Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 49 NÚ ER rætt um að framseldir verði til Haag tveir króatískir hershöfðingjar sem grunaðir eru um stríðsglæpi. Viðkomandi menn eru að sögn taldir þjóðhetjur í sínu landi. Það minnir á að William Calley var á sínum tíma nánast tal- inn þjóðhetja í Bandaríkjunum og Nixon forseti tók hann persónu- lega undir sinn verndarvæng. Samt var þarna um að ræða mann sem talinn var sekur um alvarleg- ustu stríðsglæpi, fjöldamorðin í My Lai. Í Þýzkalandi nazismans var Horst Wessel hafinn til skýjanna sem hetja eftir dauða sinn. Sennilega velur hver þjóð sér á hverjum tíma þær hetjur sem henni eru samboðnar! Telford Taylor sem var aðal- ákærandi af hálfu Bandaríkja- manna í Nürnberg skrifaði bókina „Nürnberg and Vietnam: An Am- erican Tragedy “. Mörgum væri hollt að lesa þá bók. Þar talar Taylor um að Bandaríkin vanræki að læra þær lexíur sem þau heimti að aðrir læri. Tímaritið Time sagði á sínum tíma um ábyrgðina á fyr- irmælunum um blóðbaðið í My Lai, að hún byrji hjá Calley og endi hjá Johnson, æðsta manni Bandaríkja- hers. Fulbright, öldungadeildar- maður og formaður utanríkismála- nefndarinnar, kvað hina ábyrgu vera hershöfðingjana Westmore- land og Abrams og forsetana John- son og Nixon. Hvað var gert í mál- unum? Nákvæmlega ekkert og þar við situr! Ádeila Roberts A. Tafts, öld- ungadeildarmanns frá Ohio, á stríðsglæparéttarhöldin í Nürn- berg er talin hafa spillt mjög fyrir áður vænlegum möguleikum hans til að verða valinn frambjóðandi republikana til forsetakjörs 1948. Taft var sonur fyrrverandi forseta og hafði lengi stefnt að forseta- embættinu. Hann trúði því að frelsi einstaklingsins væri til þess að hann hugsaði sjálfstætt. Taft flutti ræðu 6. október 1946 sem hann kallaði „Jafnrétti fyrir lögunum“ og þar sagði hann: „Málaferli sigurvegarans á hendur hinum sigruðu geta aldrei verið óhlutdræg, hversu vandlega sem þau eru vafin réttarfari að formi til.“ Hann sagði ennfremur „að um- rædd málaferli þjónuðu tilgangi stjórnarstefnu en ekki réttlæti og slíkt ætti lítið skylt við engilsax- neska arfleifð.“ Ræðan virkaði sem sprengja á tímum þar sem millj- ónir manna hrópuðu fyrst og fremst eftir hefnd. Taft var út- hrópaður og átti sér ekki viðreisn- ar von. En hann var ekki að verja nazista-forkólfana eins og sumir héldu eða einangrunar-stefnuna eins og jafnvel enn fleiri héldu. Hann var einfaldlega að verja það sem hann áleit vera hefðbundinn skilning Ameríku-manna á lögum og rétti. Hann var málsvari þingræðis- legra stjórnskipunarlaga og ein- staklingshyggju í lífi og stjórnar- fari og hikaði ekki við að tala út frá sannfæringu sinni. Frá hans sjón- armiði var réttlætið í húfi og allt annað voru smámunir. Robert A. Taft varð aldrei for- seti Bandaríkjanna. Kannski varð hann það ekki vegna þess að hann var trúr sinni sannfæringu. Að minni hyggju er slík trúmennska meiri vegsemd en að gegna valda- miklu embætti. Um allan heim er þörf fyrir menn sem hafa réttsýni og sannleika að leiðarljósi og standa á sannfæringu sinni. En slíkir menn eru yfirleitt ekki í valdastólunum. Það þekkir al- menningur flestra landa og víða af biturri reynslu. Það virðist líka víða erfitt að greina á milli hver er ærlegur og hver er þjófur, hver er stríðs- glæpamaður og hver er þjóðhetja? Getur