Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isTeitur Þórðarson með stóryrði í Noregi/B4 Ólafur Stefánsson með yfirburða- kosningu í Þýskalandi/B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag SKATTSTJÓRAR landsins lögðu í gær fram álagningarskrár og sam- kvæmt þeim er gjaldanda á Sel- tjarnarnesi, Eiríki Sigurðssyni kaupmanni, gert að greiða hæst op- inber gjöld, eða 93,2 milljónir króna. Í öðru sæti er Benóný Þórhallsson, vélstjóri í Grindavík, en gjöld hans nema alls 53 milljónum króna. Þriðji gjaldhæsti einstaklingurinn yfir landið er í Reykjavík, Jónína S. Gísladóttir, ekkja Pálma Jónssonar í Hagkaup, en samanlögð gjöld hennar nema 37,4 milljónum króna. Í fjórða sæti er Sólveig Edda Bjarnadóttir í Hafnarfirði sem greiða á 29,6 milljónir og í því fimmta Kristjana Ólafsdóttir á Ísa- firði en henni ber að greiða 22, 6 milljónir króna. Alls eru gjöld Reykvíkinga rúm- lega 42 milljarðar að frádregnum barna- og vaxtabótum, 28,8 millj- arðar í Reykjanesumdæmi og rúm- lega 7 milljarðar í Norðurlandsum- dæmi eystra. Rúmlega 221 þúsund framteljendur Alls eru rúmlega 221 þúsund framteljendur á grunnskrá allra skattumdæma landsins. Flestir eru í Reykjavík eða liðlega 90 þúsund, rúmlega 60 þúsund í Reykjanesum- dæmi og rúmlega 20 þúsund fram- teljendur eru í umdæmi Norður- lands eystra. Fæstir eru í Vestmannaeyjum eða 3.374 og á Vestfjörðum eru þeir 6.226. Álagningarskrár liggja frammi í skattumdæmum til þriðjudagsins 14. ágúst. Á að greiða 93 milljónir króna  Hæstu/6 LISTAMAÐURINN Erró er á góðum batavegi eftir vélhjóla- slys sem hann lenti í á eyjunni Formentera, sem er skammt frá Ibiza á Spáni, hinn 19. júlí síðastliðinn, á 69. afmælis- degi hans. Að sögn Gunnars Kvar- an, náins vinar Errós, sem hefur verið í sambandi við fjölskyldu Er- rós síðustu daga, er reiknað með að Erró útskrifist í dag eða næstu daga af sjúkrahúsi á Ibiza en þar lá hann þungt haldinn á gjörgæsludeild fyrstu dagana eftir slysið. Listamaðurinn var þó aldrei talinn í lífshættu, að sögn Gunnars. Erró var fluttur með sjúkra- þyrlu frá Formentera til Ibiza en hann axlarbrotnaði, rifbeins- brotnaði og hlaut innvortis blæðingar vegna rifja sem stungust inn í hann. Aldrei missti hann meðvitund og slapp við höfuðáverka. Gunnar sagði lækna Errós halda því fram að hann nái sér að fullu en það geti tekið nokkrar vikur. Tildrög slyssins eru þau að Erró var að koma frá pósthús- inu á Formentera á litlu vélhjóli ásamt Wilai, konu sinni, þegar hann missti stjórn á því. Lenti hann illa undir hjólinu en Wilai slapp við meiðsli. Erró á bata- vegi eftir vélhjólaslys HÆST opinber gjöld í Reykjavík greiðir Jónína S. Gísladóttir, Miðleiti 5, eða 37,4 milljónir króna. Í öðru sæti er Guðmundur T. Sigurðsson, Funafold 30, og eru samanlögð gjöld hans 20,3 milljónir króna. Alls greiða 19 manns í Reykjavík meira en 11 milljónir í opinber gjöld. Álagning- arskrár liggja frammi til 14. ágúst. Alls eru 89.293 gjaldendur í Reykjavík auk þess sem opinber gjöld eru lögð á 1.314 börn. Börnin greiða samtals tæplega 12,7 milljónir króna en heildargjöld fullorðinna eru 47,6 milljarðar króna. Saman- lagður tekjuskattur nemur 22,1 milljarði króna, útsvar er 20,2 millj- ónir og eignarskattur er 1,7 milljarð- ar króna. Þá greiða rúmlega 32 þús- und gjaldendur í Reykjavík alls tæplega 1,6 milljarða króna í fjár- magnstekjuskatt. Sé litið á hina hlið álagningar kem- ur í ljós að rúmlega 21 þúsund manns í Reykjavík fá 1,9 milljarða í vaxtabætur og tæplega 20 þúsund fá 1,7 milljarða í barnabætur. Þá fá rúmlega 30 þúsund gjaldendur sam- anlagðan skattaafslátt til greiðslu út- svars að upphæð 1,5 milljarða. Jónína S. Gísladóttir greiðir 37,4 milljónir                         !  "#   $%& $ ' () * +   ,)!-  .$  /* 0 *  %   "*  12 %#-   32 4%% * 35%/  *6!-  $ 7*6%/  %            82 * 2 *!