birkis er aðdáun- arverð og kannski vegna þessa hætt- ir honum stundum til að fara offari. Á tónleikunum sagði hann eitthvað á þessa leið: „…og þeir sem fatta það ekki eru bara helv… fávitar og asn- ar. Við ætlum aftur á móti að halda áfram að vera jákvæð.“ (???). Í heimi harðkjarnans er mikið lagt upp úr umburðarlyndi. En verður þá ekki líka að sýna þeim sem ekki sýna um- burðarlyndi umburðarlyndi? Hér er alltént komið heilafóður til að japla á. Snafu eru farnir að spila afar framþróað þungkjarnarokk og valda þeim pælingum vel verður að segj- ast. Þeir þurftu þó að líða fyrir slak- an hljóm, sérstaklega kom Siggi söngvari illa út, það heyrðist vart í honum. En áhugaverðar og nýskap- aðar lagasmíðar vógu upp á móti slappleika hljóms svo um munaði. Nýjustu lögin eru afar tilkomumikil og flott og ef vel er haldið á spöð- unum í hljóðveri gæti árangurinn orðið glæstur. Kaflaskiptingar innan einstakra laga virðast telja tugi og vísanir í Dillinger Escape Plan og ámóta sveitir eru greinilegar. Að mínu mati sigruðu íslensku böndin þetta kvöld en þó engin eins og hin rosalega sveit Klink. Þeir tóku þetta hreinlega í nefið eins og sagt er. Hljómurinn var skerandi (NB eins og hann á að vera) og ákefð og einbeiting meðlima var ótrúleg. Hnitmiðaður feiknakraftur þannig að maður hreinlega yggldi sig. Tæknilegt, hratt og ofsa ofsalegt. Og hvaðan kemur þessi söngvari? Mað- urinn hljóp upp tónstigann á fullri ferð, úr djúpu yfir í skært og alls staðar þar á milli. Þreyttist aldrei heldur stóð í einhvers konar start- holum og öskraði stanslaust eins og naut! Púff! Klink er hiklaust næst besta harðkjarnasveit Íslands í dag. Það mætti segja að breska sveitin Stampin’ Ground spili afar pyttvænt harðkjarnarokk og það sýndi sig ágætlega á föstudaginn var. Lögin nærfellt sniðin að skakinu, engar framsæknar pælingar eða ljúfmann- legar nótur. Öllu heldur stuð, stuð og meira stuð. Það er sosum ágætt en það var þó eitthvað sem mér fannst vanta í Stampin’ Ground. Á plötu hljóma þeir eins og firnaþétt rokk- band sem gefur ekkert eftir, en að sjá þá á sviði var dulítið öðruvísi upplifun. Öll lögin mjög svipuð, og nálgunin við harðkjarnann, hvort sem um var að ræða klæðnað með- lima eða lagasmíðar; einhvern vegin straumlínulöguð og „venjuleg“. Hlustendavænt harðkjarnarokk? Á meðan íslensku böndin voru hættu- leg voru Stampin’ Ground settlegir. Það er vonandi að menn haldi áfram svona innflutningi enda nauð- synlegt og hollt fyrir þróun íslensks harðkjarna að taka púlsinn á því sem er að gerast í öðrum slíkum heimum. Lagt út frá þessu hreyfði Stampin’ Ground ekki mikið við undirrituðum. Íslenska „senan“ er hins vegar á fljúgandi ferð um þessar mundir. Úr pyttinum TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Tónleikar bresku harðkjarnasveit- arinnar Stampin’ Ground, 27. júlí, 2001. Einnig komu fram I Adapt, Snafu og Klink. TÓNABÆR Arnar Eggert Thoroddsen Birkir úr I Adapt lætur sig gossa í þvöguna ofan af hátalarastæðunni. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Ian úr Stampin’ Ground.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.