sami maðurinn verið hvorttveggja í senn stríðsglæpa- maður og þjóðhetja? Í slíku tilfelli hlýtur sá maður að bera þjóð sinni vitni með verkum sínum og við- komandi þjóð verður þá að bera ábyrgð á sínum manni. Adolf Eichmann sagði á sínum tíma, að hann hefði aðeins útvegað vörubílana. Pinochet segir kannski að hann hafi bara útvegað flugvél- arnar sem flugu með fórnarlömbin út yfir Kyrrahafið og vörpuðu þeim út. Eichmann var tekinn af lífi en Pinochet var sleppt. Sá fyrr- nefndi var undirböðull og verkfæri, sá síðarnefndi er yfirböðull sem gengur enn laus. En Carla Del Ponte og hennar starfslið hefur sýnilega ekki áhuga á Pinochet. Hann hefur ekki framið stríðs- glæpi samkvæmt forritinu sem unnið er eftir, ekki fremur en NATO í árásunum á Júgóslavíu 1999. Þar er ekki talin þörf að rannsaka neitt. Hagsmunir Vest- urlanda eru auðvitað aldrei tryggð- ir með glæpum – eða getur það verið? Milosevic er hins vegar allt annað mál, enda mun saksókn gegn honum vera kórrétt eftir þeim pólitísku fyrirmælum sem að baki liggja. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Enn um stríðsglæpi Frá Rúnari Kristjánssyni: OFT sjáum við, sem lesum Morg- unblaðið daglega, auglýst eftir týndum köttum, merktum sem ómerktum. Tekið er þá fram að þeirra sé sárt saknað og undrast víst fáir, nema kannske þeir sem er í nöp við alla ketti. Ég hef ekki kynnst neinumsem er hlutlaus í af- stöðu sinni til kattanna. Ég hef lengi haft mætur á þessum dýrum því að þau eru vinaleg og heim- ilisleg, nudda sér upp að manni og mala ánægjulega þegar þeim er strokið. Þegar köttur týnist er sorg á heimilinu. Gamall og góður vinur er horfinn. Stundum er dýrið einhvers staðar innilokað, hefur stokkið inn um glugga og kemst síðan ekki út. Líður síðan auman dauða, sveltur í hel. Er aumt til þess að vita. Þess vegna er fólk beðið að athuga skúra og geymslur því að þar kynni að leynast köttur sem þangað hefði ratað í leit sinni að skúta í óveðri eða af ótta við eitthvað utanaðkom- andi. Danir sögðu mér að sá væri munur á ketti og hundi að kötturinn væri bundinn staðnum en hundur- inn manninum. Oft er ekið yfir ketti á hraðbraut- um. Þeir eru ekki nógu skjótir í för til að komast undan þessum vél- knúnu farartækjum. Nýlega var ek- ið yfir kött kunningja míns. Gerðist það á Ægisíðu þar sem er tvístefna. Bílstjórinn, sem yfir köttinn ók, svo að hann beið bana af, lét eigandann vita vegna þess að kötturinn var vel merktur. Virðist lágmarkskrafa að slíkt sé gert. Heimilisketti á að merkja vel svo að hægt sé að koma þeim til síns heima við tækifæri. Stundum bjargar Kattholt þessum týndu heimilisdýrum og sé þeim innileg þökk fyrir. Ég hef komið í Kattholt og dáist ég að umhirðu dýranna á þeim stað. Kattavina- félagið er líknarfélag sem efla þarf sem mest má verða. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Keyrt var yfir köttinn þinn Frá Auðunni Braga Sveinssyni: Morgunblaðið/Ómar Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 544 4210/565 6241 Fax 544 4211 Opnunartími Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-14 Tilboð Tilboð Víking Epic 1706 á aðeins kr. 599.000. . Lokasala á þessu verði sem kemur ekki aftur ATH! Eigum til örfá útlitsgölluð fellihýsi sem seld verða með miklum afslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.