Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Á STJÓRNARFUNDI Lyfja- verslunar Íslands, sem haldinn var 22. maí síðastliðinn, var sam- þykkt að þáverandi formaður stjórnarinnar, Grímur Sæmund- sen, hefði samband við Árna Tómasson, bankastjóra Búnaðar- bankans, og færi þess á leit við hann að bankinn, sem er við- skiptabanki félagsins, legði mat á verðmæti þess fyrir Lyfjaversl- unina að kaupa meirihluta í Frumafli hf. Þegar næsta dag fór stjórnarformaðurinn þessara er- inda á fund bankastjórans. 29. sama mánaðar var stjórnarfor- manninum kynnt niðurstaða bankans og óskaði hann þá eftir því að bankinn skilaði ekki inn verðmati sínu þar sem óvissa væri um hvernig meta skyldi óefnisleg verðmæti fyrirtækisins. Bankinn féllst á það sjónarmið að verulegum annmörkum væri háð að leggja mat á þessi óefnislegu verðmæti og varð við ósk stjórn- arformannsins um að skila ekki af sér verðmatinu. Ný stjórn Lyfjaverslunar Ís- lands hefur síðan fengið verðmat Búnaðarbankans í hendur og hef- ur Morgunblaðið fengið það til birtingar. Texti verðmatsins, ásamt töflu sem því fylgdi, er hér að neðan: Efni Búnaðarbanki Íslands hf. hef- ur gert úttekt á arðsemi einka- framkvæmdar við Sóltún í Reykjavík að ósk Gríms Sæ- mundsen, stjórnarformanns Lyfjaverslunar Íslands. Við skoð- un á verkefninu var byggt á rekstraráætlun Deloitte & Touche. Farið var yfir þær for- sendur sem gefnar voru í áætl- uninni og hefur þeim forsendum sem tilgreindar eru sérstaklega í þessari skýrslu verið breytt en aðrar eru hafðar óbreyttar þar sem Búnaðarbankinn hefur ekki nægileg gögn til þess að meta þær sérstaklega. Búnaðarbanki Íslands ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlotist getur vegna ákvarð- ana, athafna eða athafnaleysis sem byggt er á þessu verðmati. Forsendur Vextir Gert er ráð fyrir að öll fjárfest- ingin verði fjámögnuð með jafn- greiðsluláni til 25 ára. Í rekstr- aráætluninni var gert ráð fyrir 5,5% vexti sem er óraunhæft í dag. Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða á 25 ára húsnæðisbréfum er í dag um 8,1% ef veðhlutfallið er undir 50% af andvirði hússins. Í þessu tilfelli liggur þjónustusamningur við ríkið fyrir og því má ætla að hægt sé að fá betri kjör. Ef gert er ráð fyrir láni til 25 ára á fyrsta veðrétti á 7,5% vöxt- um fyrir 70% af framkvæmda- kostnaði og það sem eftir stæði væri fjármagnað á 9% vöxtum á öðrum veðrétti fengjust 7,95% meðalvextir. Hér er reiknað með 7,7–8,2% vöxtum. Viðhaldskostnaður Yfirleitt er miðað við að árleg- ur viðhaldskostnaður á fasteign- um sé 0,7% til 2% af fasteigna- mati. Í stærri viðhaldslitlum fasteignum má í sérstökum til- fellum miða við 0,7% en hér er reiknað með viðhaldskostnaði upp á 0,1% fyrsta árið sem fer stighækkandi upp í 0,7% á 10 ár- um. Samkvæmt mati sérfræðinga er þessi viðhaldskostnaður óeðli- lega lágur en þar sem Búnaðar- bankinn hefur ekki nægileg gögn til þess að meta viðhaldið sér- staklega var þetta látið standa. Ávöxtunarkrafa Þar sem um er að ræða kaup Lyfjaverslunar Íslands hf. á Sól- túnsverkefninu ber að miða við þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til innlends hluta lyf- og heild- sölufyrirtækja, en hún er á bilinu 13–14%. Hér er reiknað með 13% arðsemiskröfu. Mat á verðgildi verkefnisins Við mat á verðgildi verkefn- isins er gengið út frá sömu for- sendum og Deloitte & Touche nota í sinni skoðun þó með þeim breytingum sem lýst var hér að framan. