Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 60

Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKU sundmönnunum, sem kepptu á heimsmeistaramótinu í Fukuoka í Japan, var í gær vel fagnað við komuna til Keflavíkur. Ríflega 20 manns tóku á móti þeim Erni Arnarsyni, Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Láru Hrund Bjarg- ardóttur. Örn vann sem kunnugt er til silf- ur- og bronsverðlauna í 100 og 200 metra baksundi ásamt því að setja ný Íslands- og Norðurlandamet. „Ég er ánægður með mjög vel heppnað mót og verðlaunapening- arnir eru bara góður bónus á það,“ sagði Örn við heimkomuna. „Ég fæ sumarfrí núna til 27. ágúst. Þangað til ætla ég bara að slaka á,“ sagði Örn sem hyggur á háskólanám í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vetur. „Ég var líkamlega og andlega al- veg búinn eftir mótið. Þar sem mér gekk ekki nógu vel í undanúrslitum í 200 metra sundinu tók það rosa- lega orku frá mér að ná einbeitingu aftur fyrir úrslitin. Það tókst og það sýnir að ég er mjög sterkur andlega og það er bara af hinu góða.“ Íslenska þjóðin fylgdist vel með Erni í úrslitasundunum. „Það er rosalega mikils virði þegar fylgst er svona með manni. Maður leggur náttúrlega rosalega mikið á sig og það er mjög gott þegar fólk veit hvað maður leggur mikið á sig fyrir þann árangur sem næst,“ sagði Örn sem ætlar að taka það rólega næstu daga. „Ég ætla mikið í heita pottinn og gufubað og kannski í Bláa lón- ið.“ Fjölskylda Arnar tók vel á móti honum á Keflavíkurflugvelli en mikil gleði ríkir hjá henni þessa dagana. „Ég er hættur að vera hissa á því sem hann gerir. Hann virðist alltaf standa undir vænt- ingum. Við fjölskyldan erum voða- lega stolt og ánægð með árang- urinn,“ sagði Örn Ólafsson, faðir sundmannsins. Íslensku sundmönnunum var vel fagnað við komuna til Keflavíkur í gær Morgunblaðið/Þorkell Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, tók á móti íslensku sundmönnunum í gær við heimkomuna af Heimsmeistaramótinu í Fukuoka. Hér heilsar hann Erni Arnarsyni og Jakobi Jóhanni Sveinssyni. Ætlar beint í pottana FULLTRÚAR íslenskra fjárfesta, sem meta nú möguleika á aðild að byggingu álvers á Reyð- arfirði í félagi við lánastofnanir og Norsk Hydro, hafa gert athugasemdir við samkomulag um aðkomu norska fyrirtækisins að starfsemi fyrirtækisins í framtíðinni. Fulltrúar Hæfis hf. funduðu með stjórnendum Hydro í Ósló um þessi mál fyrir um hálfum mánuði og eftir þann fund var ástandið metið svo viðkvæmt að Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður viðræðunefndar um stóriðjumál, hélt aftur nokkrum dögum síðar til Ósló til viðræðna um kröfur íslenskra fjárfesta. Eftir þann fund gætir meiri bjartsýni en áður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið gengið út frá því að Norsk Hydro komi sem verksali að ýmsum lykilþáttum í starfsemi fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði. Þannig sé nánast kveðið á um yfirráð Hydro Aluminium yfir tækniuppbyggingu álversins, hráefniskaup- um, markaðsstarfi og útflutningi. Íslenskir fjár- festar telja þetta of mikil ítök með tilliti til þess að ekki er ætlunin að Hydro eigi meirihluta í Reyðaráli, fyrirtækinu um rekstur álversins, heldur íslenskir fjárfestar í Hæfi hf. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis, segir ljóst og nauðsynlegt að hafa í huga að ekki liggi fyrir endanlegir samningar við Hydro um alla þætti væntanlegrar samvinnu. Um þau mál sem standi enn út af borðinu sé verið að semja þessar vikurnar. „Það liggur fyrir að Íslendingar vilja til lengri tíma litið hafa meira að segja um eign- arhlut sinn og framleiðslu fyrirtækisins. Hins vegar er jafnljóst að til skemmri tíma litið verða að liggja fyrir samningar um sölu á málminum og útvegun hráefnis. Án þess er ekki hægt að fjármagna álverksmiðjuna,“ segir hann. Úrskurðar skipulagsstjóra að vænta í dag eða á morgun Úrskurðar Skipulagsstofnunar ríkisins vegna mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar er að vænta í dag eða á morgun. Alls bárust um fjögur hundruð athugasemdir við umhverfismatið til skipulagsstjóra og stóð upphaflega til að úrskurður yrði felldur 13. júlí sl. Því var hins vegar frestað og er úrskurð- arins nú beðið með mikilli eftirvæntingu, enda geta niðurstöðurnar haft áhrif á áform um upp- byggingu stóriðju á Austurlandi. Samningafundir í Ósló vegna skilyrða Norsk Hydro í Reyðarálsverkefninu Vilja fá völd í sam- ræmi við eignarhlut  Titringur /30 ALLT að fimmtán mánaða bið er eftir