- Reykjavík ÁTTA félagar úr Sundfélagi Akra- ness syntu í gær Faxaflóasund en sundið hefur verið árlegur við- burður hjá félaginu í meira en ára- tug. Þau sem þreyttu sundið í gær eru á aldrinum 15 til 20 ára og var tilgangur sundsins meðal annars sá að safna fé með áheitum, sem notað verður í æfinga- og keppn- isferðir fyrir meðlimi sundfélags- ins sem eru tæplega 200 talsins. Synt var frá Reykjavíkurhöfn að Langasandi á Akranesi og tók sundið um fimm og hálfan tíma. Skiptist sundfólkið á að synda og synti hver í 20 til 30 mínútur í einu. Átta syntu frá Reykjavík til Akraness Morgunblaðið/Billi ÚRKSKURÐARNEFND um upp- lýsingamál hefur kveðið á um að Flugmálastjórn sé skylt að veita Friðriki Þór Guðmundssyni aðgang að bréfum og gögnum sem stofnunin sendi rannsóknarnefnd flugslysa varðandi rannsókn á flugslysinu sem varð í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000. Flugmálastjórn hafði synjað Friðriki Þór, sem er faðir eins þeirra sem lét- ust af völdum slyssins, um að láta honum í té athugasemdir stofnunar- innar og þá synjun kærði Friðrik Þór 4. júlí síðastliðinn. Rannsóknarnefnd er ekki skylt að afhenda framburð vitna Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar segir að í lögum séu engin sér- stök fyrirmæli um þagnarskyldu sem takmarki aðgang almennings eða málsaðila að gögnum í vörslu Flugmálastjórnar eða rannsóknar- nefndar flugslysa, ef frá er talið ákvæðið í 14. grein laga um rann- sókn flugslysa. Þar segir að verði flugslys tilefni opinberrar rannsókn- ar skuli nefndin ekki afhenda lög- reglu gögn sem geymi framburð að- ila og vitna fyrir nefndinni. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar segir enn fremur að þótt ákvæðið sé einskorðað við lögreglu, eftir að hún hefur hafið rannsókn, verði að telja að það hafi almennt gildi. Bent er á að umrætt ákvæði vísi eingöngu til gagna sem geymi framburð aðila og vitna fyrir nefnd- inni en að mati úrskurðarnefndar- innar er talið eðlilegt að skýra ákvæðið þannig að það geti jafn- framt tekið til sérfræðiskýrslna sem teknar hafi verið saman fyrir nefnd- ina. Þó hljóti það að vera skilyrði fyr- ir því að slíkum skýrslum sé haldið leyndum að sömu sjónarmið eigi við um þær og framburð aðila og vitna fyrir rannsóknarnefndinni. Um lögbundna umsögn stjórnvalds að ræða Það álitaefni sem úrskurðarnefnd- in taldi þurfa að leysa í þessu máli var hvort umrædd sjónarmið ættu við um þær athugasemdir og ábend- ingar sem Flugmálastjórn gerði við drög að skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Í því sambandi var talið skipta máli að ekki var um að ræða álit óháðrar rannsóknarstofnunar, heldur lögbundna umsögn stjórn- valds með sérfræðiþekkingu á sviði flugmála. Að mati úrskurðarnefndar verður slík umsögn ekki lögð að jöfnu við óháð sérfræðiálit og því síð- ur framburð aðila og vitna fyrir rannsóknarnefndinni, „enda verður ekki séð að það hefði skaðleg áhrif á rannsókn flugslysa í framtíðinni þótt þær athugasemdur og ábendingar, sem hér eru til umfjöllunar, verði gerðar opinberar“. Í niðurstöðunni segir einnig að af almennum athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga megi ráða að markmiðið með lögunum sé að tryggja að almenningur og ekki síður málsaðilar eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld að- hafast, meðal annars til að draga úr tortryggni í þeirra garð. Með skír- skotun til þess, meðal annars, er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt á því samkvæmt 1. málsgrein 9. greinar upplýsinga- laga að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum í vörslu Flugmálastjórnar, enda verði ekki talið að undantekn- ingarákvæði 2. og 3. málsgreinar eigi við í málinu. Niðurstaða vegna kæru varðandi rannsókn á flugslysinu í Skerjafirði Flugmálastjórn skylt að veita að- gang að gögnum Erró LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum handtók í fyrrinótt fjögur ungmenni við húsleit í tveimur húsum í bænum. Við húsleit fundust 19 e-töflur auk lít- ilræðis af hassi og amfetamíni. Einnig fundust vopn, þ.m.t. hnífar og loftriff- ill, auk áhalda til neyslu fíkniefna. Þrjú ungmennanna voru enn í haldi lögreglu í gær en var sleppt eftir skýrslutöku seint í gærkvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum telst málið upplýst. Fjórir hand- teknir vegna fíkniefnamáls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.