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá arðsemi verkefnisins miðað við ofangreindar forsendur sem settar voru inn í arðsemislíkan Deloitte & Touche. Niðurstöður þess gefa núvirði samningsins á bilinu 61 til 94 mkr. Miðað við 85% eignarhlut er núvirðið 52 til 80 mkr. Aðrir þættir í starfsemi Frumafls hf. Í minnisblaði stjórnarfor- manns er farið í gegnum ýmsa aðra þætti í starfsemi Frumafls sem gæti haft áhrif á mat á kaup- verði Frumafls hf. en Búnaðar- banki Íslands telur rétt að gera athugasemdir við eftirfarandi at- riði: Stækkunarmöguleikar Sóltúns Samkvæmt minnisblaðinu er hugsanlegur viðbyggingar- og stækkunarmöguleiki með því að bæta við hæð metinn á 130 mkr. Forsendurnar fyrir þessari fjár- hæð eru ekki gefnar og því ekki hægt að meta þær sérstaklega. Engir samningar liggja fyrir um þennan stækkunarmöguleika og því ekki réttlætanlegt að taka hann með inn í matsverðið. Einn- ig ber að horfa til þess að núvirði rekstrarins er óverulegt og því ekki augljóst að viðbótin sé mik- ils virði. Samkeppnisforskot Samkeppnisforskot er metið á 50 mkr. í minnisblaðinu. Hér vantar einnig forsendur fyrir fjárhæðinni og vandséð í hverju það forskot felst. Ekki er hægt að gefa sér að neinar sérstakar hindranir séu um þátttöku í út- boðum í framtíðinni og því má gera ráð fyrir að hvaða sam- keppnisaðili sem er geti keppt við Frumafl á sambærilegum grunni. Viðskiptavild Viðskiptavild er metin á 360 mkr. eða sömu fjárhæð og verið er að núvirða Sóltúnsverkefnið á í minnispunktum stjórnarfor- mannsins. Með þessu er gert ráð fyrir að Frumafl hf. fái úthlutað sambærilegu verkefni á sömu kjörum. Ef sömu rök væru notuð miðað við endurmat Búnaðar- bankans á verkinu væri við- skiptavildin um 78 mkr. Með því að virða bæði samkeppnisforskot og viðskiptavild er þó í ákveðnum skilningi verið að tvítelja væntar tekjur, sem er varasamt. Einnig á hér við sama athuga- semd og um samkeppnisforskotið að framan, að vandséð er að Sól- túnsverkefnið setji Frumafl í yf- irburðastöðu þegar kemur að næstu útboðum. Minnisblað framkvæmdastjóra Frumafls um aukna þjónustu Færð eru góð rök fyrir því að sá markaður sem Sóltúnsverk- efnið er á muni stækka mikið í framtíðinni og að þar búi mikil tækifæri til vaxtar. Það hefur einnig í för með sér að fleiri verkefni sambærileg Sóltúni muni líta dagsins ljós og í kring- um þau muni verða til mynd- arlegur þjónustuiðnaður. Mikill hluti þeirrar þjónustu er mjög einföld mötuneytis- og ræstingaþjónusta, auk öryggis- vörslu ýmiss konar. Vandséð er að Frumafl eða Lyfjaverslun búi yfir sérstakri hæfni sem geri þetta að verðmætum viðskipta- tækifærum fyrir þessi félög, einkum þegar hugað er að þeirri hörðu samkeppni sem nú þegar er á þessum mörkuðum. Sérstök áhersla er lögð á hjúkrunarstörf ýmiss konar og vísað til þess að Frumafl hyggist taka forystu á þeim markaði. Ekki eru gefnar neinar forsend- ur fyrir þeim rekstri og því ekki hægt að leggja mat á verðgildi hans. Við fyrstu sýn virðist hér ekki vera um starfsemi með hátt framlegðarstig