heyrnartækjum hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands. Skortur er á sér- hæfðu starfsfólki og læknum við stöð- ina. Milli 1.200 og 1.300 manns bíða eftir úrlausn sinna mála. Sigríður Snæbjörnsdóttir, for- stöðumaður Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands, segir að vonir standi til að unnt verði að stytta biðtímann í vetur. Hún segir að því miður hafi verið langur biðtími í nokkur ár eftir heyrnartækjum en hann hafi heldur lengst að undanförnu. „Núna er bið- tími eftir heyrnarmælingu um þrír mánuðir og síðan getur liðið allt upp í eitt ár þar til unnt verður að fá heyrn- artæki ef niðurstaðan er sú að þess þurfi,“ segir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að forgangsraða innan þess hóps sem nú er á biðlista. Börn og þeir, sem eiga á hættu að missa starf sitt vegna heyrn- arskerðingar, eru látin ganga fyrir. Einnig er það metið ef félagslegar að- stæður eru með þeim hætti að nauð- synlegt þyki að grípa þar inn í. „Við erum í góðu samstarfi við heil- brigðisráðuneytið og erum að afla upplýsinga og leggja fram leiðir um hvernig best er að stytta biðlistana. Ég vona að með haustinu takist okkur að leggja fram áætlanir þar um. Bið- listarnir eru of langir og ástandið er mjög bagalegt fyrir alla,“ segir Sig- ríður. Hún segir að til greina komi að fjölga starfsmönnum og lengja vinnu- tímann og einnig þurfi að leggja fram hugmyndir um hve mikið fjármagn þurfi til að stytta biðtímann. Fyrir- hugað er að leggja fram nýtt frum- varp um Heyrnar- og talmeinastöðina í haust og bindur Sigríður vonir við að breytingar sem það felur í sér verði til bóta. „Það þarf að bæta og efla læknis- þjónustuna hérna og ég hef átt við- ræður við háls-, nef- og eynalækna um það. Ég vildi gjarnan einnig fá fleiri heyrnar- og talmeinafræðinga til starfa,“ segir Sigríður. Hún telur ákjósanlegt að lítill eða enginn biðtími verði eftir heyrnar- mælingum en eðlilegt mætti teljast að biðtími eftir tækjum væri 2-3 mán- uðir. Tækin eru keypt í Danmörku og kostar hvert þeirra u.þ.b. 50 þúsund kr. Eitt þúsund tæki kosta því um 50 milljónir kr. Þeir sem þurfa á tækj- unum að halda greiða yfirleitt 20–40% af verðinu en aðrar reglur gilda um börn og öryrkja. Allt að 15 mánaða bið eftir heyrnartækjum GENGI krónunnar hækkaði um 0,48% í þriggja milljarða króna við- skiptum í gær. Gengisvísitalan byrjaði í 137,05 stigum í gærmorg- un en við lokun markaða stóð hún í 136,39 stigum. Er þetta mesta gengishækkun hennar síðan 5. júlí sl. Bandaríkjadalur er kominn nið- ur fyrir 100 krónur og stóð í 99,95 krónum við lokun markaða í gær. Meginástæða gengishækkunarinnar er fréttir af vöruskiptajöfnuði en fyrstu sex mánuði ársins nam halli á vöruskiptum við útlönd 9,8 millj- örðum króna samanborið við 20,3 milljarða halla á sama tímabili í fyrra. Dollar nið- ur fyrir 100 krónur  Vöruskiptin/18 ÖLL olíufélögin lækkuðu eldsneyt- isverð hjá sér á miðnætti. Verð á 95 oktana bensíni lækkaði um 4,10 krónur á lítrann. Lítrinn af gasolíu lækkar um 1,60 krónur, gasolía frá dælu um 2,10 krónur og svartolíu um 1,50 krónur. Lítri af 95 oktana bensíni kostar nú 98,80 með fullri þjónustu en 94,40 á sjálfsafgreiðslustöðvum, lítri af díselolíu kostar 50,50 og 98 oktana bensín 103,50. Ástæða lækkunarinn- ar er lækkun á heimsmarkaðsverði eldsneytis og lækkun dollars gagn- vart evru og fleiri gjaldmiðlum frá síðustu verðbreytingu. Eldsneytisverð lækkar 95 oktana bensín lækkar um 4,10 krónur HAGNAÐUR Íslandsbanka hf. nam 1.655 milljónum króna á fyrri hluta ársins og er það 121% aukning mið- að við sama tímabil í fyrra en þá nam hann 750 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur námu 4.816 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins og jukust um 35,7% frá sama tímabili í fyrra. Aðrar rekstrartekjur námu 1.953 milljónum og drógust saman um 23,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi nam 519 milljón- um króna en þar af nam hagnaður af veltuhlutabréfum 223 milljónum, veltuskuldabréfum 89 milljónum og gjaldeyrisviðskiptum 207 milljón- um. Alls námu hreinar rekstrartekjur, þ.e.a.s. hreinar vaxtatekjur og aðrar rekstrartekjur, samtals 6.769 millj- ónum sem er 10,9% aukning frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarkostnaður nam alls 3.585 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins og hækkaði um 6,8% frá sama tímabili í fyrra. Íslandsbanki með 1.655 milljónir í hagnað  Sameining/17 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.