Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Landssamband sumarhúsaeigenda Nýtt öryggisnet Landssamband sum-arhúsaeigenda hef-ur staðið fyrir því verkefni að koma öryggis- merkingum á öll sumarhús í landinu. Þetta verkefni vinnur sambandið í sam- vinnu við Neyðarlínuna, Fasteignamat ríkisins, Vegagerðina og Landmæl- ingar Íslands. Sveinn Guð- mundsson, talsmaður og lögmaður Landssambands sumarhúsaeigenda, var spurður hvernig þessu viðamikla verkefni miðaði. „Þetta verkefni á sér langan aðdraganda. Nú loks sjáum við fram á að því sé að ljúka, þar sem við getum nú boðið öllum sumarhúsaeigendum á landinu að merkja sumar- hús sín inn í þetta kerfi. Það er bú- ið að ganga frá sérstökum sam- starfssamningi um skráningu öryggisnúmera fyrir sumarhús en markmiðið er að það verði til áreiðanleg skrá um hnitsett sum- arhús á Íslandi sem mun þá nýt- ast til leiðsagnar til neyðarþjón- ustu í sumarhúsabyggðum ef bráðatilvik koma upp.“ – Hvað er hnitsetning? „Hnitsetning er það þegar sum- arhús t.d. eru staðsett með mæl- ingum inn á landakort með sér- stökum tækjum. Þannig má finna viðkomandi hús með tveggja metra skekkjumöguleika.“ – Hefur ekkert svona kerfi ver- ið við lýði áður? „Í þéttbýli er þetta kerfi búið að vera á í mörg ár og hefur byggst á símalínum og sérstakri tækni sem Neyðarlínan býr yfir. Vandamálið er hins vegar að sumarhús hafa hingað til ekki verið hnitsett og farsímar bjóða ekki upp á sömu möguleika og venjulegir símar.“ – Hafa komið upp tilvik þar sem erfiðlega hefur gengið að koma fólki til hjálpar í sumarhúsum? „Já, það hafa komið upp mörg tilvik þar sem erfitt hefur verið að nálgast sumarhúsið þar sem menn þekktu ekki staðsetningu þess eða leiðir að því. Við erum ekki aðeins að hnita sumarhúsin heldur alla vegslóða sem að þeim liggja, það veitir mikið öryggi.“ – Hvernig miðar þessu hnit- starfi? „Hnitun á vegslóðum er að mestu lokið þar sem sumarhúsa- byggð er hvað þéttust. Þó má ætla að þessu ljúki ekki hvað varðar vegslóðana fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Hins vegar ráðgerum við að allir þátttakendur í þessu verki muni verða búnir að fá hnitsetn- ingu sumarhúsa sinna fyrir árs- lok.“ – Hvernig er þetta mælt? „Við höfum þegar tekið upp samstarf við björgunarsveitir og aðra aðila sem munu ganga um sumarhúsabyggðir landsins og hnitsetja húsin. Vegagerðin mun koma að merkingum á þjóðbraut- um sem gefa til kynna að sumarhúsabyggð sé á viðkomandi slóð. Í samvinnu við Land- mælingar Íslands hef- ur Vegagerðin þegar unnið ótrúlegt þrek- virki á þessu sviði.“ – Hvernig verða sumarhúsin merkt? „Þau verða merkt að utan með skilti og jafnframt að innan.“ – Hvernig líta skiltin út? „Skiltin eru tvö, það skilti sem fer á utanhúss er 30x10 senti- metrar, það skilti sem verður hengt upp innanhúss er 15x5 sentimetrar. Á þessum skiltum kemur fram neyðarnúmerið 112 og öryggisnúmer sumarhússins. Með því að gefa þetta númer upp í bráðatilvikum getur Neyðarlínan leiðbeint björgunaraðilum með einföldum hætti á staðinn.“ – Eiga björgunarmenn erfitt með að rata eins og ástandið er nú? „Já, þeir eiga mjög erfitt með það – alltaf eru að koma upp atvik þar sem menn fara villir vegar þrátt fyrir að reynt sé að leiðbeina þeim. Það fer mikilvægur tími til spillis meðan reynt er að gera björgunarmönnum ljósa staðsetn- ingu sumarhúss og stundum gengur það jafnvel ekki. Ljóst er því að þarna er um mikið nauð- synjamál að ræða.“ – Hefur þetta mikinn kostnað í för með sér fyrir sumarhúsa- eigendur? „Nei, menn greiða eingreiðslu fyrir þessa þjónustu og kostnað- urinn er á bilinu 6.100 kr. til 9.800 kr. án virðisaukaskatts, eftir því hvort um er að ræða utanfélags- menn eða félagsmenn.“ – Eru margir félagar í Lands- sambandi sumarhúsaeigenda? „Í Landssambandinu eru um 50 félög og um 2.500 félagsmenn, en félagsmönnum er að fjölga mjög um þessar mundir. Þess má geta að Landssamband sumarhúsaeig- enda er hagsmunasamtök sumar- húsaeigenda á Íslandi og við viljum stuðla að bættri þjónustu við sumarhúsaeigendur, lækkun á opinberum gjöldum og bættri lagasetningu. Við er- um að taka upp sam- starf við mörg önnur landssamtök. Við er- um og með mikla útgáfustarfsemi núna og benda má á vefinn okkar, www.sumarhus.is. Við erum einn- ig að þrýsta á um aukna þjónustu sveitarfélaga við sumarhúsa- eigendur, svo sem við vegagerð, brunavarnir og sorphirðu, svo eitthvað sé nefnt.“ Sveinn Guðmundsson  Sveinn Guðmundsson fæddist 4. ágúst 1958 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1979. Laga- prófi lauk hann 1993 frá Háskóla Íslands. Hann starfar nú sem héraðsdómslögmaður og rekur lögmannsstofu ásamt öðrum undir nafninu Lögmenn Faxa- feni. Eftir stúdentspróf var Sveinn lengi lögreglumaður en síðar í fyrirtækjarekstri þar til hann lauk laganámi. Sveinn er kvæntur Aðalheiði Valdimars- dóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn og eina dóttur átti Sveinn áður. Með örygg- ismerkingu má leiðbeina björgunar- mönnum með einföldum hætti á staðinn Það skal sko fyrir mannréttindadómstólinn vinur ef það á að skylda okkur til að hlusta á þetta bla- bla, frá morgni til kvölds blá edrú. ÞESSIR ungu veiðifélagar sitja hér við Reynisvatn og bíða rólegir eftir bráðinni. Ekki fylgir sögunni hvernig veiddist, en af yfirveguðu fasi þeirra að dæma má telja líklegt að vel hafi gengið, enda þolinmæði mikilvægur eiginleiki þegar kemur að stangveiði. Yfirveg- aðir veiði- félagar Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.