að ræða, en skoða þarf betur forsendur rekstrar af þessu tagi áður en mat er lagt á verðgildi hans. Niðurstaða Niðurstaða Búnaðarbankans er sú að meta megi Sóltúnsverk- efnið allt frá 70 til 100 m.kr., með hliðsjón af þeim forsendum sem settar voru fram í upphafi. Forsvarsmenn Frumafls telja að Sóltúnsverkefnið veiti félaginu mikið forskot á samkeppnisaðila um framtíðarverkefni, sem meta megi til verulegra fjármuna. Búnaðarbankinn telur að með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýs- ingum sé afar erfitt að meta slíkt til fjár. Búnaðarbankinn telur hins vegar að ákveðið verðgildi kunni að felast í hagræði félags- ins vegna framtíðarútboða, í ljósi þeirrar þekkingar og reynslu sem félagið hefur á þeim tíma aflað sér af Sóltúnsverkefninu. Að mati bankans gæti verðgildi þess hagræðis numið allt að 50 mkr. Úttekt Búnaðar- bankans á arðsemi Sóltúnsverkefnisins   >@ > ? < 'B 45 <    <       >? >   3 ? 7 5   < 5 * 45 >? 5 ? <? >   <         ? * 45 >? 5 =   <          ?  <   >  ' 1"&%& 3 < 35  !69  CDCE F+* %G!' 0 1 C- 1 -C -C H- H1 1- 00 0 -C C/ C1 0- 1 - -C . ( ? 9   'B69 < >   CDH1E /DE LANDIÐ Í SAFNHÚSINU á Sauðárkróki hefur verið mikið um að vera frá því í sumarbyrjun, en þá var lista- konan Jóhanna Bogadóttir með málverkasýningu í tengslum við árlega Sæluviku. Í júní var sýning, sem bar yfir- skriftina Þrjár stöllur, en þar sýna verk sín listakonurnar, Anna Sig- ríður Hróðmarsdóttir, Bryndís Siemsen og Hjördís Bergsdóttir, Dósla. Allar eru þær stöllur menntaðar í list sinni, og starfandi í Skaga- firði. Anna Sigríður á átta verk á sýningunni og rekur hún gallerí í tengslum við vinnustofu sína í Varmahlíð. Bryndís á nítján verk á sýning- unni. Eins og Bryndís kennir Dósla við skólana á Sauðárkróki, og sýn- ir hún þrettán verk að þessu sinni. Allar eiga þær stöllur það sam- eiginlegt að hafa haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum víðsvegar um landið. Að lokinni sýningu hinna þriggja listakvenna, var opnuð sýningin „Skín við sólu Skaga- fjörður,“ og mun hún fjalla um tónlist í Skagafirði í þúsund ár. Sýningin er samstarfsverkefni Safnahússins á Sauðárkróki, Byggðasafns Skagfirðinga og menningar-, íþrótta- og æskulýðs- nefndar Skagafjarðar. Unnar Ingvarsson, skjalavörður við Héraðsskjalasafnið, sagði að sýningin spannaði tónlistarlíf í Skagafirði allt frá því um 1000 og fram til dagsins í dag eða frá dög- um Snorra Þorfinnssonar til þeirra tónlistarmanna sem nú eru að semja og flytja tónlist hvers- konar. Verður sagan rakin með margskonar sýningargripum, mörgum gömlum, nótnahandritum og bókum, svo og á veggspjöldum, þar sem dregnar eru fram í dags- ljósið áhugaverðar upplýsingar, sem ef til vill geta skýrt þá söng- hefð sem orðlögð hefur verið í Skagafirði. Á sýningunni gefst gestum kost- ur á að hlust a á skagfirska tónlist frá ýmsum tímum. Fjölskrúðugt menningarlíf í Safnhúsinu á Sauðárkróki Morgunblaðið/Björn Björnsson Sigfús Pétursson söng nokkur lög við undirleik Stefáns Gíslasonar á fyrsta orgel Sauðárkrókskirkju. Myndlist og yfir- litssýning um tón- list í Skagafirði Sauðárkrókur Morgunblaðið/Björn Björnsson Gömul nótnahandrit, það elsta frá um 1400, á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.